Morgunblaðið - 26.11.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 11
FRÉTTIR
Alyktun um sjávarútvegsmál á flokksþingi framsóknarmanna
Olík túlkun á orða-
lagi um auðlindaskatt
i
X
t
I.
OVENJU harðar deil-
ur urðu um sjávarút-
vegsmál á flokksþingi
framsóknarmanna um
helgina, þar sem tek-
izt var á stefnu
flokksins varðandi
endurskoðun fisk-
veiðistjórnunarkerfis-
ins. Auk þess tíma
sem eytt var í opna
umræðu fundaði
vinnuhópur þingsins
sem fjallaði um sjáv-
arútvegsmál í alls um
7 klukkustundir áður
en samkomulag náð-
ist um niðurstöðu,
sem sæmileg sátt var
G. Valdimar
Valdimarsson
Már
Pétursson
um.
í vinnuhópnum tókust tvær fylk-
ingar á. Vildi önnur að í ályktun
flokksþingsins væri tekinn af allur
vafi um að Framsóknarflokkurinn
hafnaði veiðileyfagjaldi, „enda
greiðir sjávarútvegurinn skatta til
samfélagsins eins og önnur atvinnu-
starfsemi", eins og segir orðrétt í
tillögudrögum.
Hin fylkingin vildi hins vegar
ekki útiloka neinn möguleika varð-
andi endurskoðun fiskveiðistjórn-
unarkerfisins. Már Pétursson, hér-
aðsdómari og fulltrúi Reyknesinga
á flokksþinginu, mælti fyrir tillögu
um að sú setning sem hin fylkingin
vildi hafa inni um höfnun veiðileyfa-
gjaldsins yrði felld út úr ályktunar-
drögunum og í stað hennar kæmi
svohljóðandi málsgrein: „Fram-
sóknarflokkurinn hafi forystu um
breytingar á núverandi skipan svo
betri sátt geti ríkt um starfsemi
þessarar mikilvægu atvinnugrein-
ar.“ Vísar orðalag málsgreinarinnar
til hugmynda sem Halldór Ásgríms-
son reifaði í setningarræðu sinni.
Halldór hélt sér annars til hlés í
deilunni og hafði lítil afskipti af
störfum sjávarútvegsvinnuhópsins.
í endanlegu tillögunni hljómar
setningin svona: „Þingið telur að
sjávarútvegurinn hafi ekki svigrúm
til að greiða auðlindaskatt enda
greiðir hann skatta til samfélagsins
eins og önnur atvinnustarfsemi."
Samkomulag var um að minnast
ekki á orðið veiðileyfagjald, sem
væri ónothæft í þessu sambandi án
nákvæmrar skilgreiningar, þar sem
mjög mismunandi væri hvað menn
skildu undir þessu hugtaki. Því
sammæltust menn um hugtakið
„auðlindaskatt" í staðinn.
Eftir að þessari málamiðlun var
náð, skiptust menn þó eftir sem
áður í tvö hom hvað varðar túlkun
á boðskap málamiðlunartillögunnar.
G. Valdimar Valdimarsson, formað-
ur sjávarútvegshópsins og einn for-
svarsmanna eindreginna andstæð-
inga veiðileyfagjalds í vinnuhópnum,
segir skilaboðin þau, að Framsókn-
arflokkurinn muni ekki leggja auð-
lindaskatt á sjávarútveginn í fyrir-
sjáanlegri framtíð, þar sem það svig-
rúm sem talað er um að sé ekki
fyrir hendi nú, verði það heldur ekki,
að minnsta kosti ekki fram að næsta
flokksþingi eftir tvö ár, sem mun
álykta um málið á ný. Umræðan
um fiskveiðistjórnunarkerfið muni
þó halda áfram innan flokksins óháð
því, að sögn Valdimars.
Már Pétursson segir þetta orða-
lag hins vegar opna fyrir alla mögu-
leika: „Ef svigrúmið eykst, hvað
þá?“
Már segir þessa niðurstöðu að
minnsta kosti bera vitni um árang-
ur af flokksþinginu, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn geti ekki stært sig
af eftir sinn landsfund, sem er að
opna umræðu um þetta mikla hita-
mál í flokknum. Innan Framsóknar-
flokksins sé nú farin af stað „bull-
andi umræða“ um þær hugmyndir
sem komið hefðu fram og um úr-
vinnslu á þeim. „Við eigum ekki
að láta Alþýðuflokkinn vera einan
um það að „óperera" með óskil-
greind hugtök eins og veiðileyfa-
gjald sem menn vita ekki hvað þeir
eiga við með,“ segir Már.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra, bróðir Más, sagði enga
ástæðu til að framsóknarmenn
„væru að nudda sér utan í kratana,
þó þeir séu með slíka tilburði við
okkur,“ og átti þar með við að
umræða um veiðileyfa- eða auð-
lindagjald ætti ekki heima á flokks-
þingi framsóknarmanna.
Kvótabrask og brottkast
Auk spurningarinnar um veiði-
leyfagjald var deilt um tvö önnur
mál í tengslum við fiskveiði-
stjórnunarkerfið, um „kvótabrask-
ið“ svokallaða og um brottkast á
meðafla, en sú umræða hvarf í
skuggann af þeirri fyrstnefndu. Á
„kvótabraskinu" er ekki tekið í
ályktun flokksþingsins á annan
hátt en þann, að lagt er til að „í
samráði við hagsmunaaðila í sjávar-
útvegi verði leitað leiða til að lækka
markaðsverð á aflaheimildum", og
að endurmeta skuli, í ljósi reynsl-
unnar, ákvæði um takmarkanir á
úthlutun aflaheimilda til þeirra sem
ekki nýta sér rétt sinn ár eftir ár.
Að sögn G. Valdimars Valdimars-
sonar er framsal aflaheimildanna
nauðsynlegur hluti kvótakerfisins,
sem ekki standi til að hrófla við.
Um frákastið segir í ályktuninni,
að styrkja skuli veiðieftirlitið og að
leitað skuli allra leiða til að auka
nýtingu alls sjávarfangs og að allt
hráefni berist að landi. Viðbótartil-
lögum, sem m.a. gengu út á að
breyta lögum þannig að það yrði
hagkvæmt en ekki refsivert að
koma með allan afla að landi, var
vísað frá í vinnuhópnum.
„Opinbert rán“
I almennum umræðum á þinginu
komu fram mjög ólíkar skoðanir á
sjávarútvegsmálum. Ásta Hannes-
dóttir úr Kópavogi sagði að þegar
kvótakerfinu var komið á fót á sín-
um tíma hafi engan órað fyrir því
hvers konar viðskipti ættu síðan
eftir að skapast með aflaheimildirn-
ar, en þessi viðskipti blöskruðu nú
öllu réttlætissinnuðu fólki. „í mín-
um augum er fénýting á kvótanum
ekkert^ annað en opinbert rán,“
sagði Ásta, sem jafnframt lýsti sig
eindreginn stuðningsmann veiði-
leyfagjalds.
Jóhannes Geir Sigutjónsson, full-
trúi Norðurlands eystra, sagði allt
daður við veiðilevfagjald vera daður
við landsbyggðarskatt, þar sem
álagning veiðileyfagjalds þýddi ekk-
ert annað en auknar skattaálögur
á sjávarútvegsfyrirtækin út um
land.
Almennt voru fulltrúar lands-
byggðarinnar neikvæðir í garð allra
hugmynda um að opnað yrði á
möguleikann á upptöku veiðileyfa-
gjaids, en fulltrúar kjördæmanna á
suðvesturhorninu, þeirra á meðal
Hjálmar Árnason alþingismaður,
vildu ekki útiloka hann.
• Að ná sem mestri hagkvæmni
í, veiðum og vinnslu og auka út-
flutningsverðmæti á íslenskum
sjávarafurðum.
• Að bæta umgengni við lífríki
sjávar.
• Skjóta styrkari stoðum undir
sjávarútveginn með sókn á fjarlæg
mið, útflutningi á þekkingu, fjár-
festingu í erlendum sjávarútvegs-
fyrirtækjum og hráefniskaupum
erlendis frá.
Framsóknarflokkurinn telur
að þessum markmiðum
verði best náð með því:
•Að varðveita stöðugleika í
rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyr-
irtækja til lengri tíma.
• Að fiskveiðistjórnunin byggi
ái'ram á aflamarkskerfi.
: • í samráði við hagsmunaaðila
ílsjávarútvegi verði leitað leiða til
afo lækka markaðsverð á aflaheim-
' ildum.
• Að endurmeta, í ljósi reynsl-
unnar, ákvæði um takmarkanir á
úthlutun aflaheimilda til þeirra að-
ila sem ekki nýta sér rétt sinn ár
eftir ár.
• Að auka fjárframlög til Haf-
rannsóknastofnunar til rannsókna
og þróunar í sjávarútvegi. Sérstök
áhersla verði lögð á rannsóknir sem
auka skilning á stofnsveiflum og
nýtingu náttúrulegra fiskistofna
sem munu styrkja ákvörðunartöku
um sjálfbæra nýtingu og auka hag-
kvæmni við veiðar og vinnslu.
• Að vinna þeirri skoðun fylgi
erlendis að ákvörðun um nýtingu
fiskstofna og sjávarspendýra eigi
að byggja á vísindalegum grunni
og fyrri reynslu.
• Að auka samvinnu útgerða,
vinnslu og seljenda við vöruþróun
og markaðsstarf.
• Að samtök sjómanna, land-
verkafólks, útgerðar og vinnslu,
taki höndum saman og stuðli að
frekari úrvinnslu og verðmæta-
sköpun.
• Að stórauka verkmenntun í
sjávarútvegi og matvælavinnslu,
auk sérstakrar fræðslu í sölu- og
markaðsmálum sem taka mið af
þörfum greinarinnar.
• Að breyta reglum um úreld-
ingu fiskiskipa þannig að þær komi
ekki í veg fyrir aukna verðmæta-
sköpun og betri meðferð á sjávar-
afla.
• Að styrkja veiðieftirlitið sem
stjórntæki sem tryggir rétta um-
gengni um auðlindina.
• Að leita allra leiða til að auka
nýtingu alls sjávarfangs og að allt
hráefni berist að landi.
• Að vinna markvisst að gerð
samninga um sameiginlega nýt-
ingu fiskstofna utan efnahagslög-
sögu strandríkja.
• Að markvisst verði með
samningum leitað leiða til þess að
eyða viðskiptahindrunum sem
hamla markaðssetningu á íslensk-
um sjávarafurðum.
Borgarstjóri segir mögulegt
að leggja sæstreng til Skotlands
Ríkið taki póli-
tíska afstöðu
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir að ríkið og
Landsvirkjun verði að taka form-
lega afstöðu til þess hvort haldið
verði áfram að skoða þann mögu-
leika að leggja sæstreng frá Is-
landi til meginlands Evrópu. Hag-
kvæmnikönnun bendir til að hæg-
kvæmt geti verið að leggja streng
frá íslandi til Skotlands.
Reykjavíkurborg á aðild að svo-
kölluðum Icenet-hópi, sem í fjögur
ár hefur skoðað hagkvæmni þess
að leggja sæstreng frá íslandi til
meginlands Evrópu. Ingibjörg Sól-
rún sagði að hagkvæmniútreikn-
ingar lægju nú fyrir og ekki yrði
haldið áfram með málið fyrr en
pólitískar ákvarðanir hefðu verið
teknar um framhaldið.
Sæstrengur til Skotlands
eini möguleikinn
„Ég sé ekki að það verði farið
lengra með þessa arðsemiskönnun
og það hljóti að standa upp á ríkið
að leiða einhveija pólitíska um-
ræðu um hvort sæstrengur er yfir-
leitt eitthvað sem menn telja fýsi-
Lögreglan
lýsir eftir
vitnum
RANNSÓKNADEILD lögreglunn-
ar í Reykjavík lýsir eftir vitnum
að umferðaróhappi sem varð við
mót Fellsmúla, Grensásvegar og
Skeifunnar um klukkan hálfátta
að kvöldi föstudagsins 22. nóvem-
ber.
Þar kastaðist Toyota fólksbif-
reið, sem kom austur Fellsmúla og
inn á gatnamótin, á tvo kyrrstæða
bíla sem stóðu við Skeifuna með
akstursstefnu í vestur.
Sérstaklega óskar lögreglan eft-
ir að fá upplýsingar um hvíta jap-
anska bifreið sem tjónvaldur segir
að hafi verið ekið í veg fyrir bíl
sinn og þannig átt þátt í óhappinu.
legan kost fyrir ísland. Þar hljóta
að koma til álita margs konar sjón-
armið. Við munum skoða betur
allar forsendur fyrir útreikningum,
en það hlýtur að vera ríkisins og
Landsvirkjunar að marka stefnuna
í þessum málum. Það er alveg úti-
lokað að Reykjavíkurborg geri það.
Könnunin leiðir í ljós að það er
engan veginn hagkvæmt að leggja
streng frá íslandi beint til Hollands
eða Þýskalands. Eini möguleikinn
er að taka strenginn á land í Skot-
landi og nota breska dreifikerfið
til að flytja orkuna. Hún yrði síðan
flutt með sæstreng yfir sundið sem
skilur Bretland frá meginlandi
Evrópu," sagði Ingibjörg.
Hollendingar virðast vilja
greiða fyrir græna orku
Ingibjörg sagði að lagning sæ-
strengs kosti mikla fjármuni og
forsenda fyrir lagningu hans væri
að kaupandinn væri tilbúinn til
að borga meira fyrir þessa svoköll-
uðu grænu orku. Svo virtist sem
a.m.k. Hollendingar væru tilbúnir
til þess.
Tveir hlutu
hæsta lottó-
vinning
DREGIÐ var um fjórfaldan
lottóvinning sl. laugardag, á
10 ára afmæli Lottósins.
Tveir voru með allar sex töl-
urnar réttar og fengu í sinn
hlut tæpar 7,5 milljónir króna
hvor. Miðarnir voru seldir í
söluturninum Hringbraut 14 í
Hafnarfirði og Blönduskálan-
um, Blönduósi.
Auk þess voru dregnir út
tveir vinningar að upphæð ein
milljón króna hvor í tilefni af-
mælisins. Þeir miðar voru seld-
ir í Sogaveri við Sogaveg í
Reykjavík og söluturninum
Miðvangi 41 í Hafnarfirði.
Andlát
HÖSKULDUR
AGUSTSSON
HÖSKULDUR Ág-
ústsson, fyrsti yfirvél-
stjóri Hitaveitu
Reykjavíkur, lést
sunnudaginn 24. nóv-
ember síðastliðinn,
níutíu og eins árs að
aldri.
Höskuldur fæddist
á ísafirði 7. nóvember
1905, sonur Einars
Ágústs Guðmunds-
sonar, sjómanns og
fiskmatsmanns, og
konu hans, Ingigerðar
Sigurðardóttur.
Hann tók próf í vél-
smíði á ísafirði árið 1924, vél-
stjórapróf frá Vélskólanum í
Reykjavík 1927 og próf frá raf-
magnsdeild skólans 1936. Hann
var undirvélstjóri á togurum
1925-27 og vélstjóri á skipum Eim-
skipafélags íslands 1927-33, en
þá lét hann af störfum vegna
berkla. Þegar hann hafði náð heilsu
aftur varð hann fyrsti vélstjóri við
nýja síldarverksmiðju í Djúpavík á
Ströndum árið 1935. Hann réðst
til Rafmagnsveitu
Reykjavíkur 1936 og
starfaði þar í sjö ár,
fyrst við Elliðaárstöð-
ina og síðan á Ljósa-
fossi.
Árið 1943 var Hös-
kuldur ráðinn fyrsti
yfirvélstjóri Hitaveitu
Reykjavíkur með bú-
setu við dælustöðina á
Reykjum í Mosfells-
sveit. Hann tók þátt í
upphafi og þróun þess
fyrirtækis til ársins
1975 er hann lét af
störfum fyrir aldurs
sakir. Eftir það sinnti hann ráð-
gjafarstörfum við niðursetningu á
djúpdælum og öðrum hitaveitubún-
aði víða um land. Hann átti sæti
í hreppsnefnd Mosfellshrepps
1960-66 og í stjórn Vinnuheimilis-
ins á Reykjalundi 1946-75.
Höskuldur kvæntist Áslaugu
Ásgeirsdóttur 1931 og lifir hún
mann sinn. Þau eignuðust fimm
börn.