Morgunblaðið - 23.11.1995, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 23.11.1995, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 55 FRETTIR Menningar- kvöld Breiðabliks UNGMENNAí’ÉLAGIÐ Breiðablik í Kópavogi efnir til menningarkvölds í Félagsheimili Kópavogs annað kvöld, föstudaginn 24. nóvember, og hefst það klukkan 20:00. Um er að ræða árlegt menning- arkvöld knattspymudeildar Bréiða- bliks. í frétt frá deildinni segir að fram muni koma tónlistarmenn, en síðan fer fram málverkauppboð, þar sem boðin verða upp málverk eftir þjóðkunna listamenn. Listamennim- ir, sem eiga verk á uppboðinu eru: Atli Már, Baltazar Samper, Benedikt Gunnarsson, Bjöm Bimir, Elías B. Halldórsson, Erla Sigurðardóttir, Grímur Marinó, Guðríður Gunnars- dóttir, Gunnar Karlsson, Gunnar Þorleifsson, Hafdís Ólafsdóttir, Haf- steinn Austmann, Kristín Geirsdóttir, Kristín Þorkelsdóttir, Kristjana Sam- per, Ólöf Einarsdóttir, Pétur Már Pétursson og Þorgerður Sigurðar- dóttir. í fréttatilkynningu segir að að- gangur sé ókeypis, en heppnir gestir megi eiga von á óvæntum glaðningi. SIGURÐUR og Ásgrímur Pálssynir á verkstæði sínu í Súðarvogi 14. Nýir eigendur Hemlastill- . ingarehf. ÁSGRÍMUR og Sigurður Pálssynir hafa tekið við rekstri bílaverkstæð- isins Hemlastillingar ehf., Súðarvogi 14, ásamt systkinum sínum Mar- gréti og Þorgeiri Pálsbörnum. Hemlastillingar var stofnað árið 1967 og býður verkstæðið upp á ailar almennar viðgerðir, t.d. hemla-, púst- og kúplingsviðgerðir og hemlaprófanir og rennir diska og skálar. Fram að áramótum verður veittur 15% afsláttur af vinnu og einnig er boðið upp á fríar hemlaprófanir. Bindindisdagurinn Minnt á nauð- syn þess að draga úr drykkju BINDINDISDAGURINN verður haldinn næstkomandi laugardag, 25. nóvember. Þá er skorað á alla landsmenn að sleppa allri áfengis- neyslu og með því er verið að leggja áherslu á heilbrigða og gæfuríka lífshætti, segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum Bindindisdags- ins. Þar segir jafnframt að Bindindis- dagurinn minni á nauðsyn þess að draga úr almennri áfengisneyslu og sérstaklega drykkju barna og unglinga. Gert hefur verið sérstakt merki fyrir Bindindisdaginn sem birt verður í fjölmiðlum í tengslum við umfjöllun um daginn. Haldin verð- ur fjölskylduhátíð í Vinabæ, þar sem nýr lífsstíll ræður ríkjum. Þar mæta t.d. Lína langsokkur og ræn- ingjarnir úr Kardimommubænum, barnakór frá Hveragerði og Lög- reglukórinn taka lagið og Furðu- leikhúsið skemmtir. Aðalfundur Minja o g sögu AÐALFUNDUR Minja og sögu verður haldinn í Þjóðminjasafni Is- lands fimmtudaginn 23. nóvember og hefst kl. 17 stundvíslega. Á ðagskrá fundarins eru venju- leg aðalfundastörf. Að þeim lokn- um flytur Þóra Kristjánsdóttir list- fræðingur erindi með litskyggnum sem hún nefnir: Skráning kirkju- gripa á vegum Þjóðminjasafns ís- lands. Trúfræðslu- námskeið í Skálholti TRÚFRÆÐSLUNÁMSKEIÐ verð- ur haldið í Skálholti dagana 8.-9. desember. Námskeiðið er öllum opið. Það hefst með kvöldtíð, föstu- daginn 8. desember, kl. 18 oglýkur því síðdegis laugardaginn 9. Yfirskrift námskeiðsins er: Jólin og helgihald jólanna. í fyrirlestrin- um og umræðum verða rædd þijú efni: Helgihald jólanna í kirkju og heimahúsum nú á tímum, Inntak hátíðarinnar: Holdtekjan; Guð varð maður og Messa og messusöngur í Skálholti fyrr á tímum. Umsjón með námskeiðinu hafa sr. Kristján Búason, dósent við guð- fræðideild Háskóla íslands, og sr. Öm Bárður Jónsson, fræðslustjóri kirkjunnar. Upplýsingar og skráning þátt- takenda eru í síma Skálholtsskóla. Leikræn tján- ing í Ævintýra- Kringlunni LEIKRITIÐ Tanja tatarastelpa verður sýnt í Ævintýra-Kringlunni, 3. hæð í Kringlunni laugardaginn 25. nóvember. Leikritið hefst kl. 14.30 og kost- ar 300 kr. á sýninguna. Ólöf Sverr- isdóttir leikkona Ieikur Tönju en hún samdi þáttinn fyrir nokkrum árum og flutti á leikskólum borgar- innar. í dag verður boðið upp á leik- ræna tjáningu kl. 17 og er hún inni- falin í barnagæslu. I desember bytja jólaævintýrin í Ævintýra-Kringlunni og jóla- stemmningin í algleymingi. Verður þá föndrað, jólalög sungin og jóla- sögur sagðar og ýmislegt fleira gert til að auka jólagleðina. Þegar nær dregur jólum veður barnagæsl- an opin lengur en venjulega. ATRIÐI úr kvikmyndinni Börn leikhússins. Börn leikhússins í Regnboganum Á HVERJUM fimmtudegi í Regn- boganum eru haldnar sýningar á vegum Kvikmyndasafns íslands á klassískum kvikmyndum. í kvöld kl. 19 og 21 verða sýningar á „Les Enfant du Paradis" eða Börn leik- hússins eftir Marcel Carné frá ár- inu 1945. Myndin er ein af fantasíumynd- um sem Frakkar gerðu á tímum hernáms nasista í Frakklandi. Vegna kvikmyndaeftirlitsins sem Göbbels setti á laggirnar var ekki hægt að fjalla um hinn óhugnan- lega veruleik án þess að stofna sér í stórhættu og kusu því franskir kvikmyndagerðarmenn að nota ljóðrænar, rómantískar fantasíur til að myndgera óbeint hið þjóðfé-. lagslega ástand sem kom fram í átökum góðs og ills. Börn leikhúss- ins er einna frægust þessara mynda en hún var gerð eftir hand- riti ljóðskáldsins Jacpues Préverts og gerist í 19. aldar leikhúsi í París. Þar eiga sér stað mikil til- finningaátök, ástardrama og frægðardraumar sem halda áhorf- andanum í spennu frá upphafi til enda. ■ NÝR eigandi hefur tekið við hársnyrtistofunni Salon Paris, María Una Óladóttir, og lærði hún á Hár og snyrtingu. Torfi Geir- mundsson verður áfram samstarfs- aðili á stofunni. Þau verða með opið frá kl. 9-18 virka daga og kl. 10-14 laugardaga. Stjörnustríðs- myndirnar á myndbandi STJÖRNU STRÍÐSMYNDIRNAR þijár eru nú komnar út á sölumynd- böndum á vegum Sammyndbanda. Um er að ræða sérstaka viðhafnar- útgáfu þar sem hvort tveggja mynd og hljóð hafa verið skerpt og aðlög- uð að ýtrustu kröfum dagsins { dag. I fréttatilkynningu segir m.a: „Fyrsta Stjörnustríðsmyndin „Star Wars“ telst í dag líklega ein af vin- sælustu kvikmyndum allra tíma. Þar komu fram brellur og aðrar sjónhverfingar sem hvergi höfðu sést fyrr og skópu í raun brelluþátt allra nútíma kvikmynda eftir það.“ Eftir „Star Wars“ komu svo myndirnar „The Empire Strikes Back“ og „Return of the Jedi“. ■ HARMONIK ULEIKARINN Hrólfur Vagnsson og slagverks- leikarinn Pétur Grétarsson halda tónleika í sal Fjölbrautaskóla Suð- urnesja í kvöld, fimmtudagksvöld, og heíjast þeir kl. 20. Þeir félagar hafa undanfarna daga haldið kynn- ingar í skólum Reykjanesbæjar og eru tónleikarnir í kvöld lokin á þeim kynningum. Nemendur fá ókeypis aðgang, svo og félagar Tónlistarfé- lagsins en aðrir geta keypt miða við innganginn. KÍN -leikur að Itera! Vinningstölur 22. nóv. 1995 3 «10 »13 »17 «21*24 • 27 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 ’Ví > *' ''^4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.