Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 13 AKUREYRI SÉRA Birgir Snæbjörnsson sóknarprestur með biblíuna sem reynt var að kveikja í á altari Akureyrarkirkju. BJÖRN Steinar Sólbergsson, organisti í Akureyrarkirkju, stend- ur hér við pípurnar í orgeli kirkjunnar sem eyðilagðar voru í innbrotinu. Mestar eru skemmdirnar á minni pípum orgelsins. Brotist inn í Akureyrarkirkju aðfaranótt sunnudags Skemmdir unnar á innan- stokksmunum um alla kirkju BROTIST var inn í Akureyrarkirkju aðfaranótt sunnudags og unnar mikl- ar skemmdir á innanstokksmunum um alla kirkju, m.a. orgeli kirkjunn- ar, gamalli altaristöflu og altarisbibl- íu. Steindur gluggi á austurhlið kirkj- unnar var brotinn og þar farið inn. Málið er óupplýst og í rannsókn en rannsóknardeild lögreglunnar á Ak- ureyri varðist allra frétta seinni part- inn í gær. Fjölmargar pípur í orgelinu voru eyðilagðar, reynt var að kveikja í biblíu á altari kirkjunnar, gamla alt- aristaflan var rifin niður af veggnum og við það brotnaði ramminn utan um hana. Söfnunarbaukur í forkirkj- unni var eyðilagður, snagar þar brotnir af veggnum, skemmdir voru unnar í aðstöðu kirkjuvarðar og geisladiskar kirkjunnar brotnir. Fjár- hagslegt tjón hefur ekki verið metið en það nemur í það minnsta einhveij- um hundruðum þúsunda króna. Varð nánast orðlaus Séra Birgi Snæbjörnssyni, sóknar- presti í Akureyrarkirkju, var að von- um brugðið er hann korn í kirkjuna á sunnudagsmorgun. „Ég varð nán- ast orðlaus og eyðilagður þegar ég sá hvað hafði gerst. Það er varla að maður trúi því að nokkur skuli geta unnið slík spjöll á þessum helga stað og eyðilagt þá fallegu hluti sem hér eru og hafa glatt bæjarbúa og aðra þá sem heimsótt hafa kirkjuna,“ sagði séra Birgir. Hann sagði að fjölmargir hefðu haft samband við sig og lýst yfir hryggð sinni vegna þessa atburðar og á meðal þeirra biskup Islands, herra Ólafur Skúlason. Björn Steinar Sólbergsson, organ- Morgunblaðið/Kristján STEINDUR gluggi á austur- hlið Akureyrarkirkju var brotinn í innbrotinu og þar farið inn í kirkjuna. isti Akureyrarkirkju, segir það hafa verið mikið áfall að koma að orgelinu á sunnudagsmorgun. „Ég hins vegar þakka Guði fyrir að skemmdirnar eru þó ekki meiri en þetta, því vissulega hefði verið hægt að valda mun meira tjóni,“ sagði Björn Steinar. Hann taldi að um 200 pípur af þeim tæp- lega 3.300, sem í orgelinu eru, hafi verið eyðilagðar og að 4 raddir af 49 röddum orgelsins væru óvirkar. Viðamikil endurbygging fór fram á orgelinu á síðasta ári og var það endurvígt við hátíðarmessu 26. nóv- ember í fyrra. Björn Steinar sagðist eiga von á mönnum frá danska fyrir- tækinu, sem endurbyggði orgelið, í næstu viku til að fullmeta skemmd- irnar. Hann gerir ráð fyrir að fullnað- arviðgerð taki nokkrar vikur og að henni verði vart lokið fyrr en i jan- úar í næsta ári. Iþrótta- og tómstundaráð Styrkir úr Afreks- og styrkt- arsjóði ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð úthlutar styrkjum og viður- kenningum úr Afreks- og styrktarsjóði, en hann var stofnaður árið 1991. Einnig hafa verið veittar sérstakar heiðursviðurkenningar til ein- staklinga sem þykja hafa unnið sérstaklega vel að íþrótta- og tómstuiidamálum í bænum. Umsóknir um afreksstyrk þurfa að berast til íþrótta- og tómstundaráðs, Glerár- götu 26, fyrir 10. desember næstkomandi. Jafnframt verða veittar viðurkenningar fyrir íslandsmeistaratitil sem unninn er af Akureyringi á þessu ári. Farið yfir afrekslista Til að ekki verði gengið fram hjá neinum Akureyringi sem unnið hefur til viðurkenning- ar væntir íþrótta- og tóm- stundaráð þess að þau félög, sem hlut eiga að máli, fari yfir afrekslista sinna félaga og tilkynni ráðinu fyrir tilskil- inn tíma nöfn einstaklinga, Iiða og sveita sem orðið hafa íslandsmeistarar á þessu ári. Stefnt er að því að úthlutað verði úr sjóðnum föstudaginn 27. desember næstkomandi í íþróttahöllinni. Morgunblaðið/Kristján Útför Finns Eydal ÚTFÖR Finns Eydal tónlistar- manns fór fram frá Akureyrar- kirkju í gær. Séra Pétur Þórar- insson jarðsöng og honum til aðstoðar var Valgerður Val- garðsdóttir djákni. Kór Akur- eyrarkirkju söng undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar organista. Blásarasveit Tónlist- arskólans á Akureyri lék eitt lag. Þorvaldur Iialldórsson söng ein- söng við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Þá var leikið lag- ið Ó ljóssins faðir, sem Finnur lék inn á hljómplötuna Unga kirkjan fyrir nokkrum árum. Kistuna báru úr kirkju félagar Finns, þeir Jón Rafnsson, Alfreð Almarsson, Björgvin Ólafsson, Grímur Sigurðsson, Friðrik Bjarnason og Þorleifur Jóhanns- son. Árekstrahrina síðustu daga Brotist inn í fjölda bíla TÖLUVERT hefur verið um árekstra á Akureyri síðustu daga, meiðsl á fólki hafa ekki verið mikií en umtalsvert tjón á bifreiðum. Um helgina var farið inn í fjölda bifreiða, einkum á Suðurbrekku, en þeir sem að verki voru höfðu lítið upp úr krafsinu, í nokkrum bílanna var búið að losa um hljómflutnings- tæki en þau ekki náðst úr. Alls var tilkynnt um 9 bíla sem farið hafði verið inn í. Lögreglan kærði 10 ökumenn vöruflutningabíla fyrir að vera ekki með lögskipaða ökurita í bílunum. TANGIHF. Almennt hlutafjárútboð Útgefandi: Tangi hf., kt. 551265-0219, Hafnarbyggð 7, 690 Vopnafirði. Sölutímabil: 26. nóvember 1996 - 26. maí 1997. Fjárhæð útboðs: Nýtt hlutafé að nafnvirði 150.000.000 króna. Forkaupsréttur: Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt að nýju hlutafé til 6. desember 1996 íhlutfalli við hlutafjáreign sína. Eftir þann tíma verða hin nýju hlutabréf boðin almenningi til kaups. Hluthöfum er heimilt að framselja forkaupsrétt sinn að hluta eða öllu leyti. Gengi hlutabréfanna: Útboðsgengi til forkaupsréttarhafa er 1,75. Gengi hlutabréfanna verður 1,75 á fyrsta degi eftir að almenn sala hefst, en gengi bréfanna getur breyst verði breytingar á markaðsaðstæðum. Upplýsingar um gengi veitir Kaupþing Norðurlands hf. Söluaðilar: Kaupþing Norðurlands hf. og Kaupþing hf. Skráning: Hlutabréf Tanga hf. eru skráð á Opna tilboðsmarkaðnum. Umsjón með útboði: Kaupþing Norðurlands hf. Útboðslýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. 44%KAUPÞING NORÐURLANDS HF -Löggilt verðbréfafyrirtæki Kaupvangsstrœti 4, 600 Akureyri - sími 462 4700, fax 461 1235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.