Morgunblaðið - 19.12.1996, Síða 30

Morgunblaðið - 19.12.1996, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Athöfn í lífi og list Unnur Karlsdóttir og Stefán Þór Sæmundsson BOKMENNTIR Ævi þættir ÞEIR VÖRÐUÐU VEGINN eftir Unni Karlsdóttur og Stefán Þór Sæmundsson. 259 bls. Bókaútg. Hól- ar. Prentun: Steinholt hf. Akureyri, 1996. Verð kr. 3.440. UNNUR Karlsdóttir skrifar um Vilhelm Þorsteinsson og Ingimar Eydal. Vilhelm var sjómaður og síð- ar útgerðarforstjóri, Ingimar tón- listarmaður, þekktur í skemmtana- lífinu. Tveir ólíkir einstaklingar, báðir hinir mætustu menn, báðir kappsamir, og þó hvor með sínum hætti. Margs verðum við vísari af sögu þeirra. Vilhelm minntist þess t.d. að »á sjónum var harðbannað að segja í talstöðina hvað hefði veiðst mikið.« Karlinn í brúnni átti að vera dulur og fjarlægur. Ekki tjóaði að spytja hann hvenær veið- um lyki og siglt yrði heim á leið. Sem forstjóri mátti Vilhelm svo reyna að vandi fylgir vegsemd hverri. En hann vann mest í kyrr- þey og leysti verkefni sín af hendi með alúð. Ingimar gat ekki að sama skapi kosið sér rólegheitin. Skemmtanalífinu fylgdi háreysti. Og það krafðist auglýsingar. En Ingimar naut sýn vel í sviðsljósinu og fjölmiðlunum. Allir vissu hver hann var. Áhugi hans á bílum var svo sér á parti. Þó margt hafi á ævi þessara ágætu manna drifið eru æviþættim- ir þvi miður ekki nógu áhugaverðir. Höfundi tekst ekki að blása í þá lífi. Unnur á augljóslega eftir að læra þá list að segja vel frá. Umbúð- imar eru of viðamiklar, orðin of mörg. Hann »lét lítið yfír sér«, stendur t.d. í inngangsorðum. Hið sama er síðan endurtekið tvívegis á sömu síðunni með lítið eitt breyttu orðalagi. Þátturinn um Ingimar byrjar svona: »Tuttugasta öldin er árhundraðið þegar hlutirnir fóru að gerast æ hraðar. Menn uppgötva ný undur og stórmerki í vísindum og tækni, uppfinningar og nýjar stefnur koma og fara á færibandi og enginn venjulegur maður getur lengur fylgst með öllu því sem er að gerast.« - Mannkynssaga þessi, sem ekki er ljóst hvaða tilgangi þjónar í þættinum, er raunar tals- vert lengri. Enda þótt hugleiðingar af þessu taginu birtist ekki á hverri síðu stendur hitt eftir að höfundur- inn skrifar of mikið um allt og ekk- ert; lengir frásögnina með ýmiss konar loftkenndri speki sem kemur meginefninu sáralítið við. Þátturinn um Gunnar Ragnars, sem Stefán Þór Sæmundsson hefur fært í letur, er annars eðlis. Stefán Þór byggir á samtali við sögumann. Er þátturinn því mest skráður í fyrstu persónu. Gunnar, sem lands- menn þekkja af sjónvarpsskjánum sem málefnalegan og alvörugefmn forstjóra, ónæman fyrir smámun- um, er allur annar í þessu viðtali. Þarna slakar hann á. Meðan hann var forstjóri og bæjarfulltrúi var ein- att verið að spyija hann um reksturinn eða bæjarmálin og svaraði hann þá sam- kvæmt því. Hér eru bæjarmálin og rekst- urinn enn á dagskrá, að vísu, en hvaðeina skoðað frá öðru sjón- arhorni, það er að segja hinu mannlega. Hér lýsir Gunnar sínu persónulega amstri í starfinu, spennunni, þrúgandi áhyggjum, þreytu, von- brigðum, og yfirhöfuð öllu þessu sem leggst á tilfinningalífið og heij- ar á heilsuna þegar illa gengur. Sérstakur kafli er um Mecklenbur- ger-ævintýrið sem reyndi meira á þolrif Gunnars en flest annað sem hann tók sér fyrir hendur fyrr og síðar. í lokakafla er svo að orði komist að Gunnar hafí verið »múl- bundinn í tuttugu og sjö ár á toppn- um.« Vegna margvíslegra starfa sinna mátti hann t.d. fljúga sjö hundruð sinnum til Reykjavíkur! Báðir virðast þeir, höfundur og sögumaður, ganga út frá því sem gefnu að lesandinn sé kunnugur mönnum og málefnum á Akureyri. Með góðum vilja getur ókunnugur þó víðast hvar áttað sig og lesið í málið. í bókinni eru allmargar myndir af sögumönnum, samstarfsmönn- um, vinum og kunningjum, auk §öl- skyldumynda að sjálfsögðu. Eitt- hvað vantar nú í suma myndatext- ana, sýnist mér, ef ég kann að lesa og telja. Erlendur Jónsson. Lífið verður aldrei eins BÆKUR Læknisfræði NÚ ER ÉG ORÐIN MAMMA Bók um likama og sál konunnar eft- ir fæðingu barns eftir Mariu Borel- ius. Þýðandi Guðrún Björg Sigur- bjömsdóttir, yfirjjósmóðir. Prentun, umbrot, tölvuvinna og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Setberg 1996. MÉR fannst gaman að lesa þessa bók og er viss um að hún á eftir að gagnast fjölmörgum konum sem ný- búnar eru að fæða sitt fyrsta bam enda er bókin sniðin að þörfum þeirra. Þetta efni er viðamikið og vandmeðf- arið, en höfundur hefur kosið að hafa stílinn fremur einfaldan og að flækja mál ekki um of. Upplýsingar þær sem hér er um að ræða koma ekki í stað þess að læknar og ljósmæður sinni fræðslu og séu vakandi fýrir þörfum hverrar konu sem hjá þeim er í eftir- liti á meðgöngu, fæðir undir þeirra umsjá eða kemur með bam sitt í ungbamavemd. Bók af þessu tagi getur hjálpað til þess að vekja spum- ingar, sem hin nýbakaða móðir getur lagt til dæmis fyrir lækni sinn. Höf- undurinn er sagður vera þriggja bama móðir, vísindablaðamaður og líffræð- ingur, fyrir utan að leiðbeina í mæðra- leikfimi. Hún skrifar bókina út frá eigin reynzlu og hugsar hana sem eins konar uppflettirit. Hún getur leyft sér að fullyrða hluti út frá sínum persónulega sjónarhóli sem fagmanni leyfðist ekki. Áhugavert var að lesa um það sem höfundur nefnir „þreytuna miklu“, og lýsir því hvemig þreytan hellist yfir þegar nýbökuð móðir er vakin af því að litla baminu hennar þóknast að láta sinna sér aftur og aftur, nótt eftir nótt, viku eftir viku. Eins og allir vita er það sígild pyndingar- aðferð að ræna fólk svefni og þunnt er móðureyrað. Því virðist það vera fremur móðirin sem vaknar til bams- ins. Það má líka telja eðlilegt ef hún er heimavinnandi og í fæðingarorlofí fyrstu mánuðina, væntanlega með bamið á bijósti, en pabbinn þarf að mæta tímanlega á vinnustað á morgni hveijum. Þetta getur orðið til þess að konunni fínnist öll ábyrgðin sett á sínar herðar, en karlmaðurinn geti hagað sér eftir eigin höfði. Þetta get- ur leitt til örðugleika, hafi þau fram að þessu skipt verkum jafnt með sér. Talsvert er fjallað um kynlíf eftir fæðingu, til dæmis þegar löngun konunnar kviknar ekki og þá erfið- leika sem geta fylgt í sambandinu þegar allur tíminn fer í að hugsa um barnið. Faðirinn getur orðið utan- veltu og til að kóróna allt saman vill konan ekki þýðast hann. Þetta er málefni sem svo sannarlega er vert að fjalla um og þyrfti að ræða við alla verðandi foreldra. Maria Borelius tekur jákvæðan pól í hæðina í öllum köflum bókar sinnar, hvort sem hún er að ræða um kyn- hvöt, mataræði, hreyfingu eða lífsstíl, aumar geirvörtur og tilfinningasveiflur eða að verða aftur sú sama kona og fyrir bamsburð. En auðvitað verður lífið aldrei eins og áður. Nokkrar villur er að finna í bók- inni, bæði af hálfu höfundar og þýð- anda. Þó er það prófarkalestur sem helzt fer úrskeiðis. En mér fannst samt gaman að lesa „Nú er ég orðin mamma", og ætla að hafa hana í bókahillu á vinnustað mínum til að lána þeim verðandi mömmum sem þangað koma. Katrín Fjeldsted Þjóðsögur úr Siglu- fj arðarbyggðum BÆKUR Þjódsögur SIGLFIRSKAR ÞJÓÐSÖGUR OG SAGNIR Þ. Ragnar Jónsson tók saman. Vaka-Helgafell 1996,207 bls. YFIRTITILL þessarar bókar er Úr Siglufjarðarbyggðum. Af því má ætla að hér sé að hefjast ný ritröð. Vera má raunar að þetta sé ekki fyrsta bókin þó að það hafi farið fram hjá mér. í fljótu bragði mætti ætla að þær þjóðsögur sem einhver veigur er í séu komnar inn í hin þekktu þjóðsagna- söfn, sem margir telja til þjóðardýrgripa og auðveldur aðgangur er að. Svo er ekki. Það sannfærist maður um við lestur þessarar bók- ar. Í henni eru 113 sögur og sagnir. Þær eru teknar úr um 40 prentuðum ritum og blöðum og er því vissulega rétt það sem samantektar- maður segir í formála „að það getur tekið dijúg- an tíma að finna þær [sögumar]. Einnig er ósennilegt að mönnum hugkvæmist að leita á öllum þeim stöðum sem koma til greina“. En hér eru einnig 19 sögur sem ekki hafa verið prentaðar áður. Nokkrar eru úr handritum en flestar hefur Þ. Ragnar Jónsson skráð sjálfur eftir heimildamönnum sínum. Siglufjarðarbyggðir teljast fjórar. Vestast eru Úlfsdalir, milli Fljóta og Siglufjarðar (Sauðaness). Þá er Siglufjörður milli Sauða- ness og Sigluness sitthvorum megin fjarðar. í þriðja lagi er Héðinsíjörður, lítið landssvæði inn með og innaf samnefndum firði. Og loks eru Hvanndalir milli Héðinsfjarðar og Olafs- fjarðar eða kannski öilu fremur að Hvanndala- bjargi, en þar var aðeins ein bújörð og hún víst rýr. Afskekktar sveitir voru þetta, harðbýlar og hentuðu varla öðrum en kjarkmiklu og þrek- miklu fólki. Samgöngur voru ákaflega erfiðar og ferðalög oft áhættusöm. Slysfarir voru tíð- ar á sjó og landi. Allar eru sveit- ir þessar nú komnar í eyði nema Siglufjörður. Það er að vonum að í sveitum sem þessum, einangruðum, hrika- legu landslagi og hættum á sjó og landi hafi verið góður jarðveg- ur fyrir hvers kyns dularsagnir, af sjóskrímslum, draugum, for- ynjum, feigðarboðum og forboð- um. Á þeim er ekki heldur neinn hörgull. Það sést greinilega í þess- ari bók. Úr Úlfsdölum, þar sem þó voru aðeins fjórir bæir (ef Sauðanes er talið með) eru hér fimmtán sögur og sagnir. Úr Siglufírði, sem er stærsta byggð- in, koma 45 sögur og er þá ótalið Siglunes, en frá þeim stað einum eru tuttugu og fimm sagnir. í Héðinsfirði voru aðeins fimm býli þegar mest var, en þaðan eru sautján sagnir og úr Hvanndölum einum eru þær ellefu. Sögur þessar og sagnir eru eins og vænta má af ýmsu tagi. Þar eru nokkrar örnefnasa- gnir. Aðrar eru frásagnir með dularfullu ívafi og loks eru eiginlegar þjóðsögur, þó að mörk- in milli þess hvað telja ber þjóðsögu eða ann- að séu varla vel ljós. Margar sögur eru hér sterkar og áhrifamiklar og nóg er af ágætlega vel sögðum sögum. Vel er staðið að útgáfu sagna þessara. Á undan hverri sögn er tilgreindur sögumaður, skrásetjari og rit sem sögnin birtist í eða handrit. Oft eru skýringar á eftir sögninni bæði um þá sem sögnin fjallar um og eins ef sögnin hefur birst í fleiri en einni gerð. í bókarlok er heimildaskrá og nafnaskrá. Á fyrstu og síðustu opnu bókar er greinargott kort yfir Siglufjarðarbyggðir og sömuleiðis eru stuðningskort á undan sögnum um hveija byggð. Sérstaklega vil ég láta þess getið hversu falleg mér þykir þessi bók. Prentun, kápa, band, pappír, textahönnun og brotstærð ber allt vott um mikla smekkvísi og góð fagleg vinnubrögð. Sigurjón Björnsson Þ. Ragnar Jónsson Flett í gegnum Averbakh BOKMENNTIR S k á k KING’S INDIAN DEFENCE, AVER- BAKH VARIATION eftir Margeir Pétursson. Út- gefandi: Cadogan Chess Bo- oks i London. Stærð: 128 blaðsíður, pappírskilja Bókin er væntanleg í Skákhúsið. í RÖÐUM skákáhuga- manna hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu út- gáfu skákbókar eftir Margeir Pétursson um Averbakh af- brigðið í Kóng-indverskri vöm, en bókin er gefin út af Cadogan Chess Books í London. Bæði veldur að íslenskur stórmeistari hefur ekki fyrr skrifað bók um byijanafræði á enskri tungu og einnig að með Averbakh afbrigðinu hefur Margeir unn- ið marga glæsta sigra. Fyrir þá sem ekki þekkja til er rétt að geta þess að Averbakh afbrigðið er valkostur hvíts gegn Kóng-indverskri vörn. Afbrigðið sá fyrst dagsins ljós árið 1952 og er eitt fárra afbrigða í nútíma skákfræðum sem kennt er við höfundasmiðinn, stórmeistarann Juri Averbakh sem einmitt ritar formála bókarinnar og skýrir frumheijasporin í af- brigðinu. I inngangi höfundar segir hann frá tildrög- um þess að hann fór að rannsaka afbrigðið. Það var við undirbúning fyrir Heimsbikarmót Stöðvar 2 í Reykjavík árið 1988 og það kom í hlut heimsmeistarans Garrí Kasparovs að mæta leynivopninu. Skákin endaði með jafn- tefli en síðar í mótinu lagði Margeir enska stórmeistarann Nunn að velli og síðan hefur Averbakh afbrigðið átt öruggt sæti í vopna- búri hans gegn Kóng-indverskri vörn. Bókinni er skipt upp á fremur hefðbundinn hátt í átján kafla eftir afbrigðum. Höfundur velur þá leið að fylgja lykilskákum en vitnar til athyglisverðra möguleika og skáka með athugasemdum. Það er auðséð að mikil vinna hef- ur verið lögð í bókina, bæði með rannsóknum höfundar og hjálp tölvuútreikninga. Þannig er höfund- ur óhræddur að setja fram skoðanir við taflmennskuna í mikilvægum skákum auk þess að styðjast við þekktar skýringar og athugasemdir við þær. Með þessum hætti eru skák- irnar gæddar auknu lífi og bak- grunnur afbrigðisins. Þetta er jafn- framt skynsamleg leið því aðgangur að tölvutækum upplýsingum í skák- heiminum er orðinn mjög almennur. Þannig hafa flestir atvinnuskák- menn aðgang að þúsundum skáka í flestum byijunum og mikil þörf hefur myndast fyrir mat á þýðingu hvers af- brigðis og hverrar skákar í samhengi við þró- un byijanafræðanna án þess að eyða óhófleg- um tíma við þær rannsóknir. í lok hvers kafla eru síðar dregnar fram helstu niðurstöður á hveiju afbrigði. Mikill ljöldi skáka er í bók- inni, þar af á höfundur 47 og vinningshlutfall- ið tæp 74% sem ætti að skýra áhuga Margeirs á afbrigðinu. Á heildina litið er hægt að mæla eindregið með bók Margeirs fyrir alla þá sem áhuga hafa á skák, bæði lærða og leika. Bókin er vel uppsett og auk þess að fjalla nákvæmlega um helstu refilstigu byijunarinnar veitir höf- undur skemmtilega innsýn S eigin rannsóknir, skýrir lykilskákir og fléttar inn skemmtilegum athugasemdum. Að auki eru góð kaup í bókinni fyrir aðdá- endur afbrigðisins og væntanlega andstæðinga Margeirs, því í formála Iofar hann að engin leyndarmál hafi verið skilin eftir við skriftim- ar. Söluverðið er ekki stór fjárhæð með hlið- sjón af fræðslu sem fleytir lesanda jafnfætis þeim sem best þekkja til afbrigðisins. Hið eina sem ég sakna í bókinni eru töluleg- ar upplýsingar aftast um einstakar skákir og skákmenn sem eru í bókinni. Karl Þorsteins Margeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.