Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Abstraktmálari af hjartans innlifun LOUISA Matthíasdóttir hlaut fyr- ir skemmstu afar jákvæða gagn- rýni í The New York Times á yfírlitssýningu sem nú stendur yfir í New York Studio School í Greenwich Village. Þar getur að líta verk frá fjórða áratugnum og fram á þennan áratug, en lista- konan var áttræð fyrr á árinu. Holland Cotter myndiistar- gagnrýnandi segir feril Louisu langan, einkennast af atorkusemi og því hversu samkvæm hún sé sjálfri sér í list sinni. í meira en 30 ár hafi landslagsmyndir henn- ar sameinað óslípaða norræna harðneskju og móderníska lit- sterka hlýju. „Þessa blöndu er að fínna í gömlu verki af föður hennar, sem minnir á Matisse, síaðan með verkum Edwards Munch, þrátt fyrir að flókið litaspjaldið og skrautleg mynstur hverfi síðar hljóðlega. Frú Matthíasdóttir er abstraktmálari af hjartans innlif- un, hundur er sýndur sem svartur kassi með grófum pensilförum; þrír hestar á túni eru traustar skuggamyndir í brúnu og hvítu andspænis Ijarlægu hafinu; kyrralífsmyndir virðast klofna í skrá hafs og himins. Afburðaverkin hér eru þó sjálfsmyndirnar í fullri stærð. í þeim elstu, sem dagsettar eru 1966 er listakonan, klædd í grá- brúnt, með hönd á regnhlíf, Iíkt og hún búist við hvassviðri, horfir gætilega á áhorfandann. Árið 1993 er hún nánast í sömu stell- ingum en í litskrúðugri peysu og smaragðsgrænum skóm í snjó- hvítu herbergi. Hver mynd er skýr og dul um leið, fínleg í smáatrið- unum. Þessi lýsing á við öll verk- in á þessari litlu tileinkun að sýn- ingu.“ SAMKÓR Kópavogs heldur tónleika í Digraneskirkju. Morgunblaðið/Kristinn MARGRÉT Ásgeirsdóttir, formaður Félags bókasafnsfræðinga, afhendir Árna Björnssyni viðurkenniingu. Merkisdagar fá viðurkenningu NEFND Félags bókasafnsfræðinga um val á frumsaminni íslenskri fræði- bók ársins 1996 fyrir fullorðna hefur valið bókina Merkisdagar á marms- ævinni etir Árna Björnsson þjóð- háttafræðing, sem Mál og menning gaf út, til að hljóta viðurkenningu félagsins fyrir frumsamda íslenska fræðibók fyrir fullorðna árið 1996. Eins og fram kemur í inngangi er ritið að stofni til byggt á samnefndri bók höfundar sem kom út árið 1981, en allir kaflarnir hafa verið endur- sagðir og lengdir, auk þess bætt inn í kafla, tilvísunum og atriðaorðaskrá og heimildaskrá aukin. „Notagildi bókarinnar er mikið, sérstaklega þar sem hún er ítarleg- asta bókin á íslensku um efnið. Hún er aðgengileg handbók sem stenst jafnframt fræðilegar kröfur. Við gerð hennar og frágang eru fag- mennska og vandvirkni í fyrirrúmi," segir í greinargerð. Félag bókasafnsfræðinga hefur sl. fimm ár veitt viðurkenningu fyrir frumsamdar íslenskar fræðibækur, annars vegar fyrir börn og hins veg- ar fyrir fullorða. í kynningu segir: „Aðeins einu sinni hefur verið hægt að veita viðurkenningu fyrir frums- amda íslenska fræðibók fyrir börn en það var fyrir bókina Blómin okk- ar eftir Stefán Aðalsteinsson sem bókaútgáfan Bjallan gaf út árið 1992. Ástæðan fyrir því að ekki hefur verið hægt að tilnefna neina íslenska fræðibók fyrir börn er að öll þessi ár hefur ekki verið gefin út frumsamin íslensk fræðibók fyrir þennan markhóp sem hefur staðist lágmarkskröfur um gerð slíkra bóka, t.d. haft atriðaorðaskrá. Félag bóka- safnsfræðinga skorar á bókaútgef- endur að leggja aukna áherslu á útgáfu frumsaminna íslenskra fræðibóka fyrir börn og unglinga í framtíðinni." Vortónleikar Lúðra- Vortónleikar Samkórs Kópavogs í Digraneskirkju SAMKÓR Kópavogs heldur ár- lega vortónleika sína í Digranes- kirkju á morgun, þriðjudag, kl. 20.30. Á efnisskrá eru lög úr ýmsum áttum, íslensk og erlend, m.a. eftir Sigfús Halldórsson, Sig- urð Ágústsson, Verdi og Bizet. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er Anna Sigríður Helgadóttir. Píanóleikari er Katr- ín Sigurðardóttir. Stjórnandi kórsins er Stefán Guðmundsson. sveitar verkalýðsins ÁRLEGIR vortónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins verða haldnir næstkom- andi miðvikudag kl. 20 í Langholts- kirkju. I tilkynningu segir að á efnis- skrá verði m.a. verk eftir Grieg, John Williams, Rimski-Korsakov, Gustav Holst, Schuman og Leonard Bernstein. Einleikari á tónleikunum er Eydís Fransdóttir, sem leikur á óbó í verki eftir Rimski-Korsakov. Stjórnandi Lúðrasveitar verka- lýðsins er Tryggvi M. Baldvinsson. Að vanda er aðgangur að tónleik- um Lúðrasveitar verkalýðsins ókeypis. Tónleikar í Hveragerðiskirkju TONLEIKAR verða haldnir í Hveragerðis- kirkju í kvöld þriðju- daginn 15. apríl kl. 20.30. Þar koma fram Gunnar Kvaran selló- leikari og Haukur Guð- laugsson oranleikari. Gunnar mun leika tvær einleikssvítur eftir Bach nr. 3 í g-dúr og no. 5 í c-moll. Gunnar og Haukur munu leika saman nokkur stutt verk sem talin eru perl- ur í tónbókmenntum smálaga, en það eru Svanurinn efitr Saint Saéns, Ave Maria eftir Bach - Gounod, Sicili- enne eftir Mariu Theresíu von Para- dis, Adagio eftir Bach, sem er umrit- uð úr tokkötu fyrir orgel í c, og hið fræga katalónska þjóðlag, Söngur fuglanna, í útsetningu sellósnillings- ins Pablo Casals. Tónleikarnir eru haldnir til þess að freista þess að safna fé til fyrir- hugaðra kaupa á nýjum flygli í kirkj- una, og munu tónlistarmennirnir leggja fram vinnu sína endurgjalds- laust. Mikið stendur til í menningarlífi Hvergerðinga á næstunni því dag- ana 16., 17. og 18. maí (hvítasunnu- helgina) verður efnt til tónlistarhá- tíðar í Hveragerði og þar munu landsþekktir tónlistarmenn halda þrenna tónleika með fjölbreytilegum efnisskrám. Myrkraverk í snjónum KVIKMYNPIR B í ó b o r g i ii LESIÐ í SNJÓINN „Smilla’s Sense of Snow“ ★ ★ 'A Leikstjóri: Billy August. Kvik- myndataka: Jorgen Persson. Handrit: Ann Biderman. Byggt á skáJdsögu Peter Hoeg. Aðallilut- verk: Julia Ormond, Gabriel Byrne, Clipper Miano, Richard Harris og Robert Loggia. 121 mín. Dönsk/þýsk/sænsk. Constantin Film. 1997. LESIÐ í snjóinn er kvikmynd sem virkar, næstum því. Danski leikstjórinn Billy August byijar vel í stuttum formála sem býr yfir tign og dularfullri fegurð. í formálanum fá áhorfendur innsýn í áhrifamikinn atburð sem átti sér stað fyrir meira en öld í hvítri ógnarvíðáttu Grænlands. Síðan er klippt yfir til Kaup- mannahafnar nútímans þar sem hin hálfgrænlenska Smilla kemur heim og sér eina vin sinn, græn- lenskan dreng, borinn burt á lík- börum. Yfirvöld kveða upp dóm; Isaiah dó af slysförum en Smilla er fullviss um að hann hafi verið myrtur. Smilia býr nefnilega yfir auka skilningarviti þegar kemur að snjó og síðustu fótspor Isaiah á þaki blokkarinnar segja henni aðra sögu. Spennusagan er komin af stað. August byggir hægt og rólega upp noir-legt andrúmsloft yfírvofandi ógnar og spennu. Allir eru dular- fullir og flestir leggja stein í götu Smillu þegar hún reynir að nálgast sannleikann um dauða Isaiah. Ef myndin væri eingöngu dæmd fyrir dimman stíl og ógnvekjandi and- rúmsloft fengi hún fyrstu einkunn. Því miður eru fleiri þættir í gangi sem virka misvel. Fyrst má nefna persónusköpun og leik. Jul- ia Ormond er reyndar burðarás myndarinnar. Sem skapstyggi einfarinn Smilla sýnir Ormond leikhæfileika sem sáust ekki í fyrri myndum hennar. Samband henn- ar við Isaiah (Clipper Miano) er sérstaklega vel heppnað. Enda hefur August áður sýnt á nærfær- inn hátt í „Pelle Erobreren" að hann kann vel að útfæra trega- blandið samband barns og fullorð- ins einstaklings. Aðrar persónur eru hálfgerðir draugar og eins og allir aukaleik- ararnir hafi verið djúpfrystir áður en þeir voru settir fyrir framan myndavélina. Gabriel Byrne gerir heiðarlega tilraun til þess að túlka dularfullan nágranna Smillu sem aðstoðar hana við rannsóknina. Persóna hans er sérstaklega loðin og óljós, og oftast eins og hann sé úr öllu samhengi við atburði myndarinnar. Ástarsamband hans og Smillu er jafnframt með ein- dæmum ótrúverðugt. Söguþráðurinn er annar veikur punktur. Að vísu er ekki hægt að sakast út í handritshöfundinn, Ann Biderman, því hún gerir einfald- lega þau mistök að vera trú skáld- sögu Peter Heegs. Eins og í bók- inni, Lesið í snjóinn, verður sögu- þráðurinn þvílík della undir lokin að maður vill helst gleyma honum. Einkum eru atburðir í íshelli nokkr- um eins og úr slöppum þætti af Ráðgátum eða vísindaskáldsögu- kvikmynd frá sjötta áratugnum. Ef manni tekst að horfa framhjá þessum vitleysisgangi og stirð- busalegum leik má engu að síður fá töluverða ánægju út úr því að fylgjast með Smillu og sökkva sér ofan í myrkraveröld Augusts. Anna Sveinbjarnardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.