Morgunblaðið - 19.12.1996, Side 8

Morgunblaðið - 19.12.1996, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 'slr nru <1 n r*ílfíc_ í UNIFORMIÐ. Það er allt útlit fyrir að það þurfi að siga hernum á þetta uppreisnarlið . . BHM segir úrskurð héraðsdóms um yfirvinnugreiðslur á ferðalögum hafa fordæmisgildi Akvörðun ráðuneytis kemur á óvart FORMAÐUR Bandalags háskóla- manna segir það koma sér á óvart að fjármálaráðuneytið hyggst ekki greiða starfsfólki ráðuneyta og rík- isstofnana fyrir yfirvinnu á ferðum utanlands, í kjölfar úrskurðar hér- aðsdóms um að starfsmaður Holl- ustuverndar ríkisins skuli fá greiðsl- ur fyrir yfirvinnu í vinnuferð. BHM líti svo á að um launaskerðingu sé að ræða. Marta Hjálmarsdóttir formaður BHM segir ráðuneytið verða að gera sér grein fyrir því að greiða verði fólki fyrir störf sín, sé það sent til útlanda og neyðist til að ferðast af þeim sökum. „Lengi hefur að vísu verið tregða hjá ráðuneytinu á að greiða fyrir yfirvinnu í utanlandsferðum og horft í því sambandi til dagpeninga sem eiga að duga fyrir hótelkostnaði og fæði. En fyrir nokkru ákvað ráðu- neytið að minnka dagpeninga á þeim degi sem starfsmaður fer heim. Þegar við mótmæltum þessari ákvörðun og vísuðum til þess að þögult samkomulag hefði verið í gildi um að fólk sætti sig við að fá ekki yfirvinnukaup í sumum tilvik- um, vegna þessara dagpeninga- greiðslna, sagði ráðuneytið að að sjálfsögðu myndi það greiða unna yfirvinnu. Fólk þyrfti hins vegar að semja um það við sína yfirmenn áður en það færi utan. Ef hins veg- ar á að taka fyrir þessar greiðslur einnig, er um tvöfaldan mínus að ræða,“ segir Marta. Hún segir það mikið undrunar- efni að ríkisvaldið virðist aldrei líta svo á að niðurstöður dómkerfisins séu fordæmisgefandi, falli dómar ríkinu í óhag. „Það er stöðugt verið að fara í mál vegna sömu atriða, aftur og aftur, því að ríkið miðar ekki við niðurstöður þær sem fást í dómum. Í okkar huga hefur niðurstaða hér- aðsdóms augljóst fordæmisgildi. Ef fólki er ætlað að vinna yfirvinnu í ferðum sínum erlendis, er það að sjálfsögðu greiðsluskylt eins og öll önnur viðvik fyrir vinnuveitenda, og fólk á að gera kröfu um að fá greiðslur fyrir,“ segir Marta. „Dómurinn var afdráttarlaus að þessu leyti og í samræmi við skiln- ing okkar á kjarasamningum við stjórnvöld. Sitji ríkið fast við sinn keip, geri ég ráð fyrir að félög fólks sem eru mikið á ferðalögum fyrir vinnuveitendur sína, geri viðsemj- endum sínum ljóst hver þeirra við- horf eru og að þessi mál þurfi að vera á hreinu." Morgunblaðið/Sigurgeir Jðnasson JOHANN Jóhannsson ásamt starfsmönnum sínum I sundmaga- vinnslunni. Frá vinstri: Jóhann Jóhannsson, sonur hans Hannes, Magnús Jónsson, Gunnlaugur Erlendsson og Hafþór Hannesson. Gert klárt fyrir þorrann á jólaföstu Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. JÓHANN Jóhannsson í Vest- mannacyjum, sem verkar sund- maga og súrsar þá, hefur haft í nógu að snúast undanfarið í verk- un sinni. Jóhann hefur undanfarin tvö ár framleitt súrsaða sundmaga og hafa þeir fengið góðar viðtökur og þykja sjálfsagðir í þorratrogið hjá mörgum. Undanfarið hefur verið unnið af kappi við verkun sundmaganna hjá Jóhanni til að þeir verði klárir er þorrinn geng- ur í garð. Morgunblaðið leit við í vinnslu- salnum hjá Jóhanni dag einn á jólaföstunni. Þar var þá unnið við að hreinsa sundmagana. Þeir eru síðan verkaðir eftir ákveðnu ferli, soðnir og súrsaðir. Jóhann sagði að eftirspurn eftir sundmögunum væri að aukast og hann annaði vart orðið eftirspurn. Verslanir í Vestmannaeyjum og á Reykjavík- ursvæðinu væru þegar búnar að panta og eflaust ætti eftirspurn eftir að aukast þegar þorrinn gengi í garð. Hann sagðist vera að ganga f rá síðustu kílóunum þessa dagana þvi verkunin í súrnum tæki nokkrar vikur og yrði þessi síðasta ílögn hans ekki klár fyrr en komið væri fram á þorrann. Ferðaklúbbur Jafningjafræðslunnar Gaman að ferð- ast án vímuefna Ijanúar á þessu ári stofnaði Félag fram- haldsskólanema jafn- ingjafræðslu sem hefur haft þann tilgang að fræða framhaldsskólanema landsins um skaðsemi áfengis- og fíkniefna- neyslu. í framhaldi af þess- ari starfsemi jafningja- fræðslunnar var í apríl síð- astliðnum stofnaður Ferðaklúbburinn Flakk í samvinnu við Ferðaskrif- stofuna Samvinnuferðir- Landsýn. Aldursmark fé- lagsmanna er 16-25 ár. - Hver er tilgangurinn með Ferðakiúbbnum Flakk? Tilgangurinn er sá að sýna fólki fram á að það er hægt að skemmta sér og fara í ferðalög án þess að áfengi eða aðrir vímugjafar séu hafðir um hönd en það er algjör- lega bannað að neyta þessara efna í ferðum með okkur. - Hvernig ferðir hafið þið boðið upp á? Við höfum einbeitt okkur að svokölluðum „adrenalínsferðum" þar sem menn geta upplifað ákveðna spennu án þess að neyta vímuefna. Boðið hefur verið upp á fallhlifarstökk, við höfum einnig farið í bátsferðir niður Jökulsá eystri í Skagafirðinum og í kajak- ferðir. Þar að auki höfum við boð- ið upp á ferðir til að skoða ýmsa staði. Við höfum meðal annars farið í kynnisferð á herstöðina á Keflavíkurflugvelli. I samvinnu við Unglist fengum við að skoða fangelsin í Reykjavík. Við fórum líka í gönguferð á Laugaveginum, þ.e. á milli Þórsmerkur og Land- mannalauga og svo höfum við farið í hestaferðir. - Ferðaklúbburinn hefur einnig efnt til utanlandsferða, ekki satt? Jú, við höfum boðið upp á mjög ódýrar utanlandsferðir fyrir okkar meðlimi. Fyrirkomulagið hefur verið þannig að þeir sem hafa farið með okkur í innaniandsferðir hafa sjálfkrafa orðið meðlimir í Ferðaklúbbnum Flakk. Þeir hafa þá fengið afhent kort og við hverja ferð innanlands hafa menn svo fengið stimpil í kortið. Þeir sem hafa fengið ákveðinn stimpla- íjölda geta komist í utanlandsferð- ir með klúbbnum á ótrúlegu verði. Við höfum til dæmis farið í viku- ferð til Benidorm fyrir nítján þús- und krónur og fjögurra daga ferð til London fyrir fimmtán þúsund krónur. Helgarferð til Dublin fyrir tæpar fjórtán þúsund krónur og á döfinni er dagsferð til Dublin á sex þúsund og átta hundruð krón- ur. - Hvað þurfa menn marga stimpla til að komast í ------------------ utanlandsferð með Félagar orðnir y’kkur? á áttunda Til að komast í ferð- irnar til Benidorm og London þurfti þijá stimpla. í dagsferðina til Dublin Vignir S. Halldórsson ► Vignir S. Halldórsson er starfsmaður Flakkferða sem er ferðaklúbbur Jafningjafræðslu framhaldsskólanema. Hann er fæddur 1. janúar 1976 í Reykja- vík. Vignir er nemandi í Fjöl- brautarskólanum í Breiðholti. Hann hefur hefur Iokið húsa- smíðanámi þaðan og stefnir að stúdentsprófi. Vignir hefur starfað með Félagi framhalds skólanema síðastliðin tvö ár. hundrað að skemmta sér án áfengis og vímuefna. - Hafa ekki orðið nein brögð að því að menn hafi viljað neyta vímuefna í ferðum ykkar þrátt fyrir boð og bönn? Þeir sem fara í ferðir með okk- ur, hvort sem það er innanlands eða utan, skrifa undir plagg þar sem þeir lofa því að neyta ekki vímuefna. í plagginu kemur fram að hægt sé að krefjast endur- greiðsiu að fuilu sé brugðið út af þessu. Sem betur fer hafa menn gert sér grein fyrir þessu skilyrði og ekki hafa orðið nein brögð að því að við höfum þurft að nota þessi viðurlög. - Hvernig er samstarfi ykkar og Samvinnuferða-Landsýnar háttað? Samstarfið hefur verið mjög gott. Við höfum aðgang að fjöl- breyttri þjónustu þeirra. Þess vegna höfum við getað boðið upp á jafn góða hluti og raun ber vitni. Samvinnuferðir-Landsýn leggja fram einn starfsmann sem hefur aðsetur í Hinu Húsinu í Aðal- stræti. Menn skrá sig í ferðir hjá okkur í Hinu Húsinu og greiða þar ferðir sem farnar eru innan- lands en utanlandsferðirnar eru greiddar á skrifstofum Samvinnu- ferða-Landsýnar. - Hvað er framundan hjá ykk- ur? -------- í lok janúar munu Flakkferðir og Jafnin- gjafræðslan kynna þá dagskrá sem er fram- undan á næstu önn. Kynningin mun fara Ráðhúsinu. í innanlands- þarf engan stimpil því við lítum á hana sem kynnisferð. -Hvernig fjármagna félagar dvölina erlendis? Við höfum skipulagt ferðirnar þannig að inni í verðinu eru flug- ferðirnar, flugvallarskattur, ferðir til og frá flugvelli, gisting með morgunverði, fararstjórn og jafn- vel skoðunarferðir svo fólk á ekki að þurfa að eyða svo miklu auka- lega. - Hvernig hefur ferðaklúbbur- inn Flakk svo gengið? Ótrúlega vel, félagar eru orðnir á áttunda hundrað. Fólk sem farið hefur með okkur í ferðir hefur komist að því að það er gaman fram í ferðum er ætlunin að Flakkferðir bjóði upp á snjósleðferðir upp á jökul og dorgferð í gegnum ís. í athugun er þyrluferð upp á Esjuna og að síðan verði skíðað niður fjall- ið. í athugun er einnig skíðanám- skeið í Kerlingarfjöllum. Vegna vinsælda kynnisferðanna á her- stöðina á Keflavíkurflugvelli verð- ur líklega boðið upp á ferð þang- að. Um páskana verður svo boðið upp á utanlandsferð. í henni verð- ur líklega innifalin ferð á tónleika með einhverri frægri rokkhljóm- sveit. Þeir sem koma á kynning- una í ráðhúsinu fá stimpil og þurfa því ekki nema annan til að kom- ast í þá glæsilegu ferð!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.