Morgunblaðið - 19.12.1996, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
FRÁ tónleikum Karlakórs Selfoss í Ársölum á Selfossi. Morgunbiaðið/Sig. Jóns.
Karlakór Selfoss með tónleika í
ófullgerðu leikhúsi Selfossbúa
Selfossi. Morgunblaðið
KARLAKOR Selfoss hélt á dög-
Dönsk kvik-
mynd fær
þrenn verð-
laun
DANSKA kvikmyndin „Breaking
the Waves“ vann til tvennra Felix-
verðlauna í desember. Myndin var
valin besta evrópska kvikmyndin
1996 og aðalleikkonan Emily
Watson fékk verðlaun sem besta
leikkonan. Felix-verðlaunin eru
svar evrópska kvikmyndaiðnaðar-
ins við Óskarsverðlaununum í
Bandaríkjunum. Myndin hlaut
einnig Fipresci-verðlaun kvik-
myndagagnrýnenda. Engin önnur
mynd hefur áður unnið til þrennra
aðalverðlauna í Evrópu.
Einnig þrenn verðiaun
í Bandaríkjunum
Þann 12. desember hlaut myndin
einnig þrenn verðlaun í Banda-
ríkjunum, hjá „New York Film
Critics’ Circle". Það var Lars von
Trier valinn besti leikstjórinn
1996, Emily Watson besta leik-
kona ársins og Robby Mueller
besti kvikmyndatökumaðurinn
1996. Verðlaunin Besta mynd
ársins komu í hlut Joels Coens
fyrir myndina Fargo með 27 at-
kvæðum en Breaking the Waves
hlaut 22 atkvæði.
Breakin the Waves er samnorr-
ænt verkefni og var íslenska kvik-
myndasamsteypan meðframleið-
andi á íslandi.
Myndin var opnunarmynd Kvik-
myndahátíðar í Reykjavík og er
nú sýnd í Háskólabíói.
unum tónleika í ófullgerðu Ieik-
húsi Selfoss í menningarhúsinu
Ársölum í miðbæ Selfoss. Á tón-
leikunum flutti kórinn lög af
nýútkomnum geisladiski. Góð
mæting var á tónleikana og sat
fólk vel dúðað í salnum enda
kalt úti og húsið óeinangrað.
Söngur kórsins hljómaði vel í
húsinu og þessi samkoma sýndi
enn hversu sá draumur margra
er raunhæfur að þessi leikhús-
og tónlistarsalur verði gerður að
veruleika en mikil umræða var
um salinn í sönghléi og alla þá
möguleika sem hann gefur
menningarlífinu á Selfossi og
Suðurlandi öllu.
í fyrra settu nemendur Fjöl-
brautaskóla Suðurlands upp
metnaðarfulla sýningu á leik-
verkinu Strætið. Þá sýningu sáu
margir enda vel heppnuð. En sá
sem reið á vaðið með að beina
athyglinni að menningarhluta
hússins var myndlistamaðurinn
Tolli sem hélt fjölsótta sýningu
á leiksviðinu sem er það stærsta
utan Reylqavíkur. Sú hugmynd
hefur verið uppi að leikhúsið á
Selfossi gæti verið miðstöð
áhugaleikhópa og atvinnuleik-
húsa í þeim geira.
Söngur karlanna í Karlakór
Selfoss var hinn hressilegasti og
greinilegt að þeir hafa lagt metn-
að sinn í að gera geisladiskinn
sem best úr garði. Diskinum hef-
ur verið vel tekið enda kórinn
og starf hans vel þekkt austan
Hellisheiðar.
GARÐAR við nokkur verka sinna.
Englar í Nönnukoti
MYNDLISTARMAÐURINN Garð-
ar Bjarnar Sigvaldason hefur opnað
smámyndasýningu á englamyndum
í kaffihúsinu Nönnukoti í Hafnar-
fírði.
„Englamyndir þessar sækja upp-
runa sinn til hefðar við helgimynda-
gerð í ungverska hluta Rúmeníu
en þar málar bændafólk á gler eða
pappír helgimyndir, sem eiga rætur
sínar í helgimyndagerð, oftast
nefndar íkonar grísk-orþódísku
kirkjunnar. En list þessari kynntist
myndlistarmaðurinn fyrir nokkrum
árum þegar hann ferðaðist um þetta
svæði,“ segir í kynningu.
Sýningin mun standa til 1. jan-
úar 1997.
Borgarlistasafn Björgvinjar
Gunnar Kvaran ráð-
inn forstöðumaður
GUNNAR Kvaran,
forstöðumaður Kjarv-
alsstaða, mun taka við
stöðu forstöðumanns í
Borgarlistasafni
Björgvinjar í Noregi. í
samtali við Morgun-
blaðið sagði Gunnar að
hann væri búinn að
skrifa undir samning
við safnið og myndi
taka við stjórn þess 1.
ágúst næstkomandi.
Ráðningin er ótíma-
bundin.
Gunnar sagði að það
legðist mjög vel í sig
að halda utan til
starfa. „Ástæða þess
að ég tók þessu tilboði var sú að
mér þykir tímabært að skipta um
starf. Ég hef verið hér á Kjarvals-
stöðum í átta ár og starfað hjá
söfnum Reykjavíkur-
borgar í alls fjórtán ár.
Þetta er mjög spenn-
andi verkefni; þetta
safn er töluvert stærra
en Kjarvalsstaðir og
hefur að geyma alþjóð-
legt safn verka frá 19.
og 20. öld. Þarna er
stærsta safn Munch
verka utan Óslóar,
þarna eru líka Paul
Klee, Picasso og lista-
menn af Parísarskól-
anum svokallaða vel
kynntir."
Borgarlistasafnið í
Björgvin, eða Bergen
kommunes kunstsaml-
inger, samanstendur af þremur
söfnum; Bergen billedgalleri, Ras-
mus Meyers samlinger og Steners-
ens samling.
Gunnar
Kvaran
Slá þú hjartans hörpustrengi
TONLIST
Illjómdiskar
SLÁ ÞÚ HJARTANS
HÖRPUSTRENGI
Skólakór Garðabæjar. Stjómandi:
Guðfmna Dóra Ólafsdóttir. Píanó-
leikari: Linda Margrét Sigfúsdóttir.
Hörpuleikari: Monika Abendroth.
Strengjasveit Tónskóla Sigursveins.
Sljómandi: Sigursveinn K. Magnús-
_ son. Einleikur á flautu: Melkorka
Ólafsdóttir. A Cermony of Carols nr.
18 var hljóðritað í Skálholtskirkju,
nóv. 1989. Lög nr. 3,10 og 17 vom
hjjóðrituð í Studio Stemmu við Suð-
urströnd 1992, lög nr. 1-2,4-9 og
11-16 vom hljóðrituð í Fella- og
Hólakirkju nóv. 1996. Sigurður Rún-
ar Jónsson, Studio Stemmu, annaðist
alla hljóðritun á diskinum. Skólakór
Garðabæjar, Garðabæ 1996. SKG
002.
SKÓLAKÓR Garðabæjar er tví-
tugur um þessar mundir (stofnaður
1. des. 1976), og því búinn að „slíta
bamsskónum" og vel það. Hann
hefur haldið fjölda tónleika innan-
lands og utan, tekið þátt í kórmót-
um, samstarfi við aðra kóra og
hljómsveitir. Hann hefur komið
fram í sjónvarpi og útvarpi og sung-
ið með Sinfóníuhljómsveit Islands,
einnig tekið þátt í óperuflutningi,
síðast þegar flutt var barnaóperan
Hnetu-Jón og Gullgæsin eftir Hildi-
gunni Rúnarsdóttur. Hann starfar
í þremur aldursskiptum hópum og
syngja tveir þeirra á þessum hljóm-
diski.
Greinilegt er að mikil alúð hefur
verið lögð við þjálfun kórsins gegn-
um tíðina, hann syngur hreint og
mjög fallega. Hér er auðvitað um
að ræða jólasöngskrá, sem er satt
að segja óvenju vönduð og fjöl-
breytt - hefst á þjóðlegum nótum,
sem Sigursveinn D. Kristinsson
hefur byggt á tveimur íslenskum
þjóðlögum, og endar á A Ceremony
of Carols Óp. 28 - fyrir kór, hörpu
og píanó eftir Benjamin Britten.
Þetta fallega verk er í tólf stuttum
þáttum, tekur 24-5 mínútur í flutn-
ingi, og er mjög viðeigandi endir á
vönduðum og gullfallegum hljóm-
diski. Einsöngvarar eru hver öðrum
betri.
Ekki verður skilið við þennan
hljómdisk án þess að minnast á
Strengjasveit Tónskóla Sigursveins
D. Kristinssonar, en hlutur hennar
í þessum flutningi er eins og söng-
urinn, vandaður og fallegur.
Strengjasveitin hefur komið víða
fram á tónleikum á undanfömum
árum, m.a. í Reykjavík og á Norður-
löndum.
Hljóðritun yfirleitt mjög góð.
Oddur Björnsson
Nýjar bækur
• ÞJÓÐLA GA ÚTSETN-
INGAR Sveinbjörns Svein-
björnssonar eru nú aftur fáan-
legar, en þær komu fyrst út í
Edinborg 1913 eða 1914, og
síðan ljósprentaðar í smækkuðu
broti í Reykjavík 1949. Eru þær
útgáfur löngu uppseldar en
hafa gengið manna á milli í ljós-
ritum.
Ný og aukin útgáfa er nú
komin út í bókaflokknum ís-
lensk sönglist. Er það ný setn-
ing nótna og texta og að auki
bætt við erindum þar sem
Sveinbjöm hafði aðeins eitt er-
indi. Jón Þórarinsson, tónskáld,
skrifar formála um Sveinbjörn
og störf hans auk þess að skrifa
sérstaklega um hvert lag, en
Ólafur Vignir Albertsson,
píanóleikari, er ritstjóri útgáf-
unnar. í bókarauka eru nokkrar
útsetningar íslenskra þjóðlaga
sem ekki voru í frumútgáfunni
þannig að þetta er heildarút-
gáfa útsetninga Sveinbjöms á
íslenskum þjóðlögum fyrir
píanó og söngrödd.
Þar sem Sveinbjörn ferðaðist
um og kynnti íslensk þjóðlög
og söng þau sjálfur við eigin
undirleik, voru þau í lágri tón-
hæð, því hann var baríton. Þess
vegna koma útsetningarnar út
í tveimur bókum, annars vegar
í upphaflegri tónhæð og hins
vegar í tónhæð fyrir sópran og
tenór.
Tónverkaútgáfan ísalöghef-
ur unnið bækurnar að öllu leyti
en prentsmiðjan Klói prentaði
og Félagsbókbandið sá um bók-
band. Bækurnar kosta hvor um
sig kr. 2.200.
Myriam hjá 1
Eymundsson
í TILEFNI af dvöl listakonunnar
Myriam Bat-Yosef hér á landi
verður haldin sýning á nokkmm
verka hennar við nýja bókaversl-
un Eymundsson í Kringlunni í
dag, fímmtudag, kl. 17. til 19.
Á sama stað verður einnig kynn-
ing á nýútkominni ævisögu lista-
konunnar, Á flugskörpum
vængjum, og mun Myriam árita
bókina ásamt höfundinum,
Oddnýju Sen.
Kjuregej sýn-
ir í Café 17
KJUREGEJ Alexandra hefur
opnað sýningu á verkum unnum
með blandaðri tækni á Café 17,
í versluninni 17 við Laugaveg.
Sýningin er opin á verslunar-
tíma og lýkur 23. desember.
Kjólar í
Undir pari
BJÖRG Pjetursdóttir opnar
sýningu á vinningskjólum úr
Smirnoff-keppninni, Undir pari,
Smiðjustíg 3, í dag fimmtudag
kl. 20, en Björg hreppti þriðja
sæti í áðurnefndri keppni í *
Kanada.
Björg er fædd í Reykjavík
1973 og er við nám í textíldeild
MHÍ. Sýningin stendur til 4.
janúar og er gluggasýning.
Undir pari er opið fímmtudaga
- laugardaga kl. 20-23.
Samsýning í
Galleríi Borg |
SAMSÝNING nokkurra lista-
manna hefst í Galleríi Borg við
Ingólfstorg á morgun, föstu-
dag, kl. 20.30. Meðal þeirra sem
eiga verk á sýningunni eru Pét-
ur Gautur, Eiríkur Smith, Val-
garður Gunnarsson, Magnús
Kjartansson, Jón Reykdal,
Helgi Þorgils, Hafsteinn Aust-
mann og Karólína Lárusdóttir.
Við opnunina munu Bjami
Arason og Grétar Örvarsson
skemmta gestum.