Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997
MORGUNBLA ÐIÐ
ERLEIMT
Carl Bildt vinsælli
en Göran Persson
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Major gagnrýnir
Evrópusambandið
Krefst
breyttrar
sjávarút-
vegsstefnu
London. Reuter.
JOHN Major, forsætisráðherra Bret-
lands, ítrekaði í gær að hann væri
staðráðinn í að hindra breytingar á
stofnunum Evrópusambandsins ef
breytingar yrðu ekki gerðar á sam-
eiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB.
Major ræddi við sjómenn, sem eru
óánægðir með sjávarútvegsstefnu
ESB, sem þeir segja hvetja erlenda
útgerðarmenn til að sölsa undir sig
stóran hluta af fiskveiðikvótum
Breta með svokölluðu „kvótahoppi".
Forsætisráðherrann kvaðst reiðubú-
inn að hindra breytingar sem sam-
þykktar yrðu á ríkjaráðstefnu Evr-
ópusambandsins sem á að ljúka í
Amsterdam í júní. „Ríkjaráðstefnan
mun ekki bera árangur nema .. .
viðunandi Iausn finnist á kvótahopps-
vandamálinu," sagði hann.
Fram komu þó efasemdir um að
stjórnin stæði við þetta loforð vegna
fréttar í dagblaðinu The Guardian,
sem sagði að Rannsóknardeild
íhaldsmanna hefði snuprað Michael
Portillo varnarmálaráðherra fyrir að
lýsa því yfir að stjómin væri reiðubú-
in að hindra niðurstöðu ríkjaráð-
stefnunnar.
Major kvaðst hins vegar styðja
afstöðu Portillos og sagði að stjómin
yrði að standa vörð um hagsmuni
Breta. Hann sakaði ennfremur
Verkamannaflokkinn og Frjálslynda
demókrata um að vilja fóma breskum
þjóðarhagsmunum innan Evrópu-
sambandsins.
Fylgi íhaldsflokksins eykst
Skoðanakannanir, sem birtar voru
um helgina, benda til þess að íhaids-
flokkurinn hafí saxað nokkuð á for-
skot Verkamannaflokksins í vikunni
sem leið. Samkvæmt Gallup-könnun,
sem The Sunday Telegraph birti, er
munurinn á fylgi flokkanna 16 pró-
sentustig og sjö stigum minni en
fyrir viku. Verkamannaflokkurinn er
einnig með 16 prósentustiga forskot
samkvæmt könnun, sem birt var í
Observer.
Lifað í
voninni
ÆTTINGJAR tveggja Breta,
sem hafa verið í haldi skæruliða
í Kasmír á Indlandi í næstum
tvö ár, héidu fréttamannafund
í Nýju Delhi í gær þar sem
þeir skoruðu á skæruliðana að
láta mennina lausa. Voru þeir
teknir ásamt fjórum öðrum
Vesturlandabúum. Einum
þeirra, Bandaríkjamanni, tókst
að flýja en einn manninn, sem
var norskur, tóku skæruliðarn-
ir af lífi. A myndinni eru Cat-
herine Moseley, Bob Wells og
Julie Mangan og sögðust þau
enn lifa í voninni um að sjá
ástvini sína aftur. Þau ætla
næstu þrjár vikurnar að ræða
við indverska embættismenn og
ferðast um Kasmír og Pakistan.
HELMINGUR Svía vill nú að Carl
Bildt leiðtogi Hægriflokksins verði
forsætisráðherra, en aðeins 25 pró-
sent vilja Göran Persson forsætis-
ráðherra og ieiðtoga Jafnaðar-
mannaflokksins ef marka má nýja
skoðanakönnun. Það verður þó
þungur róður fyrir Bildt að nýta
sterka stöðu sína og flokksins, sem
er stærsti flokkurinn samkvæmt
skoðanakönnunum, því fyrrverandi
samstjórnarflokkar hans standa
höljum fæti.
í skoðanakönnun Svenska Dag-
bladet ög Sifo kemur fram að Bildt
hefur aukið fylgi sitt úr 43 prósent-
um í desember 1995 í 51 prósent
nú, en Persson fallið úr 37 prósent-
um í 25 prósent. Verst er fyrir Pers-
son að þeir Bildt hafa jafnmikinn
stuðnmg í verkalýðshreyfmgunm.
Meðal kvenna bætir Bildt sig nú úr
43 í 52 prósent. Bildt hefur hingað
til ekki þótt mikill tilfinningamaður
en með störfum sínum í Bosníu hef-
ur ímynd hans breyst.
Velgengni Bildts og Hægriflokks-
ins gæti þó komið fyrir lítið, því
Miðflokkurinn hefur starfað með
stjórninni og Þjóðarflokkurinn og
Kristilegi demókrataflokkurinn eru
í lægð. Þegar Bildt kemur til baka
frá Bosníu í vor dugir honum því
ekki aðeins að styrkja eigin flokk,
heldur verður hann að vonast til að
hinir hægriflokkarnir eflist. Störf
hans í Bosníu hafa vísast verið hon-
um vegsauki, en óvíst er hversu vel
það dugir honum þegar til innan-
landsmálanna kemur.
Raðmorð-
ingi geng-
ur laus í
Belgíu
Brussel. Reuter.
ALLT bendir til þess að raðmorðingi
gangi laus í Belgíu, en undanfarnar
vikur hafa fundist æ fleiri líkams-
hlutar ungra kvenna í og við borgina
Mons. Um helgina fundust tveir
plastpokar með höfði, fæti og sköfl-
ungi við vegarbrún í litlu þorpi en
ekki hefur tekist að bera kennsl á
líkamshlutana.
Lögregla hefur undir höndum að
minnsta kosti níu plastpoka með iík-
amsleifum þriggja eða fjögurra
kvenna sem bera þess greinileg
merki að sá sem hlutaði líkin í sund-
ur, kann að fara með skurðhníf.
Að sögn belgísku lögreglunnar
bendir ekkert til þess að mál þetta
tengist barnaníðingnum Marc
Dutroux, sem hefur verið ákærður
fyrir að drepa fimm stúlkur. Þing-
nefnd hefur kannað hvernig rann-
sókn málsins var háttað og verður
skýrsla hennar kynnt í dag. Fullyrða
þarlendir fjölmiðlar að hún sé áfellis-
dómur yfir réttarkerfínu, þar séu
gerðar miklar athugasemdir við
rannsóknina.
-----♦—♦—♦-----
Sprengjutil-
ræði í Eþíópíu
Addis Ababa. Reuter.
RÁÐIST var með handsprengjum á
hótel og ítalskan veitingastað í Ad-
dis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, síð-
astliðinn iaugardag. Lést ein fram-
reiðslustúlka og 42 slösuðust, þar á
meðal nokkrir útlendingar. Margar
svipaðar árásir hafa verið gerðar í
Eþíópíu undanfarið.
Sprengju var kastað inn á ítalska
veitingastaðinn Blue Tops, sem út-
lendingar og ríkir Eþíópar sækja
mikið, og tveir Bretar, sem þar voru
staddir, köstuðu sér umsvifalaust á
hana til að hlífa konum sínum. Slös-
uðust þeir mikið en ekki lífshættu-
lega. Bretarnir hafa verið að þjálfa
eþíópska lögreglumenn.
Um sama leyti var sprengju kast-
að inn í Tigray-hótelið í miðborg
Addis Ababa og þar beið fram-
reiðslukona bana og 33 slösuðust.
Lipponen um EMU-aðild Finna og Svía
Ekkí spuming hvort
heldur hvenær
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÞAÐ er ekki spurning hvort Finnar
og Svíar gerast aðilar að Efnahags-
og myntbandalagi Evrópu, EMU,
heldur aðeins hvenær, því með und-
irritun Maastricht-sáttmálans sam-
þykktu þeir aðild. Þessari skoðun
sinni lýsti Paavo Lipponen forsætis-
ráðherra Finna í hádegisfréttum
sænska ríkisútvarpsins í gær. Göran
Persson forsætisráðherra Svía er á
þeirri skoðun að ekki sé hægt að
þvinga land til að vera með. Eigin
afstöðu vill hann ekki upplýsa, en
sagði í viðtali við Aftonbladet um
helgina að 1. maí væri heppilegur
dagur til að segja hug sinn.
Lipponen hefur verið ákveðinn
talsmaður finnskrar aðildar að
EMU. í sænska útvarpinu sagði
hann að bæði hvað Svía og Finna
varðaði væri aðild í raun þegar
ákveðin. Finnska stjórnin hefur
skipað nefnd til að athuga málið og
þegar hann var spurður af hveiju
þyrfti nefnd úr því aðild væri þegar
ákveðin, sagði hann að rétt eins og
samskonar nefnd hefði starfað í
Svíþjóð ætti nefndin að gera úttekt
á hvort Finnar ættu að vera með
frá byijun eða ekki, en ekki hvort
þeir ættu að vera með eða ekki.
Finnska stjórnin þarf aðeins ein-
faldan meirihluta til að samþykkja
EMU-aðild og sá meirihluti er þegar
tryggður, en hún mun vísast leitast
við að gera hann sem breiðastan.
Stefnt er að því að afgreiða málið
í maí eða fyrir þinglok í sumar.
Stjórnin er heldur ekki bundin af
að þurfa að leita svars í þjóðarat-
kvæðagreiðslu, en allar skoðana-
kannanir benda til að meirihluti
Finna sé á móti og þá á sömu for-
sendum og í Danmörku og Svíþjóð,
þar sem fólk óttast atvinnuleysi í
kjölfar aðildar og vill ekki missa
eigin gjaldmiðil.
Sænskur varnagli
frá byijun
Göran Persson forsætisráðherra
Svía hefur hingað til ekki tekið
undir túlkun Lipponens. Allt frá því
að Svíar gengu í Evrópusambandið
hefur Persson sagt að aðeins þingið
geti ákveðið hvort Svíar gerast aðil-
ar að EMU. Hann hefur því slegið
sinn einkavarnagla, en Svíar hafa
enga formlegan varnagla eins og
Bretar eða undanþágu eins og Dan-
ir. Rök hans eru þau að ESB gæti
ekki haft áhuga á að þvinga neitt
land til að vera með í EMU.
Sem fjármálaráðherra talaði
Persson fyrir aðild, en hefur ekki
tjáð skoðun sína skýrum orðum eft-
ir að hann varð forsætisráðherra.
Hins vegar hefur það lengi legið í
loftinu að hann myndi nota ávarp
sitt 1. mai til að kunngera skoðun
sína og þann
ásetning hefur
hann nú staðfest
í viðtali við Afton-
bladet. Þess
ávarps verður nú
beðið með mikilli
eftirvæntingu.
Ekki liggur enn
ljóst fyrir hvenær
sænska stjórnin ber EMU-aðild und-
ir þingið, en EMU-aðild verður tek-
in upp á flokksþingi Jafnaðar-
mannaflokksins í september og þá
fara linurnar væntanlega að skýr-
ast. Ef flokksþingið fellir aðild er
borin von að stjórnin geti lagt aðild-
ina fyrir þingið, en samþykki flokks-
þingið aðild er grundvöllur fyrir því
að þingmeirihluti fáist.
Sjávarútvegsráðherrar Evrópusam-
bandsins ræða kvóta og „kvótahopp“
Bretar hóta að
hindra ríkjaráðstefnu
EVRÓPA*
Lúxemborg. Reuter.
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR
Evrópusambandsins, ESB, reyndu
á fundi sínum í Lúxemborg í gær
að semja um minni samdrátt í afla-
heimildum til handa fiskveiðiflota
bandalagsins en fyrri áætlun gerði
ráð fyrir, en samkvæmt henni átti
að skera kvóta niður um allt að
30%. Fulltrúar Bretlands lýstu því
yfir að þeir myndu ekki virða frek-
ari kvótaniður-
skurð fyrr en
fundin hefði verið
lausn á deilunni
um hið svokallaða
„kvótahopp".
Áð sögn emb-
ættismanna fóru
fulltrúar Frakk-
Iands og Þýzka-
lands fram á að niðurskurður afla-
heimildanna yrði ekki meiri en 15%
á tímabilinu 1997-1999. Meiri nið-
urskurður væri hreinlega ófram-
kvæmanlegur. Framkvæmdastjórn-
in hafði upphaflega lagt til 40%
niðurskurð á sex árum.
Tony Baldry, sjávarútvegsráð-
herra Bretlands, sagði að nauðsyn-
Iegt væri að finna fyrst lausn á
„kvótahoppinu", og unz af því yrði
myndi Bretland hindra frekari
framgang ríkjaráðstefnu ESB, sem
beinist að endurskoðun stofnsátt-
mála ESB og vonir hafa staðið til
að væri hægt að ljúka í júní næst-
komandi.
Bretar eru mjög óánægðir með
að skip frá útgerðaraðilum í öðrum
Evrópusambandslöndum geti skráð
skip sín í Bretlandi og öðlazt þann-
ig hlutdeild í þeim aflaheimildum,
sem Bretum var úthlutað úr sam-
eiginlegum „kvótapotti" ESB. Þetta
hefur verið kallað kvótahopp. Eink-
um hafa það verið skip spænskra
og hollenzkra útgerða, sem hafa á
þennan hátt vakið gremju Breta.
Kosningahita
kennt um
Emma Bonino, sem fer með sjáv-
arútvegsmál í framkvæmdastjórn-
inni, sagði að sá vandi sem lægi
að baki kvótahoppsins hefði ekkert
með tillögur sínar um aðgerðir til
að minnka veiðigetu ESB-fiski-
skipaflotans. „Það er ekkert leynd-
armál, að senn eru kosningar í Bret-
landi,“ sagði Bonino.