Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 35 þó er margt sem þar er skref í rétta átt og viðurkenning á því sem náms- menn hafa verið að segja allt frá því ólögin voru sett 1992. Hins veg- ar hefðu námsmenn viljað ganga lengra í breytingum á sjóðnum. Þær breytingar sem frumvarpið boðar eru fáar og einfaldar og er stjórn sjóðsins á ábyrgð ráðherra framselt vald til að gera lögin ítarlegri. Það eru fjölmörg fjölmörg mál sem þetta breytingafrumvarp tekur ekki á en námsmenn telja mikilvæg svo sem niðurfelling ábyrgðarmanna hjá LÍN, afnám vaxta, að grundvallar- reglur vegna lánshæfi og lánsréttar séu í lögum, að framfærslugrunnur sé skilgreindur í lögum og að komið sé að sérstakri kærunefnd (áfrýj- unarnefnd) svo eitthvað sé nefnt. Næstu skref Af hálfu námsmanna er mjög mikilvægt að þær greinar frum- varpsins sem nú liggja fyrir verði útfærðar þannig að námsmenn geti dreift álagi af námi sínu yfir allt námsárið án þess að bera af því kostnað, að þeim sé ekki refsað fyr- ir ósamræmi milli skilnings iánasjóðs og skóla á skipulagi náms og að eðlilegt tillit sé tekið til veikinda og annarra áfalla sem námsmenn geta orðið fyrir. Mikilvægt er jafnframt að úthlutunarreglur verði mótaðar í samstöðu og sátt og að hugað verði að nauðsynlegum breytingum í hús- næðis- og skattamálum. Að lokum Á undanförnum misserum hefur oft verið hart tekist á. Nú þegar niðurstaða er að nást eru menn mis- jafnlega sáttir, eins og von er, og víst er að mörgum þykir að lengra hafi mátt ganga af stjórnvalda hálfu. Mikilsvert er þó að horfið hefur ver- ið frá fyrri braut ólaganna frá 1992. Nú er mikilvægt að stúdentar og stjórnvöld nái saman til að vinna megi að þeim fjölda verkefna sem nú bíða og samvinna þarf að takast um. Þau eru ekki aðeins á sviði námslánakerfisins heldur ekki síður á sviði mennta- og háskólamála. Baráttan fyrir því að menntamál séu sett í öndvegi heldur áfram. Höfundur erformaður Stúdentaráðs Háskóla íslands. APSEIMPAR GREINAR A> Meinatæknafélag Islands 30 ára - 20. apríl 1997 ÞRATT fyrir að meinatæknastarfið sé ekki gamalt nær Meinatæknafélag Is- lands 30 ára aldri á þessu ári. í upphafi var um að ræða aðstoðar- menn lækna á rann- sóknarstofum. Erlendis voru það oft ógiftar vel menntaðar stúlkur sem fengu þetta starf og unnu að rannsóknum við frumstæð og erfið skilyrði. Fyrsta rannsóknar- konan sem starfaði hér á landi mun hafa verið Guðný Guðnadóttir en hún hóf störf hjá Níelsi Dungal 1926. Eftir nám í Danmörku á Bispebjergshospital kom hún aftur til starfa á rannsóknarstofu Land spítalans og starfaði þar í 32 ár. Hópur rannsóknarfólks fór stækkandi með árunum og kröfur til þessa hóps fóru einnig vaxandi. Þörfin fyrir vel menntað starfsfólk á rannsóknarstofum varð til þess að komið var á námi við Tækniskóla íslands haustið 1966, sem miðaði að því að sérmennta fólk til starfa á rannsóknarstofum. Menntun meinatækna hér á landi hefur alla tíð verið á háskólastigi og inngöngu- skilyrði þar af leiðandi stúdentspróf og frá árinu 1984 hefur mentuninni lokið með formlegri háskólagráðu, B.Sc. Starfandi rannsóknarfólk sá að knýjandi nauðsyn var á stofnun félags til að gæta hagsmuna þeirra og stofnfundur Meinatæknafélags íslands var haldinn 20. apríl 1967. Staðið var að stofnun félagsins af mikilli framsýni og metnaði sem hefur dugað vel þessi 30 ár sem félagið hefur verið við lýði. Ári síðar eða 1968 gerðist hið nýstofnaða fé- lag aðili að Norðurlandasamtökum meinatækna, NML. Aðild að Al- þjóðasamtökum meinatækna IAMLT var síðan stað- fest á þingi samtakanna í Kaupmannahöfn 1970 og Meinatæknafélag íslands varð aðili að Evrópusamtökum meinatækna við stofn- un þeirra árið 1984. Meinatæknafélag ís- lands hefur átt mikið samstarf við ofangreind samtök meinatækna og m.a. staðið fyrir þremur Norðurlandaþingum. Síðastliðin 4 ár hefur Meinatæknafélag ís- lands átt fulltrúa í stjórn Alþjóðasamtak- anna, Mörthu Hjálm- arsdóttur, meinatækni og formann Bandalags háskólamanna. Starfsemi félagsins var í upphafi og er enn tengd helstu hagsmuna- málum meinatækna, launkjörum, vinnuaðstöðu, gæðamálum og Framþróun í rannsókn- artækjum og heilbrigð- isvísindum krefst, að mati Eddu Sóleyjar Óskarsdóttur, stöðugr- ar endurmenntunar. menntunarmálum. Ýmsar starfs- nefndir voru settar á stofn til að starfa að framgangi þeirra mála sem meinatæknar hafa í fyrirrúmi. Nefna má samninganefnd, öryggismála- nefnd, fræðslunefnd, menntunar- nefnd, ritnefnd, laganefnd og siða- nefnd. Margt hefur á daga meinatækna drifið þessi 30 ár en merkasti atburð- urinn var þegar félagið gerðist stétt- arfélag með fullan samningsrétt 1988. Sú breyting kallaði meina- tækna til enn frekari ábyrgðar á eigin kjörum og hefur orðið mikil- vægasti þátturinn í starfsemi félags- ins þó sá faglegi sé aldrei langt und- an. Félagsmenn Meinatæknafélags íslands eru í dag um það bil 250 og það eru mörg verk sem þarf að vinna en meinatæknar eru óhræddir við að kljást við stór verkefni jafnvel þó starf þeirra feli yfirleitt í sér vinnu við afarsmáa hluta af mannslíkama í mismunandi formi. Örlítil lífssýn Á rannsóknarstofum eru fram- kvæmd stórvirki í smáum stíl. Störf meinatækna eru afar fjölbreytt og umfangsmikil. Flestir sem legið hafa á sjúkrahúsi eða farið í blóðrannsókn hafa kynnst meinatæknum að störf- um, en þá aðeins séð örlítinn hluta af starfinu. Raunin er að meirihluti starfa meinatækna er unninn inni á rannsóknarstofunum og hvorki sjúklingar né flest annað heilbrigðis- starfsfólk sér til meinatækna í fullri sveiflu. Rannsókmrnar fara fram með afkastamiklum hátæknitækjum jafnt sem fínustu handaðferðum og áherslan er fyrst og fremst á ná- kvæmni í vinnubrögðum. Stöðugt gæðaeftirlit á öllu ferli rannsókna og mat og mælingar á gæðum nið- urstaða eru jafnframt fastur liður í öllum störfum meinatækna. Mikil framþróun í rannsóknartækj- um og heilbrigðisvísindum viðheldur stöðugri kröfu um endurmenntun. Nýir sjúkdómar og nýjungar í með- ferð sjúkdóma kalla á stöðugt endur- mat á þeim rannsóknum sem í boði eru og gerir þær kröfur til meina- tækna að þeir geti hratt tileinkað sér breytingar og sinnt hinum marg- víslegustu verkefnum innan rann- sóknarstofunnar. Rannsóknarstofur sem meina- tæknar starfa á eru fjölmargar og verksvið þeirra víðtækt og viðamik- ið. Nefna má rannsóknarstofur í Edda Sóley Óskarsdóttir blóðmeinafræði þar sem m.a. er mælt blóðmagn, talin hvít og rauð blóðkorn og útlit þeirra síðarnefndu er metið. I meinefnafræði eru m.a. mæld sölt sem eru nauðsynleg fyrir vökvabúskap líkamans, blóðsykur er mældur, niðurbrotsefni úr vöðvum og rnargt fleira. Á rannsóknarstofum í sýklafræði eru ræktaðar bakteríur úr ýmsum sýnum, metið er hvort um sjúkdóms- valdandi bakteríur er að ræða og hvort þær séu næmar fyrir hinum mismunandi sýklalyfjum sem notuð eru. í veirurannsókn er svipað upp á teningnum en þar eru það veirur sem leitað er að. Meinatæknar á rannsóknarstof- um í lífeðlisfræði meta starfsemi hjarta og lungna með ýmsum aðferð- um og mælingum en í ísótóparann- sókn kanna meinatæknar m.a. ástand líffæra með inngjöf geisla- virkra efna. Á rannsóknarstofum í ónæmisfræði er það ónæmiskerfi lík- amans sem er skoðað og mæld við- brögð hans m.a. við utanaðkomandi efnum. í vefjarannsókn eru sýni úr t.d. æxlum skoðuð í örþunnum sneið- um til að kanna ástand þeirra og úlit en í frumufræði eru skoðuð m.a. sýni úr leghálsi til að kanna hvort breytirigar hafi átt sér stað á frum- um. í litningarannsókn eru m.a. gerðar rannsóknir á litningum fóstra á meðgöngu. Í blóðbanka er m.a. unnið að blóð- flokkun til blóðgjafar og mælingum á rhesus ósamræmi. Nýjasta svið sem meinatæknar starfa á er í sameindalíffræði en þar er t.d. unnið að einangrun erfðaefn- isins DNA úr blóði. Af þessari upptalingu má sjá að úr til dæmis einu blóðsýni er hægt að afla fjölmargra margvíslegra upplýsinga um heilsufar einstakl- inga. Niðurstöður rannsóknanna eru notaðar við forvarnir og greiningu sjúkdóma, ákvörðun og stýringu meðferðar, greiningu orsaka og framvindu sjúkdóma og við mat á horfum sjúklinga. Störf meinatækna verða þannig verkfæri lækna og minna okkur á að öll erum við hluti af heild sem vinnur að því að við- halda heilbrigði og bæta líðan fólks. Höfundur er meinatæknir. þessum hætti. Norðmenn eru e.t.v. ekki sjálfum sér nægir um orku en það hefur ekkert með náttúru- hamfarir að gera. Þeir bjóða orku- frekum iðnaði hins vegar ekki langtímasamninga um orkuverð á útsölu, sem jafnframt fylgi verð- þróun framleiðslunnar, eins og er- indrekar hinnar íslensku orku- stefnu gera, hvað þá að auglýstar séu lámarkskröfur í umhverfismati (minimum of environmental red tape, bæklingur MIL). Nei, Norð- menn sjá nú eftir því hversu langt var gengið í virkjun vatnsafls áður en Stórþingið hóf verndaraðgerðir. Hvenær munu íslensk stjórnvöld átta sig á því að brátt rís ný öld upplýsingar, 21. öldin, þar sem skynsemin mun beinast að því að vernda náttúruleg, ómetanleg verðmæti, en ekki að því að beita þekkingu okkar í þágu takmarka- lausrar tæknihyggju? Verður það þá orðið of seint? Höfundur er frá Fitjum í Skorradal. Vantar þig VIN að tala við? Til að deila með sorg og gleði? VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 öllkvöld 20-23 SIEMENS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.