Morgunblaðið - 19.12.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.12.1996, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FRÁ tónleikum Karlakórs Selfoss í Ársölum á Selfossi. Morgunbiaðið/Sig. Jóns. Karlakór Selfoss með tónleika í ófullgerðu leikhúsi Selfossbúa Selfossi. Morgunblaðið KARLAKOR Selfoss hélt á dög- Dönsk kvik- mynd fær þrenn verð- laun DANSKA kvikmyndin „Breaking the Waves“ vann til tvennra Felix- verðlauna í desember. Myndin var valin besta evrópska kvikmyndin 1996 og aðalleikkonan Emily Watson fékk verðlaun sem besta leikkonan. Felix-verðlaunin eru svar evrópska kvikmyndaiðnaðar- ins við Óskarsverðlaununum í Bandaríkjunum. Myndin hlaut einnig Fipresci-verðlaun kvik- myndagagnrýnenda. Engin önnur mynd hefur áður unnið til þrennra aðalverðlauna í Evrópu. Einnig þrenn verðiaun í Bandaríkjunum Þann 12. desember hlaut myndin einnig þrenn verðlaun í Banda- ríkjunum, hjá „New York Film Critics’ Circle". Það var Lars von Trier valinn besti leikstjórinn 1996, Emily Watson besta leik- kona ársins og Robby Mueller besti kvikmyndatökumaðurinn 1996. Verðlaunin Besta mynd ársins komu í hlut Joels Coens fyrir myndina Fargo með 27 at- kvæðum en Breaking the Waves hlaut 22 atkvæði. Breakin the Waves er samnorr- ænt verkefni og var íslenska kvik- myndasamsteypan meðframleið- andi á íslandi. Myndin var opnunarmynd Kvik- myndahátíðar í Reykjavík og er nú sýnd í Háskólabíói. unum tónleika í ófullgerðu Ieik- húsi Selfoss í menningarhúsinu Ársölum í miðbæ Selfoss. Á tón- leikunum flutti kórinn lög af nýútkomnum geisladiski. Góð mæting var á tónleikana og sat fólk vel dúðað í salnum enda kalt úti og húsið óeinangrað. Söngur kórsins hljómaði vel í húsinu og þessi samkoma sýndi enn hversu sá draumur margra er raunhæfur að þessi leikhús- og tónlistarsalur verði gerður að veruleika en mikil umræða var um salinn í sönghléi og alla þá möguleika sem hann gefur menningarlífinu á Selfossi og Suðurlandi öllu. í fyrra settu nemendur Fjöl- brautaskóla Suðurlands upp metnaðarfulla sýningu á leik- verkinu Strætið. Þá sýningu sáu margir enda vel heppnuð. En sá sem reið á vaðið með að beina athyglinni að menningarhluta hússins var myndlistamaðurinn Tolli sem hélt fjölsótta sýningu á leiksviðinu sem er það stærsta utan Reylqavíkur. Sú hugmynd hefur verið uppi að leikhúsið á Selfossi gæti verið miðstöð áhugaleikhópa og atvinnuleik- húsa í þeim geira. Söngur karlanna í Karlakór Selfoss var hinn hressilegasti og greinilegt að þeir hafa lagt metn- að sinn í að gera geisladiskinn sem best úr garði. Diskinum hef- ur verið vel tekið enda kórinn og starf hans vel þekkt austan Hellisheiðar. GARÐAR við nokkur verka sinna. Englar í Nönnukoti MYNDLISTARMAÐURINN Garð- ar Bjarnar Sigvaldason hefur opnað smámyndasýningu á englamyndum í kaffihúsinu Nönnukoti í Hafnar- fírði. „Englamyndir þessar sækja upp- runa sinn til hefðar við helgimynda- gerð í ungverska hluta Rúmeníu en þar málar bændafólk á gler eða pappír helgimyndir, sem eiga rætur sínar í helgimyndagerð, oftast nefndar íkonar grísk-orþódísku kirkjunnar. En list þessari kynntist myndlistarmaðurinn fyrir nokkrum árum þegar hann ferðaðist um þetta svæði,“ segir í kynningu. Sýningin mun standa til 1. jan- úar 1997. Borgarlistasafn Björgvinjar Gunnar Kvaran ráð- inn forstöðumaður GUNNAR Kvaran, forstöðumaður Kjarv- alsstaða, mun taka við stöðu forstöðumanns í Borgarlistasafni Björgvinjar í Noregi. í samtali við Morgun- blaðið sagði Gunnar að hann væri búinn að skrifa undir samning við safnið og myndi taka við stjórn þess 1. ágúst næstkomandi. Ráðningin er ótíma- bundin. Gunnar sagði að það legðist mjög vel í sig að halda utan til starfa. „Ástæða þess að ég tók þessu tilboði var sú að mér þykir tímabært að skipta um starf. Ég hef verið hér á Kjarvals- stöðum í átta ár og starfað hjá söfnum Reykjavíkur- borgar í alls fjórtán ár. Þetta er mjög spenn- andi verkefni; þetta safn er töluvert stærra en Kjarvalsstaðir og hefur að geyma alþjóð- legt safn verka frá 19. og 20. öld. Þarna er stærsta safn Munch verka utan Óslóar, þarna eru líka Paul Klee, Picasso og lista- menn af Parísarskól- anum svokallaða vel kynntir." Borgarlistasafnið í Björgvin, eða Bergen kommunes kunstsaml- inger, samanstendur af þremur söfnum; Bergen billedgalleri, Ras- mus Meyers samlinger og Steners- ens samling. Gunnar Kvaran Slá þú hjartans hörpustrengi TONLIST Illjómdiskar SLÁ ÞÚ HJARTANS HÖRPUSTRENGI Skólakór Garðabæjar. Stjómandi: Guðfmna Dóra Ólafsdóttir. Píanó- leikari: Linda Margrét Sigfúsdóttir. Hörpuleikari: Monika Abendroth. Strengjasveit Tónskóla Sigursveins. Sljómandi: Sigursveinn K. Magnús- _ son. Einleikur á flautu: Melkorka Ólafsdóttir. A Cermony of Carols nr. 18 var hljóðritað í Skálholtskirkju, nóv. 1989. Lög nr. 3,10 og 17 vom hjjóðrituð í Studio Stemmu við Suð- urströnd 1992, lög nr. 1-2,4-9 og 11-16 vom hljóðrituð í Fella- og Hólakirkju nóv. 1996. Sigurður Rún- ar Jónsson, Studio Stemmu, annaðist alla hljóðritun á diskinum. Skólakór Garðabæjar, Garðabæ 1996. SKG 002. SKÓLAKÓR Garðabæjar er tví- tugur um þessar mundir (stofnaður 1. des. 1976), og því búinn að „slíta bamsskónum" og vel það. Hann hefur haldið fjölda tónleika innan- lands og utan, tekið þátt í kórmót- um, samstarfi við aðra kóra og hljómsveitir. Hann hefur komið fram í sjónvarpi og útvarpi og sung- ið með Sinfóníuhljómsveit Islands, einnig tekið þátt í óperuflutningi, síðast þegar flutt var barnaóperan Hnetu-Jón og Gullgæsin eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur. Hann starfar í þremur aldursskiptum hópum og syngja tveir þeirra á þessum hljóm- diski. Greinilegt er að mikil alúð hefur verið lögð við þjálfun kórsins gegn- um tíðina, hann syngur hreint og mjög fallega. Hér er auðvitað um að ræða jólasöngskrá, sem er satt að segja óvenju vönduð og fjöl- breytt - hefst á þjóðlegum nótum, sem Sigursveinn D. Kristinsson hefur byggt á tveimur íslenskum þjóðlögum, og endar á A Ceremony of Carols Óp. 28 - fyrir kór, hörpu og píanó eftir Benjamin Britten. Þetta fallega verk er í tólf stuttum þáttum, tekur 24-5 mínútur í flutn- ingi, og er mjög viðeigandi endir á vönduðum og gullfallegum hljóm- diski. Einsöngvarar eru hver öðrum betri. Ekki verður skilið við þennan hljómdisk án þess að minnast á Strengjasveit Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, en hlutur hennar í þessum flutningi er eins og söng- urinn, vandaður og fallegur. Strengjasveitin hefur komið víða fram á tónleikum á undanfömum árum, m.a. í Reykjavík og á Norður- löndum. Hljóðritun yfirleitt mjög góð. Oddur Björnsson Nýjar bækur • ÞJÓÐLA GA ÚTSETN- INGAR Sveinbjörns Svein- björnssonar eru nú aftur fáan- legar, en þær komu fyrst út í Edinborg 1913 eða 1914, og síðan ljósprentaðar í smækkuðu broti í Reykjavík 1949. Eru þær útgáfur löngu uppseldar en hafa gengið manna á milli í ljós- ritum. Ný og aukin útgáfa er nú komin út í bókaflokknum ís- lensk sönglist. Er það ný setn- ing nótna og texta og að auki bætt við erindum þar sem Sveinbjöm hafði aðeins eitt er- indi. Jón Þórarinsson, tónskáld, skrifar formála um Sveinbjörn og störf hans auk þess að skrifa sérstaklega um hvert lag, en Ólafur Vignir Albertsson, píanóleikari, er ritstjóri útgáf- unnar. í bókarauka eru nokkrar útsetningar íslenskra þjóðlaga sem ekki voru í frumútgáfunni þannig að þetta er heildarút- gáfa útsetninga Sveinbjöms á íslenskum þjóðlögum fyrir píanó og söngrödd. Þar sem Sveinbjörn ferðaðist um og kynnti íslensk þjóðlög og söng þau sjálfur við eigin undirleik, voru þau í lágri tón- hæð, því hann var baríton. Þess vegna koma útsetningarnar út í tveimur bókum, annars vegar í upphaflegri tónhæð og hins vegar í tónhæð fyrir sópran og tenór. Tónverkaútgáfan ísalöghef- ur unnið bækurnar að öllu leyti en prentsmiðjan Klói prentaði og Félagsbókbandið sá um bók- band. Bækurnar kosta hvor um sig kr. 2.200. Myriam hjá 1 Eymundsson í TILEFNI af dvöl listakonunnar Myriam Bat-Yosef hér á landi verður haldin sýning á nokkmm verka hennar við nýja bókaversl- un Eymundsson í Kringlunni í dag, fímmtudag, kl. 17. til 19. Á sama stað verður einnig kynn- ing á nýútkominni ævisögu lista- konunnar, Á flugskörpum vængjum, og mun Myriam árita bókina ásamt höfundinum, Oddnýju Sen. Kjuregej sýn- ir í Café 17 KJUREGEJ Alexandra hefur opnað sýningu á verkum unnum með blandaðri tækni á Café 17, í versluninni 17 við Laugaveg. Sýningin er opin á verslunar- tíma og lýkur 23. desember. Kjólar í Undir pari BJÖRG Pjetursdóttir opnar sýningu á vinningskjólum úr Smirnoff-keppninni, Undir pari, Smiðjustíg 3, í dag fimmtudag kl. 20, en Björg hreppti þriðja sæti í áðurnefndri keppni í * Kanada. Björg er fædd í Reykjavík 1973 og er við nám í textíldeild MHÍ. Sýningin stendur til 4. janúar og er gluggasýning. Undir pari er opið fímmtudaga - laugardaga kl. 20-23. Samsýning í Galleríi Borg | SAMSÝNING nokkurra lista- manna hefst í Galleríi Borg við Ingólfstorg á morgun, föstu- dag, kl. 20.30. Meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni eru Pét- ur Gautur, Eiríkur Smith, Val- garður Gunnarsson, Magnús Kjartansson, Jón Reykdal, Helgi Þorgils, Hafsteinn Aust- mann og Karólína Lárusdóttir. Við opnunina munu Bjami Arason og Grétar Örvarsson skemmta gestum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.