Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BRÉF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ljóska Ferdinand Smáfólk I REALLV NEEDEP IT.. A 600P PLAYER NEEP5 600P EQUIPMENT.. MAVBE ITLL EVEN IMPROVE VOUR "W0N-L05T A6AIN " AVERA6E.. Ég var að kaupa nýjan horna- boltahanska___ Ég hafði virkilega þörf fyrir hann ... Góður leikmaður þarf góðan útbúnað ... Ef til vill bætir hann jafnvei „vann-tapaði aftur“ meðaltalið þitt... BETRA LÍF ÁIM TÓBAKS Ég skal ekki reykja HANA langaði til að læra hjúkrun. Hún var lagin að fást við fólk og var kappsöm og dugleg í vinnu. Þetta er saga frá þeim tíma að hjúkrunarnemar voru með svuntur, í bláum slopp, með hvítan kappa. Hún mætti á deildina sína á Landspítalanum og naut þess að vinna. Hún tók eftir því að samstarfskonurnar voru alltaf að fá sér kaffíbolla og sígarettu, skreppa í „pásu“. Deildarstýran reykti og var oft með hinum. „Er í lagi að ég skreppi með hinum,“ spurði hjúkrunarneminn deildarstýruna. „Þú reykir ekki,“ hreytti deildarstýran út út sér og fann hið sna- rasta verkefni fyrir nemann. Skilboðin voru ótvíræð, þú átt ekki skilið hlé nema þú reykir. Ábyrgð fyrirmyndanna í okkar þjóðfélagi er mikil, skilaboðin sem fyrirmyndirnar, deildarstýr- an hér í þessu tilviki, gefa eru vissulega meðtekin af einstaklingn- um, unglingnum eða nemanum sem þau beinast að. Það fylgir ábyrgð því að vera fyrirmynd, yfirmaður, þekktur ein- staklingur. Farið vel með þessa ímynd. Hjálpið ungu fólki til að vera það sjálft í stað þess að eltast við lélegar fyrirmyndir. Ungi hjúkrunarneminn stóðst þrýstinginn en það gera það ekki allir. F.h. Tóbaksvarnarnefndar Þorsteinn Njálsson. Að fela vandann Frá Jóni Kjartanssyni: FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA kynnti nýverið í fjölmiðlum skýrslu um skuldasöfnun heimilanna og vanskil. Skýrslan er um margt fróðleg og vel unnin, enda samin af hæfum mönnum. Éitt vantar þó í skýrsluna þ.e. skuldastöðu og vanskil ísl. heimila nú vorið 1997, því skýrslan tekur aðeins til áranna 1990-1994. Við þessu væri ekkert að segja ef skýrslan væri kynnt þannig og rædd. Svo er þó ekki. Ráðamenn og fjölmiðlafrík ræða skýrsluna eins og hún eigi við dag- inn í dag: „Hélt að staðan væri verri en raun ber vitni", hefur DV eftir ráðherranum og Mbl. tekur í sama streng daginn eftir í leiðara. í árslok 1994 voru skuldir heimilanna 276 milljarðar kr. og 15 þús. heimili með vanskil um- fram 3 mánuði. Þetta voru „135% af tekjum þeirra eftir skatt“.(Skatta- og meðlagsskuldir ekki meðtaldar.) Um síðustu ára- mót voru sömu skuldir um 344 milljarðar kr. og enn í örum vexti. Flest bendir til að vanskil hafi einn- ig farið vaxandi. T.d. lét Húsnæðis- stofnun bjóða upp 626 íbúðir árið 1995. Þessi mál eru enn alvarlegri en tölurnar gefa til kynna, því bakvið hvert niðurbrotið heimili eru gjaman nokkur heimili ættingja og vina undirlögð af björgunartil- raunum. Þess utan eru víða mjög erfið vandamál vegna skuldanna, þótt fólk takist með harmkvælum að standa í skilum. Það sem birtist í skýrslum er því aðeins toppur ísjakans. Skuldasöfnun þessi er því eitt alvarlegasta vandamálið í sam- félaginu, og eru þó enn ótaldir hin- ir útskúfuðu sem fá ekki lán og geta því ekki einu sinni skuldað, nema kannski húsaleiguna. Skuldasöfnunin er líka ástæðulaus í þessum mæli, því hægt er að skapa aðstöðu til heimilishalds með öðrum leiðum. Sem fjárfesting er þetta vonlaust og frá uppeldissjón- armiði er þetta fáránlegt. Gott væri ef fræðimenn vildu reyna að meta áhrif húsnæðisstefnunnar á uppeldi þjóðarinnar undanfarna áratugi. Hvað t.d. um samband húsnæðisstefnunnar annarsvegar og ofbeldis- og eiturefnanotkunar hinsvegar? Því er alvarlegt mál að stjórnvöld skuli reyna með áður- nefndum hætti að breiða yfír vand- ann og afneita honum þarmeð í stað þess að leita raunhæfra lausna. JÓN KJARTANSSON frá Pálmholti, formaður Leigjendasamtakanna. MORGUNliLAÐlD, Kringlunni 1, 103 Rcykjavik. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉK: Rilstjórn 569 1329, fréttir 669 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 669 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 669 1115. NETKANG: MBL(5)CENTRUM.1S / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 126 kr. eintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.