Morgunblaðið - 26.11.1996, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 49
FERÐ LAGANEMA TIL LANDSINS HELGA
Kaupmenn - Innkaupastjórar
MASADA.
Uppi á Masada-klettinum átti sér
stað eitt mesta hópsjálfsmorð sög-
unnar, sem á vart sinn líka. Gyðing-
unum sem tókst að flýja Jerúsalem
og hertaka virkishöll Heródesar á
Masada, lentu aftur í umsátri Róm-
veija, sem ekki vildu gefa þeim
eftir höllina. Rómveijinn Flavíus
Silva var í 3 ár að höggva stíginn
upp á Masada-virkið, til þess að
hersveitir hans ættu greiðari leið
að her gyðinga. Þegar gyðingar sáu
að ósigur var í nánd frömdu þeir
allir sem einn, alls 960 manns,
sjálfsmorð í stað þess að gefast upp
fyrir fjandmönnum sínum.
Sagnaritarinn Jósefus Flavíus
lýsti síðustu augnablikum gyðing-
anna á Masada á eftirfarandi máta:
„Á meðan að þeir létu vel að eig-
inkonum sínum og föðmuðu þær
að sér og héldu á börnum sínum í
fanginu, grátandi og kyssandi þau
í síðasta sinn, á sama tíma, likt og
einhver annar framkvæmdi, þá
framfylgdu þeir áætlun sinni og
hughreystu sig með hugsunum um
þær pyntingar sem þau myndu ann-
ars hafa orðið að þola, hefðu þau
fallið í óvinahendur. Að lokum var
enginn sem ekki var verkinu vaxinn
og allir drápu sína nánustu, hvern
af öðrum. Þarnæst, ófærir um að
þola kvölina af því sem þeir höfðu
gert og sannfærðir um að þeir
mundu vanvirða þá látnu ef þeir
héldu lífi, þá flýttu þeir sér að stafla
eigum sínum í einfalda hrúgu og
kveikja í henni; þar næst eftir að
hafa varpað hlutkesti um hver
þeirra dræpi alla hina, þá lögðust
þeir hjá líkum eiginkvenna sinna
og barna, föðmuðu þau að sér og
beruðu hálsa sína fyrir þeim sem
skera átti þá á háls. Eftir að hafa
drepið alla án þess að hika, þá vörp-
uðu þeir sem eftir lifðu enn einu
sinni hlutkesti og sá sem örlögin
völdu skyldi drepa þá níu sem eftir
voru og hann að lokum sjálfan sig.
I lokin beruðu hinir níu hálsa sína
og félagi þeirra sem síðan var einn
eftir, leit í kringum sig til að at-
huga hvort í þessari slátrun væri
nokkur eftir sem þarfnaðist hans,
svo þegar hann var viss um að all-
ir væru látnir, kveikti hann í staðn-
um, safnaði saman síðustu kröftum
sem eftir voru og stakk sverði sínu
í líkama sinn alveg að hjöltum og
féll þunglega við hlið sinna nán-
ustu.“
Þegar Rómveijar náðu loks eftir
3 ár að komast upp virkisklettinn
Masada blasti ekkert annað við
þeim en ijúkandi brunarústir og lík
960 manna, kvenna og barna.
Saga gyðinganna á Masada hefir
verið kvikmynduð og var m.a. sýnd
í ríkissjónvarpinu hér fyrir nokkrum
árum.
Árið 1963-1965 var framkvæmd-
ur mikill forleifauppgröftur á
Masada. Fomleifaleiðangursmenn
undir stjórn prófessors Yigal Yadin
grófu upp 90% af virkishöll Heród-
esar og m.a. byggingar, baðhús og
hella í Masada sem notaðir voru til
þess að safna í neysluvatni. í þessa
vatnssöfnunarhella fórum við m.a.
auk þess sem við skoðuðum rústir
Heródesarvirkisins.
Þess mætti loks geta að ísraelsk-
ir hermenn sveija oft hollustueiða
sína uppi á Masada-klettinum með
orðum um að Masada muni aldrei
aftur falla.
Dauðahafið
Spölkom frá Masada er Dauða-
hafíð, sem liggair u.þ.b. 400 m und-
ir sjávarmáli og er það jafnframt
sá staður í heiminum sem liggur
lægst undir sjávarmáli. Þangað var
ferðinni næst haldið til þess að við
gætum fengið okkur sundsprett.
Réttara væri að segja að við hefðum
flotið, því lítið er hægt að synda í
Dauðahafínu. Vatnið er brimsalt og
vont að fá það í augu eða munn.
Dauðahafsbotninn er einnig mjög
grýttur þannig að við urðum að
fara varlega til þess að hruflast
ekki á fótum því saltið hafði það í
för með sér að við vomm fljót að
fínna fyrir rispum og skrámum sem
við vissum ekki einu sinni að við
væmm með.
Mikill loftþrýstingur yfír Dauða-
hafínu gerir það að verkum að upp-
gufun vatns þar er mikil og því er
saltmagn hafsins um 30%, sem er
næstum því 10 sinnum meira en
saltmagn í venjulegu vatni. Að
sama skapi er 15% meira súrefni í
loftinu yfír Dauðahafínu en t.d.
yfír Miðjarðarhafínu. Þar sem salt-
magnið er svona hátt er vatnið þétt
í sér, en það er ástæða þess að
erfitt er að gera annað en fljóta í
Dauðahafínu
Það var farið að rökkva, en þó
mjög tunglbjart þegar við keyrðum
frá Dauðahafinu áleiðis til Tel Aviv.
Viðburðaríkur dagur var að kvöldi
kominn. í hugann komu orð Magn-
úsar Jónssonar, sem ferðast hafði
til ísrael tæpum 60 ámm áður.
Hann sagði: „Stundum líða dagarn-
ir fram hjá eins og skuggi. Vikur
og meira segja mánuðir ganga um
garð, án þess að bæta nokkm nýju
við í meðvitund manns. Og svo kem-
ur einn svona dagur, og flytur inn
í hugskotið nýja veröld. Það er í
raun og vem ótrúlegt, að þetta
skuli vera sami dagurinn allt...
Allt þetta á einum degi. Nú vomm
við búin að sjá Landið helga og
borgina eilífu.“
Þessi dagur hafði svo sannarlega
flutt í hugskotið nýja veröld.
Höfundur er lögfræðingur.
Umbúðapappfr!
Fjölbreytt úrval umbúðapappírs í mörgum breiddum.
Stoðir fyrir umbúðapappír o.fl. Nánari upplýsingar
í síma 540 2040.
CgiU Guttcrm&ócn heildverslun
Söludeild: Hallarmúla 2-4 • Sími 540 2040
STEINAR WAAGE
Tegund: 60966
Tegund: 60909
Verb: 8.995,-
Litir: Svartir
Stæröir: 40-46
Verb: 7.995,-
Litir: Svartir
Stærðir: 40-46
5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
STEINAR WAAGE ^
SKOVERSLUN ^
SÍMI 551 8519
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN ^
SÍMI 568 9212
mrn
•••
Otrúlegl
úrval lita