Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Prímus Everestfaranna sprakk í loft upp
Kviknaði í tjaldinu og
augabrúnir sviðnuðu
LEIÐIN yfir Khumbu skriðjökulinn er erfið og ekki hættulaus.
Á sumum svæðum reyna leiðangursmenn að fara hratt yfir því
talsverð hætta er á íshruni.
ÍSLENSKU fjallgöngumennirnir
sem eru á ieið upp Everest sluppu
ómeiddir þegar prímus sem þeir
notuðu við að elda sprakk í loft
upp. Eldurinn læsti sig í tjaldið og
eina dýnu, en allur fatnaður slapp
óskemmdur. Félagarnir létu þetta
áfall ekki á sig fá og sváfu í leyfun-
um af tjaldinu um nóttina og héldu
svo ferð sinni upp fjallið áfram.
„Drengirnir voru að eida í búðum
tvö, sem er fyrir ofan Khumbu
skriðjökulinn, þegar prímusinn
sprakk í loft upp. Þetta er prímus
með litlu gashylki með slöngu að
brennaranum. Slangan gaf sig og
tjaldið fylltist af eldi. Þeim tókst
að komast út um afturhlutann á
tjaldinu með það helsta í höndun-
um,“ sagði Hörður Magnússon, að-
stoðarmaður fjallgöngukappanna,
en hann er í grunnbúðunum.
Hár sviðnaði á
höfði Hallgríms
Hörður sagði að þeir hefðu siopp-
ið ómeiddir úr þessum háska. „Það
sviðnuðu augabrýr á Hallgrími
bróður mínum og hann þarf víst
ekki að fara í klippingu á næst-
unni. Tjaldið er hins vegar mikið
skemmt og strákarnir sögðu við
mig í dag að það hefði verið fín
loftræsting og gott útsýni úr tjald-
inu í nótt.“
Um 20 stiga frost var í tjaldinu
um nóttina, en það fór hins vegar
ágætlega um fjallgöngumennina í
svefnpokum þrátt fyrir það. Morg-
uninn eftir héldu þeir áfram för
sinni upp í þriðju búðir, sem eru í
6.500 metra hæð. Þar sváfu þeir í
nótt, en í dag halda þeir aftur niður
í grunnbúðir þar sem þeir munu
hvílast í nokkra daga fyrir komandi
átök. Þeir hafa ekki tekið ákvörðun
um hvaða markmið þeir setja sér í
næsta áfanga, en það er þó ljóst
að þeir fara þá a.m.k. upp í fjórðu
búðir, sem verða í 7.500 metra hæð.
Hörður sagði að óhappið hefði
engin áhrif á Everest leiðangurinn.
Nóg væri til af tjöldum og þeir
væru einnig með auka dýnu. Hann
sagði að þremenningarnir væru við
góða heilsu og bjartsýnir á fram-
haldið. Veðrið hefði verið ágætt síð-
ustu daga, en það yrði þó að batna
áður en þeir gætu lagt í lokaáfang-
ann.
Hörður fór í gær yfir Khumbu
skriðjökulinn á eftir félögum sínum.
Hann sagði að lýsingar þeirra á
landslaginu væru engar ýkjur.
Náttúran þarna væri stórbrotin. Á
leiðinni mætti Hörður nokkrum leið-
angursmönnum og var einn þeirra
ósjálfbjarga vegna veikinda. Hann
aðstoðaði við að koma manninum
niður í grunnbúðir.
Hörður sagði að sér hefði gengið
vel að ræða við Hallgrím, Björn og
Einar í þriðju búðum sem eru í svo-
kölluðum Vesturdal, en þeir eru
með talstöðvar. Það sama væri ekki
hægt að segja um aðra leiðangurs-
menn. Ekkert heyrðist í þeirra tal-
stöðvum þrátt fyrir að sumar væru
með stór og mikil loftnet.
Abalbubir'O'
LEIÐANGURSMENN er núna komnir upp í þriðju búðir og
fara síðar í vikunni upp í fjórðu búðir, en fyrst fara þeir aftur
niður í grunnbúðir til að hvílast.
Andlát
JÓN GUNNLAUGSSON
LÆKNIR
JÓN Gunniaugsson,
iæknir á Seltjarnar-
nesi, lést á Hjúkrunar-
heimiiinu Eir í gær-
morgun 82ja ára að
aldri.
Jón fæddist á Höfn
í Bakkafirði 8. maí
1914, sonur hjónanna
Gunnlaugs A. Jónsson-
ar, verslunarstjóra þar
og Oktavíu S. Jóhann-
esdóttur. Hann lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á
Akureyri 1937 og
embættisprófi í lækn-
isfræði 1947. Um skeið stundaði
hann framhaldsnám í Danmörku
og Svíþjóð. Jón var héraðslæknir í
Reykhólahéraði 1947-53, starfaði
sem læknir á Selfossi 1953-64 og
sem heimilislæknir í Reykjavík frá
hausti 1964.
Jón starfaði mikið í
Rotarýhreyfingunni,
stofnaði m.a. Rotary-
klúbb Seltjarnarness
1971 og var fyrsti for-
maður klúbbsins. Þá
var hann umdæmis-
stjóri Rotaryhreyf-
ingarinnar á íslandi
1980-81. Bæjarmál-
efni lét hann til sín
taka og sat um skeið í
bæjarstjórn Seltjarnar-
ness sem fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins. Mál-
efni kirkjunnar voru
honum einnig mjög
hugleikin og sat hann í sóknarnefnd
Seltjarnarnesskirkju um árabil.
Eiginkona Jóns var Selma Kalda-
lóns tónskáld f. 1919, d. 1984 og
eignuðust þau níu börn sem öll eru
á lífi.
SKÁKSAMBAND íslands hefur
ákveðið að halda ekki ársþing Al-
þjóðaskáksambandsins, FIDE, árið
1999 eins og fyrirhugað var, m.a.
vegna þeirrar upplausnar sem nú
er innan FIDE. Norðmenn hafa
sömuleiðis fallið frá því að halda
ársþing FIDE á þessu ári en það
átti að vera í Ósló í ágúst.
íslenska skáksambandið sótti
fyrir tveimur árum um að halda
ársþingið árið 1999 og hafði það
verið samþykkt. Að sögn Einars
S. Einarssonar svæðisstjóra FIDE
á Norðurlöndum hafa Islendingar
nú horfið frá þessu.
„Það ríkir upplausnarástand inn-
an FIDE, samskipti við aðildarlönd-
in eru í lamasessi og fréttir sem
berast af starfsemi FIDE er aldrei
hægt að taka bókstaflega. Því virð-
ast valdabarátta og pólitík innan
stjórnar FIDE vera að ríða sam-
bandinu að fullu,“ segir Einar S.
Einarsson svæðisforseti FIDE á
Norðurlöndunum.
Hann segir að yfirgangur valda-
afla innan FIDE á þingi sambands-
ins í Armeníu á síðasta ári hafi
fyllt mælinn. Fyrst hafi verið rifist
um það í tvo daga hvort kjósa ætti
5 eða 8 menn í stjórnina. „Niður-
Skipulag heims-
meistaramóta í
algerri óvissu
staðan varð að kjósa forseta, vara-
forseta, gjaldkera og tvo aðra, en
það var ekki fyrr búið að ljúka þeirri
kosningu en forsetinn tók sér það
alræðisvald að skipa þijá fulltrúa í
viðbót í stjórnina og valdi þá sem
menn vildu síst. Eftir þetta taka
menn ekkert mark á þessu aiþjóða-
sambandi," sagði Einar.
Forseti FIDE er Kirsan Iljumsj-
inov forseti rússneska sjálfstjórnar-
lýðveldisins Kalmykiu en hann tók
við árið 1995 af Florencio Campo-
manes. Reynt var að koma Iljumsj-
inov frá á síðasta ársfundi FIDE
og mynduðu skáksambönd á vestur-
löndum samstarfshóp til að reyna
að koma skikk á málin. Það mis-
tókst og segir Einar það næstum
vonlaust eins og nú hátti til vegna
stórfelldra atkvæðakaupa FIDE-
stjómarinnar.
Millisvæðamót ekki haldin
Einar segir að verið sé að skoða
möguleika á að stofna nýtt heims-
samband sem starfi til hliðar við
FIDE og innan þess verði komið á
einhverskonar keppni um heims-
meistaratitla. Um þau mál er allt í
óvissu innan FIDE, m.a. hafa þrír
íslenskir stórmeistarar, Jóhann
Hjartarson, Margeir Pétursson og
Helgi Áss Grétarsson haft rétt síðan
1995 til að taka þátt í millisvæða-
móti, sem enn hefur ekki verið hald-
ið. Áð öllu eðlilegu ætti að halda
svæðamót Norðurlandanna á þessu
ári en Einar segir að það þjóni ekki
tilgangi meðan þeir sem öðluðust
rétt síðast hafi enn ekki fengið
nein verkefni.
Hugmyndir hafa verið um að
breyta fyrirkomulagi heimsmeist-
aramótanna þannig að í stað milli-
svæðamóta og einvíga komi útslátt-
armót 100 skákmanna og íslend-
ingarnir þrír ættu þátttökurétt þar.
Fyrirhugað var að halda þetta
mót um síðustu áramót og nú hefur
FIDE boðað að mótið verði haldið
í Kalmykiu í desember og verð-
launafé nemi 5 milljónum dollara
eða um 350 milljónum króna. „En
þetta er allt óstaðfest og ég tek
þessar yfirlýsingar nú ekki bókstaf-
lega frekar en aðrir FIDE-fulltrú-
ar,“ segir Einar S. Einarsson.
Lægsta tilboð í eftirlit
OPNUÐ hafa verið hjá Vegagerð-
inni tilboð í verkfræðilegt eftirlit
með lagningu Vesturlandsvegar
frá Elliðaám að Skeiðarvogi.
Þetta var lokað útboð og var sjö
aðilum boðin þátttaka. Sendu þeir
allir inn tilboð. Lægsta tilboðið
átti VSÓ-Ráðgjöf ehf, 6,5 milljónir
króna. Næstlægsta tilboðið átti
Almenna verkfræðistofan hf, tæp-
ar 6,8 milljónir króna. Hæsta til-
boðið átti Hönnun hf, tæpar 9,6
milljónir króna.
Upplausn ríkir iiiiian Alþjóðaskáksambandsins
*
Island hætt við að
halda ársþing FIDE