Morgunblaðið - 26.11.1996, Síða 51

Morgunblaðið - 26.11.1996, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 51 MINNINGAR með útvegun skólavistar og náms- styrkja. Hjá TWA í Wilmington, Delavare og Newark, New Jersey starfaði Gunnar í eitt ár og hlaut hann þar ómetanlega reynslu við viðhald og viðgerðir á Skymaster- og Constellation-flugvélum sem nýttist Flugfélagi íslands vel þegar hann hóf þar vinnu í maí 1946. í júní 1952 var flugvirkjun stað- fest sem iðngrein á íslandi og upp úr því fengu þeir flugvirkjar sem nægilega lengi höfðu starfað í grein- inni meistarabréf. Gunnar fékk sitt meistarabréf í flugvirkjun 9. janúar 1953. í janúar 1947 var kominn tals- verður hópur flugvirkja til starfa hjá íslensku flugfélögunum og fannst þeim kominn tími til að stofna félag til að gæta hagsmuna sinna. Gunnar var einn þeirra sem kosnir voru í undirbúningsstjórn og gegndi hann ýmsum störfum í stjórnum og nefnd- um Flugvirkjafélagsins óslitið til 1960 enda var hann alla tíð mjög félagslega sinnaður og hafði sterka réttlætiskennd. Gunnar vann við og stjórnaði stórviðgerðum á DC-3 flug- vélum Flugfélags íslands sem gerðar voru upp eftir skemmdir á árunum um og eftir 1950 og fórst það frá- bærlega vel úr hendi. Árið 1954 var Gunnar ráðinn flugvélstjóri, fyrst á Skymaster-flugvélar Flugfélagsins og síðar á DC-6 vélarnar. Hann gegndi flugvélstjórastörfum allt til þess að sexurnar voru seldar úr landi 1972. Eftir það starfaði Gunnar aðallega við uppbyggingu á þotu- hreyflum en einnig við almenn flug- virkjastörf bæði heima og í erlendum verkefnum hjá Flugfélagi íslands og síðar Flugleiðum. í störfum sínum sýndi hann hæfni og reynslu og reyndist ungum mönn- um sem voru að hefja störf ómetan- leg stoð og fyrirmynd í öllum vinnu- brögðum enda var hann einstaklega dagfarsprúður og þægilegur í allri umgengni. Það var aldrei um nein vandamál að ræða ef Gunnari voru falin störfin eða stjórn þeirra. Vorið 1989 varð Gunnar fyrir slysi við vinnu sína og náði hann sér aldr- ei fyllilega eftir það. _Við félagar hans í Flugvirkjafélagi íslands þökk- um samfylgdina við þann góða dreng og sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Oddur Á. Pálsson. Á kveðjustund hrannast minning- ar liðinna stunda fram í hugann. í bernskuminningum okkar beggja var hann nýkominn heim frá námi í Bandaríkjunum, oftast klæddur bláum borðalögðum einkennisbún- ingi flugstjóra Flugfélags íslands. Hann var þá að fara eða koma heim á Vitastíg 9 úr flugferðum, sem í barnshuganum voru sveipaðar ævin- týraljóma þess sem var flestum ókunnugt og framandi. Hann gaf sér gjarnan tíma til er hann snaraði sér út úr nýja gljáandi bílnum sínum til að tala við okkur börnin sem hópuðumst að honum og vék gjarnan einhvetju að okkur. Fas hans var jafnan glaðlegt, hreyfingar snarar, andlitssvipurinn sterkur, hávaxinn og grannur, hárið mikið og ljós- rautt. Þannig minnumst við Gunnars Héðins Valdimarssonar frá þessum árum í lok fimmta áratugarins. Fullorðinsár okkar breyttu ekki þessari mynd mikið. Nánari kynni og sterk fjölskyldubönd fylltu að sjálfsögðu út í myndina og við sáum á henni nýjar hliðar. Við kynntumst í fjölmörgum frásögnum hans þeim ótrúlegu ævintýrum sem flugferðir brautryðjendanna voru á stundum við erfiðar aðstæður. Aðeins braut- ryðjendur flugsins geta sagt slíkar sögur og margar þeirra hafa sem betur fer verið skráðar. Líf Gunnars var helgað fluginu og fjölskyldunni og verður ekki greint hvort var gangvísara í lífi hans, þær flugvélar sem alltaf náðu heim eða fjölskylda hans og Þóru sem ætíð hafa hjálp- ast að við hvaðeina. Samhentari fjölskyldu við öl! við- fangsefni er ekki hægt að hugsa sér og allt var leyst með brosi og gaman- yrðum á vör. Gunnar vísaði þar veg- inn. Samheldni fjölskyldunnar kom ekki síst fram í veikindum Gunnars að undanförnu, þar sem allir, eldri sem yngri, snéru bökum saman og tóku því sem að höndum bar með sömu róseminni og bjartsýninni sem ávallt einkenndi heimilislíf Gunnars og Þóru. Gunnar og Þóra brutu sér land ásamt börnum sínum til byggingar sumarhúsa í Skorradal. Þar fann samvinnuandinn og dugnaðurinn sér einn farveg. Gunnar yar mjög áhugasamur um trjárækt og naut þess að sjá gróðurinn vaxa og dafna og notaði hvert tækifæri er gafst til dvalar þar í frístundum. Við kveðjum nú Gunnar með þakklæti fyrir alla þá hlýju og vina- hug er hann bar til okkar og vottum Þóru og fjölskyldunni samúð okkar og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra og missi. Hervör Jónasdóttir og Helgi Ágústsson. Elías Þorsteinsson er deildai'sljórj hjá Kælismiðjunni Frosthf., á Akureyri. Hann er Vélfrffiðinour... Starf hans felst í daglegum rekstri fyrirtækis sem framleiðir margvíslegan hátæknibúnað fyrir frystihús, frystitogara, mjólkursamlög og matvælafyrirtæki. Elías telur að vélfræðingsnámið sé undirstaða þess starfs sem hann hefur með höndum. Við skiptum við SPARISJOÐ VELSTJORA AtvinnureHendur! Vanti ykkur traustan starfsmann með víðtæka sérmenntun á tæknisviði, bæði bóklega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. Nánari upplýsingar veitir: Borgartúni 18,105 Reykjavík Sími: 562-9062 Stór litaskjár 11,3 1 MB VRAM skjáminni Möguleiki á tengdum aukaskjá með skjánum í vélinni 1080 MB hdd 256 K L2 Cache 4x geisladrif 1,44 MB disklingadrif 16 bita SoundBlaster hljóðkort Músarpallur. Þú stjórnar bendlinum með fingrinum. Hleðslutæki Spennubreytir 110-240V 4ra tíma rafhlaða Diplomat Pentium PC fistölva Hún erfislétt, full af skemmtilegum möguleikum, léttir undir með þér í vinnunni og sjáðu verðið. Hvernig sem á það er litið - þú ferð létt með Diplomat Pentium PC. 8B Microsoft® Windows® Tllboðsverð aðeins 265.900 kr. stgr. m. vsk. Innbyggður hljóðnemi og hátalari Tengi fyrir heima- stöð (dokku) PCMCIA Flash BIOS Orkustjórnun Windows 95 Tengi: 1x9 pinna serial port 1x25 pinna parallel port 1x15 pinna skjátengi 1x6 pinna PS/2 Músartengi IxRCA vídeótengi 1x200 pinna tengi fyrir heimastöð (dokku) IrDA samhæft þráðlaust tengi BGÐEIND Tölvuverslun- þjónusta - Mörkinni 6 Sími: 588 2061 Fax: 588 2062

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.