Morgunblaðið - 10.11.1994, Side 37

Morgunblaðið - 10.11.1994, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER1994 37 _____AÐSEIMPAR GREIMAR_ Eg er sykursjúkur „SYKURSÝKI" hvað er nú það? Ertu þá alveg bijálaður í syk- ur? Veður þú að borða sykur svo þú drepist ekki? Máttu þá ekki borða sykur? Rétt í þriðju tilraun. Með næstu spumingu fylgir alveg sérstakur meðaúmkunarsvipur. Máttu drekka? Ah! Já, en innan vissra tak- markana. Sykursýki er senni- lega sá sjúkdómur sem hvað mestu íjármagni er varið í rannsóknir á í dag. Samt er (á ís- landi) lítið fjallað um hann í fjölmiðlum og margir, já, undarlega margir, vilja ekki kannast við það að hafa sykursýki, maður gæti haldið að þetta væri alveg bráð- s- mitandi. Sykursýki hefur jú sína fylgikvilla eins og blindu, nýmabilun og fleira (í slæmum tilfellum). Auk þess þurf- um við að sprauta okkur allt frá 1-5 sinnum á dag, mæla blóðsykur, passa mataræðið og fleira. Við hengjum okkur ekki í svona smáatriði. Flest okkar era vel ferðafær og geta gert hvað sem er, samanber greinarhöfundur, sem stundar ísklifur og fjalla- ferðir. Lif okkar er skipu- legra og agaðra en gerist og gengur. í þessu heilsumeðvitaða þjóðfé- lagi sem við lifum í í dag, ættum við, sykur- sjúklingarnir, að vera til fyrirmyndar, því við þurfum að vera meðvituð um það sem við borðum. Næringargildi, kolvetni, hitaeiningar og fleira þarf að vera á hreinu svo og hreyfmg, auk samspils þessara þátta. Þú getur verið að vinna með mann- eskju með sykursýki án þess að vita það, því við eram ekki veikluleg að sjá eða farlama aumingjar, heldur ósköp venjulegt fólk. Ef þú, lesandi góður, ert með sykursýki og hefur ekki þorað að segja neinum frá því Lítið er fjallað um syk- ursýki í íslenzkum fjöl- ---------------7------ miðlum, segir Agúst V. Árnason, en erlendis er miklum fjármunum varið til rannsókna á sjúkdómnum. eða finnst þetta ekki koma neinum við, þá er það alrangt, því það kemur öllum við, ekki sist þeim sem eru með þér í starfi og leik. Einnig er það sjálfum þér fýrir bestu, þér líður betur vitandi það að þeir sem um- gangast þig dagsdaglega vita hvað á að gera ef eitthvað fer úrskeiðis, hvers vegna þú borðar ekki sama mat og þeir og fleira. Við eigum ekki að skammast okk- ar fyrir að vera með sykursýki! Höfundur er stjórnarmaður í samtökum sykursjúkra. Ágúst V. Árnason Ida Davidsen á Hótel Ilorjí HÓTEL BORG Jólahlaðbord Borgarinnar Ida Davldsen frá Kaupmannahöfn kemur til að setja upp okkar danska jólahlaðborð fimmtudaginn 24. nóvember kl. 18.00. Ida veröur sjálf alla fyrstu helgina, fimmtudag, föstudag og laugardag. Opið öll kvöld frá kl. 18.00 og í hádeginu alla virka daga frá kl. 12.00 til 14.00. Verö í hádeginu er kr. 1.890,- Verð á kvöldin er kr. 2.590,- Borðapantanir i símum 11440 og 11247. íslensk náttúra býr yfir sjaldgæfum ferskleika sem kemur fram í afurðum hennar. íslensk ber eru ljúffeng og rík af vítamínum sem við ættum að neyta meira af. Einn möguleikinn er: BLÁBERJABAKA Fylling: 1 lítri bláber 1 H2dl sykur Bökudeig: 150g FLÓRU smjörlíki 41/2 - 5dl hveiti 2 msk sykur 6 möndlur m/hýði 2 msk rjómi Myljið FLÓRU smjörlflci, hveiti og sykur saman. Bætið rjómanum í og hnoðið hratt í mjúkt deig. Kælið. Þrýstið 2/3 af deiginu út í smurt bökuform og vel upp með hliðunum. Hálfbakið botninn við 200°. Takið hann þá úr ofninum og bætið bláberjunum í, stráið sykri yfir og leggið renninga úr afganginum af deiginu ofan á. Bakið áfram þar til bakan er fallega gulbrún. Gott með rjóma. ŒBfi SMJÖRLÍKISGERÐ ■.•ýOMSstl**’*.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.