Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 72

Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 72
[rcec] LÁGAMRKSOFNÆMl ENCNILMEFNI MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUWCENTRUM.IS / AKVREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Smuguaflinn reyndist 13.000 tonnum minni í ár Tekjur 900 millj- ónum króna lægri VEIÐUM íslenzkra skipa í Smugunni í Barentshafi er nú lokið á þessu ári og varð árangurinn mun lakari en vonazt hafði verið til. Aðeins veidd- ust tæp 22.000 tonn, þrátt fyrir að miklu fleiri skip hafi haldið til þess- ara veiða en á fyrri árum, eða 70 alls. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir að reynslan í sumar sé þrátt fyrir allt aljs ekki endanlegur dómur um getu íslendinga til veiða á þessum slóðum. Þorskstofninn í Barentshafi sé enn á uppleið og ákveðinn hafi verið 800.000 tonna kvóti fyrir næsta ár. Ljóst er að mikill kostnaður um- fram tekjur hefur orðið af þessum veiðum í nánast öllum tilvikum. Með- aiafli á skip er aðeins rúm 300 tonn og er það miklu minna en undanfar- in ár. Aflaverðmæti úr Smugunni í ár er um 1,7 milljarðar króna miðað við að verð upp úr sjó sé um 75 krón- ur á kíló. A sama mælikvarða var aflaverðmæti í fyrra 2,6 milljarðar, 2,8 1994 og 0,8 milljarðar árið 1993, þegar þessar veiðar hófust. Miklar vonir voru bundnar við Smuguveiðarnar í ár auk þess sem margar útgerðir lögðu áherzlu á að afla sér þar veiðireynslu í Ijósi vænt- anlegrar veiðistjórnunar á svæðinu. Margir ísfisktogarar lögðu í veruleg- an kostnað við að koma upp búnaði til söltunar um borð til að geta verið lengur í hveijum túr. Lítill árangur varð af þeim tilraunum. Það var helzt fyrst í júlí, sem skipin náðu Smuguveiðarnar árin 1993-1996 FISKAFLI VERÐMÆTI Þús. tonna Milljarðar kr. túr, en síðan varla söguna meir. í ljósi þessa telja útgerðarmenn líkleg- ast að færri fari af stað á næsta sumri og minni áherzla verði lögð á veiðarnar en í sumar. Morgunblaðið/Kristinn Skautað á Rauðavatni VINIRNIR Andrés Jóhannsson og Jón Grímsson, átta ára drengir úr Selásskóla, fundu sér spennandi leiksvæði við Rauðavatn í gærmorgun á leið sinni í skólann en þangað áttu þeir að mæta klukkan eitt. Þeir létu kuldann hvergi á sig fá, enda vel búnir, heldur nýttu þeir sér áhrif hans á vatnið og renndu sér á hálu svellinu. Takmarka verð- ur flugumferð á Reykjavíkurvelli FLUGRAÐ ályktaði á fundi sínum í gær að ástand Reykjavíkurflugvallar við ákveðnar aðstæður væri svo al- varlegt að takmarka þyrfti umferð um flugvöllinn. Bréf þessa efnis var sent samgönguráðuneytinu í gær. Halldór Blöndal samgönguráðherra sagðist, í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi, vera nýkominn frá Akur- eyri og hann myndi kynna sér bréf flugráðs í dag. „Við höfum auðvitað rætt ástand Reykjavíkurflugvallar þrásinnis, ég og flugmálastjóri," sagði Halldór, „og þess vegna höfðum við samband við Reykjavíkurborg. I sameiningu eru embættismenn borgarinnar og flug- málastjómar að vinna að undirbún- ingi þess að hægt sé að bjóða út fram- kvæmdir á Reykjavíkurflugvelli." Samgönguráðherra sagði að gera þyrfti umfangsmiklar rannsóknir, því vatnasvæðið og náttúran á þessum slóðum væru mjög viðkvæm. „En ég vonast til þess að niðurstaða geti legið fyrir á næstu vikum eða mánuð- um,“ sagði Halldór Blöndal. Haukur Hauksson varaflugmála- stjóri sagði að ástand flugbrautanna hefði versnað ár frá ári og nú væri það einfaldlega orðið þannig að ekki yrði beðið lengur með aðgerðir. Grípa þarf til þungatakmarkana „Það er til skýrsla frá Almennu verkfræðistofunni sem gerði úttekt á vatnshalla brautarinnar og ástandi. Þar kemur m.a. fram að þarna geta myndast stórir pollar, þar sem braut- in ryður ekki af sér vatni. Eins eru misjöfnur á mótum brautanna sem búið er að stagbæta með malbiki í tugi ára og aldrei hefur verið hægt að ganga almennilega frá jarðvegin- um undir. Það getur skapast hætta við vatnspollana, sem þýðir að það gæti þurft að grípa til þungatak- markana,11 sagði hann. Aðspurður um hversu oft þær að- stæður sköpuðust að grípa þyrfti til takmarkana á flugumferð sagðist Haukur ekki hafa neinar tölur en benti á að það rigndi oft í Reykjavík. Vélasamstæður Nesjavallavirkjunar Fimm fyrirtæki taka þátt í útboði FIMM fyrirtæki hafa verið valin til að taka þátt í lokuðu útboði Hita- veitu Reykjavíkur vegna tveggja 30 megawatta vélasamstæða til raf- orkuframleiðslu í Nesjavallavirkjun. Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, for- manns stjórnar Veitustofnana Reykjavíkurborgar, er áætlaður kostnaður vélasamstæðanna á bilinu 1-1,5 milljarðar króna og er gert ráð fyrir að fyrri vélasamstæðan verði gangsett í október 1998 og sú síðari um áramótin 1998-99. Fyrirtækin, sem voru valin úr hópi 9 fyrirtækja er vildu taka þátt í út- boðinu, eru japönsku fyrirtækin Mitsubishi og Sumitomo, General Electric í Bretlandi, General Electric í samvinnu við Alsthoni í Frakklandi og jtalska fyrirtækið Alsaldo. Útboðsgögn verða afhent í byrjun næsta mánaðar og tilboð opnuð 40 dögum síðar. Alfreð sagði að gert væri ráð fyrir því að fyrirtækin geti boðið svokölluð ígildisviðskipti upp að 50% af verðinu. Breskur hugbúnaðarrisi kaupir þróunardeild íslenskrar f orritaþróunar Alþjóðleg dreifing tryggð fyrir íslenskan hugbúnað EITT stærsta hugbúnaðarfyrirtæki heims á sviði viðskiptahugbúnaðar fyrir stór fyrirtæki, breska fyrirtæk- ið CODA Group plc., hefur keypt íslenska eignarhaldsfélagið SHS, dótturfélag Islenskrar forritaþróunar hf. Með kaupunum tryggir breska fyrirtækið sér öll réttindi íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins fyrir Windows-hugbúnað sem þróaður hefur verið á seinustu árum. CODA Group, sem rekur skrifstof- ur í 14 löndum, hefur stofnað fyrir- tæki hér á landi, C.ODA á íslandi, um áframhaldandi þróun hugbúnað- arins. Tíu starfsmenn Islenskrar for- ritaþróunar, sem unnið hafa við þró- un Windows-hugbúnaðarins, verða starfsmenn nýja fyrirtækisins sem tók til starfa í gær. Vilhjáimur Þorsteinsson, kerfis- fræðingur sem er einn þeirra sem færir sig um set yfir í nýja fyrirtæk- ið, segir að breska fyrirtækið sé mjög þekkt á sínu sviði. „Fyrirtækið hefur þróað öflugt bókhalds- og fjár- hagskerfi, CODA Financials, og selt mörgum stærstu fyrirtækjum heims, s.s. BBC, Caterpillar, Newsweek, Swiss Bank og Westinghouse." Hugbúnaðargerð hraðað Markmið breska hugbúnaðarfyrir- tækisins með kaupum á íslenska hugbúnaðinum er að sögn Vilhjálms að styrkja hugbúnaðarkerfi sitt enn frekar. „Þá vantar ýmsar nýjungar sem við höfum þróað. Þar á meðal eru leiðir í Windows-hugbúnaði til að tengjast alnetinu, stjórna pappírs- flæði í fyrirtækjum og gera stjórn- endum sjálfkrafa viðvart ef eitthvað er að í rekstrinum. Með kaupunum eru þeir m.ö.o. að hraða vinnu við nýja útgáfu viðskiptahugbúnaðar síns, CODA Financials 5.1, sem sett verður á markað á næsta ári.“ Vilhjálmur segir að megin ávinn- ingur sölunnar á hugbúnaðinum sé að tryggð er alþjóðleg dreifing fyrir íslenska Windows-hugbúnaðinn. Fyrirætlun breska fyrirtækisins er að sögn Vilhjálms alþekkt en með kaupunum styttir það tímann sem þarf til að komast fljótt á markað með nýjan hugbúnað. Segir hann að fyrirtækið hafi talið bestu leiðina að kaupa íslenska hugbúnaðinn. Kaupin snjall leikur Á einni af fréttasíðum alnetsins um viðskipti, businesswire.com, segir að breska fyrirtækið, sem sé leiðandi á sínu sviði, hafi leikið snjallan leik með því að kaupa íslenska hugbúnað- inn. I frétt businesswire er vitnað í þekktan breskan sérfræðing á sviði viðskiptahugbúnaðar, Dennis Keel- ing. Haft er eftir honum að ýmsar lausnir íslenska hugbúnaðarins séu háþróaðri en nokkuð annað sem hann hafi skoðað hingað til. Trilla sökk norð- ur af Rifi SEX tonna trilla, Jóhanna SH frá Olafsvík, sökk mannlaus skammt norður af Rifi um kl. 18 í gærkvöldi. Aðdragandi óhappsins var talinn sá að leki komst að trill- unni. Skipveija á nærliggjandi báti, Birni Kristjónssyni SH, tókst að koma Jóhönnu til að- stoðar og tók hana í tog. Ekki vildi þó betur til en að taugin slitnaði með fyrrgreindum af- leiðingum. Ekki talin hætta á ferðum Samkvænit upplýsingum Morgunblaðsins var stefnt að því að draga bátinn til hafnar á Rifi en þegar skammt var á leiðarenda slitnaði taugin og báturinn sökk umsvifalaust. Ekki er talið að hætta hafi ver- ið á ferðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.