Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 55
FRETTIR
Menningar-
kvöld
Breiðabliks
UNGMENNAí’ÉLAGIÐ Breiðablik í
Kópavogi efnir til menningarkvölds
í Félagsheimili Kópavogs annað
kvöld, föstudaginn 24. nóvember, og
hefst það klukkan 20:00.
Um er að ræða árlegt menning-
arkvöld knattspymudeildar Bréiða-
bliks. í frétt frá deildinni segir að
fram muni koma tónlistarmenn, en
síðan fer fram málverkauppboð, þar
sem boðin verða upp málverk eftir
þjóðkunna listamenn. Listamennim-
ir, sem eiga verk á uppboðinu eru:
Atli Már, Baltazar Samper, Benedikt
Gunnarsson, Bjöm Bimir, Elías B.
Halldórsson, Erla Sigurðardóttir,
Grímur Marinó, Guðríður Gunnars-
dóttir, Gunnar Karlsson, Gunnar
Þorleifsson, Hafdís Ólafsdóttir, Haf-
steinn Austmann, Kristín Geirsdóttir,
Kristín Þorkelsdóttir, Kristjana Sam-
per, Ólöf Einarsdóttir, Pétur Már
Pétursson og Þorgerður Sigurðar-
dóttir.
í fréttatilkynningu segir að að-
gangur sé ókeypis, en heppnir gestir
megi eiga von á óvæntum glaðningi.
SIGURÐUR og Ásgrímur
Pálssynir á verkstæði
sínu í Súðarvogi 14.
Nýir eigendur
Hemlastill-
. ingarehf.
ÁSGRÍMUR og Sigurður Pálssynir
hafa tekið við rekstri bílaverkstæð-
isins Hemlastillingar ehf., Súðarvogi
14, ásamt systkinum sínum Mar-
gréti og Þorgeiri Pálsbörnum.
Hemlastillingar var stofnað árið
1967 og býður verkstæðið upp á
ailar almennar viðgerðir, t.d.
hemla-, púst- og kúplingsviðgerðir
og hemlaprófanir og rennir diska
og skálar.
Fram að áramótum verður veittur
15% afsláttur af vinnu og einnig er
boðið upp á fríar hemlaprófanir.
Bindindisdagurinn
Minnt á nauð-
syn þess að
draga úr
drykkju
BINDINDISDAGURINN verður
haldinn næstkomandi laugardag,
25. nóvember. Þá er skorað á alla
landsmenn að sleppa allri áfengis-
neyslu og með því er verið að leggja
áherslu á heilbrigða og gæfuríka
lífshætti, segir í fréttatilkynningu
frá aðstandendum Bindindisdags-
ins.
Þar segir jafnframt að Bindindis-
dagurinn minni á nauðsyn þess að
draga úr almennri áfengisneyslu
og sérstaklega drykkju barna og
unglinga.
Gert hefur verið sérstakt merki
fyrir Bindindisdaginn sem birt
verður í fjölmiðlum í tengslum við
umfjöllun um daginn. Haldin verð-
ur fjölskylduhátíð í Vinabæ, þar
sem nýr lífsstíll ræður ríkjum. Þar
mæta t.d. Lína langsokkur og ræn-
ingjarnir úr Kardimommubænum,
barnakór frá Hveragerði og Lög-
reglukórinn taka lagið og Furðu-
leikhúsið skemmtir.
Aðalfundur
Minja o g sögu
AÐALFUNDUR Minja og sögu
verður haldinn í Þjóðminjasafni Is-
lands fimmtudaginn 23. nóvember
og hefst kl. 17 stundvíslega.
Á ðagskrá fundarins eru venju-
leg aðalfundastörf. Að þeim lokn-
um flytur Þóra Kristjánsdóttir list-
fræðingur erindi með litskyggnum
sem hún nefnir: Skráning kirkju-
gripa á vegum Þjóðminjasafns ís-
lands.
Trúfræðslu-
námskeið í
Skálholti
TRÚFRÆÐSLUNÁMSKEIÐ verð-
ur haldið í Skálholti dagana 8.-9.
desember. Námskeiðið er öllum
opið. Það hefst með kvöldtíð, föstu-
daginn 8. desember, kl. 18 oglýkur
því síðdegis laugardaginn 9.
Yfirskrift námskeiðsins er: Jólin
og helgihald jólanna. í fyrirlestrin-
um og umræðum verða rædd þijú
efni: Helgihald jólanna í kirkju og
heimahúsum nú á tímum, Inntak
hátíðarinnar: Holdtekjan; Guð varð
maður og Messa og messusöngur í
Skálholti fyrr á tímum.
Umsjón með námskeiðinu hafa
sr. Kristján Búason, dósent við guð-
fræðideild Háskóla íslands, og sr.
Öm Bárður Jónsson, fræðslustjóri
kirkjunnar.
Upplýsingar og skráning þátt-
takenda eru í síma Skálholtsskóla.
Leikræn tján-
ing í Ævintýra-
Kringlunni
LEIKRITIÐ Tanja tatarastelpa
verður sýnt í Ævintýra-Kringlunni,
3. hæð í Kringlunni laugardaginn
25. nóvember.
Leikritið hefst kl. 14.30 og kost-
ar 300 kr. á sýninguna. Ólöf Sverr-
isdóttir leikkona Ieikur Tönju en
hún samdi þáttinn fyrir nokkrum
árum og flutti á leikskólum borgar-
innar.
í dag verður boðið upp á leik-
ræna tjáningu kl. 17 og er hún inni-
falin í barnagæslu.
I desember bytja jólaævintýrin í
Ævintýra-Kringlunni og jóla-
stemmningin í algleymingi. Verður
þá föndrað, jólalög sungin og jóla-
sögur sagðar og ýmislegt fleira
gert til að auka jólagleðina. Þegar
nær dregur jólum veður barnagæsl-
an opin lengur en venjulega.
ATRIÐI úr kvikmyndinni Börn leikhússins.
Börn leikhússins í
Regnboganum
Á HVERJUM fimmtudegi í Regn-
boganum eru haldnar sýningar á
vegum Kvikmyndasafns íslands á
klassískum kvikmyndum. í kvöld
kl. 19 og 21 verða sýningar á „Les
Enfant du Paradis" eða Börn leik-
hússins eftir Marcel Carné frá ár-
inu 1945.
Myndin er ein af fantasíumynd-
um sem Frakkar gerðu á tímum
hernáms nasista í Frakklandi.
Vegna kvikmyndaeftirlitsins sem
Göbbels setti á laggirnar var ekki
hægt að fjalla um hinn óhugnan-
lega veruleik án þess að stofna sér
í stórhættu og kusu því franskir
kvikmyndagerðarmenn að nota
ljóðrænar, rómantískar fantasíur
til að myndgera óbeint hið þjóðfé-.
lagslega ástand sem kom fram í
átökum góðs og ills. Börn leikhúss-
ins er einna frægust þessara
mynda en hún var gerð eftir hand-
riti ljóðskáldsins Jacpues Préverts
og gerist í 19. aldar leikhúsi í
París. Þar eiga sér stað mikil til-
finningaátök, ástardrama og
frægðardraumar sem halda áhorf-
andanum í spennu frá upphafi til
enda.
■ NÝR eigandi hefur tekið við
hársnyrtistofunni Salon Paris,
María Una Óladóttir, og lærði hún
á Hár og snyrtingu. Torfi Geir-
mundsson verður áfram samstarfs-
aðili á stofunni. Þau verða með
opið frá kl. 9-18 virka daga og kl.
10-14 laugardaga.
Stjörnustríðs-
myndirnar á
myndbandi
STJÖRNU STRÍÐSMYNDIRNAR
þijár eru nú komnar út á sölumynd-
böndum á vegum Sammyndbanda.
Um er að ræða sérstaka viðhafnar-
útgáfu þar sem hvort tveggja mynd
og hljóð hafa verið skerpt og aðlög-
uð að ýtrustu kröfum dagsins { dag.
I fréttatilkynningu segir m.a:
„Fyrsta Stjörnustríðsmyndin „Star
Wars“ telst í dag líklega ein af vin-
sælustu kvikmyndum allra tíma.
Þar komu fram brellur og aðrar
sjónhverfingar sem hvergi höfðu
sést fyrr og skópu í raun brelluþátt
allra nútíma kvikmynda eftir það.“
Eftir „Star Wars“ komu svo
myndirnar „The Empire Strikes
Back“ og „Return of the Jedi“.
■ HARMONIK ULEIKARINN
Hrólfur Vagnsson og slagverks-
leikarinn Pétur Grétarsson halda
tónleika í sal Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja í kvöld, fimmtudagksvöld,
og heíjast þeir kl. 20. Þeir félagar
hafa undanfarna daga haldið kynn-
ingar í skólum Reykjanesbæjar og
eru tónleikarnir í kvöld lokin á þeim
kynningum. Nemendur fá ókeypis
aðgang, svo og félagar Tónlistarfé-
lagsins en aðrir geta keypt miða
við innganginn.
KÍN
-leikur að Itera!
Vinningstölur 22. nóv. 1995
3 «10 »13 »17 «21*24 • 27
Eldri úrslit á símsvara 568 1511
’Ví > *' ''^4