Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Prímus Everestfaranna sprakk í loft upp Kviknaði í tjaldinu og augabrúnir sviðnuðu LEIÐIN yfir Khumbu skriðjökulinn er erfið og ekki hættulaus. Á sumum svæðum reyna leiðangursmenn að fara hratt yfir því talsverð hætta er á íshruni. ÍSLENSKU fjallgöngumennirnir sem eru á ieið upp Everest sluppu ómeiddir þegar prímus sem þeir notuðu við að elda sprakk í loft upp. Eldurinn læsti sig í tjaldið og eina dýnu, en allur fatnaður slapp óskemmdur. Félagarnir létu þetta áfall ekki á sig fá og sváfu í leyfun- um af tjaldinu um nóttina og héldu svo ferð sinni upp fjallið áfram. „Drengirnir voru að eida í búðum tvö, sem er fyrir ofan Khumbu skriðjökulinn, þegar prímusinn sprakk í loft upp. Þetta er prímus með litlu gashylki með slöngu að brennaranum. Slangan gaf sig og tjaldið fylltist af eldi. Þeim tókst að komast út um afturhlutann á tjaldinu með það helsta í höndun- um,“ sagði Hörður Magnússon, að- stoðarmaður fjallgöngukappanna, en hann er í grunnbúðunum. Hár sviðnaði á höfði Hallgríms Hörður sagði að þeir hefðu siopp- ið ómeiddir úr þessum háska. „Það sviðnuðu augabrýr á Hallgrími bróður mínum og hann þarf víst ekki að fara í klippingu á næst- unni. Tjaldið er hins vegar mikið skemmt og strákarnir sögðu við mig í dag að það hefði verið fín loftræsting og gott útsýni úr tjald- inu í nótt.“ Um 20 stiga frost var í tjaldinu um nóttina, en það fór hins vegar ágætlega um fjallgöngumennina í svefnpokum þrátt fyrir það. Morg- uninn eftir héldu þeir áfram för sinni upp í þriðju búðir, sem eru í 6.500 metra hæð. Þar sváfu þeir í nótt, en í dag halda þeir aftur niður í grunnbúðir þar sem þeir munu hvílast í nokkra daga fyrir komandi átök. Þeir hafa ekki tekið ákvörðun um hvaða markmið þeir setja sér í næsta áfanga, en það er þó ljóst að þeir fara þá a.m.k. upp í fjórðu búðir, sem verða í 7.500 metra hæð. Hörður sagði að óhappið hefði engin áhrif á Everest leiðangurinn. Nóg væri til af tjöldum og þeir væru einnig með auka dýnu. Hann sagði að þremenningarnir væru við góða heilsu og bjartsýnir á fram- haldið. Veðrið hefði verið ágætt síð- ustu daga, en það yrði þó að batna áður en þeir gætu lagt í lokaáfang- ann. Hörður fór í gær yfir Khumbu skriðjökulinn á eftir félögum sínum. Hann sagði að lýsingar þeirra á landslaginu væru engar ýkjur. Náttúran þarna væri stórbrotin. Á leiðinni mætti Hörður nokkrum leið- angursmönnum og var einn þeirra ósjálfbjarga vegna veikinda. Hann aðstoðaði við að koma manninum niður í grunnbúðir. Hörður sagði að sér hefði gengið vel að ræða við Hallgrím, Björn og Einar í þriðju búðum sem eru í svo- kölluðum Vesturdal, en þeir eru með talstöðvar. Það sama væri ekki hægt að segja um aðra leiðangurs- menn. Ekkert heyrðist í þeirra tal- stöðvum þrátt fyrir að sumar væru með stór og mikil loftnet. Abalbubir'O' LEIÐANGURSMENN er núna komnir upp í þriðju búðir og fara síðar í vikunni upp í fjórðu búðir, en fyrst fara þeir aftur niður í grunnbúðir til að hvílast. Andlát JÓN GUNNLAUGSSON LÆKNIR JÓN Gunniaugsson, iæknir á Seltjarnar- nesi, lést á Hjúkrunar- heimiiinu Eir í gær- morgun 82ja ára að aldri. Jón fæddist á Höfn í Bakkafirði 8. maí 1914, sonur hjónanna Gunnlaugs A. Jónsson- ar, verslunarstjóra þar og Oktavíu S. Jóhann- esdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og embættisprófi í lækn- isfræði 1947. Um skeið stundaði hann framhaldsnám í Danmörku og Svíþjóð. Jón var héraðslæknir í Reykhólahéraði 1947-53, starfaði sem læknir á Selfossi 1953-64 og sem heimilislæknir í Reykjavík frá hausti 1964. Jón starfaði mikið í Rotarýhreyfingunni, stofnaði m.a. Rotary- klúbb Seltjarnarness 1971 og var fyrsti for- maður klúbbsins. Þá var hann umdæmis- stjóri Rotaryhreyf- ingarinnar á íslandi 1980-81. Bæjarmál- efni lét hann til sín taka og sat um skeið í bæjarstjórn Seltjarnar- ness sem fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. Mál- efni kirkjunnar voru honum einnig mjög hugleikin og sat hann í sóknarnefnd Seltjarnarnesskirkju um árabil. Eiginkona Jóns var Selma Kalda- lóns tónskáld f. 1919, d. 1984 og eignuðust þau níu börn sem öll eru á lífi. SKÁKSAMBAND íslands hefur ákveðið að halda ekki ársþing Al- þjóðaskáksambandsins, FIDE, árið 1999 eins og fyrirhugað var, m.a. vegna þeirrar upplausnar sem nú er innan FIDE. Norðmenn hafa sömuleiðis fallið frá því að halda ársþing FIDE á þessu ári en það átti að vera í Ósló í ágúst. íslenska skáksambandið sótti fyrir tveimur árum um að halda ársþingið árið 1999 og hafði það verið samþykkt. Að sögn Einars S. Einarssonar svæðisstjóra FIDE á Norðurlöndum hafa Islendingar nú horfið frá þessu. „Það ríkir upplausnarástand inn- an FIDE, samskipti við aðildarlönd- in eru í lamasessi og fréttir sem berast af starfsemi FIDE er aldrei hægt að taka bókstaflega. Því virð- ast valdabarátta og pólitík innan stjórnar FIDE vera að ríða sam- bandinu að fullu,“ segir Einar S. Einarsson svæðisforseti FIDE á Norðurlöndunum. Hann segir að yfirgangur valda- afla innan FIDE á þingi sambands- ins í Armeníu á síðasta ári hafi fyllt mælinn. Fyrst hafi verið rifist um það í tvo daga hvort kjósa ætti 5 eða 8 menn í stjórnina. „Niður- Skipulag heims- meistaramóta í algerri óvissu staðan varð að kjósa forseta, vara- forseta, gjaldkera og tvo aðra, en það var ekki fyrr búið að ljúka þeirri kosningu en forsetinn tók sér það alræðisvald að skipa þijá fulltrúa í viðbót í stjórnina og valdi þá sem menn vildu síst. Eftir þetta taka menn ekkert mark á þessu aiþjóða- sambandi," sagði Einar. Forseti FIDE er Kirsan Iljumsj- inov forseti rússneska sjálfstjórnar- lýðveldisins Kalmykiu en hann tók við árið 1995 af Florencio Campo- manes. Reynt var að koma Iljumsj- inov frá á síðasta ársfundi FIDE og mynduðu skáksambönd á vestur- löndum samstarfshóp til að reyna að koma skikk á málin. Það mis- tókst og segir Einar það næstum vonlaust eins og nú hátti til vegna stórfelldra atkvæðakaupa FIDE- stjómarinnar. Millisvæðamót ekki haldin Einar segir að verið sé að skoða möguleika á að stofna nýtt heims- samband sem starfi til hliðar við FIDE og innan þess verði komið á einhverskonar keppni um heims- meistaratitla. Um þau mál er allt í óvissu innan FIDE, m.a. hafa þrír íslenskir stórmeistarar, Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson og Helgi Áss Grétarsson haft rétt síðan 1995 til að taka þátt í millisvæða- móti, sem enn hefur ekki verið hald- ið. Áð öllu eðlilegu ætti að halda svæðamót Norðurlandanna á þessu ári en Einar segir að það þjóni ekki tilgangi meðan þeir sem öðluðust rétt síðast hafi enn ekki fengið nein verkefni. Hugmyndir hafa verið um að breyta fyrirkomulagi heimsmeist- aramótanna þannig að í stað milli- svæðamóta og einvíga komi útslátt- armót 100 skákmanna og íslend- ingarnir þrír ættu þátttökurétt þar. Fyrirhugað var að halda þetta mót um síðustu áramót og nú hefur FIDE boðað að mótið verði haldið í Kalmykiu í desember og verð- launafé nemi 5 milljónum dollara eða um 350 milljónum króna. „En þetta er allt óstaðfest og ég tek þessar yfirlýsingar nú ekki bókstaf- lega frekar en aðrir FIDE-fulltrú- ar,“ segir Einar S. Einarsson. Lægsta tilboð í eftirlit OPNUÐ hafa verið hjá Vegagerð- inni tilboð í verkfræðilegt eftirlit með lagningu Vesturlandsvegar frá Elliðaám að Skeiðarvogi. Þetta var lokað útboð og var sjö aðilum boðin þátttaka. Sendu þeir allir inn tilboð. Lægsta tilboðið átti VSÓ-Ráðgjöf ehf, 6,5 milljónir króna. Næstlægsta tilboðið átti Almenna verkfræðistofan hf, tæp- ar 6,8 milljónir króna. Hæsta til- boðið átti Hönnun hf, tæpar 9,6 milljónir króna. Upplausn ríkir iiiiian Alþjóðaskáksambandsins * Island hætt við að halda ársþing FIDE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.