Morgunblaðið - 19.12.1996, Qupperneq 68
58 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TTL BLAÐSINS
Dýraglens
rHl/efZNK? GBTA ÖSKtfl
\/£&E> OU&P/S pEGAP
þ&/LKosr/i s~oKeóNoe?'
— ' —-- ---n
í\J<Í(JV\
Sífc-
Grettir
KIS-KiS
KIS-KIS
B4NK
BAMK
Í’ETTA ER
pAVSET- •
SEM EG HEF)
> I I
1 jjanka
Bakika
&10RA
ÍIBSA
BaM** Ol
^SSÍi
Ljóska
Kringlan 1103 Reykjavík • Sírni 569 1100 • Símbréf 5691329
• Netfang: lauga@mbl.is
Vonbrigði með
þjónustu í Perlunni
Frá Soffíu Gísladóttur og
Ingólfi Vilhelmssyni:
EFTIR yndislega athöfn og kaffi-
hlaðborð fyrr um daginn fórum við
ásamt 25 vinum og vandamönnum
til kvöldverðar í Perlunni.
Fyrstu vonbrigðin urðu þegar
vísað var til sætis. í stað háborðs
og sætauppröðunar sem miðaði að
því að sem flestir gætu setið saman
biðu okkar fimm sex manna borð.
Þar af leiddi að gestir stóðu í hálf-
gerðu umkomuleysi við komuna.
Hver átti að sitja hvar, hvar var
brúðhjónunum ætlað sæti? Við
höfðum samband við þjóninn sem
hafði umsjón með okkar borðum
og inntum hann eftir því hvernig á
þessu stæði. Fátt var um svör og
þau sem við fengum voru sögð í
hálfkæringi sem jaðraði við dóna-
skap. Það var ekki fyrr en eftir að
við fórum fram á að tala við yfir-
þjón að við fengum örlitla breytingu
á uppröðun borða, með semingi þó.
Allir voru þó staðráðnir í að láta
þetta ekki varpa skugga á kvöldið
og gera það besta úr öilu saman
og gæða sér á villibráðarhlaðborði
sem pántað var fyrir hópinn. Blasti
þá við hálfgerð eyðimörk, skálar
og föt tóm og tveir af fjórum aðal-
réttum búnir. Eftir þetta berang-
urslega hlaðborð fórum við þess á
leit við þjóninn að fá allavega að
sitja saman yfir kaffi. Jú, hann
ætlaði að taka frá fyrir okkur
„Turninn". Við hugðumst sitja þar
í góðu yfirlæti og spjalla saman
allur hópurinn! Þegar upp var kom-
ið sat þar slæðingur af fólki okkur
óviðkomandi, og enn einu sinni var
sóttu þjónn og fundið að. Hann
væflaðist um dágóða stund en gerði
ekkert í málinu. Það var ekki fyrr
en þeir sem þarna sátu ákváðu sjálf-
ir að fara að við loksins gátum tyllt
okkur niður og hugðumst nú panta
kaffi og koníak. Nei, ekki gekk það
nú, það var allt of mikil fyrirhöfn
að taka við pöntun frá svo stórum
hóp. Á barinn skyldum við fara og
panta sjálf. Rúsínan í pylsuendan-
um er þó sú uppákoma sem átti sér
stað stuttu áður en við hugðumst
halda heim á leið.
Við sátum saman brúðhjónin
ásamt nokkrum nánum vinum þeg-
ar allt í einu birtist hjá okkur fjöl-
miðlamanneskja ein ásamt fylgdarl-
iði og fer að spyija okkur spjörunum
úr. Hvers vegna? Jú, hún hafði ver-
ið beðin af veitingastjóra um að
skála við okkur í kampavíni sem
Perlan vildi bjóða okkur uppá. Við
höfðum ekki beðið um þetta og
vorum ekki spurð hvort við vildum
taka á móti þessu fólki og að okkar
mati var þetta hreinn og klár dóna-
skapur sem fyllti mælinn.
Við munum ekki fara að borða
aftur í Perlunni og líklega ekki
þeir sem okkur fylgdu.
SOFFÍA GÍSLADÓTTIR.
INGÓLFUR VILHELMSSON,
Langholtsvegi 22, Reykjavík.
Kjarabót Jóhannesar
í Bónusi
Frá Guðrúnu Ágústsdóttur:
ÞEGAR fólki dettur í hug að stofna
fyrirtæki eða gera eitthvað nýtt í
atvinnurekstri tekst því misvel
upp. Ef einhvetjum gengur vel þá
segja flestir: „Mikið var hann snið-
ugur, ég hefði átt að gera þetta“.
En ef einhveijum gengur illa segja
flestir: „Mikið var hann vitlaus,
hvernig datt honum þetta í hug?“
Sem betur fer eru margir sem
eru með kjark og þor til að fara
aðrar leiðir en fjöldinn. Það eina
sem er slæmt í því að ganga illa
er að það dregur svo marga með
sér í gjaldþrot, ekki bara fyrirtæk-
in heldur líka heimilin. Því þyrfti
að breyta strax og hver og einn
að vera metinn að verðleikum í
bankakerfinu. Mér skilst að það
sé von til þess að svo verði í fram-
tíðinni.
Fyrirtæki eru yfirleitt stofnuð
með það eitt að leiðarljósi að hagn-
ast á þeim og þá þarf auðvitað að
velta fyrir sér hvaða vörutegundir
séu til og hvað myndi landinn nú
vilja kaupa.
Einn er sá maður sem ég hef
lengi dáðst að fyrir umhyggjusemi
fyrir þjóð sinni. Þessi maður er
Jóhannes í Bónusi. Hann og fjöl-
skylda hans hófu rekstur Bónus-
verslunar og heyrði maður miklar
hrakspár um verslun hans. Annað
hefur komið á daginn eins og sýnt
og sannað er. Gróa á Leiti kemur
víða við og man ég einnig eftir
persónulegum árásum á hendur
Jóhannesi.
Hvar væri þorri íslendinga í
dag án „kjarabóta"
Jóhannesar í Bónusi?
Fleiri menn eða konur á íslandi
ættu að taka Jóhannes í Bónusi
sér til fyrirmyndar og þá meina
ég að stunda rekstur ekki einungis
í hagnaðarskyni. (Öll fyrirtæki
verða samt að bera sig.) Núna í
jólamánuðinum, desember, segi ég:
„Niður með öfundsýkina og Gróu
á Leiti", hugsum frekar vel hvert
til annars, sérstaklega til manna
eins og Jóhannesar í Bónusi og
fjölskyldu hans.
Hafðu þökk fyrir dugnaðinn og
kjarkinn, Jóhannes.
GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR,
Ásgarði 161, Reykjavík.
Hér situr flugkappinn í fyrri
heimstyrjöldinni við hliðina á
fallegri franskri stelpu
Hann verður að finna ein- Kærir frökenin sig um einn
hveija leið til að velga áttunda úr kieinuhring?
athygli hennar ...
Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.