Morgunblaðið - 10.11.1994, Page 39

Morgunblaðið - 10.11.1994, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 39 AÐSENDAR GREINAR Frístundir og slys EFTIRFARANDI grein er rituð í tilefni af „Landsfundi um slysa- varnir 1994“, sem haldinn er á vegum „Slysavarnaráðs íslands" þann 11. nóvember 1994 á Hótel Loftleiðum, þar sem rætt verður um ýmsar tegundir slysa. Frístundir eru nauðsynlegar al- veg eins og vinnan eða starfið. Mannslíkaminn getur ekki þrifist án vinnu og hvíldar til skiptis. Helgi- og hvíldardagahald er vitur- lega hugsað með tilliti til almennr- ar heilbrigði. Þeir sem hafa reglu- legan vinnutíma geta gert áætlan- ir fram í tímann, hvemig þeir verja frístundum sínum. En hinir, sem vinna vaktavinnu eða hafa óreglu- legan vinnutíma, eiga ekki eins gott með að skipuleggja frístundir sínar. Þeim, sem vinna kyrrstæða vinnu, er nauðsynlegt að fá hreyf- ingu og vera úti utan vinnutíma. Ferðamenn geta fengið leiðbeiningu um útbún- að hjá hjálparsveitum áður en haldið er í óbyggðir, segir Magnús Sigurðsson. En hinum, sem sífellt eru á þönum við vinnu sína, er kyrrstaða og afslöppun nauðsynleg. Veljum því og verjum frístundum okkar skyn- samlega með tilliti til heilsu, fjár- mála og í samskiptum við aðra. Þeir, sem geta samhæft vinnu og hvíld, verður það að list. List hvíld- arinnar er svo einn þáttur vinnu- listarinnar. Maður, sem er þreyttur og þarfnast hvíldar, á erfitt með að leysa starf sitt af hendi svo vel sé. Hvíld á að vera auðfengin, ef þreytan stafar af líkamlegu erfiði. En hvíld eftir andlega áreynslu og þreytu er stundum torsóttari þó biýn sé. Heilbrigður starfsmaður hlaðinn orku er ekki í rónni nema að hafa eitthvað að starfa. Hann þarf því að finna sér tómstunda- starf eða -verkefni, sem gefur inni- byrgðri orku hans útrás. Nútíma- menning með öllum uppfinningum sínum og vélum, hefur aukið fjölda slíkra stunda. Leikir eru ein mynd tómstunda- starfs. Þar er ekki um neina lausn raunverulegra verkefna að ræða, heldur verða þátttakendur að hlíta ákveðnum reglum. Leikir geta ver- ið íþróttir, þar sem mikillar hreyf- ingar er þörf, eða kyrrseta við spil eða skák, þar sem þátttakend- ur verða að beita skynsemi sinni í leiknum. Það er hvíld í því að fara að heiman. Ekki af því að erfiði fylgi ekki ferðalögum, heldur hinu, að það léttir af okkur ábyrgð og striti hversdagslífsins. Ferðamaðurinn er einn og frjáls, laus við fjöl- skyldu og samfélagið. Erlent ríki er aðeins nýr heimur, girnilegur til fróðleiks, þar erum við laus við viðjar hinnar stöðugu ábyrgðar heima fýrir. Öll þurfum við á frelsi og nýjungum að halda, við og við, því að eftir á fögnum við því að hefja dagleg störf að nýju. Leyfi eiga að vera stutt, en það er furðu- legt, hve fáeinir leyfisdagar, sem varið er til ferðalaga, geta hresst og lífgað sálarlífið. Nú er ekki alltaf nauðsynlegt að ferðast langt til þess að fá af- þreyingu. Hér innanlands er um margskonar afþreyingu að ræða. Þeir, sem eru kjarkmiklir og sækj- ast eftir spennu utan vinnutíma, velja sér þá tegund tómstunda, sem hafa ýmsar hættur í för með sér. Reiðmennska hefur verið stunduð frá því að land byggðist og hefur leitt til slysa bæði minni — og meiriháttar. Nú á tímum eru hins vegar slys á mönnum, sem stunda eða stýra öku- tækjum, algengari, t.d. bifreiðaslys, bifhjóla- slys og vélsleðaslys. Ekki verða neinar tölur nefndar hér, en sífellt berast fréttir af slysum á mönnum í sambandi við þessi ökutæki. Oft berast fréttir af mönnum, sem farið háfa inn í óbyggðir landsins fáliðaðir (ein: bíla) og illa útbúnir. í sumum tilfellum hafa Magnús Sigurðsson. verið vélabilanir, en í öðrum tilfellum slys á mönnum. í flestum til- fellum hafa þessar ferðir endað vel, vegna þess að um allt land eru til hjálp- ar- og björgunarsveitir, sem hafa verið kvaddar til hjálpar. En stundum hefur þetta líka endað illa með alvarlegum meiðslum og jafnvel dauða. Það ætti því að vera skylda allra þeirra sem ætla að ferðast um óbyggðir og hálendi að vera þann- ig útbúnir að þeir geti bjargað sér sem best ef eitthvað kemur fyrir eða séu þannig útbúnir að geta gert hjálparaðilum viðvart sem fyrst eftir að slys verður. Ferðamenn geta auðveldlega fengið leiðbeiningar um útbúnað og aðrar nauðsynjar hjá hjálpar- sveitum áður en haidið er af stað í ferðalög um óbyggðir og há- lendi. Ferðamenn verða að hafa það í huga, að það kostar ærið fé og tíma þeirra er til hjálpar eru kallaðir. Nokkuð áhyggjuefni hefur það verið mönnum, að oft reynast öku- menn farartækja í óbyggðum ekki án áhrifa áfengis og fara ef til vill af þeim sökum ekki eins var- lega og æskilegt væri. Vélsleða- menn eru orðlagðir fyrir of hraðan akstur (100-180 km eða meir á klst.) og þar sem ekki er alltaf hægt að greina vel misfellur í landslagi verða þeir fyrir skakka- föllum, er þeir hafa ekki fulla eða missa stjórn á ökutækjum sínum. Flest öll slys orskast af mannleg- um mistökum. Það er því hvatning til allra, er hafa ökuleikni sem tómstundagaman, að fara að öllu með gát og hafa eftirfarandi heil- ræði í huga. „Aktu varlega, drekku sparlega, því annars kemur dauð- inn snarlega.“ Höfundur er læknir og fulltrúi i Siysnvarnaráði íslunds. Opið til kl. 18 Vegna gífurlegrar aðsóknarverða tilboðsdagar Bílahussins framlengdir fram a laugardag í húsi Ingvars Helgasonar hfað Sœvarhöfða 2. Þar fœrð þú á frábœru og jafnvel fyrstu 6-8 mánuðina. m m fyrsta hálfa árið fylgir bílnum og Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 Sími 674848

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.