Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 45

Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 45 Kjólar 100% bómull St. 90-140 Verð kr. 3.900 Jólafötin komin Föt úr riffluðu flaueli Sl. 90-160 Jakki frá kr. 3.300 Buxur frá kr. 1.900 Vcsti frá kr. 1.700 3000 m2 sýningarsalur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 Fjölmargir möguleikar TM - HÚSGÖGN SíSumúla 30 -Sími 568 6822 SíSumú Allt tll rafsuðu = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 AÐSENDAR GREINAR Horft til nýrrar aldar ÞEGAR líður að nýrri öld er ekki óeðli- legt að maður láti hugann reika um það sem í framtíðinni kann að felast, ekki ætla ég mér þó þá dul að ger- ast spámaður um hvað komandi öld kann að bera í skauti sér, en eigi að síður er gaman að láta hugann reika um þá völundarstigu, sem framundan kunna að vera. Mér finnst það alveg augljóst að við göngum inn í nýja öld með það sem ég hef kallað stærsta glæp íslandssögunnar í farteskinu, það er að segja fiskveiðiheimildir sem bæði er hægt að selja og leigja, þó ég vonist til að þjóðin beri gæfu til þess að hrista af sér þessa óværu sem allra fyrst og stöðva brask ein- staklinga og fyrirtækja með sjávar- nytjar sem heyra til allri þjóðinni. Sem betur fer er þeirri skoðun að vaxa fiskur um hrygg og ég vona svo sannarlega að það verði aðalkosningamál í næstu kosning- um, það er að segja að bundinn verði endir á að fáir útvaldir fitni eins og púkinn á Ijósbitanum á því að braska með eigur annarra. Slík eignaupptaka finnst mér vera með endemum og reyndar með öllu óskiljanlegt að slíkt skuli geta gerst nú. Skiljanlegra hefði verið, hefði slíkt gerst í upphafi aldar, en allur almenningur var þjakaður og gat ekki um fijálst höfuð strokið vegna bændakúgunar, sem njörfaði alþýð- una niður í eymd og volæði allt fram á þessa öld. Á þessum síðustu og verstu tím- um, eins og gjarnan er sagt, hafa skotið upp skoðanir og viðhorf, sem ekki fyrir svo ýkjamörgum árum hefðu þótt hreint aldeilis fráleit, reyndar svo fráleit að ekki hefði nokkrum lifandi manni komið slíkt til hugar. Það er svo sem eðlilegt að skoðanir og viðhorf breytist í tímans rás og það sem áður hefði þótt fráleitt þyki nú sjálf- sagt. Það er eðlilegt vegna þess að menntun hefur aldrei verið svo mikil sem nú og því ekki óeðlilegt að lífsýn unga fólksins sé önnur en hjá þeim sem á und- an gengu. Nú er sem sagt komin fram sú Jóhann skoðun að kominn sé Guðbjartsson Wmi til þess að vernda lífríkið, sem við Islend- ingar höfum reyndar gert um nokk- urt ára bil, því við höfum ekki veitt hval í nokkur ár, vegna þrýstings erlendra náttúruverndarsamtaka. Verða útsýniskafbátar á fiskislóðum, spyr Jóhann Guðbjartsson, tekjustofn í framtíðinni? Nú er komin upp sú staða að við erum farin að hafa af því umtals- verðar tekjur að sigla um með er- lenda ferðamenn til að sýna þeim þessar tignarlegu skepnur í sínu rétta umhverfi og heyrst hefur að slíkar siglingaferðir gefi jafnvel meira af sér en veiðar og vinnsla hvalafurða gætu gert. Þessi nýja náttúruverndarstefna á eflaust eftir að ryðja sér enn frekar til rúms er fram líða stundir og gæti þá náð til okkar hefðbundna sjávarafla. Þá verður mikil vá fyrir dyrum ef svo færi og hvað skyldi þá til bjargar verða þessari þjóð hér norður undir Dumbshafi, svo ekki sé minnst á kvótakóngana, sem ekki gætu þá TTTTTTTTTT7TTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTT Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur, bæöi TÆKl, VÍR og FYLGIHLUTI. Forysta ESAB er trygging fyrir gæðum og góðri þjónustu. braskað með sameiginlega auðlind þjóðarinnar, en manni hefur skilist að hagsmunir þeirra séu æðri hags- munum þjóðarinnar. Ekki yrði ég hissa þótt kóngarnir krefðu þjóðar- búið um miskabætur vegna verð- lausra veiðiheimilda. Hugsanlegt væri að af því mætti hafa umtalsverðar tekjur að sigla um fískislóðirnar í þartilgerðum útsýniskafbátum með hliðsjón af því sem gerst hefur í kjölfar friðun- ar hvalastofnana. En eins og ég sagði í upphafi þá ætla ég mér ekki þá dul að gerast spámaður um hvað ný öld kann að bera í skauti sér, en tek undir það sem einhver hygginn maður sagði fyrrum: Það kemur í ljós í fyllingu tímans. Eitt tel ég þó víst: að sóunarstefna lið- inna áratuga hlýtur að taka enda fyrr en seinna. Höfundur er smiður. Kjarvalsstaðir Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opið dag- lega frá kl. 10-18. WALL STREET SKÁVPASAVMSTÆIAV Húsgögn gæði ‘" Si: Ljj Ö H -V 96.000) ^ i i. . . ..S eru í... símaskránni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.