Morgunblaðið - 26.11.1996, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Öldrunarþj ónustukjarnar
áhugaverð framtíðarsýn
ÞEIM, sem koma
að stefnumótun í heil-
brigðismálum, er það
ljóst að samhliða
lækkandi fæðingar-
og dánartíðni fer hlut-
fall aldraðra ört vax-
andi. Fjölgar þeim
sem eru 80 ára og
■eldri hlutfallslega
hraðast, talið er að
síðastliðin 25 ár hafi
lífslíkur fólks aukist
um 5 ár.
Þrátt fyrir að gam-
alt fólk lifi lengur með
langvinna sjúkdóma
og þarfnist oftar
hjúkrunar og umönn-
unar, þá er þörf fyrir langtíma
sjúkrahúsvist ekki eins brýn og
áður var og eru líkur á því að
sjúkrahús framtíðarinnar verði að
mestu nýtt til hátækniþjónustu í
bráðatilfellum.
A komandi árum munu verða
áfram miklar breytingar í öldrunar-
þjónustu þar sem gerðar verða
ekki eingöngu kröfur um að sam-
hæfa hámarksgæði og kostnaðar-
sjónarmið, heldur mun almenning-
ur einnig kalla á fleiri valkosti í
þjónustu fyrir aldraða og fjölskyid-
ur þeirra.
Þessi umræða hefur verið þó
nokkur meðal fagfólks sem kemur
að öldrunarþjónustu. Aldraðir með
íjölþætta og flókna sjúkdóma sem
krefjast flókins tækjabúnaðar ásamt
öldruðum minnissjúkum verða
átærsti hópur þeirra sem koma til
með að dveljast á hjúkrunarheimil-
um og munu því þar vera gerðar
sífellt meiri kröfur til fagfólks.
ítrekað hefur verið bent á að
nauðsynlegt sé að samkeyra og
auka við heimilishjálp og heima-
hjúkrun, en sú staðreynd að annars
vegar sjái sveitarfélögin um þjón-
ustuna og hinsvegar ríkið, hefur
tafið málið sem verður að teljast
undarlegt í' ljósi þess
að um verulegan
ávinning er hér að
ræða.
Aukin fjölbreytni og
sveigjanleiki í öldrun-
arþjónustu mun leiða
til sparnaðar þegar til
lengri tíma er litið.
Vert er að kanna t.d.
vilja fólks til að nýta
vistun frá mánudegi til
föstudags, helgargist-
ingu eða næturgist-
ingu. Líklegt er, að
með þessum hætti sé
hægt að hjálpa fleirum
en áður til þess að
dvelja heima og halda
tengsl við heimili sín þrátt fyrir
mikla hjúkrunarþörf.
í dag er öldruðum minnissjúkum
sem ekki dvelja inni á hjúkrunar-
heimilum boðið upp á heimilishjálp
og hjúkrun, dagvistun, stoðbýlis-
dvöl og sambýlisdvöl og eiga kost
á hvíldarinnlögnum. Sameiginlegt
með öllum þessum úrræðum er að
Með öldrunarþjónustu-
kjarna, segir Birna Kr.
Svavarsdóttir, getur
fólk dvalist lengur á
eigin heimili.
þau duga oftast hvert fyrir sig í
skamman tíma en örar -breytingar
valda einmitt þessu fólki miklum
erfiðleikum, spennu og kvíða. Því
hefí ég bent á að svokölluðum öldr-
unarþjónustukjörnum, sem eru
þekktir erlendis, verði í ríkari
mæli gefínn gaumur, en þar er
kjarninn hjúkrunarheimili með
þeirri þjónustu sem þau hafa upp
á að bjóða og í kringum þau og í
beinum tengslum við þau eru þjón-
ustuíbúðir, hjúkrunaríbúðir, sam-
býli, dagdeild, endurhæfing og
skammtímarými.
Með því að bjóða alla þessa val-
kosti á sama svæði mun þverfagleg
samvinna aukast, hægt er að nýta
sérhæfða starfskrafta betur,
tækjakost og húsnæði, fyrir utan
þá staðreynd að með þessu fyrir-
komulagi er hægt að bjóða upp á
mun fjölbreyttari þjónustu vegna
umfangs þjónustusvæðisins.
Það sem mestu skiptir er, að
með öldrunarþjónustukjarna eins
og hér um ræðir getur fólk dvalist
lengur á eigin heimili eða í heimilis-
legu umhverfi en ella og valkostir
verða mun fleiri. Með nútíma fjar-
skiptatækni er það vel gerlegt að
hafa hjúkrunarvakt í fleiri en einu
húsi í senn, sem er mjög mikilvægt
fyrir þá sem þurfa að nýta sér það
öryggi.
Megináhersla hefur verið lögð á
að fullorðið fólk geti dvalið heima
eins lengi og kostur er, en þjónusta
utan stofnana er líkleg til að vera
ódýrari, en þó aðeins upp að vissu
marki. Dregið hefur úr fjárframlög-
um til bygginga hjúkrunarheimila
að hluta til vegna ríkjandi sjónar-
miða. Líklegt er að sú þróun muni
taka að einhvetju leyti aðra stefnu
í framtíðinni, þar sem með tíman-
um ijölgar því aldraða veikburða
fólki sem býr við viðkvæma heilsu
og þarf mikla hjúkrun og umönnun
sem verður of dýrt að veita í heima-
húsum, nema ef vera kynni að
umræddar heimaíbúðir eða heima-
hús séu innan öldrunarþjónustu-
kjarnans þar sem samþætt þjón-
usta er veitt út frá sömu bækistöð
sem lýtur sömu stjórn. Á þennan
hátt munu gæði þjónustunnar auk-
ast jafnframt því að hafa lægri
kostnað í för með sér.
Höfundur er hjúkrunarforstjóri á
hjúkrunarheimilinu Eir.
Birna Kr.
Svavarsdóttir
Af skynsamlegn viti
FORSTÖÐUMAÐ-
UR Barnaverndar-
stofu, Bragi Guð-
brandsson, gaf mér
slakan vitnisburð í
fréttaviðtali í sjón-
varpi. Hann sagði mig
ræða af vanþekkingu
og ekki af skynsam-
legu viti um málefni
vímuefnameðferðar
fyrir unglinga, þegar
ég gagnrýndi opinber-
lega hve ný skipan
vímuefnameðferðar
fyrir börn og unglinga
vt,ekur illa á vandanum.
‘ Fyrst forstöðumannin-
um hefur tekist að skil-
greina hvað er „skynsamlegt vit“
er rétt að biðja hann að velta fyrir
sér eftirfarandi spurningum:
Var það gert af skynsamlegu
viti að leggja niður meðferðarheim-
ilið Tinda, sem kostaði 70 milljónir
króna (verðlag ársins 1991) að
koma á laggirnar, áður en það sleit
barnsskónum?
Var það gert af skynsamlegu
viti að byggja fyrir 130 millj. króna
meðferðarheimilið Stuðla ætlað fyr-
'ir 10-12 börn á sama tíma og með-
ferðarheimilið Tindar fyrir 12-14
börn skammt frá var selt á 17 millj.
króna?
Er það af skynsamlegu viti, sem
forstöðumaðurinn fullyrðir að
árangur meðferðarstarfsins hafi
verið mjög slakur á Tindum meðan
foreldrar barna, sem voru á Tind-
um, geta ekki fullþakkað fyrir hjál-
pina sem þar fékkst?
Er það af skynsam-
legu viti sem Tindar
voru lagðir af Vegna of
mikils rekstrarkostnað-
ur þegar það upplýsist
að kostnaður við rekst-
ur jafn margra rýma á
Stuðlum verður a.m.k.
60% meiri?
Er það af skynsam-
legu viti að kasta á
burt fagþekkingu í
meðferð á vímubörnum,
sem hafði safnast sam-
an á Tindum, á sama
tíma og fíkniefnabylgja
er að skella á landinu?
Er það af skynsam-
legu viti að leggja niður Tinda af
meðferðarfaglegum ástæðum þegar
vandinn var kannski fyrst og fremst
fjárhagslegur eins og Þórarinn
Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, lýsti
Er það af skynsamlegu
viti, spyr Yaldimar H.
Jóhannesson, að kasta
burtu fagþekkingu í
meðferð á vímubörnum?
á ráðstefnu um unglingavandann
nýlega?
Er það af skynsamlegu viti, sem
forstöðumaðurinn lýsir því yfir í
útvarpsviðtali að allir ráðstefnu-
gestir Barnaverndarstofu á mál-
þingi um „Unglinga í vanda“ hafi
verið sammála um lokun Tinda,
þegar málefni Tinda voru ekki þar
á dagskrá?
Telur forstöðumaðurinn að Þór-
arinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ,
tali ekki af skynsamlegu viti þegar
hann lýsir því á sömu ráðstefnu að
árangur af meðferðarstarfi Tinda
hafi verið mjög góður?
Telur forstöðumaðurinn skyn-
samlegt vit í að álykta, að forráða-
menn barns hafi ekki gengið í gegn-
um einhver átök áður en þeir leita
sér hjálpar meðferðaraðila?
Telur forstöðumaðurinn skyn-
samlegt vit í að gera aðstandendum
barna í vímuefnavanda það erfitt
fyrir að að komast í tæri við sér-
fræðihjálp þegar vilji er til að taka
á vandanum, að það kosti margra
vikna eða mánaða bið?
Telur forstöðumaðurinn skyn-
samlegt vit í að álykta að margir
munu leita eftir slíkri hjálp að
ástæðulausu?
Telur forstöðumaðurinn skyn-
samlegt vit í að álykta að hópur
foreldra vímubarna sé að kreijast
úrlausnar að ástæðulausu?
Telur forstöðumaðurinn skyn-
samlegt vit í að álykta, að rúmlega
10.000 Islendingar skrifi að
ástæðulausu undir áskorun til
stjórnvalda um að meðferðarheimili
fyrir vímubörn verði opnað á ný?
Höfundur situr í stjórn
Vímulausrar æsku.
Valdimar H.
Jóhannesson
Guðfræði og
kvennagagnrýni ‘4
ATHYGLISVERT málþing var
haldið í Skálholtsskóla mánudaginn
21. október sl. Yfírskrift þess var
„Guðfræði og kvennagagnrýni".
Hér á eftir mun ég reyna að gera
grein fyrir því helsta sem rætt var
á málþinginu.
Eins og orðið „kvennagagnrýni"
í yfirskrift málþingsins ber með sér
var hér á ferðinni efni sem flokkast
undir kvennaguðfræði. Kvennaguð-
fræði hefur orðið til, eins og ýmsar
aðrar greinar sem snúast um mál-
efni kvenna, í framhaldi af réttinda-
baráttu þeirra síðustu áratugina.
Að mati kvenna er í samfélaginu
ráðandi gildismat sem gerir lítið úr
konum í samanburði við karla. Það
hefur síðan afgerandi áhrif á stöðu
þeirra í þjóðfélaginu sem og innan
kirkjunnar. Þær setja því spurning-
armerki við slíka mismunun og þá
guðfræði sem þar er stuðst við og
benda á að iðka má guðfræði út frá
öðrum sjónarhóli.
í fyrsta fyrirlestrinum Ijallaði dr.
Arnfríður Guðmundsdóttir um efnið
„vistfræði og guðfræði". Til grund-
vallar lagði hún kenningar ameríska
guðfræðingsins Elísabeth Johnson,
en Johnson tengir saman yfirtroðslu
mannsins á náttúrunni annars veg-
ar og kúgun kvenna hins vegar og
segir hvort tveggja vera afleiðingu
sama hugarfars. Ræturnar segir
hún að liggi í valdakerfi samfélags-
ins sem byggt sé upp út frá gildis-
mati feðraveldisins. Kristnar kenn-
ingar um sköpunina, manninn og
Guð ganga síðan út frá þessu valda-
kerfi. Mannfólkið er hafið yfir jörð-
ina samkvæmt sköpunarkenning-
unni; karlar eru æðri en konur sam-
kvæmt kristnum mannskilningi; og
Guð er hátt yfír heiminn hafinn
samkvæmt kenningunni um Guð. I
slíku tröppukerfi þar sem einn er
settur skörinni hærra en annar að
völdum og virðingu felst rótin að
hvers konar kúgun og yfírtroðslu
að mati Elísabeth Johnson. Hún
dregur ekki aðeins upp mynd af
vandanum heldur bendir hún einnig
á lausn hans. Lausnina segir hún
felast í breyttri afstöðu mannsins,
sem lýsi sér í því að hann finni til
skyldleikans við jörðina; að karlar
hlusti á og viðurkenni konur sem
jafningja; og að í stað andstæðunn-
ar Guð - heimur verði áherslan
lögð á andann sem dvelur í sköpun-
unni, endurnýjar hana og er að
starfi í veröldinni. Þ.e. að sjá anda
Guðs í öllu sem lifir.
Næsti fyrirlesari, sr. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir, íjallaði um þýðingu
þess að vera sköpuð í mynd Guðs.
Spurningin sem hún ijallaði um var
hvort konur upplifðu sig í mynd
Guðs og sem hluta af Guðs góðu
sköpun. Svar hennar við þeirri
spurningu var ekki afdráttarlaust
já. í framhaldi ijallaði hún aðeins
um stöðu konunnar út frá sköpun-
arsögunum tveimur í fyrstu köflum
Biblíunnar. Ljóst er að í gegnum
aldirnar hefur síðari sköpunarsagan
í 1. Mósebók, 2. og 3. kafla, sagan
af Adam og Evu, verið misnotuð í
þá veru að draga úr manngildi
kvenna. Sr. Irma spurði í því sam-
bandi hvort karlar upplifi konuna
e.t.v. á einhvern hátt sem ógnun?
Hvernig gat þeim annars dottið í
hug að ræða af alvöru hvort konan
hefði sál? Vott um hvað ber sú af-
staða margra karla í dag að halda
að jafnréttisbarátta kvenna snúist
um það að konur verði eins og karl-
ar? Hvað ætlaði Guð mér að verða,
er spurning konunnar í dag, sagði
Irma Sjöfn.
Þriðji fyrirlesarinn, sr. Yrsa Þórð-
ardóttir, tók fyrir efnið „kvenna-
guðfræði og sálgreining". Mörg
dæmi má finna í Nýja testamentinu
um það hvernig sálgreining og guð-
fræði geti átt samleið. Tengslin fel-
ast m.a. í því, að eins og sálgrein-
andinn hjálpar skjólstæðingi sínum
að greina í sundur tilfinningar sínar
til þess að geta orðið heill hjálpar
Konurnar voru flestar
sammála um, segir Jón
Pálsson, að jafnréttis-
baráttunni hafi lítið
miðað áleiðis.
guðfræðin okkur til að uppgötva
okkar sanna eðli frammi fyrir Guði.
Sálgreining og guðfræði geta þann-
ig átt samleið við að hjálpa mannin-
um að uppgötva einstaklingseðli
sitt og jafnframt veitt honum þann
styrk sem til þess þarf. Tók Yrsa
líkingu af brotningu brauðsins þar
sem hver fær sinn mola sem er ólík-
ur öllum hinum molunum þótt þeir
komi allir af sama brauðinu. Þann-
ig erum við ólík en þó eins. Aðskil-
in en þó öll af sama meiði.
í umræðunum sem fram fóru i
kjölfar fyrirlestranna kom fram að
konurnar voru flestar sammála um
að jafnréttisbaráttunni hafi lítið
miðað áleiðis. Mörgum varð það
mikið áfall að verða áþreifanlegast
fyrir barðinu á fordómunum eftir
prestsvígsluna þegar þær komu til
starfa í söfnuðum sínum. Einmitt
þar þurfa þær að heyja baráttu
fyrir því að vera metnar sem ein-
staklingar en ekki út frá kynferði.
Ójafnréttið segja þær þó vera
hvað sýnilegast í því hve fáar konur
eru í áhrifastöðum. Þær viðurkenna
engu að síður að konurnar sjálfar
eigi þar einnig sök. Þær standi ekki
saman. T.d. má nefna að í kosning-
um fylki þær sér ekki um þá konu
sem býður sig fram, sbr. kosning-
una í stjórn Prestafélags Islands sl.
sumar. Systrasamstaða sé ekki til.
Rótina að þessari firringu rakti einn
þátttakendanna til sjálfsskilnings
þeirra. En sjálfsskilningur kvenna
verður til í því umhverfi sem þær
alast upp í og búa í. Þessum tákn-
kerfum þarf að breyta. Með því að
fjarlægja hina karlkenndu orðræðu
í kirkjunni, sem og annars staðar,
skapast rými fyrir konur, tilfinning-
ar þeirra og þrár, var skoðun sumra
kvennanna.
I lok umræðunnar reyndu þátt-
takendur að koma orðum að því
hvert vandamálið væri í hnotskurn
og hver væri hugsanleg rót þess.
Svör þeirra og áherslur urðu nokk-
uð ólík. Þó voru flestir sammála
um að valdakerfið, bæði í þjóðfélag-
inu og innan kirkjunnar, væri kon-
um óhagstætt.
Einn þátttakendanna spurði hvar
kenningin væri, sjálfur grundvöllur-
inn, og vísaði þá til þeirrar umræðu
um kirkjuna sem farið hefði fram
i fjölmiðlum síðastliðinn vetur.
Hvernig var það, var ekki einhver
fagnaðarboðskapur þarna? Ef
kenningin væri ekki á hreinu og
fólk finnur ekki að það standi á
sama grundvelli sé kirkjunni ekki
viðbjargandi. Það sem forysta kirkj-
unnar, prestar, starfsfólk og sókn-
arnefndir, þurfa að gera er að leita
aftur til upphafsins, byrja aftur á
frumsporunum til að geta lært að
dansa saman, eins og hún orðaði
það.
Að kirkjan hafi aldrei verið eins
lifandi, sterk og mikilvæg og á þess-
ari öld var skoðun eins þátttakand-
ans. Einmitt það að tekist sé á í
kirkjunni og hún krafin svara við
knýjandi spurningum sýni hve hún
sé öflug. Annar þátttakendanna
lýsti prestunum sem einmana og
hræddri hjörð. Eina lausnin fyrir
þá væri að þeir sneru sér að því
að stunda guðfræði, rannsaka,
ræða, boða. Ein kvennanna greip á
lofti lýsinguna á prestunum og
sagðist alltaf sjá fyrir sér prestinn
einan í kirkjunni. Umhverfis hann
hrönnuðust þijú ógnarský. Eitt
þeirra væri sóknarnefndin, annað
ríkisvaldið og hið þriðja kirkju-
stjórnin. Presturinn lifir í óttalegu