Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 11 FRÉTTIR Kristinn Aadnegard skipstjóri á Dísarfelli MMmmMmmrr Engu áfátt í viðhaldi „ÞEIR menn sem hafa haldið því fram að viðhaldi Dísarfells hafi ver- ið áfátt tala gegn betri vitund. Ég staðhæfi að það var ekkert látið reka á reiðanum varðandi viðhald skipsins," segir Kristinn Aadnegard skipstjóri á Dísarfelli í samtali við Morgunblaðið þegar hann er spurður um þær efasemdir sem fram hafa komið þess efnis að Dísarfellið hafi ekki fengið eðlilegt viðhald, en hann var í stuttu fríi þegar skipið fór sína síðustu ferð. Kristinn hefur einnig orðið fyrir ónæði heima, fengið nafn- lausar símhringingar þar sem hann er ásakaður um manndráp. Kristinn Aadnegard var í nokk- urra daga fríi og átti að taka við Dísarfellinu aftur erlendis og sigla því í slipp en fyrir dyrum stóð reglu- leg flokkunarviðgerð sem fer jafnan fram á fimm ára fresti. „Stjórnar- menn í Sjómannafélagi Reykjavíkur eru haldnir þeim misskilningi að hér sé eitthvað við útgerðina að eiga því ég ber ábyrgð á þessu sem skip- stjóri," segir Kristinn ennfremur. Hann kvaðst ekki hafa ætlað að tjá sig um málið, bjóst við að vera kall- aður fyrir sjórétt en sér sig nú til- neyddan: „Eg verð að tjá mig áður en ég verð almennt stimplaður sem morðingi.“ Kristinn er lærður vélvirki og vann við viðgerðir á togurum og flutningaskipum áður en hann gerð- ist stýrimaður og skipstjóri og þekk- ir_því viðhaldsmál frá ýmsum hliðum. „Eg hafði aldrei látið mér detta í hug, að þegar vinnuflokkar voru fengnir til að gera við og lagfæra eitthvað um borð sem betur mátti fara, að þá væru yfirmenn eða út- gerðarmenn að viðurkenna að skipið væri ósjófært ef eitthvað væri að. Dísarfell var 14 ára þegar við tókum við því og við sáum fljótlega ýmis- legt sem við vildum hafa öðruvísi og hef haft fullt traust útgerðarinn- ar til að lagfæra og betrumbæta og hef verið að vinna í því.“ Langt gengið í málflutningnum Hefur nokkrum manni dottið í hug að eftirlit á flugvélum á jörðu niðri færi fram af því að þær væru ónýt- ar? spyr Kristinn og heldur áfram: „Það hvarflar ekki að neinum, það er til að tryggja að allt sé í full- komnu lagi. Mér finnst fyrrum stétt- arfélag mitt ganga æði langt í mál- flutningi sínum þegar stjórnarmenn koma aftur og aftur í blöð og útvarp og segja, strákarnir sögðu ... þeir voru að tala um það þarna niðurfrá ... heyrst hefur ... orðrómur er um. Ég er hræddur um að það heyrðist hljóð úr horni ef maður hagaði sér þannig gagnvart fólki í landi. Mér finnst líka með fullri virðingu fyrir samgönguráðherra og formanni sjó- slysanefndar, að annaðhvort hefur fólkið ekki vit á því sem það er að gera eða eitthvað annað en fagleg vinnubrögð liggi að baki. Ráðherra á hvorki að panta niðurstöður né segja hvernig menn eiga að haga störfum sínum við sjópróf og ég tel hann ábyrgan ekki síður en stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur fyrir þessum málflutningi. Ráðherra verð- ur að gæta orða sinna.“ Kristinn minnti á að sjóréttur væri rannsóknaraðili, búið væri að taka skýrslur af áhöfn, fulltrúa út- gerðar sem sér um tæknilegan rekst- ur, af starfsmanni flokkunarfélags, kafara og sjálfstætt starfandi skipa- tæknifræðingi sem bauð út 15 ára flokkunarviðgerðina. Skýrslur sjó- prófa þyrfti að þýða og senda trygg- ingarfélögum og öðrum sem málið varðaði og að það væri áfram í at- hugun. Það lægi honum þyngst á hjarta af öllum þessum aðilum að komast að því hvað gerst hefði. Taldi hann líklegt að sjóréttur myndi vilja heyra frá honum og kveðst reiðubúinn til þess hvenær sem er og hann bæri fullt traust til Jóns Finnbjörnssonar dómara. „Við getum kannski líkt þessu máli við að menn setjist upp í bíl sinn, aki af stað og uppgötvi skyndi- lega að hemlar eru óvirkir. Eitthvað hefur farið úrskeiðis en engum dytti í hug að stöðva innflutning á við- komandi bílategund eða að viðhald- inu hefði verið ábótavant. Hér verða menn að sýna af sér ró og skynsemi og vinna málið æsingalaust. Mér finnst verst að standa frammi fyrir fjölskyldu minni og skipveija minna, ekki síst fjölskyldum þeirra sem fórust, fólki sem maður hefur gefið leyfi til að sigla með okkur með ung börn sín þegar verið er að ýja að því að viðhaldið hafi ekki verið í lagi því það er svo fjarri öllum sanni,“ segir Kristinn. Fíkni- efni fundust á ísafirði LÖGREGLAN á ísafirði gerði leit í húsi einu á ísafirði á sunnudaginn þar sem grunur lék á að fíkniefnamisferli ættu sér stað. Húsleitin var gerð um miðjan dag að fenginni húsleitarheimild hjá Héraðs- dómi Vestfjarða. Mikið magn fíkniefna fannst við leitina, auk þýfis. Alls fundust rúmlega 130 grömm af hassi, rúmlega 11 grömm af amfetamíni, tæp- lega 7 grömm af maríjúana og 100 kannabisplöntur sem voru undir hitalömpum. Þýfi það er fannst við hús- leitina er talið vera frá ýmsum stöðum m.a. frá heilsugæslu- stöð í Hafnarfirði. Alls voru 8 manns hand- teknir í tengslum við rannsókn máisins. Fólkið er á aldrinum frá 30 til 72 ára. Einn íbúa hússins hefur við- urkennt að hafa átt öll þau fíkniefni og plöntur sem fund- ust við leitina. Hann hefur neitað að efnin hafi verið ætluð til dreifingar, þau hafi verið ætluð honum einum, segir í frétt frá lögreglunni. Lögreglustjórinn á Isafirði fór fram á gæsluvarðhald yfir einum málsaðilanum en kröf- unni var hafnað og eru allir hinir handteknu lausir úr haldi. • Lögreglan á ísafirði hafði fylgst með húsinu og íbúum þess um tíma og var húsleitin gerð í framhaldi af þeirri rann- sókn. Flestir þeir sem hand- teknir voru hafa komið áður við sögu lögreglu vegna fíkni- efnamála. Rannsókn málsins stendur enn yfir. 25 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot Hæstiréttur um Eyvindarstaða- og Auðkúluheiðar Hrepparnir eiga ekki heiðarnar HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt fimmtugan mann, Frank- lín Kristin Steiner, í 25 mánaða fangelsi fyrir að hafa átt í bifreið sinni og á heimili sínu í Hafnar- firði 253,5 grömm af amfetamíni, 126,3 grömm af hassi og 6,7 grömm af marijuana þegar hann var handtekinn af lögreglu þann 13. apríl á síðasta ári og fyrir að hafa brotið skotvopnalöggjöf með því að eiga byssu, skothylki og ýmis eggvopn á heimili sínu. Franklín var handtekinn af lög- reglunni í Kópavogi á akstri milli Hafnarfjarðar og Kópavogs og fundust þá í fórum hans 50,5 grömm af hassi og 1 gramm af amfetamíni. Við leit á heimili hans fundust svo 252,5 grömm af amfetamíni, 75,8 grömm af hassi og 6,7 grömm af marijuana. Hluti efnanna fannst falinn á ýmsum stöðum innandyra en hluti falinn í garði við húsið ásamt svipu og steinum sem taldir voru m.a. demantar. Framburður ekki marktækur Við yfirheyrslur hjá lögreglu gekkst Franklín Steiner við því að eiga efnin sem voru í bílnum við Framburði manns sem vildi taka á sig sök hafnað handtöku og sagðist ætla að „taka á sig“ að eiga efnin sem fundust heima hjá honum. Síðan bar hann seinni hluta játningarinnar til baka en maður gaf sig fram sem hafði verið að vinna fyrir Franklín við að bijóta upp gólf í kjallara húss- ins og og bar fyrir dómi að hann væri eigandi efnanna sem fundust á heimilinu og í garðinum. Sá sem sagðist fyrir dómi eiga efnin gat hins vegar ekki bent nákvæmlega á þá staði þar sem þau höfðu verið falin og fleiri atr- iði gerðu að verkum að dómari taldi framburð hans markleysu og taldi sannað, með hliðsjón af játn- ingu Franklíns hjá lögreglu, því að hassið sem fannst í bíl hans var talið hluti hassplötu sem fannst á heimilinu og fleiri atriða, að hann hafi átt efnin. Vegna þess að um mikið magn var að ræða og að hluti þess var í sölupakkningun var talið sannað að efnin hafi verið ætluð til sölu í ágóðaskyni. Við húsleit lögreglu á heimili Franklíns var lagt hald á 17 skot- vopn, sem hann hafði ekki leyfi fyrir, en 16 þeirra reyndust óvirkir safngripiiv Hann var hins vegar sakfelldur fyrir einu virku byssuna, sem var eins skots kindabyssa og einnig fyrir að geyma hvorki hana né skotfæri í læstri hirslu. 11 dómar frá 1966 Þá var með dóminum lagt hald á byssustingi, sverð og önnur bit- járn sem mönnum er bannað að eiga með reglugerð en fundust á heimili Franklíns K. Steiner. Við ákvörðun refsingar leit dóm- arinn til þess að Franklín þótti hafa tafið fyrir frantgangi málsins og til sakarferils hans, en frá árinu 1966 hefur Franklín hlotið 11 dóma, flesta fyrir brot á fíkniefna- löggjöfinni, auk nokkurra sátta fyrir sams konar brot. Síðasti dóm- urinn var kveðinn upp 1989 en samtals hefur Franklín Steiner verið dæmdur til 6 ára og 3 mán- aða fangelsisvistar, auk þess 25 mánaða fangelsisdóms sem kveð- inn var upp á fimmtudag. Þá var honum gert að greiða 380 þús. kr. saksóknarlaun og málsvarnarlaun, auk /6 hluta annars sakarkostnað- ar en '/6 hluti greiðist úr ríkissjóði. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík- ur að Bólstaðarhlíðar-, Lýtingsstað- ar- og Seyluhreppar hafi ekki fært sönnur á eignarhald sitt á Eyvindar- staðaheiði og Svínavatns- og Torfa- lækjarhreppar hafí ekki fært sönnur á að eignarhald sitt á Auðkúluheiði. Niðurstaðan er sú að því beri að sýkna Landsvirkjun og íslenska rík- ið af kröfum hreppanna um bætur fyrir virkjunarréttindi í Blöndu og um bætur fyrir land, sem Lands- virkjun hafi fengið til ótímabund- inna umráða á heiðunum. Svínavatnshreppur og Torfalækj- arhreppur vísuðu til afsals sem út- gefið var af Jóni Magnússyni, ráð- herra íslands, árið 1918 en af hálfu Bólstaðarhlíðarhrepps, Seyluhrepps og Lýtingsstaðahrepps var því hald- ið fram að hrepparnir ættu rétt til bóta fyrir virkjunarrétt og land á Eyvindarstaðaheiði, á kaupsamn- ingi frá 1898. Landsvirkjun og ríkið kröfðust sýknunar á þeim forsendm að heið- arnar væru afréttarland, sem aldrei hafi verið undirorpið fullkomnum eignarrétti nokkurs einstaklings eða stofnunar. Landsvirkjun hafði hins vegar greitt hreppunum bætur fyrir missi afréttareignar og lagt í fjár- frekar framkvæmdir í þágu þeirra. Hæstiréttur féllst á málflutning Landsvirkjunar og ríkisins og segir í dómunum sem voru kveðnir upp í gær um þá kröfu hreppanna að viðurkenndur verði réttur þeirra til bóta á grundvelli beins eignarrétt- ar, að ekki verði talið að sönnur hafí verið leiddar að því að heiðarn- ar hafi nokkurn tímann verið undir- orpnar fullkomnum eignarrétti ein- staklinga eða kirkjunnar, hvorki fyrir nám né með löggerningum eða öðrum hætti. Héraðsdómar staðfestir Um kaupsamning um Eyvinda- staðaheiði frá 6. ágúst 1898 og afsal ráðherra fyrir Auðkúluheiði frá 5. júlí 1918 segir Hæstiréttur að í þeim skjölum hafi ekki getað falist víðtækari eignarréttur hrepp- unum til handa en sannanlega hafi verið af hendi afsalsgjafa og selj- anda. Með hliðsjón af því og nýt- ingu afréttarlandsins hafi hrepp- arnir heldur ekki unnið eignarhefð á heiðunum. Því voru héraðsdómar staðfestir og Landsvirkjun og ríkið sýknuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.