Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 37
úr honum skrautmun. Nú verðum
við að kveðja hann afa, en verkin
hans lifa og minningin um glettnina,
hlýjuna, rósemdina og íhyglina sem
hvarvetna fylgdi honum.
Guð geymi_ þig, afi minn.
Ósk, Óskar Páll og
Hulda Björg.
Mig langar að minnast vinar míns
Óskars Ögmundssonar frá Kaldár-
höfða.
Það var árið 1951, laugardags-
kvöld í 22. viku sumars að við, 12
fjallmenn úr Grímsnesi, sátum í
tjöldum okkar við rætur Skjaldbreiðs
á Gatfellsflöt og hlýddum á fjall-
kónginn okkar, Ingileif á Svína-
vatni, skipa í leitir fyrir næsta dag.
Þar sem þetta haust fóru fram
fjárskipti skyldi smala vel og meðal
annars áttu þrír smalar að fara í
Lambahlíðaleit sem ekki hafði verið
gert undanfarin tíu ár, en Lamba-
hlíðar eru melöldur sem ganga til
suðvesturs frá Stóra-Björnsfelli
norðan við Skjaldbreið.
Þessi leit var algjörlega sjálfstæð
og var talið að hún tæki ijórum tii
sex tímum lengri tíma en aðrar leit-
ir, sem ijallmenn smöluðu við vest-
anverðan Skjaldbreið.
Við þessi tímamót var Ingileifur
ákveðinn að hætta sem fjallkóngur
eftir áratuga stjórn og hafði áhuga
á því að velja sér eftirmann sem var
Óskar í Kaldárhöfða. Skyldi hann
fara í þessa Lambahlíðaleit til þess
að öðlast reynslu og yfirsýn. Guð-
mundur á Efri-Brú, reyndur fjall-
maður, skyldi fara fyrir leitinni en
undirritaður átti að vera hesta-
sveinn.
Er skemmst frá því að segja að
veðrið lék við okkur, Guðmundur
sagði okkur frá forsmalamennskum
og haustferðum þegar Grímsnesing-
ar sóttu fé vestur í Borgarfjörð í
Rauðsgilsrétt.
Enga kindina fundum við en þess
minnist ég hve Óskar var natinn við
smalahestinn sinn en allir vorum við
einhesta, annað þekktist ekki þá.
Þegar komið var að Björnsfelli og
engin kind til þess að teija för, kom
sú hugmynd að gaman væri að halda
áfram fyrir austan Skjaldbreið og
hitta svokallaða austurleit Gríms-
nesinga sem gistu við Kerlingu, sem
er náttstaður austurleitar. Gekk
þetta eftir og var okkur vel tekið
og fylgt af fimm fjallmönnum úr
austurleit að Söðulhólum, sem var
okkar næsti náttstaður.
Með í þessari för var ung stúlka
úr Grímsnesinu, Pálína Þorsteins-
dóttir, og þó ég væri aðeins nýfermd-
ur tók ég eftir því að Óskar og Pál-
ína drógust nokkuð aftur úr og
þarna var að kvikna ást sem staðið
hefur þar til dauðinn skildi þau að.
Þau Óskar og Pálína tóku svo við
búi í Kaldárhöfða ári seinna og eign-
uðust fimm góð börn og ólu einnig
upp fósturson. Þau voru gestrisin,
höfðu yndi af því að taka á móti
gestum, enda bæði vel greind, hag-
mælt og höfðu frá mörgu að segja.
Óskar varð ekki fjallkóngur en
hann tók við formennsku í Búnaðar-
félagi Grímsneshrepps og var það í
20 ár og á 100 ára afmæli félagsins
var hann gerður að heiðursfélaga
þess enda vel að því kominn.
Árið 1992 stofnuðum við 20 félag-
ar Lionsklúbbinn Skjaldbreið. Óskar
sat í fyrstu stjórn sem gjaldkeri
enda töluglöggur og traustur félagi
í hvívetna. Hann hafði mikla ánægju
af þessu starfi og hafði 100% mæt-
ingu öll þessi ár, sem liðin eru síð-
an. Hann var gerður að fyrsta Mel-
vin Jones Fellow klúbbsins, sem er
sérstök viðurkenning félaga fyrir
ræktarsemi.
Óskar hafði sérstaka ánægju af
veiðiskap og ferðalögum, helst um
Island og tók góðar myndir sem
hann sýndi okkur á klúbbfundum.
Fyrir þetta allt viljum við þakka.
Góður og traustur ferðafélagi hefur
kvatt okkur um stund.
Eiginkonu og börnum sendum við
Lísa innilegar samúðarkveðjur.
Böðvar Pálsson.
Þegar sest er niður til að skrifa
nokkrar línur um mann eins og Ósk-
ar Ögmundsson í Kaldárhöfða, situr
maður og horfir á autt blaðið fyrir
framanm sig og í gegnum hugann
fara ótal minningabrot.
Það er frá svo mörgu að segja
að hugurinn fyllist af minningum
og það er ómögulegt að skrifa um
það alit. Það er hægt að skrifa um
sveitastörfin, þegar við vorum við
heyvinnu á Sogstúninu við Gljúfrið,
þar sem Sogið rann í þúsundir ára
úr Þingvailavatni í Úlfljótsvatn og
Óskar dró 20 punda stórurriða en
mannshöndin eyðilagði síðan í nafni
framþróunar.
Það er líka hægt að skrifa um,
þegar við fórum út á Þingvallavatn
að vitja um netin, þó aldan á vatninu
væri úfin. Það er hægt að skrifa um
hestamanninn, handverksmanninn,
skógræktarmanninn, Lionsmanninn
og fjölskyldumanninn Óskar Ög-
mundsson.
En hæst stendur alltaf maðurinn
Óskar Ögmundsson, persónan sjálf,
sem ekki myndi líka ef einhver færi
að skrifa einhveija lofræðu um hann.
Óskar, ég vil þakka þér fyrir vin-
áttu þína og velvild sem hefur enst
í hartnær 40 ár.
Paila, ég votta þér og börnum
ykkar mína dýpstu samúð, því miss-
ir ykkar er mikill.
Hilmar Sigurðsson.
Óskar Ögmundsson var betur
þekktur á heimaslóðum sem Óskar
í Kaldárhöfða. Honum kynntist ég
fyrst lítillega fyrir rúmlega tuttugu
árum þegar ég varð formaður Veiði-
félags Þingvallavatns og kom meðan
svo var því nokkuð reglulega heim
á bæina, sem veiði áttu að vatninu.
Áður hafði ég aðeins þekkt Óskar
af afspurn og þá varla í sjón. Strax
við fyrstu kynni kom hann mér fyr-
ir sjónir sem óáleitinn maður og orð-
var, ekki margmáll en margfróður
um náttúru silungsins og urriðans
sem við báðir höfðum áhuga á. Síð-
ar átti ég eftir að kynnast honum
betur þegar við reyndum saman að
endurvekja klak við vatnið, þótt ekki
hefðum við árangur sem erfiði. Á
aðalfundum veiðifélagsins kom í ljós
að Óskar var góður kunnáttumaður
á sviði félagsmála og kunni þar
mörgum betur leikreglurnar en eng-
um tróð hann um tær eða tranaði
sér fram. Kannski þess vegna var
honum iðulega falið starf fundarrit-
ara og kom þá í ljós hve létt honum
reyndist að skilja kjarnann frá hism-
inu, nákvæmni hans í frásögn og
síðast en ekki síst einkar læsileg
rithönd. Aldrei skildi hann svo við
fund að fundargerðin væri ekki upp-
lesin og samþykkt af öllum viðstödd-
um.
Síðustu árin fékk ég svo tækifæri
til að kynnast honum og Pálínu,
konu hans, enn betur. Um þau kynni
verður fátt sagt annað en hvað þau
voru skemmtileg, alltaf sama rök-
vísin og prúðmennskan og aldrei
villtu glamuryrði honum sýn þrátt
fyrir hörð átök okkar við kappsfulla
skipuiags- og forsjárhyggjuaðila,
sem takmarkalítinn aðgang virðast
hafa að fjármunum almennings. Þar
lagði Óskar margt gott til málanna
og betra væri að fleiri hefðu tekið
mark á og staðið jafn vel í ístaðinu.
Veislu kunnu þau hjón líka að halda
að höfðingja sið auk venjulegrar
gestrisni ef maður knúði fyrirvara-
iaust dyra. Þá birtist smátt og smátt
fjölmenntaður maður í þess orðs
fyllstu merkingu svo að margur með
lengri skólagöngu að baki mætti
vera stoltur af. Og þá birtist enn
ný hlið þegar listfengi þeirra hjóna
reyndist ekki bara bundið við veiði-
skapinn í vatninu því að við bættist
dráttlist og magnaður tréskurður.
Alltaf var vinur minn jafn yfirvegað-
ur og hógvær, líka þegar ég kvaddi
hann í síðasta sinn sárþjáðan á
sjúkrahúsinu, reiðubúinn að taka
örlögum sínum. Þó hefði hann gjarna
viljað sjá umhverfi Þingvallavatns
laust við utanaðkomandi ásælni og
framtíð stórurriðans betur borgið.
Svo áttum við lika eftir að skreppa
saman í stutta skógargöngu á góð-
viðriskvöldi líkt og við gerðum fyrir
ári.
Bjarni Helgason.
• Fleiri minningargreinar um
Óskar Ögmundsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
+ Reynir Guð-
mundsson
fæddist á Kvígind-
isfelli við Tálkna-
fjörð 23. apríl 1923.
Hann lést á Land-
spítalanum 6. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðmundur K.
Guðmundsson, f. 6.
maí 1890, d. 6. júní
1967, og Þórhalla
Oddsdóttir, f. 12.
júlí 1899, og lifir
hún son sinn.
Reynir var sjötti
í röðinni af sautján systkinum
og eru öll á lífi nema Hörður,
en hin eru Oskar, Svava, Hauk-
ur, Svanborg, Unnur, Karl,
Þuríður, Magnús, Guðmundur
Jóhann, Oddur Vilhelm, Guð-
bjartur, Fjóla, Víðir, Helgi og
Rafn. Reynir kvæntist 26. des-
ember 1957 eftirlifandi eigin-
konu sinni Svövu Kjartansdótt-
ur, húsmóður, f. 5. júlí 1923 í
Fremri-Langey á Breiðafirði.
Börn þeirra eru þrjú: Grétar,
f. 16. júní 1957, myndlistarmað-
ur. Sambýliskona hans er Mar-
grét Ólafsdóttir, synir þeirra
Góður félagi og samstarfsmaður
er fallinn í valinn. Ég kynntist Reyni
þegar ég hóf störf hjá Landssíma
eru Dagur, f. 23.
september 1979, og
Hringur, f. 8. júní
1984. Rúnar, f. 18.
nóvember 1962,
guðfræðinemi.
Kona hans er Þor-
björg Magnúsdóttir,
börn þeirra eru
Magnús Reynir, f.
24. febrúar 1994, og
Laufey Svava, f. 14.
júlí 1996. Erla, f. 14.
maí 1966, leikskóla-
kennari. Dóttir
hennar er Silfá Auð-
unsdóttir, f. 26. sept-
ember 1991. Að loknu barna-
skólanámi stundaði Reynir ýmis
störf til sjávar og sveita í sinni
heimabyggð. Árið 1947 fluttist
Reynir til Reykjavíkur og hóf
störf hjá Landssíma íslands,
bæjarsímanum í Reykjavík, þar
lauk hann línumannsnámi 1948,
símsmiðanámi 1966, hann hlaut
símsmiðameistararéttindi 1985
og varð símaverksljóri 1. ágúst
1988. Hann lét af störfum vegna
aldurs 30. apríl 1993.
Utför Reynis fer fram frá
Fossvogskirkju i dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
íslands á ritsímaverkstæðinu árið
1952. Þau kynni voru að vísu ekki
mikil fyrr en Reynir varð starfsmað-
ur minn á sérbúnaði 2 er breyting-
ar urðu á skipulagi Póst- og síma-
málastofnunar 1989. Þá var mér
ljóst hvern mann hann hafði að
geyma, hann var traustur, ósérhlíf-
inn og tryggur starfsmaður. Hann
kom til dyranna eins og hann var
klæddur og var trúr sinni köllun.
Reynir var fagurkeri, hann unni
góðum bókum og var listrænn maður.
Líf Reynis var ekki tómur dans
á rósum, hann átti við veikindi að
stríða sem hann bar með æðruleysi
og rósemi þess manns sem vissi að
öll él styttir upp um síðir, enda var
hann ekki sú manngerð sem bar
tilfinningar sínar á torg. Hann gerði
sér grein fyrir því að fyrr eða síðar
mundi fara sem fór og hann vissi
og trúði að þá tæki annað og betra
við.
Við sem nutum þeirra forrétt-
inda að starfa með honum erum
auðugri af þeirri reynslu að hafa
starfað með honum og notið sam-
vista hans. Oft ræddum við leik-
húsmál og þau leikverk sem við
höfðum séð og reyndum að brjóta
til mergjar. Voru það ætíð
skemmtilegar umræður og upp-
byggilegar. Það er mikil eftirsjá í
góðum dreng eins og Reyni, og ég
minnist með þakklæti vináttu okk-
ar og sainstarfs. Það er huggun í
harmi fyrir aldraða móður, eigin-
konu, systkini og börn og barna-
börn, að eiga jafn ljúfar og góðar
minningar og eru eftir Reyni. Þær
verða bestu eftirmælin um hann.
Ég bið algóðan guð að styrkja
eftirlifandi ástvini Reynis í harmi
þeirra. Blessuð sé minning hans.
Baldvin Jóhannesson.
REYNIR
GUÐMUNDSSON
Minnismerki úr steini
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Aralöng reynsla.
BSS. HELGAS0N HF
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 5677
INGIBJORG
JAKOBSDÓTTIR
Btómastofa
Fnajnms
SuðurlandsbrautlO
108 Reykjavík * Sími 5531099
Opið öll kvöld
tii kl. 22 - cinnig urn helgar.
Skrcytingar fyrir öll tilefni.
-4- Ingibjörg
■ Jakobsdóttir
fæddist 13. ágúst
1924. Hún lést á
Landakotsspítala 6.
apríl síðastliðinn.
Hún var dóttir hjón-
anna Jónínu Jóns-
dóttur og Jakobs
Benediktssonar.
Ingibjörg ólst upp í
Vopnafirði og var
næstyngst sex barna
þeirra. Látin er Stef-
anía, fædd 9. apríl
1918, Stefán, fæddur
27. október 1916.
Eftir lifa Salvör, fædd 29. ágúst
1920, Sigrún, fædd 17. október
1922, og Valgerður, fædd 15.
júní 1928. Ingibjörg giftist
Kristbirni Daníelssyni 11. nóv-
ember 1952. Hann lést 13. des-
ember 1994. Þeim varð ekki
barna auðið.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Dóttir í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum guði.
í Guði sofnar þú.
I eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(H. Pétursson.)
Okkur langar með örfáum orðum
að minnast elskulegrar móðursystur
okkar, Ingibjargar Jakobsdóttur, eða
Imbu eins og við kölluðum hana allt-
af. Elsku Imba, okkur langar um
leið og við kveðjum þig að þakka þér
og Kidda fyrir allt sem þið voruð
okkur systkinum frá því
við vorum böm og síðar
börnum okkar. Við sökn-
um þín öll, Imba mín, en
trúum að þú sért sátt og
komin aftur til Kidda og
að ykkur líði vel, en éftir
lifa í hjörtum okkar allar
góðu minningarnar.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Fyrir hönd aðstand-
enda þökkum við starfs-
fólki á deild 1 B á Landa-
kotsspítala fyrir ein-
staka umönnum.
Nína, Jakob, Kolbrún, Haila,
Ingibjörg og fjölskyldur.
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér.
Vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(H. Pétursson.)
Elsku, Imba, nú ert þú komin til
Kidda og ykkur líður vel. Okkur
langar til að þakka fyrir allt sem
þið voruð okkur og gerðuð fyrir
okkur.
Guð blessi ykkur bæði.
Grétar Viðar, Halldór Við-
ar, Orn Viðar, Brynja
Björk, Jakob Viðar, Inga
Kristín, Sturla Viðar, Arnór
Viðar, Sandra Salvör, Sallý,
Alma og Kristbjörn Viðar.
Erfidrjkkjur
PERLAN
Sím/ 562 0200
imiim
Erfidrykkjur
HOTEL
REYKJAVÍK
Sigtúni 38
Upplýsingar í síma 568 9000