Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skjálfti af stærð- inni 5,5 ekki ólík- legur í Þrengslum RAGNAR Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur segir ekki ólíklegt að jarð- skjálfti allt að 5,5 á Richter geti komið fram á svæðinu við sprungu sem liggur frá Ölkelduhálsi í Hengli og að Þrengslum. Ástæðan er spennubreytingar sem orðið hafa í kjölfar jarðskjálftahrinu sem hófst í Henglinum á laugardagskvöld með skjálfta sem mældist um 4,2 á Ric- hter og átti upptök í grennd við Ölkelduháls. Skjálftinn fannst víða suðvestur- lands, allt vestur I Borgarfjörð, en um helgina og þar til í gær hafa mælst hátt á annað þúsund smærri jarðskjálftakippa, að sögn Ragnars, en nokkuð hafði dregið úr hreyfing- unni síðdegis í gær. „Það má búast við því að þessi hreyfing sem er búin að vera þarna íþyngi eitthvað umhverfinu þannig að það aukast líkur á því að það gerist eitthvað meira en það er hins vegar ekki hægt að fullyrða að það verði,“ sagði Ragnar Stefánsson. „Það sem við höfum aðallega áhyggjur af núna er að frá Ölkeldu- hálsinum geta lent skjáiftar á sprungu sem liggur til suðvesturs þaðan og þá mundi það vera suður um Hellisheiði og í áttina að Þrengsl- um.“ „Á því svæði er grundvöllur fyrir því að jarðskjálftar gætu orðið held- ur stærri en hafa orðið þarna á Hengilssvæðinu og við búumst við að þarna gæti komið jarðskjálfti af stærðinni 5,5.“ - Stærsti skjálftinn kom strax í byrjun og átti upptök við Ölkelduháls, um 6-7 km NNV af Hveragerði. Sá mældist 4,2 stig á Richter kvarða. Stærsti skjálftinn fannst víða á Suðvesturiandi. Skjálftaáhrifin fundist á svæði frá Biskups- tungum í austri, vestur til Reykjavíkur, og jafn- vel fann þau einstaka maður í Borgarfirði. ikjálftgvífHnínofður af Hveragerði 12.-14. apríl Skjálftahrinan sem hófst á laugardagskvöld átti upptök við Olkelduháls að mestu. Hrinan hélt áfram á sunnudag en mikið dró úr virkninni í gær. t— Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson ÞANNIG var umhorfs á Skólavegi 18 í Vestmannaeyjum eftir bruna sl. laugardagsmorgun, en þar kviknaði í út frá sjónvarpstæki. Maður slapp naumlega úr brunanum. Verst að hundsa bilanaeinkenni „ÞAÐ er sjálfsögð regla fyrir fólk að slökkva ekki á sjónvarps- tækjum með fjarstýringunni heldur nota aðalrofann eða að taka úr sambandi, en það sem okkur finnst verst er þegar fólk hundsar bilanaeinkenni fram úr öllu viti,“ segir Símon Haralds, rafeindavirki hjá Radíó- og sjón- varpsverkstæðinu í Reykjavík. „Það er ekki í Iagi að nota biluð sjónvörp. Það á að láta hreinsa þau reglulega og yfirf- ara þau, á 3-5 ára fresti,“ segir Símon. Morgunblaðið ræddi við hann í tilefni af því að um helg- ina urðu tveir eldsvoðar sem áttu rætur að rekja til þess að kviknaði í sjónvarpstækjum. Símon segir þó að ef um sé að ræða gömul tæki, t.d. 10 ára eða eldri, eða yngri tæki sem eru í mikilli notkun, sé sjálfsagt að láta hreinsa þau oftar, jafn- vel á 2 ára fresti. Hann segist telja að mest hætta fylgi tækjum sem hafa staðið óhreyfð, óyfirfarin og óviðgerð árum saman, jafnvel í á annan áratug. Þegar slökkt er með aðalrofa á sjónvarpi er ennþá straumur á aðalrofanum, líkt og á ljósarofa í vegg en ef tækið er tekið úr sambandi er enginn straumur á því og því er íkveikjuhætta alls engin. Fyllsta öryggi fæst því með að taka tæki úr sambandi. Símon varaði sérstaklega við því að nota sjónvörp sem væru með bilaðan aðalrofa, sem jafnvel þyrfti að djöflast á til að kveikja eða slökkva á. „En helst vildi ég hamra á því við fólk að hundsa ekki bilanaeinkennin, sem koma upp,“ sagði Símon Haralds. Lögfræðingur LHG og lögráðamaður barna bátsmannsins af Ægi Kjör Gæslumanna ráðast ekki af samningum lögreglu LÖGFRÆÐINGUR Landhelgis- gæslunnar og lögráðamaður barna Elíasar Arnar Kristjánssonar, báts- manns á varðskipinu Ægi, sem fórst við björgunarstörf 5. mars sl., eru ósammála túlkun Svölu Thorlacius hæstaréttarlögmanns á bótarétti eft- irlifandi sambýliskonu og barna hins látna. Aðstandendur söfnunar til handa sambýliskonunni segja að bakslag hafí komið I söfnunina um helgina. Svala telur það liggja í augum uppi að aðstandendur eigi rétt á dánarbótum sambærilegum við þær sem eftirlifandi aðstandendur lög- reglumanns hefðu fengið við svipað- ar aðstæður, og vísar því til stuðn- ings til laga um lögreglumenn, þar sem stendur að skipverjar á varð- skipum teljist til lögreglumanna rík- isins. „Nú má alls ekki skilja það þann- ig að Landhelgisgæslan sé að mæla gegn því að aðstandendur fái þær bætur sem þeim beri, en við höfum hins vegar bent á það út frá þessum ummælum Svölu að launakjör og önnur starfskjör starfsmanna Gæsl- unnar ráðast af allt öðrum samning- um en samningum lögreglumanna," segir Stefán Melsted, lögfræðingur Landhelgisgæslunnar. Ekki kveðið á um réttarstöðu Hann segir þó skiljanlegt að fólki þyki það stangast á að varðskips- menn, sem séu taldir til lögreglu- manna ríkisins, starfi á hinn bóginn samkvæmt sjómannasamningum og skýrir það þannig: „í lögum um lög- reglumenn og einnig í lögum um Landhelgisgæsluna er tekið fram að skipshafnir varðskipanna séu lög- reglumenn, en þá ber að skilja það þannig, eins og reyndar kemur fram í nýsettri löggjöf um lögregluna, sem tekur gildi í sumar, að þeir fari með lögregluvald. Þar er hins vegar ekki verið að kveða á um réttarstöðu þeirra í heild sinni heldur einungis að þeir fari með svokallað lögreglu- vald. Réttarstöðu þeirra að öðru leyti, eins og t.d. launakjör og starfs- kjör er kveðið nánar á um í lögum um Landhelgisgæsluna," segir Stef- án. Getur gefið ranghugmyndir Hvað varðar ummæli Svölu Thorlacius segir hann að álit hennar liggi vissulega fyrir og hún styðji það ákveðnum rökum. „Mér finnst það liggja á borðinu að þeir sem gæta hagsmuna Qölskyldu hins látna láti á þetta reyna eða beri sig eftir því hvort þetta geti átt sér stað og í því er við dómsmálaráðuneytið að eiga.“ ÞINGMENN þingflokks jafnaðar- manna sökuðu Davíð Oddsson for- sætisráðherra á Alþingi í gær um hagsmunagæslu fyrir Flugleiðir vegna efasemda hans um að úrskurð- ur Samkeppnisráðs um samstarf Flugfélags Norðurlands og Flugleiða í innanlandsflugi væri réttur. Lúðvík Bergvinsson benti á að svipaðir úrskurðir hefðu verið kveðn- ir upp áður en þá hefði ráðherrann Hilmar Magnússon héraðsdóms- lögmaður, sem skipaður hefur verið lögráðamaður barnanna til 18 ára aldurs, segir það alveg ljóst sam- kvæmt samningum sjómanna að dánarbæturnar séu þær sem þegar hefur komið fram. „Manni þykir afar einkennilegt að lögmaður skuli geys- ast fram á sjónarsviðið og tjá sig með þessum orðum, vitandi vits að fjársöfnun er í gangi og án þess að hafa talað við þá sem standa að söfnuninni. Sú hegðun út af fyrir sig er ósæmileg og sæmir ekki lög- manni. Svölu er auðvitað fijálst að gefa almennt álit, en það hefur far- ið fyrir bijóstið á okkur að hún skuli vera að gefa álit í þessu máli sem hún er ekki sjálfskipaður dómari í,“ segir Hilmar. „Þetta getur gefið ranghugmyndir og vakið tortryggni og hefur orðið til þess að bakslag hefur komið í söfnunina." ekki séð ástæðu til slíkra viðbragða. Friðrik Sophusson, starfandi for- sætisráðherra, svaraði því til að eðli- legt væri að endurskoða lög um eftir- lit með samkeppni, en ekki aðeins vegna úrskurðarins um flugfélögin heldur einnig vegna annaiTa svipaðs efnis. Hann sagði ekki víst að hags- munum neytenda væri best þjónað með úrskurðinum. Handtekinn með stera í Glasgow ÍSLENDINGUR á þrítugsaldri var handtekinn á flugvellinum í Glasgow með töluvert magn af sterum sem hann hugðist flytja úr landi. Norman Hamil- ton, ræðismaður íslands í Glasgow, sagði að ekkert hefði verið fjallað um málið í fjöl- miðlum í Skotlandi og vildu menn forðast þá umfjöllun. Hamilton sagði að tollgæsl- an á flugvellinum I Glasgow og lögregla hefði haft samband við sig. „Málinu er lokið, að þv( er mig varðar, og maðurinn er kominn til íslands. Hann var » nokkra daga í fangelsi í Glasgow en ég vil ekki ræða þetta mál frekar,“ sagði Hamilton. Hann sagði að slík mál kæmu upp af og til og þar ættu í hlut menn af öllum þjóð- eraura. Hann liti hins vegar svo á að þetta væri trúnaðarmál milli sín sem ræðismanns ís- lands og mannsins. Hörður Jóhannesson aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá RLR segir að brotið hafí verið fram- ið í Skotlandi og málið afgreitt þar. Ræðismaðurinn í Skot- landi hefði greitt sekt fyrir manninn, 500 sterlingspund, og þar með hefði málinu verið lokið. Smári Sigurðsson, tengill RLR við Interpol, sagði að haft hefði verið samband við sig og leitað upplýsinga um manninn. Hann sagði að í sín- um gögnum væri ekkert um það að fínna að hér væri um júdómann að ræða og maður- inn hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. „Mér er ekki kunnugt um að maðurinn hafi brotið af sér hér á landi,“ sagði Smári. Jafnaðarmenn á Alþingi Hagsmunagæsla fyrir Flugleiðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.