Morgunblaðið - 26.11.1996, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
HALLDÓRI Ásgrímssyni, sem endurkjörinn var formaður Framsóknarflokksins með
98% atkvæða, klappað lof í lófa af flokkssystkinum.
24. flokksþing framsóknarmanna
Jafnréttisáætlun til
ársins 2000 samþykkt
„ÉG MAN ekki eftir eins góðu
flokksþingi,“ sagði Halldór Ás-
grímsson formaður Framsóknar-
flokksins í lokaræðu sinni á 24.
fiokksþingi framsóknarmanna, sem
lauk á Hótel Sögu á sunnudags-
kvöld. Á 80 ára afmælisári flokks-
ins var þingið vel sótt, með yfir
600 skráðum fulltrúum og mikilli
virkni málefnavinnuhópa.
Flokksforystan var öll endur-
kjörin á þinginu, og fékk formaður-
inn óvenju góða kosningu, eða yfir
98 af hundraði greiddra atkvæða.
Hefur formaður flokksins aldrei
fyrr hlotið jafn afgerandi stuðning
flokksþingsfulltrúa.
Guðmundur Bjarnason fékk
staðfestingu í embætti varaform-
anns með 87,5% atkvæða, Ingi-
björg Pálmadóttir í embætti ritara
með 87,3% atkvæða og Unnur Stef-
ánsdóttir gjaldkeri með 88,3% at-
kvæða. Vararitari flokksins verður
áfram Drífa Sigfúsdóttir og Þuríð-
ur Jónsdóttir varagjaldkeri.
I kjöri til miðstjórnar, sem í eiga
sæti 25 manns, vakti árangur ung-
liða athygli, en níu félagar Sam-
bands ungra framsóknarmanna
náðu kjöri. Einnig fjölgaði konum
nokkuð. Vigdís Hauksdóttir, sem
kemur úr röðum SUF, hlaut stuðn-
ing langflestra í miðstjórnarkjör-
inu, eða 314 af 402 greiddum at-
kvæðum.
I umræðum á þinginu bar hæst
sjávarútvegsmál, málefni náms-
manna og skattamál, en ítarlegar
ályktanir voru afgreiddar í hinum
ýmsu málaflokkum. Létu margir
þingfulltrúar til sín heyra í umræð-
unum, og bar í máli margra þeirra,
einkum hinna ungu, á gagnrýni á
ýmsa þætti ríkisstjórnarsamstarfs-
iris og stefnu ríkisstjórnarinnar.
Jafnréttisáætlun
Tillaga um jafnréttisáætlun
Framsóknarflokksins fram til alda-
móta var samþykkt á þinginu, en í
henni setur flokkurinn sér það
markmið, að „árið 2000 verði hvorki
hlutur karla né kvenna í starfi á
vegum flokksins lakari en 40%“. í
eldri drögum að tillögunni hafði
sama markmið verið skilgreint
þannig, að hlutur kynjanna skyldi
verða ,jafn“. Þótti sumum sem með
nýja orðalaginu hefði verið bakkað
frá kröfunni um jafnan hlut kvenna,
þ.e. úr 50% niður í 40%.
Elín Líndal, formaður Jafnréttis-
ráðs og fulltrúi á flokksþinginu,
segir það orðalag sem samþykkt
var fela í sér raunhæft markmið.
„Jafnréttisáætlunin er eðlilegt
framhald af framgöngu kvenna
innan flokksins," segir Elín. Meðal
annarra markmiða jafnréttisáætl-
unarinnar er að við röðun á fram-
boðslista skuli beitt aðferðum sem
tryggi að hlutur kynjanna verði
sem jafnastur í fulltrúatölu flokks-
ins á Alþingi og í sveitarstjórnum,
en sá hlutur er heldur rýr eins og
er. Aðeins þrír af tólf alþingismönn-
um flokksins eru konur.
Afstaðan í málefnum LÍN
ítrekuð
í ályktun um menntamál er and-
staða Framsóknarflokksins við þau
lög sem nú eru í gildi um Lánasjóð
íslenzkra námsmanna ítrekuð og
eindregnum stuðningi lýst yfir við
tillögur fulltrúa flokksins í nefnd
þeirri, sem unnið hefur að endur-
skoðun laga um LÍN. Þess er kraf-
izt, að „nú þegar“ verði staðið við
ákvæði um þetta mál í stjórnarsátt-
málanum, að samtímagreiðslur
verði teknar upp og endurgreiðslu-
hlutfall námslána lækki í 4,5%.
I ályktun um utanríkismál, sem
litla umræðu hlaut á þinginu, er
talið nauðsynlegt að hafa góð sam-
skipti við Evrópusambandið (ESB)
og að leitast skuli við að hafa áhrif
á þróun Evrópu, en sjávarútvegs-
stefna ESB útiloki aðild íslands að
því. Einnig er utanríkisráðherra
hvattur til að „hvika hvergi í deilum
við Dani um skilgreiningu miðiínu
milli íslands og Grænlands norður
af Kolbeinsey".
Ennfremur voru samþykktar
ályktanir um heilbrigðismál, fé-
lagsmál, landbúnaðarmál, iðnaðar-
og viðskiptamál, umhverfismá!,
ferðamál og fleira.
Vakti athygli flokksþings
á högum barnafólks
Kauphækkanir
fara í jaðarskatta
GUÐNÝ Rún Sigurðar-
dóttir, ungur rekstrar-
fræðingur á Sjúkrahúsi
Akraness, vakti mikla
athygli á flokksþingi
framsóknarmanna um
heigina með hvössu er-
indi, þar sem hún lýsti
því með eigin reynslu-
sögu hversu alvarleg
jaðaráhrif tekjuskatts-
kerfisins hafa reynzt
fyrir lqor ungs fjölskyl-
dufólks. Hún brýndi
fyrir forystu Fram-
sóknarflokksins, að það
unga fólk sem stutt
hefði flokkinn í síðustu
kosningum í trausti
þess að hann myndi með aðild að ríkis-
stjóm hrinda í framkvæmd kosninga-
loforðum sínum um að laga þetta
ástand, myndi „ekki veðja tvisvar á
rangan hest“.
„Það er núna sífelld umfjöliun í
fjölmiðlum um hagvöxt og aukinn
kaupmátt og hvernig alit sé á upp-
leið, en samt er þetta svona í reynd,“
segir Guðný í samtali við Morgun-
blaðið. „Það er talað um 9% kaup-
máttaraukningu frá því þessi ríkis-
stjórn tók til starfa, en ég er í mín-
us eftir síðustu kauphækkun," segir
hún og spyr sig hver hafi fengið
alla þessa kaupmáttaraukningu. Það
hafi ekki verið barnafólkið.
Ekkert að gera með
kauphækkun
„Ég vil bara vekja athygli á því,
að flest stéttarfélög eru með lausa
samninga núna um áramótin og að
fólk haldi vöku sinni," segir Guðný.
Ég verð að segja fyrir mig, að ég
hef ekkert að gera með kauphækk-
un, því þetta er rifið af mér um leið
aftur,“ segir Guðný.
Guðný og eiginmaður hennar, sem
einnig er rekstrarfræðingur, voru
bæði í námi til ársins 1992. Éndur-
greiðsluhlutfall námslána er tekju-
tengt, eins og barnabætur, barna-
bótaauki, vaxtabætur, húsaleigu-
bætur og fleiri bótagreiðslur ríkis
og sveitarfélaga. Þessi tekjutenging
hafði þær afleiðingar á hagi þeirra
hjóna, að þegar laun þeirra hækkuðu
síðast um 10.000 kr. brúttó, lækk-
uðu bótagreiðslur um hærri upphæð
en sem því nam. Á síðasta ári
greiddu þau hjón 380 þús. kr. fyrir
barnaumönnun, sem er miklu meira
en sem nemur barnabótum, jafnvel
þó þær væru greiddar að fullu. Þær
byija hins vegar að skerðast þegar
samanlagðar tekjur foreldra fara
yfir 95 þús. kr. á mánuði. Að ráðstöf-
unartekjur rýrist á þennan hátt þeg-
ar heildartekjur fólks hækkar lítil-
lega, er aðalmeinsemd
kerfisins, að mati
Guðnýjar, og leiði fólk
út í að reyna að snið-
ganga kerfið.
„Mér finnst skattbyrð-
in á Islandi vera orðin
þannig, að maður leitar
ailra leiða til að svíkja
undan og vinna á
svörtu,“ segir hún.
Viðbrögðin
ánægjuleg
Guðný segist vera
mjög ánægð með þau
viðbrögð sem málflutn-
ingur hennar fékk á
flokksþinginu, þótt henni
hafi „engu verið lofað“. Hann hefði
komið umræðunni um þennan vanda
upp á yfirborðið. En hún segist einn-
ig undrast, að þessi umræða skyldi
ekki hafa komið upp á landsfundi
hins ríkisstjórnarflokksins.
Málflutningur Guðnýjar hafði
vafalaust áhrif á það hvernig álykt-
un flokksþingsins í efnahags- og rík-
isfjármálum var orðuð. í henni er
kafli, þar sem þær breytingar, sem
gerðar hafa verið á skattbyrði ein-
staklinga með tekjutengingu ýmissa
greiðslna frá ríkinu „í þeim tilgangi
að auka á réttlæti og jöfnuð," eru
sagðar hafa um margt verið van-
hugsaðar. Viðurkennt er, að tekju-
tengingin hafi t.d. aukið mjög á
skattbyrði ungs fólks með börn sem
sé að koma yfir sig húsnæði.
Síðan segir orðrétt: „Draga verður
úr neikvæðum áhrifum tekjuteng-
ingarinnar og hætta að refsa því
barnafólki, sem leggur á sig aukna
vinnu til að koma sér upp þaki yfir
höfuðið, með því að skattleggja það
svo hátt sem raun ber vitni.“ Lagt
er til, að kjör barnafólks verði bætt
með hækkun barnabóta.
Beðið eftir nefndartillögum
Skammt er síðan Friðrik Sophus-
son fjármálaráðherra mælti á Al-
þingi fyrir tillögum ríkisstjórnarinn-
ar um margþættar breytingar á
tekju- og eignaskattskerfinu. Við
umræður um þennan lagabreytinga-
pakka sögðu nokkrir þingmenn
stjórnarandstöðunnar, að svo lengi
sem ekki lægju fyrir tiliögur um það
hvernig taka ætti á jaðarsköttunum,
væru þær breytingar, sem fyrirhug-
aðar væru á skattkerfinu, aukaat-
riði. Undir þetta tekur Guðný, og
ítrekar, að ef ríkisstjórnin grípi ekki
til aðgerða í málinu muni það ráða
úrslitum um hvernig hún kjósi næst.
Stjórnarfrumvarps um breytingar
á jaðaráhrifum tekjuskatts er ekki
væntanlegt fyrr en eftir áramót.
Guðný Rún
Sigurðardóttir
Ályktun flokksþings framsókn-
armanna um sjávarútvegsmál
24. FLOKKSÞING framsóknar-
manna, haldið í Reykjavík 22.-24.
nóvember 1996, leggur áherslu á
að nytjastofnar á Islandsmiðum
eru sameign íslensku þjóðarinnar.
Framsóknarmenn telja að afla-
markskerfið hafi tryggt uppbygg-
ingu fiskistofna í kringum landið.
Ekki hafa komið fram tillögur um
annað stjórnkerfi sem tryggt er
að nái betri árangri en það kerfi
sem við búum við. Áfram ber því
að þróa núverandi fiskveiði-
stjórnunarkerfi og ná fram enn
frekari hagræðingu og meiri verð-
mætum úr þeirri auðlind sem fiski-
stofnarnir eru.
Stöðug óvissa um rekstrarum-
hverfi sjávarútvegsins hefur skað-
að framtíðaruppbyggingu í grein-
inni. Þessari óvissu verður að eyða
með því að skapa stöðugleika og
sátt um fískveiðistjórnunina. Þingið
telur að sjávarútvegurinn hafi ekki
svigrúm til að greiða auðlindaskatt
enda greiðir hann skatta til samfé-
lagsins eins og önnur atvinnustarf-
semi.
Það er forgangsverkefni í ís-
lenskum sjávarútvegi að leita leiða
til þess að auka og styrkja land-
vinnsluna, m.a. með vöruþróun,
fullvinnslu og markaðsstarfi og
koma þannig í veg fyrir enn frek-
ari fækkun starfa í sjávarútvegi
og röskun byggða.
Sjávarútvegur er og verður und-
irstöðuatvinnugrein þjóðarinnar
svo lengi sem okkur tekst að nýta
fiskistofnana skynsamlega. Efla
þarf grunnrannsóknir á lífríki sjáv-
ar og fræðslu um skynsamlega
nýtingu og umgengni um auðlind-
ina.
Bæta þarf aðgang að upplýsing-
um um viðskipti með aflaheimildir
til þess að eyða þeirri tortryggni
og þeim sögusögnum sem ganga
um þessi viðskipti meðal almenn-
ings. Viðskipti fyrir opnum tjöldum
auka tiltrú á kerfinu.
Meginmarkmið íslensks
sjávarútvegs á næstu árum
verði eftirfarandi:
• Að byggja upp fiskstofnana
og nýta á skynsamlegan hátt.
„ÁFRAM ber að þróa núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og! na
fram enn frekari hagræðingu og meiri verðmætum úr þeirri
auðlind sem fiskistofnarnir eru,“ segir í ályktun flokksþingsins.