Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 1
104 SÍÐURB/C 84. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Stj órnarandstaðan sýnir Mobutu mátt sinn og megin Allsherjarverkfall lamar höfuðborgina Kinshasa. Reuter KINSHASA, höfðuborg Zaire, var sem lömuð í gær er íbúarnir sátu heima að áeggjan andstæðinga Mobutus Sese Seko, forseta Zaire, en þeir vilja að hann segi af sér. Á sama tíma hélt Laurent Kabila, leið- togi uppreisnarmanna, innreið sína í næststærstu borg landsins, Lub- umbashi, þar sem honum var ákaft fagnað af ibúunum. Kabila hafði skömmu áður lýst því yfir að skæru- liðar hans hefðu náð borginni Kan- anga í hjarta Vestur-Kasai-héraðs á sitt vald, en þeir hófu aftur sókn sína eftir þriggja daga hlé sem þeir gáfu Mobutu til að hverfa af vett- vangi. Mobutu sagðist ekki myndu hlýðnast þessum úrslitakostum en hélt möguleikanum á persónulegum fundi með Kabila opnum. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær uppreisnarmenn, sem um þessar mundir halda um helmingi hins stóra Afríkulands á valdi sínu, til að fallast á vopnahlé og ganga til samningaviðræðna um frið og nýja ríkisstjórn. Ibúarnir hlýða sljórnarandstöðunni Með allsheijarverkfallinu í Kins- hasa voru búðir, skólar og fyrirtæki lokuð. Almenningssamgöngur lágu niðri og fáir voru á ferli. Kaupsýslu- hverfið var mannlaust. Liðsmenn öryggissveita stjórnar- innar sáust aftur á móti á hvetju götuhorni. Að sögn vitna skutu hermenn nokkrum skotum upp í loft til að dreifa mannfjölda sem hafði safnazt saman við heimili Etiennes Tshisekedis, sem um ára- bil hefur farið fyrir andstæðingum Mobutus, en honum var, í krafti neyðarlaga, bolað úr embætti for- sætisráðherra í síðustu viku, minna en einni viku eftir að hann var skip- aður í það. Olli brottvikning Tshi- sekedis reiði stuðningsmanna hans. „Það er stjómarandstaðan, með Etienne Tshisekedi í broddi fylking- ar, sem ræður,“ sagði Laurent Mbayo, talsmaður stjórnarandstöð- unnar, við fíeutens-fréttastofuna. „Ef við biðjum fólk að sitja heima situr það heima. Ef við biðjum það um að safnast út á götu fer það út á götu,“ sagði hann. Likulia Bolongo, hershöfðinginn sem Mobutu fól að hafa umsjón með framkvæmd neyðarlaga, hefur lýst yfir banni við mótmælasam- komum og hefur heitið því að ör- yggissveitir muni halda uppi lögum og reglu. * Reuter STARFSMENN kjarnorkuvera fyrir utan Hvíta húsið í Moskvu krefjast þess að vangoldin laun verði greidd. Rússar segja „krepp- unni miklu“ lokið Átök við sendiráð Þýskalands í Iran Dubai.Reuter. Fundað á Möltu RÁÐAMENN frá aðildarríkjum Evrópusambandsins og strand- ríkjum Miðjarðarhafsins streymdu í gær til Valletta, höfuð- borgar Möltu, til að taka þátt í ráðstefnu sem hefur að markmiði að koma á friðarbandalagi í þess- um heimshluta. Eins og sjá má af því hve þessir hermenn munda vopn sín af mikilli einbeitni á þaki fundarstaðarins var mikil áherzla lögð á öryggisgæzlu við upphaf ráðstefnunnar. Forystumenn Isra- ela og Palestínumanna koma þar saman í fyrsta sinn frá því ísra- elsk stjórnvöld heimiluðu bygg- ingaframkvæmdir á palestínsku landi í A-Jerúsalem. Snjóamet í Norður- Noregi Ósló. Morgunblaðið. NORÐMENN fögnuðu í gær sumardeginum fyrsta, en sú gleði var þó nokkuð blendin í Norður-Noregi, þar sem nýtt snjóamet var slegið. Mældist snjóhæðin í Tromso 197 cm, sem er met í apríl. Veðurstofan spáir snjó næstu daga og varar fólk við því að auða jörð verði líklega ekki að hafa fyrr en langt verð- ur liðið á júní. Hingað til hafa fallið um 7,7 metrar af snjó í Tromso, en það er samanlögð mæling frá fyrstu snjóum í fyrrahaust. Er ekki laust við að íbúar bæjarins hafi styrkst við allan snjómoksturinn, og þá einnig veðurfræðingar sem hafa hvað eftir annað orðið að moka frá úrkomumælunum sem hefur snjóað í kaf. HAGVÖXTUR mældist i fyrsta sinni í sex ár í Rússlandi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs sam- kvæmt opinberum tölum, sem birtar voru í gær. Ýmsir drógu tölurnar reyndar í efa og sögðu að þær væru afleiðing bókhaids- breytinga, en rússnesk stjórnvöld lýstu yfir því að „kreppunni miklu“ væri lokið. James Wolfensohn, bankastjóri Alþjóðabankans, átti í gær við- ræður við Borís Jeltsín, forseta Rússlands. Samræðurnar eru liður í undirbúningi undir sex milljarða dollara (42 milljarða króna) lán, sem veita á Rússum. Wolfensohn sagði við blaðamenn að hann teldi lánið nauðsynlegt til að tryggja „félagslegan stöðugleika" í Rúss- landi og bætti við að ætlunin væri sú að „koma fé beint til laun- þeganna og eftirlaunaþeganna". Tvær milljónir manna tóku þátt í mótmælum í mars yfir því að hafa ekki fengið greidd laun svo mánuðum skiptir. I gær mótmælti stór hópur starfsmanna í kjarn- orkuverum fyrir utan stjórnar- bygginguna „Hvíta húsið“. Hagstofa Rússlands tilkynnti að verg þjóðarframleiðsla hefði aukist um 0,2 prósent á fyrstu þremur mánuðum þessa árs samanborið við sama tímabil 1996. Því var spáð að hún mundi aukast um tvo af hundraði á þessu ári. Rússnesk- ur efnahagur hefur skroppið sam- an á undanförnum sjö árum og er nú taiinn nema aðeins 61% af því umfangi, sem var þegar Sovétríkin liðu undir lok. NOKKUR hundruð íslamskra námsmanna börðust í gær við lög- reglumenn fyrir utan þýska sendi- ráðið í Teheran á mótmælafundi vegna þeirrar niðurstöðu þýsks dómstóls i vikunni sem leið að leið- togar írans hefðu skipað fyrir um morð á fjórum Kúrdum í Þýska- landi. Lögreglan handtók nokkra námsmenn, sem sögðust ætla að leggja sendiráðið undir sig tii að krefjast þess að Þjóðveijar bæðust afsökunar. Sjónarvottar sögðu að náms- mennirnir hefðu veist að lögreglu- mönnunum og reynt að ráðast inn í sendiráðsbygginguna. Leiðtogar námsmannanna hefðu reynt að halda aftur af þeim og lögreglunni hefði tekist að koma þeim í burtu eftir átök í hálfa klukkustund. JAMES McDougal, fyrrverandi við- skiptafélagi Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, var dæmdur í þriggja ára fangelsi og þijú ár til viðbótar, skilorðsbundin, fyrir að vera fundinn sekur um svik og samsæri í sam- bandi við rannsókn á hinu svokallaða Whitewater-máli. Auk þess var hon- um gert að greiða 10.000 Bandaríkja- dali í sekt. Hámarksrefsing fyrir þær sakir sem McDougal var fundinn sekur um hefði samanlagt getað numið 81 árs fangelsi. Saksóknarinn í málinu, Ken- netli Starr, hvatti dómarann til að Námsmennirnir hrópuðu ókvæðis- orð gegn Þýskalandi og nokkrir þeirra grýttu lögreglumennina. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til mótmæla við sendiráðið frá því á föstudag, daginn eftir að þýsk- ur dómstóll kvað upp þann úrskurð að æðstu leiðtogar írans hefðu fyrirskipað morð á fjórum írönskum Kúrdum í Berlín árið 1992. írani og þrír Líbanar voru dæmdir í fang- elsi vegna morðtiiræðisins. íranskir ráðamenn neita því að hafa fyrirskipað drápin og rekja þau til innbyrðis átaka meðal Kúrda. Akbar Hashemi Rafsanjani, forseti írans, segir úrskurðinn runninn undan rifjum Bandaríkjamanna og ísraela og hefur lýst spennunni i samskiptunum við Þjóðveija sem byl er gengi fljótt yfir. kveða upp mildan dóm þar sem hinn ákærði hefði sýnt ýtrustu sam- starfsfýsi. McDo- ugal var kjama- maðurinn í hinu svokallaða White- water-sakamáli, sem snýst um kaup forsetahjón- anna og McDoug- als og þáverandi eiginkonu hans á byggingalóðum við ána Whitewater árið 1978. Viðskiptafélagi Clintons dæmdur Little Rock í Arkansas. Reuter. James McDougal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.