Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 5 7 L
MYNDBÖIMD/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
BÍÓIM í BORGINIMI
Sæbjöm Valdimargsson/Amaldur Indríðason/Anna Sveinbjamardóttir
BÍÓBORGIIM
Lesið i snjóinn * *'A
Kvikmynd Bille August fer vel af stað,
andrúmsloftið er ógnvekjandi og útlit-
ið drungalega faliegt. Því miður dreg-
ur afleitur leikur flestra leikaranna
og heimskuleg þróun sögunnar mynd-
ina niður.
101 dalmatíuhundur * *'h
Glenn Close fer á kostum sem Disney-
nornin Grimmhildur Grámann i ágæt-
lega gerðri lifandi útgáfu af teikni-
mynd.
Kostuleg kvikindi * *'h
Fjórmenningaklíkan úr „Fiskinum
Vöndu“ tekst að gera prýðilega gam-
anmynd þó hún sé hvergi nærri jafn
snjöll og „Fiskurinn“.
Málið gegn Larry Flynt * * *'h
Milos Forman er aftur kominn á fijúg-
andi skrið með hræsnina að leiðarljósi
og afbragðs leikhóp.
SAMBÍOIN, ÁLFABAKKA
„Metro" * *
Eddie Murphey á fornum slóðum Bev-
erly Hills Cop og bætir engu nýju við.
Innrásin frá Mars **'A
Svört vísindaskáldleg gamanmynd er
feiknavel gerð en að þessu sinni er
Burton bitlítill.
101 Dalmatíuhundur ***
Space Jam * *
Snillingurinn Michael Jordan og Kalli
kanína bjarga ieikinni teiknimynd frá
umtalsverðum leiðindum. Við hæfi
ungbarna og forfallinna NBA aðdá-
enda.
Lausnargjaldið ***
Gibson leikur auðkýfing sem lendir í
því að syni hans er rænt. Snýr dæm-
inu við og leggur lausnarféð til höfuðs
skálkunum. Gibsonmynd í góðum gír.
Djöflaeyjan ***'A
Friðrik Þór, Einar Kárason, óaðfinnan-
legur leikhópur og leiktjaldasmiður og
reyndar aliir sem tengjast Djöflaeyj-
unni leggjast á eitt að gera hana að
einni bestu mynd ársins. Endursköpun
braggalífsins er í senn fyndin, sorgleg
og dramatísk.
Undir fölsku flaggi *** Sjá
Stjörnubíó.
HÁSKÓLABÍÓ
The Empire Strikes Back ****
Besta myndin í Stjömustríðsbálkinum.
Mátturinn var sannarlega með Lúkasi
í þetta sinn.
Saga hefðarkonu * *'A
Fallega tekin og gerð mynd um bar-
áttu koknu á Viktoríutímanum fyrir
jafnrétti og ást en samspil aðalleikar-
ananna er afleitt og óhugsandi.
Stjörnustríð * * *'h
Endurunnið stríð í orðsins fylistu
merkingu. Lengi getur gott batnað.
Þessi tvítuga vísindafantasía stendur
fyrir sínu og viðbótin er fagmennskan
uppmáluð.
Kolya ***
Fyrstu kynni ***
Star Trek sagnabálkurinn lifir góðu
lífi undir stjórn nýs skipherra. Geislið
mig í bíó!
Undrið ***'/
Átakanleg saga um píanósnilling sem
brestur á hátindi frægðar sinnar er
frábærlega kvikmynduð í alla staði.
Leyndarmál og lygar ****
Meistaraverk frá Mike Leigh um
mannleg samskipti, gleði og sorgir og
óvæntar uppákomur í lífi bresks al-
múgafóiks.
KRINGLUBÍÓ
Lesið í snjóinn * *'h Sjá Bíó-
borgin.
Jói og risaferskjan * * *'A
Framúrskarandi brúðumynd fyrir alla
fjölskylduna. Furðuveröld Jóa litla er
bæði falleg og ógnvekjandi.
„Metro“ * * Sjá Sambíóin, Álfa-
bakka.
101 Dalmatíuhundur **'h
Michael Collins * *h
Neil Jordan fer mjúkum höndum um
umdeilda, irska freisishetju. Liam Nee-
son er góður í titilhlutverkinu en Julia
Roberts afleit.
LAUGARÁSBÍÓ
The Empire Strikes Back ****
Sjá Háskólabíó.
Evita
Madonna og Antonio Banderas eru
glæsileg, en það dugar ekki til að
fanga athyglina í of langri mynd.
Koss dauðans * *'h
Geena Davis og Samuel L. Jackson
fara á kostum í frábærri hasarmynd
frá Renny Harlin.
REGNBOGINN
Rómeó og Júlía ***
Skemmtilega skrautleg nútímaútgáfa
á sígildu verki Shakespeares. Luhrman
er leikstjóri sem vert er að fylgjast
með.
Englendingurinn ***'h
Epísk ástarsaga. Meistaralega fram-
rétt og frábærlega leikin mynd um
sanna ást. Óskarsstykkið í ár!
Múgsefjun ***
Ágætlega kvikmynduð útgáfa af
frægu leikriti Arthurs Millers.
STJÖRNUBÍÓ
Undir fölsku flaggi ***
Góður samleikur stjarnanna í mynd-
inni gera hana óvart að spennudrama
frekar en spennumynd. Ólíkleg en
áhrifarik.
Jerry Maguire ***
Hrokafullur uppi nær jarðsambandi
um stund. Ljúft og laglegt skemmtil-
efni.
Þýskar mynd-
ir vinsælar .
ÞÝSKAR kvikmyndir virðast
eiga aftur upp á pallborðið hjá
Þjóðverjum. Fyrstu þijá mánuði
þessa árs voru þýskar myndir
20% af þeim myndum sem í boði
voru í þýskum kvikmyndahúsum
og tóku inn 37% af heildargróð-
anum. Þýskum myndum hefur
ekki gengið eins vei í heima-
landi sínu síðan á sjötta áratug-
inum. Bandarískar kvikmyndir
voru 59% af heildarfjölda og
áttu 61% af heildarsölu að-
göngumiða. 9~
Þrettán þýskar myndir voru
frumsýndar fyrstu þrjá mánuði
ársins. Þjóðfélagsádeilan „Ross-
ini“, leikstýrt af Helmut Dietl,
og vegamyndin „Knockin’ on
Heaven’s Door“, leikstýrt af
Thomas Jahn, voru efstar á Iista
yfir aðsóknarmestu kvikmynd-
irnar í Þýskalandi og slógu út
Hollywood-sölumyndir eins og
„Ransom“ og „Space Jam“.
Þjóðveijar eigna sér einnig
mynd Billie August „Smilla’s
Sense of Snow“ þar sem þýskir
peningar voru í framieiðslunni
en hún lenti í áttunda sæti.
Umsóknir um sumardvöl í
orlofshúsum og tjaldvögnum V.R.
Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumariö
1997.Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu félagsins þurfa
að berast skrifstofunni, Húsi verslunarinnar, 8. hæð, í síðasta lagi miðvikudaginn
30. apríl 1997.
Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum:
Einarsstöðum á Völlum S-Múl.
Flúðum Hrunamannahreppi
Akureyri
Húsafelli í Borgarfirði
Ölfusborgum við Hveragerði
lllugastöðum í Fnjóskadal
Miðhúsaskógi í Biskupstungum
Stykkishólmi
Kirkjubæjarklaustri
Auk húsanna eru tjaldvagnar leigðir til félagsmanna.
Húsin og vagnarnir eru laus til umsóknar tímabilið 30. maí til 12. september.
Úthlutunarreglur:
Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar áfélagsaldri í V.R. að frádregnum
fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á
skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu.
Leigugjald: kr. 9.000,00 - 10.500,00 á viku í orlofshúsi
kr. 7.000,00 - í tjaldvagni í 6 daga
kr. 14.000,00 - í tjaldvagni í 13 daga
Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R. í
síðasta lagi 30. apríl n.k.
Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagni munu liggja
fyrir 9. maí n.k.
Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi
verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda
má útfyllt umsóknareyðublöð í myndrita nr: 588 8356.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
J
vmgerðarefnum
Víngerðarsett jafnt fyrir
byrjendur sem lengra komna
Hjá Amunni færðu allar upplýsingar um
heimavíngerð ___
Verið velkomin # %
Allt til vfngerðar
Nóatún 17
s. 562 9300
105 Reykjavík
Kringlan 8 -12
s. 588 7877
103 Reykjavík
Tjarnarás 8
s. 4712292
700 Egilsstaðir