Morgunblaðið - 26.11.1996, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 37
JMtanpmÞlafri
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FERSKIR VINDAR
Á FLOKKSÞINGI
FRAMSÓKNAR
FERSKIR pólitískir vindar blésu á flokksþingi Fram-
sóknarflokksins, sem haldið var um helgina. Hæst
bar setningarræðu Halldórs Ásgrímssonar, formanns
flokksins, þar sem hann átti frumkvæði að umræðum
um hugsanlega endurskoðun á núverandi fiskveiði-
stjórnunarkerfi. Meðal annars velti formaðurinn upp
hugmyndum um að til að hafa áhrif á verð veiðiheim-
ilda gæti ríkið þurft að gera handhöfum þeirra ljóst að
þeir gætu ekki treyst því um aldur og ævi að fá alla
aukningu þeirra í sinn hlut. Þess vegna mætti hugsa
sér að ríkisvaldið leigði hluta veiðiheimilda á markaði,
til dæmis ef kvóti yrði aukinn í ákveðnum tegundum.
í framhaldi af þessari ræðu formannsins urðu langar
og harðar umræður um sjávarútvegsmál, bæði í sjávar-
útvegsnefnd þingsins og á þinginu sjálfu.
í sjávarútvegsnefndinni tókust á annars vegar fulltrú-
ar þeirrar stefnu, sem Framsóknarflokkurinn hefur fylgt
til þessa, að verja núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og
útiloka hugmyndir um að útvegsmenn greiði fyrir afnot
af auðlindinni, og hins vegar öflugur hópur framsóknar-
manna, sem vill endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerf-
inu.
í nefndinni náðist málamiðlun um eftirfarandi orða-
lag: „Stöðug óvissa um rekstrarumhverfi sjávarútvegs-
ins hefur skaðað framtíðaruppbyggingu í greininni.
Þessari óvissu verður að eyða með því að skapa stöðug-
leika og sátt um fiskveiðistjórnunina. Þingið telur að
sjávarútvegurinn hafi ekki svigrúm til að greiða auð-
lindaskatt enda greiðir hann skatta til samfélagsins
eins og önnur atvinnustarfsemi."
Fulltrúar fylkinganna tveggja eru ósammála um túlk-
un þessara málsgreina; sumir telja að það feli í sér að
engar breytingar verði, aðrir að breytingar kunni að
verða þegar afkoma sjávarútvegsins breytist.
Mestu skiptir að umræður um endurskoðun sjávarút-
vegsstefnunnar eru hafnar á vettvangi Framsóknar-
flokksins. Slíkt sætir vissulega tíðindum, enda hafa
opinskáar umræður af þessu tagi ekki fyrr átt sér stað
innan tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna, þeirra sem
nú mynda ríkisstjórn.
Fleira bar til tíðinda á flokksþingi Framsóknarflokks-
ins. Hörð gagnrýni heyrðist, ekki sízt frá yngri þingfull-
trúum, á stjórnarsamstarfið og stefnu ríkisstjórnarinnar
í málefnum Lánasjóðs íslenzkra námsmanna og skatta-
málum. Umræður um lánasjóðinn og skattamál eru
gagnlegar. Þeirri skoðun eykst sífellt fylgi að þær
skattalegu aðstæður, sem ungu fjölskyldufólki eru bún-
ar, séu óviðunandi og verði að breytast.
Síðast en ekki sízt samþykktu framsóknarmenn jafn-
réttisáætlun, sem hefur að markmiði að jafna stöðu
karla og kvenna innan flokksins. Stefnt er að því að
eftir fjögur ár hafi hvort kyn um sig a.m.k. 40% hlut
í flokksstofnunum Framsóknarflokksins. Þá er gert ráð
fyrir að reynt verði að tryggja sem jafnastan hlut kynj-
anna á framboðslistum. Jafnréttisfulltrúi verður ráðinn
til flokksins og skipuð verður nefnd til að fylgja jafnrétt-
isáætluninni eftir.
Lengi má deila um ágæti „kynjakvóta" af því tagi,
sem framsóknarmenn hafa nú samþykkt. Hitt fer ekki
á milli mála að Framsóknarflokkurinn virðist nú flokka
ákveðnastur í að jafna stöðu og áhrif kynjanna í flokks-
starfinu. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort tals-
menn jafnréttis í flokknum hafa erindi sem erfiði.
Á heildina litið má segja að hinar opinskáu og gagn-
rýnu umræður á þingi Framsóknarflokksins hafi komið
á óvart, þar sem flokksþing hans hafa yfirleitt ein-
kennzt af gagnrýnislausu klappi fyrir forystunni. Hinn
nýi tónn á flokksþinginu ber jafnframt vott um að Fram-
sóknarflokkurinn sé þrátt fyrir allt fullfær um að breyt-
ast og taka nýjar hugmyndir á dagskrá.
Færeyingar eygja betri tíð finnist
olía við eyjarnar
„Raunveru-
leikinn fram
úr hugmynda-
fluginu“
FRÁ höfninni í Þórshöfn.
Morgunblaðið/MSv
FINNIST olía við Færeyjar
vilja 43% færeyskra kjós-
enda sambandsslit við
danska ríkið en 44% eru
fylgjandi óbreyttri stöðu. Þetta kom
fram í skoðanakönnun sem birt var í
færeyska dagblaðinu Dimmalætting
18. október síðastliðinn og var unnin
af Jógvan Morkore stjórnmáia- og
landfræðingi við Fróðskaparsetur
Færeyja.
Kannað var viðhorf almennings til
sambandsins við Danmörku. Spurn-
ingin um áhrif olíufundar á áhuga á
sambandsslitum var aukaspurning í
könnuninni. Aðalspurningarnar mið-
uðu við núverandi ástand. Þar kom í
ljós að rúm 24% aðspurðra vildu alger
sambandsslit og rúm 29% vildu aukna
sjálfsstjórn innan ramma heimastjórn-
arlaganna. Þannig var rúmlega helm-
ingur fylgjandi einhverskonar breyt-
ingu á sambandinu við Danmörku.
Rúm 18% voru á þeirri skoðun að
heimastjórnarlögin skyldu vera
óbreytt og tæp 10% óskuðu eftir nán-
ara sambandi við danska ríkið. Rúm
18% voru óákveðin eða svöruðu ekki.
Sjálfstæðishugmyndir fá byr
undir vængi
Ljóst er að batnandi efnahags-
ástand að undanförnu ásamt tilhugs-
uninni um olíuauð hefur gefið sjálf-
stæðishugmyndum Færeyinga byr
undir vængi. í skoðanakönnun sem
gerð var árið 1993 þegar kreppan var
sem verst kom fram að 30% þjóðarinn-
ar voru fylgjandi nánara sambandi við
Danmörku, 29% vildu óbreytt ástand,
17% vildu aukna sjálfsstjórn en aðeins
10% voru fyigjandi algerum sam-
bandsslitum.
Til þess að kanna þá bjartsýni sem
virðist liggja að baki hækkandi hlut-
falli þeirra sem vilja slíta sambandinu
við Danmörku voru nokkrir Færeying-
ar teknir tali. í ljós kom að margir
virðast líta á olíuna sem lausn alls
vanda. í stað þess að segja „ef,“ nota
nú sífellt fleiri orðalagið „þegar olían
finnst." Með tilkomu hennar verði
hægt að borga skuldirnar við danska
ríkið og að því loknu verði Færeying-
ar lausir allra mála, frjáls þjóð.
Hinir varfærnari segja málið ekki
alveg svona einfalt og vilja ekki fagna
fyrr en þeir sjá fyrsta olíudropann,
þá fyrst sé hægt að fara að gera
áætlanir. Sumir, ekki síst þeir sem
eldri eru, eru smeykir við olíuna og
allt sem henni fylgir, sjá jafnvel fyrir
sér ævintýri um arabíska olíufursta
eða sápuóperur á borð við Dallas og
geta ómögulega tengt olíuna færeysk-
um raunveruleika.
Margir eru hræddir við að hin rót-
gróna færeyska menning lúti í lægra
haldi þegar erlent fjármagn streymir
inn í landið og að hin nýríka þjóð
kunni sér engin takmörk, heldur eyði
öllu og standi jafnvel uppi fátækari,
af veraldlegum jafnt sem andlegum
gæðum, þegar síðustu olíulindirnar
eru þurrausnar að nokkrum áratugum
liðnum. Og að þá hafí jafnvel betur
verið heima setið en af stað farið.
Fremur spurning um trú en
þekkingu
Fyrsti Færeyingurinn sem gerist
umboðsmaður fyrir erlent olíufélag í
Færeyjum er Johan Mortensen, fiskút-
flytjandi og ræðismaður Bretlands í
Færeyjum. Hann var ráðinn umboðs-
maður alþjóðlega olíufélagsins
Amerada Hess í október síðastliðnum.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
Tilhugsunin um olíuauð hefur kveikt nýja von
í brjóstum margra Færeyinga eftir efnahags-
legt hrun og kreppu síðustu ára. Þó að enn
sé ekki fundinn dropi af olíu við eyjarnar eru
flestir farnir að gera því skóna að olía finn-
ist. Margir líta á olíuna sem lausn alls vanda
og með tilkomu hennar verði hægt að borga
skuldirnar við danska ríkið. Margrét Svein-
björnsdóttir spjallaði við fólk í Færeyjum.
Johan Bárður Nils
Mortensen Jákupsson Bech
Leona Finnbogi
Hojsted ísakson
olíu og trú á því að hér væri olía.
Framan af var það kannski fremur
spurning um trú en þekkingu á mál-
inu. En stundum fer raunveruleikinn
fram úr hugmyndafluginu og það er
ýmislegt sem bendir til að það sé ein-
mitt að gerast hér í Færeyjum núna,“
segir Johan.
„Þær raddir hafa heyrst að allur
undirbúningur gangi of hægt, en mér
finnst þvert á móti að Færeyingar
hafi farið skynsamlega að. Þetta er
sú stærsta bylting sem færeyskt sam-
félag hefur nokkru sinni staðið frammi
fyrir og nú ríður á að taka málin föst-
um tökum. Þetta tekur allt sinn tíma
og það á líka að gera það. Síðan verð-
ur byijað að bora 1998 eða í síðasta
lagi 1999 og þá verður ekki aftur
snúið.
Við verðum að flýta okkur hægt.
Jafnvel þó að færeyska þjóðin sé að
sigla út úr efnahagskreppunni, þá er
andlega kreppan dýpri en flesta grun-
ar. Færeyingar virðast eiga mjög erf-
itt með að trúa á nokkurn skapaðan
hlut eftir reynslu síðustu ára og eru
ennþá smeykir við að ráðast í fjárfest-
ingar og framkvæmdir. Mér fínnst að
hér hafi verið ákveðin tilhneiging til
veruleikaflótta í stað þess að horfast
í augu við vandann," segir olíuum-
boðsmaðurinn.
Annað tækifæri
Johan segist líta á olíuna sem mikla
blessun fyrir Færeyinga, á því leiki
enginn vafi í hans huga.
„Það eru ekki mörg sam-
félög sem fá annað tæki-
færi eftir eins algjört
hrun og hér varð. Hér
er frábært tækifæri fyrir
stjórnmálamenn að
skapa nýtt samfélag fyr-
ir afkomendur okkar.“
Hann er á því að jafn-
vel þó að ekki kæmi upp
mikil olía myndi hún
samt hafa gífurlega þýð-
ingu fyrir færeyskt efna-
hags- og atvinnulíf. „Það
er gert ráð fyrir að hvert
starf úti á borpöllunum
muni skapa sex til sjö á
landi þannig að þetta
mun sprengja alla
þekkta ramma," segir hann.
Aðspurður um mengun af olíu-
vinnslunni kveðst Johan ekki hafa
miklar áhyggjur. „Ég er sjálfur fisk-
útflytjandi og þar með háður náttúr-
unni. Varúðarráðstafanir og mengun-
arvarnakröfur olíufélaganna eru mjög
strangar núorðið og öryggið mikið.“
Nóg af peningum
Nokkur fjöldi Færeyinga er nú þeg-
ar farinn í nám og störf erlendis tengd
olíu og eru sumir þeirra styrktir ti!
þess af ríkinu og aðrir af olíufélögun-
um. Johan segir það mikilvægt að olíu-
félögin skapi sér velvild í samfélaginu,
sem þau vilji jú gjarnan verða hluti af.
Þeir viðmælendur Morgunblaðsins
sem ekki tengjast beint olíuiðnaðinum
segjast enn ekki merkja áhrif hans á
daglegt líf fólks, né heldur verða var-
ir við mikla umræðu um olíumálin.
Verslunarmenn nutu þó góðs af full-
trúum olíufélaganna sem voru á ferð
í Færeyjum í sumar. Ein þeirra er
Nita Hansen, sem á og rekur tísku-
verslunina Seytján í Þórshöfn. Hún
segist hafa orðið áþreifanlega vör við
„olíufurstana" þar í bæ í sumar. „Þeir
höfðu nóg af peningum, það var
greinilegt. Þeir keyptu a.m.k. helling
af færeyskum peysum og minjagrip-
um,“ segir Nita.
Til þess að efla umræðuna meðal
almennings hyggjast Amerada Hess
og hagsmunasamtökin Olíuiðnaður
Færeyja bjóða til ráðstefnu í Norður-
landahúsinu í Þórshöfn í mars nk. Þar
á meðal annars að ræða hvað Færey-
ingar sjálfir geti fengið út úr olíuævin-
týrinu. „Við ætlum að skoða málið
út frá ýmsum sjónarhornum; ekki síst
því fjárhagslega, menningarlega og
heimspekilega. Það er ljóst að olían á
eftir að hafa gífurleg áhrif á hvers-
dagslíf okkar allra í framtíðinni," seg-
ir Johan Mortensen.
Bárður Jákupsson, listmáiari, rit-
höfundur og forstöðumaður Lista-
safns Færeyja, er einn af þeim sem
hafa áhyggjur af þeim áhrifum sem
olían gæti haft á færeyskt samfélag
og fínnst skorta nokkuð á umræðu
meðal almennings. Hann er á því að
ráðamenn hafi gleymt að spyija fólkið
í landinu hvað það vilji í þessum efn-
um.
„Annars lítur út fyrir að olíuráð-
gjafarnefndin vinni mjög samvisku-
samlega að undirbúningi mála og það
er auðvitað af hinu góða. Olíufélögin
eru farin að styrkja fólk til náms og
kosta ýmsar rannsóknir, sem einnig
er jákvætt," segir hann.
Fæstir hafa séð olíuskip með
eigin augum
Bárður hefur sjálfur upplifað olíu-
ævintýrið í Norðursjónum en þar vann
hann á gasborpalli árið 1979. „Þetta
er tækni og stærðir sem við erum
MARGIR velta því fyrir sér hvort
það geti yfirleitt farið saman að
vera fiskveiðiþjóð og olíuþjóð og
álíta að hið síðarnefnda útiloki það
fyrra vegna þeirrar mengunar sem
olíuvinnslan óhjákvæmilega valdi.
Olíufélögin reyna að fullvissa Fær-
eyinga um að mengunarvarnir
þeirra séu orðnar það fullkomnar
að ekkert sé að óttast og mörg
þeirra hafa nú þegar sett mikla
fjármuni í rannsóknir á lífríki sjáv-
ar við eyjarnar. f
Á rannsóknastofu í sjávarlif-
fræði á Kaldbak, norðan Þórshafn-
ar, er til dæmis í gangi umfangs-
mikil rannsókn þar sem markmiðið
er að kortleggja auðlindir sjávar
með því að útbúa fullkominn teg-
undalista yfir öll dýr og plöntur
sem fyrirfinnast á færeyska land-
grunninu. Einnig er könnuð sam-
setning hinna ólíku tegunda og
samfélaga í sjónum.
Að rannsóknunum starfa nokkrir
líffræðingar i fullu starfi auk líf-
fræðinema yfir sumart ímann.
Rannsóknirnar eru fjármagnaðar
af oliufélögunum Conoco, Amerada
Olíufélög styrkja rannsóknir á lífríki sjávar
Miklu skiptir að hafa
Færeyinga á sínu bandi
Hess, Mobil, BP,
Texaco og Phillips, auk
þess sem bátur sem
notaður er-við rann-
sóknirnar er kostaður
af Statoil, Mobil og
Enterprise.
Allt snýst þetta um
peninga
Einn liffræðinganna
sem að rannsóknunum
starfa er Grethe
Bruntse frá Dan-
mörku. Hún leggur
áherslu á að þetta sé
ekkert sem oliufélögin
séu skyldug til að
Grethe Bruntse
styrkja. Hún bendir
jafnframt á að rann-
sóknirnar séu að sjálf-
sögðu í þeirra þágu.
Það sé mikilvægt fyrir
þau að búið sé að kort-
leggja auðlindirnar
áður en þau hefjist
handa við olíuvinnsl-
una þannig að Ijóst sé
hvaða svæði séu sér-
staklega þýðingarmikil
eða viðkvæm. „Það er
nauðsynlegt að menn
geri sér grein fyrir því
hvaða áhættu þeir taka
með því að planta olíu-
borpalli út á fiskimiðin.
Þá áhættu verður að vega og meta
og þá verða allar upplýsingar að
liggja fyrir. Það er hagstætt fyrir
oliufélögin að rannsóknum sé lokið
þegar þau loks fá grænt ljós á það
að hefja boranir, því þá losna þau
við biðtímann og hann er dýrmæt-
ur,“ segir Grethe.
Hún segir það augljóst að það
skipti miklu máli fyrir olíufélögin
að hafa Færeyinga á sínu bandi
og þess vegna leggi þau mikið upp
úr því að halda góðu sambandi
og skiiningi. „Það er ekkert auð-
velt fyrir litla þjóð eins og Færey-
inga að standa frammi fyrir þess-
um stóru olíufélögum, því þau vita
alveg um hvað málið snýst. Það
snýst fyrst og fremst um peninga.
Það eru jú ekki Færeyjar sem slík-
ar sem þeir hafa áhuga á. En þeir
hafa auðvitað heldur ekki efni á
að hafa það ekki. Fyrir olíufélög-
in fjallar þetta jú á endanum um
það að græða peninga og að
ímyndin sé helst ekki verri þegar
þau fara héðan heldur en þegar
þau komu,“ segir Grethe Bruntse
að lokum.
ekki vön héma og úr öllu samhengi
við færeyskan raunveruleika. Hér
hafa fæstir svo mikið sem séð olíu-
skip með eigin augum og gera sér
kannski ekki alveg grein fyrir því
hvað um er að ræða.“
Bárði verður tíðrætt um hina tak-
markalausu eyðslu og fjárfestinga-
gleði sem var allsráðandi í Færeyjum
á síðasta áratug. „Samt sem áður var
þetta ekki góður tími, það var allt
svo yfirborðskennt. Mörgum finnst
lífið núna á einhvern hátt eðlilegra
og sanngjarnara þrátt fyrir minni
efni.“
Hann telur það af hinu góða ef
Færeyingum tekst að greiða skuldirn-
ar við Dani og verða þannig efnahags-
lega óháðir konungsríkinu en er ekki
viss um að menn geti látið staðar
numið þar. „Ég veit ekki hvort fólk
getur látið það vera að nota peninga
ef það hefur þá,“ segir Bárður og í
sama streng tekur lögþingsmaðurinn
Finnbogi ísakson. „Ríkur maður er
ekki sá sem notar peninga heldur sá
sem á þá,“ segir hann og bætir við
að dálítið ríkidæmi sé mun hættulegra
en dálítil fátækt. Hann er líka á því
að jafnvel þó að efnahagurinn batni
verði Færeyingar að gæta sín á því
að fara ekki að taka upp neyslu síð-
asta áratugar. Nauðsynlegt sé að
leggja fyrir og geyma til mögru ár-
anna, þar sem olían sé ekki endurnýj-
anleg auðlind.
Skilyrði að olía finnist
íslenskt við-
skiptaspil
selt í Evrópu
Nokkrir íslenskir athafnamenn hafa lagt í
mikinn kostnað í hönnun og útgáfu á nýju
viðskiptaspili sem á að markaðssetja um allan
heim. Helgi Þorsteinsson ræddi við þá um
alþjóðaviðskipti á spilaborðinu og utan þess.
Finnbogi minnir á að enn sé eitt
skilyrði óuppfyllt til þess að hægt
verði að borga skuldirnar og horfa
fram á betri tíð - og það sé að olían
finnist. Hann sé þó orðinn nokkuð
bjartsýnn á það, þar sem flestar rann-
sóknir hingað til bendi eindregið í þá
átt. „Ef við lítum á björtu hliðarnar
þá er ýmislegt sem bendir til þess að
hér séu að opnast nýir möguleikar.
Það mun skapast heilmikil atvinna í
tengslum við olíuna og efnahagurinn
batna. Olíuiðnaðurinn verður stór at-
vinnuvegur til viðbótar við sjávarút-
veginn. Það er hinsvegar mikilvægt
að við byggjum sjálfstæðið ekki ein-
göngu á olíu en hún getur hjálpað í
ferlinu og gert okkur auðveldara fyrir
að sannfæra menn um að rétt sé að
slíta sambandinu við Dani.“
Finnbogi telur mikilvægt að fær-
eyskir sjómenn haldi áfram að veiða
físk í stað þess að allir sem vettlingi
geta valdið steypi sér út í olíuiðnað-
inn. Undirstöðuatvinnugreinin verði
eftir sem áður fiskveiðar eftir að olíu-
ævintýrinu ljúki.
Það sé þó fyrirsjáanlegt að á
ákveðnum svæðum verði ekki hægt
að stunda veiðar á sama tíma og ver-
ið sé að vinna olíu, það fari eðli máls-
ins samkvæmt ekki saman.
Fólk almennt orðið bjartsýnt
Nils Bech, háseti á feijunni Teist-
unni sem siglir milli Þórshafnar og
Suðureyjar, segir fólk almennt vera
orðið bjartsýnt á að olía finnist og
með því leysist ýmis vandamál. „Ann-
ars vilja pólítíkusarnir ekkert segja
ennþá, svo maður veit í rauninni harla
lítið. En það bendir nú samt allt til
þess að það sé olía á Suðurey þar sem
þeir hafa verið að bora,“ segir Nils.
Hann er sannfærður um að ef menn
ættu að greiða atkvæði núna um sam-
bandið við Dani, þá væri ekki spurn-
ing að meirihluti myndi kjósa sam-
bandsslit. „Danir hafa nú ekki verið
neitt sérlega góðir við okkur upp á
síðkastið, þannig að það liggur beint
við,“ segir hann.
Þó að margir horfi fram á betri tíð
eru ekki allir jafnsannfærðir um að
almenningur muni njóta góðs af olíu-
auðnum. Á meðal hinna efagjörnu er
Leona Hojsted, húsmóðir í Kirkjubæ.
Máli sínu til stuðnings bendir hún á
grannana á Shetlandseyjum, þar sem
olíuvinnsla sé í fullum gangi en þó
noti fólk víða mó til þess að hita upp
hús sín þar sem það hafi ekki efni á
því að nota olíu.
Hún er ekki sérstaklega trúuð á
að færeyskum ráðamönnum takist að
stjórna þróuninni. „Ég vona svo sann-
arlega að þeir setji sig almennilega
inn í málin þannig að þeir geri ekki
sömu mistökin og þjóðin lendi ekki á
sama fjárfestingafylliríinu og á níunda
áratugnum. Nú eru þetta jú meira eða
minna sömu mennirnir og spillingin
er alls staðar. Ef ég fengi að ráða
myndi ég skipta þeim öllum út og
byija svo upp á nýtt. Svo er aftur
spurning hvort það er nóg,“ segir
Leona.
ISLENSKT viðskiptaspil verður
sett á markað í Hollandi, Frakk-
landi og líklega Þýskalandi
snemma á næsta ári. Utgefend-
urnir eru einnig að reyna að koma því
á framfæri við Evrópusambandið, til
notkunar við kynningu á nýrri Evrópu-
mynt. Um fjörutíu milljónum króna
hefur þegar verið eytt í hönnun og
markaðssetningu spilsins. Hér á landi
kemur það út síðar í þessum mánuði.
Fyrirtækið Franclce var stofnað í
Frakklandi fyrir tveimur árum til að
markaðssetja og selja spilið. Að sögn
Tómasar Gunnarssonar, eins eiganda
þess, starfa að staðaldri tveir íslend-
ingar og tveir Frakkar á vegum fyrir-
tækisins þar í landi. Eigendurnir eru
fimm og allir íslenskir.
Tómas segir að hugmyndin að spil-
inu hafi kviknað fyrir 5-6 árum, en
hönnunarvinnan hefur verið unnin á
síðustu tveimur árum, að miklu leyti
í samstarfí við stóra franska auglýs-
ingastofu, Euro RSCG Design, sem
meðal annars hefur unnið fyrir Air
France og Peugoet. Þekktur teiknari
hannaði einkennismynd spilsins.
„Ástæða þess að við fengum erlenda
auglýsingastofu til verksins var fyrst
og fremst sú að við töldum
nauðsynlegt að hún hefði
skrifstofur víða um lönd,
væri þekkt og nyti virðingar
fynr störf sín,“ segir Tómas.
íslenska viðskiptaspilið,
sem einnig ber titilinn New-
orld í útgáfum í öllum löndum, líkir
eftir alþjóðaviðskiptum með hlutabréf
og hráefni. Gengi og verðlag breytist
stöðugt og með réttum ákvörðunum
reyna spilarar að hagnast á þróuninni.
„Þetta er ekki hundrað prósent spegil-
mynd raunveruleikans," segir Tómas,
„en ég held það geti verið lærdóms-
ríkt. Það er ekki teningurinn sem ræð-
ur öllu, heldur þarf að hugsa sig um
til að ná árangri. Fyrir þá sem vilja
fræðast enn meira fylgja orðaskýringar
á helstu viðskiptahugtökum sem koma
fyrir í spilinu.“
Siðferðilegur
boðskapur mikilvægur
Tómas segir að siðferðilegur boð-
skapur sé ekki síður mikilvægur í
spilinu en gróðasjónarmiðin. „Við
reynum að sýna að viðskipti geti stuðl-
að að friði og samvinnnu og að fólk
í viðskiptum beri vissa siðferðilega
ábyrgð og skyldur við samfélagið. I
spilinu gefa leikmenn til dæmis til
góðgerðarmála, eins og krabbameins-
rannsókna og menntunar, og borga
skatta. Merkið á öskjunni er mynd
af fólki af mismunandi kynþáttum og
báðum kynjum til að sýna að í við-
skiptaheiminum séu engin landamæri
og allir eigi að vera jafn réttháir."
I spilinu er verslað með hlutabréf
í um tuttugu fyrirtækjum. Fyrirtækin
og verðbréfin eru mismunandi í hveiju
útgáfulandi og greiða þau fyrir þátt-
tökuna. Hér á landi verða meðal ann-
ars Eimskip, Landsbréf, Olíufélagið,
Visa, Flugleiðir og fleiri stórfyrirtæki
með. Erlendis verða sérhæfð auglýs-
ingafyrirtæki látin safna fyrirtækjum.
Byijað er að kynna spilið verslunar-
eigendum hér á landi og segir Tómas
að viðtökur séu mjög góðar. Á öðrum
markaðssvæðum þarf að gefa sér
meiri tíma. „Við stefnum að því að
gefa spilið út i janúar í Frakklandi
og Hollandi. Það er nauðsynlegt að
hefjast handa í byijun árs til að ná
jólasölunni 1997. Leikfangasýningar
hefjast í byijun árs og jólapantanirnar
fara að berast í júlí og ágúst.“
Til kynningar á
Evrópugjaldmiðlinum
Viðræður við Evrópusambandið um
notkun spilsins til að kynna yngri
kynslóðinnni nýja Evrópumynt hafa
staðið í rúmt ár. „Við höfum
átt sex fundi með embætt-
ismönnum á þessum tíma.
Þetta er eins konar síun og
nú erum við byijaðir að
ræða við fólk í hæstu stöð-
um. Þeir segjast vera hrifn-
ir af hugmyndinni og fínnst þetta það
sniðugasta sem þeir hafa séð í þessum
geira til að kynna Evrópugjaldmiðil-
inn, euro, ungu fólki. Sú kynning fer
í gang næsta sumar."
Rólega farið í framhaldið
Tómas segir að eigendur Franclce
hafí hug á frekari landvinningum, en
rólega verði farið i framhaldið. „Við
stöldrum aðeins við eftir útgáfuna í
þessum þremur fyrstu löndum. Með
þvi að bíða og fá dálitla sögu á spilið
verður markaðssetningin í öðrum
löndum auðveldari og markvissari.
Við höfum reyndar þegar náð tengsl-
um við fyrirtæki í nálægt hundrað
löndum varðandi hugsanlega útgáfu .“
íslenski markaðurinn er lítill í þessu
samhengi, að sögn Tómasar. „Spilið
mun kosta út úr búð hér á landi 3.800-
3.900 krónur, þannig að engin leið
er til að endar nái saman eingöngu
með útgáfu hérlendis. Með þokkalegri
sölu í Frakklandi og Hollandi reiknum
við með að dæmið gangi upp og hægt
verði að leggja í áframhaldandi mark-
aðssetningu eins og áætlað er.“
40 milljónir
króna í hönn-
un og mark-
aðssetningu