Morgunblaðið - 26.11.1996, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 26.11.1996, Qupperneq 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sími F 551 6500 Sími ^ F551 6500 LAUGAVEG94 FRUMSYNING: HÆTTUSPIL Hörkutólið Van Damme (Hard Target", Timecop") og glæsipían Natasha Henstridge (Species") sameinast í baráttunni gegn rússnesku mafíunni. Rússneska mafían mun aldrei ná sér aftur eftir þessi hörkuátök. Hér er á ferðinni trylltur hasar með hreint ógleymanlegum og ofsafengnum áhættuatriðum. Sýnd í A-sal kl. 5, 9 og 11. Sýnd í B-sal kl. 7. B.i. 16 ára. O .állÉ BALTASAR KORMAKUR * GISLI HALLDORSSQN • SIGURVEIG JONSDOTTIR ★★★ M.R. Dagsljós ★★★★ A.E. HP ★★★ U.M. Dagur-Tíminn ★ ★★72 S.V.Mbl ★ ★★ V2 H.K. DV ★ ★★ Ó.H.T. Rás 2 síöari tíma á Islandi birtast í nýrri stórmynd eftir Friðrik Þór Friðriksson For- eða Gullkortshafar VISA 00 Nómu- og Gengismeðlimir Lands- AFM.ATT. Gilmr fyrff tvo. banka fó 25% / Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd í A-sal kl. 7. Ahugavert framtíðarpopp Margrét Kristín Sigurðardóttir. TONLIST Gcisladiskur FABULA Geislaplata Margrétar Kristínar Sig- urðardóttur. Lög og ljóð: Margrét Kristín, nema eitt lag sem er eftir Jón Elvar Hafsteinsson. Söngur og hljómborð: Margrét Kristín. Aðrir hljóðfæraleikarar: Jón Elvar Haf- steinsson gítar, bassi, forritun. Gunn- laugur Briem ásláttur, trommufor- ritun. Sigurður Agnarsson selló. Gunnlaugur Þór Briem píanó. Szym- on Kuran fiðla. Reynir Jónasson dragspil. Halldór G. Hauksson trommur. Þórður Guðmundsson bassi. Oskar Guðjónsson saxófónn. Utsetningar, upptökur og hljóð- blöndun: Jón Elvar Hafsteinsson, nema í einu lagi: Bjarni Bragi Kjart- ansson. Vinnsla frumeintaks: Baldur J. Baldursson. Útgefandi: Margrét Kristín. Dreifing: Spor. 40.01 mín. 1.999 krónur. EF TIL vill er það fyrirboði að þær tvær hljómplötur, sem mest hafa komið mér á óvart á þessari útgáfuvertíð, eru eftir óþekktar söngkonur sem semja tónlist sína sjálfar. Kannski er það bara tilviljun og eins hitt að þessi tónlist á það sameiginlegt að vera eins konar framúrstefnupopp með dulúðugu ívafi og óvenjulegri uppbyggingu. Sú plata sem hér er til umfjöllunar ber heitir Fabula og er eftir Mar- .gréti Kristínu Sigurðardóttur, sem ég veit engin deili á nema það sem ég las einhvers staðar að hún hefur búið í Noregi um nokkurra ára skeið. Mér er hins vegar engin launung á að tónlist Margrétar höfðar sterkt til mín. Það eru einhverjir töfrar í þessum iaglínum og hljómasamsetn- ingu sem erfitt er að útskýra með orðum. Menn verða sjálfir að upplifa þessi hughrif með því að hlusta á tónlistina. Hins vegar er viðbúið að tónlist sem þessi sé ekki líkleg til skjótra almennra vinsælda enda gerir hún vissulega ákveðnar kröfur til hlustandans. En Róm var ekki byggð á einum degi. Það má heyra samhljóm með þessari tónlist Margrétar og ákveðn- um straumum í erlendri dægurtónl- ist þótt óþarfi sé að draga hana í einhvern afmarkaðan dilk í þeim efnum. Margrét stendur fyllilega fyrir sínu sem sjálfstæður lagahöf- undur. Ég vil helst flokka þessa tónlist undir „framtíðarpopp", hug- tak sem ég veit ekki hvort hefur verið notað áður, en er eins gott og hvað annað. Á plötunni eru þrettán lög og bregður þar fyrir ýmsum til- brigðum, framúrstefnupoppi með djassívafi, suðrænni hrynjandi og afrískum trumbuslætti, fallegum rólegum ballöðum og þarna má meira að segja heyra tango í einu lagi. Platan hefur þó yfir sér sterkan heildarsvip, sem kannski hnýtist saman af prýði- legri söngrödd Margrétar. Rödd hennar minnir mig á ein- hverja frá því á hippaárunum, sem ég kem ekki fyrir mig í augnablikinu, líklega var það einhver mótmælasöngkonan? Þótt tónlist Margrétar sé vissulega óvenjuleg að upp- byggingu er hún engu að síður áheyrileg og „melódísk" og hún vinnur stöðugt á við hlustun. Það er erfitt að gera upp á milli laganna á „Fabula“, en lög eins og Cut My Stríngs, Myst- ery, When I Close My Eyes og Boy You’re Beautiful eru þó áleitnari en önnur í mínum huga þessa stundina. Margrét semur texta sína á ensku og ferst það vel úr hendi, eftir því sem þekking mín á því tungumáli segir mér. Sumir þeirra eru launfyndnir, eins og til dæmis í Grocery Store og aðrir hugleiðing- ar um h'fið og tilveruna. Þeir falla vel að tónlistinni og sjálfsagt betur en íslenskir textar hefðu gert þótt um slíkt megi alltaf deila. Undirleik- ur er að talsverðu leyti unnin með tölvuforritun og heiðurinn af þeirri vinnu, svo og útsetningum, upptök- um og hljóðblöndun á Jón Elvar Hafsteinsson að mestu. Að mínu mati hefur honum tekist ágætlega til hvað þetta varðar. Þótt oft megi deila um slíkan framgangsmáta við hljómplötugerð, hljómgæði almennt og hvort textar eru á íslensku eða einhveiju öðru tungumáli trufluðu þessi atriði mig ekki. Að mínu mati er Fabula þess virði að fólk staldri við og gefi sér tíma til að hlusta. Sveinn Guðjónsson SAMBIO TILBOÐ SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 | NETFANG: http://www,islandia. is/sambioin " ..WMfl.flil AÐDAANDINN | Sýnd kl. 9 og 11. B.i. 12 ára. I L./.viii.'ciJirpn Sýnd kl. 5 og 7. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÚLFUR Chaka, Gunnar Óskarsson, Haraldur Sigurðsson, Gunn- ar Bjarni Ragnarsson og Guðlaugur Júníusson. Splunkuný stórmynd frá leikstjóranum Tony Scott (Crimson Tide, True Romance, Top Qun). Róbert DeNiro fer hreinlega á kostum í magnaðri túlkun sinni á geðvelkum aðdáanda sem tekur ástfóstri við skærustu stjörnuna í boltanum. Spennan er nánast óbærileg og hárin rísa á áhorfendum á þessari sannkölluðu þrumu!!! Aðalhlutverk: Róbert DeNiro, Wesley Snipes, Ellen Barkin, Benecio Del Toro og John Leguizamo. , 9og11.20í . 12 ára. I 1 —* 4$%$—1 I r ■ l-I. k 1 B V 1 ’ k ■ r.\l f.\l FRIÐRIK Friðriksson, María Rut Reynisdóttir, Sigrún Sævars- dóttir og Kjartan Ingvarsson. Jetz frumsýnir myndband ► HLJÓMSVEITIN Jetz frum- sýndi nýtt tónlistarmyndband sem gert er við lag af nýútkom- inni plötu þeirra, Jetz, á Kaffi- barnum um síðustu helgi. For- sprakki hljómsveitarinnar heitir Gunnar Bjarni Ragnarsson en með honum í hljómsveitinni eru þeir Guðlaugur og Kristinn Jún- íussynir. Utgáfutónleikar sveit- arinnar verða fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi. KRISTINN Júníusson, Helgi Björnsson, Guðlaugnr Þór, og Sig- ríður Guðnadóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.