Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Afkoma Útgerðarfélags Akureyrar á liðnu ári olli vonbrigðum
Gripið til aðgerða
til að laga reksturinn
Morgunblaðið/Kristján
HÖRÐUR Sigurgestsson forstjóri Eimskips, Jón Ingvarsson,
stjórnarformaður SH, og Indriði Pálsson ræða saman fyrir aðal-
fund Utgerðarfélags Akureyringa í gær.
GERT er ráð fyrir að rekstur Út-
gerðarfélags Akureyringa verði í
járnum á þessu ári, en vonir standa
til þess að aðgerðir sem gripið
hefur verið til muni skila sér þann-
ig að félagið verði gert upp með
viðunandi hagnaði árið 1998. Þetta
kom fram í máli Guðbrands Sig-
urðssonar, framkvæmdastjóra Út-
gerðarfélags Akureyringa, á aðal-
fundi félagsins í gær.
„Afkoma félagsins árið 1996 er
óviðunandi og er stjórn félagsins
vonbrigði. Við þessu hefur verið
brugðist og stefnt er að jafnvægi
í rekstri félgsins á þessu ári,“ sagði
Jón Þórðarson, formaður stjórnar,
á fundinum í gær.
Afkoma félagsins var afar slæm
á síðasta ári, móðurfélagið var
gert upp með 124 milljóna króna
tapi og 266 milljóna króna tap
varð af reglulegri starfsemi. Leita
þarf rúma tvo áratugi aftur í tím-
ann til að finna hliðstæða afkomu.
Erfið ytri skilyrði í hefðbundinni
landvinnslu á síðasta ári, óviðun-
andi afkoma í reksti frystitogara
vegna veiða á Flæmingjagrunni og
Smugunni og aflasamdráttur upp
á um 3.300 tonn eru heistu skýr-
ingar á lélegri afkomu.
Gripið til aðgerða
Fram kom í máli framkvæmda-
stjóra að í ljósi rekstrarafkomu
síðasta árs hefur verið gripið til
ráðstafana á undanförnum mánuð-
um til að bæta reksturinn. Hag-
rætt hefur verið í rekstri til að ná
niður kostnaði, löndundardeild hef-
ur verið lögð niður og starfsemin
boðin út og starfsemi þjónustu-
deilda og skrifstofu hefur verið
endurskipulögð. Skipum í rekstri
hefur verið fækkað, en búið er að
leggja og setja minnsta frystitog-
ara félagsins, Sólbak, á söluskrá.
Þá er verið að endurskipuleggja
landvinnslu félagsins og verður
ráðist í þær framkvæmdir í júlí
næstkomandi, en markmiðið er að
auka framleiðnina verulega með
meiri sjálfvirkni og bættu vöru-
flæði í vinnslurásinni. Nýja
vinnsiulínan hentar sérlega vel fyr-
ir bitaframleiðslu hvers konar sem
er helsti vaxtarbroddur landvinnslu
um þessar mundir. Þá má nefna
að vöruþróunardeild hefur verið
sett á stofn hjá ÚA.
Gert er ráð fyrir að þessar ráð-
stafanir muni bæta afkomuna
strax á næsta ári.
Ný stjórn
Miklar breytingar urðu á eignar-
aðild að félaginu á liðnu ári, Hlut-
ur Akureyrarbæjar hefur minnkað
úr 53% í 20% og KEA hefur selt
hlut sinn í félaginu. Burðarás á
nú 19,5% í félaginu og SH 10,5%.
í nýrri stjórn Útgerðarfélags
Akureyringa eru Jón Þórðarson,
Halldór Jónsson, Kristján Aðal-
steinsson, Benedikt Jóhannesson og
Friðrik Jóhannsson. í varastjórn eru
Pétur Bjarnason, Valtýr Sigur-
bjarnarson, Bjarni Jónasson, Vigfús
Asgeirsson og Þórður Magnússon.
Héraðsdómur Norð-
urlands eystra
Maður
sýknaður af
áreitni og
húsbroti
HÉRAÐSDÓMUR Norður-
lands eystra hefur sýknað
mann sem ákærður var fyrir
húsbrot og blygðunarsemis-
brot.
Maðurinn var ákærður fyrir
að hafa á tímabilinu 1988 til
1991 brotist í sjö skipti inn
um glugga á heimili konu,
sest á rúmstokk hennar og
strokið henni í framan auk
þess að áreita hana kynferðis-
lega í síðasta skiptið. Þá var
hann einnig ákærður fyrir að
hafa ruðst heimildarlaust inn
á heimili annarrar konu og
áreitt hana. Sá atburður gerð-
ist árið 1992.
Viðurkenndi maðurinn að
hafa í eitt sinn farið óboðinn
að næturlagi inn um ólæstar
dyr á heimili fyrrnefndu kon-
unnar í þeim tilgangi að leita
eftir nánari kynnum. Að öðru
leyti lýsti hann yfir algjöru
minnisleysi sökum ölvunará-
stands.
Háttsemi mannsins varðar
við 231. grein almennra hegn-
ingarlaga, svokallað húsbrot
og einnig 209. grein sömu
laga, svonefnt blygðunarsem-
isbrot. Meira en 5 ár voru lið-
in frá verknaði ákærða þegar
ákæra var gefin út, sök hans
var því fyrnd og ákærði sýkn-
aður. Sakarkostnaður verður
greiddur úr ríkissjóði.
Til sölu
Sparisjóður Akureyrar og
Arnarneshrepps
Sparisjóður Glæsibæjarhrepps
Þessar fasteignir á
Akureyri eru til sölu.
Tilboö óskast.
Áskilinn er rétturtil þess
að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum.
FlSTEMiWSALW
BYGGl)
BREKKllllOTIJ 4
Fasteignasalan Byggð,
Brekkugötu 4, Akureyri.
Símar 462 1744, 462 1820, fax 462 7746.
Opið mán.-föst. kl. 9-18,
laugardaga kl. 13-15.
Lögmaður:
Jón Kr. Sólnes hrl.
Sölumenn:
Ágústa Ólafssdóttir,
Björn Guðmundsson.
Riða staðfest í kind af Hesjuvöllum ofan Akureyrarbæjar
Mikið áfall að riða komi j
upp í miðju héraðinu
RIÐA var nýlega staðfest í kind á
bænum Hesjuvöllum skammt ofan
Akureyrar. Ollu fé af bænum, sam-
tals um 70 kindum verður að lík-
indum lógað í dag og verður sýni
tekið úr öllum kindum í hjörðinni.
Ólafur G. Vagnsson ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar
segir það mikið áfall að riða hafi
greinst á Akureyri. Fé er á nokkr-
um lögbýlum á Akureyri auk þess
sem nokkrir stunda fjárbúskap í
frístundum en samtals er eitthvað
á fimmta hundrað vetrarfóðraðra
kinda á Akureyri. Stærsta Ijárbúið
var á Hesjuvöllum.
Riða kom upp fyrir
rúmum 40 árum
Ólafur sagði að ekki væri vitað
á þessari stundu um smitleiðir.
Riða hefði komið upp á bænum
og nokkrum næstu bæjum við
fyrir rétt um 40 árum og þá var
öll fé lógað. Frá þeim tíma hefur
sjúkdómsins ekki orðið vart innan
bæjarmarkanna. „Menn hafa ver-
ið að velta vöngum yfir öllum
mögulegum leiðum, það er til
dæmis vitað að hey hefur verið
flutt úr Svarfaðardal í hesthúsa-
hverfið við Lögmannshlíð skammt
neðan við Hesjuvelli," sagði Ólaf-
ur en ekki er vitað hvort kindur
frá bænum hafi sloppið þangað
og þá hugsanlega komist í sýkt
hey.
Verið er að skoða hugsanleg
samskipti hjarðarinnar á Hesju-
völlum og annarra kinda á svæð-
inu, en Olafur sagði að eitt af því
fáa sem væri nokkuð ljóst varð-
andi riðuveikina væri að hún smit-
aðist ekki á afrétti. Fé hefði til
fjölda ára gengið saman frá sýkt-
um og ósýktum svæðum án þess
að smitið flyttist á milli. Smitleið-
irnar virðast því vera tengdar fjár-
húsunum. Nú er verið að skoða
hvort kindur af öðrum bæjum hafa
af einhverjum ástæðum lent inni í
fjárhúsunum á Hesjuvöllum eða
kindur af bænum hafi verið í öðrum
húsum.
„Þetta er afskaplega mikið
áfall," sagði Ólafur. „Það er mjög
slæmt að riða komi upp hér í miðju
héraðinu, hún hefur verið bundin
við útjaðrana, Svarfaðardal, Dalvík
og Ólafsfjörð og einnig á fremstu
bæjum í Eyjafjarðarsveit, en þar
hefur hún reyndar ekki komið upp
aftur eftir niðurskurð fyrir um tíu
árum. Þótt það séu ekki margir
sem Iifa á sauðfjárbúskap hér í
kring eru þetta alvarleg tíðindi.
Þetta er enn ein sönnun þess að
við illvígan sjúkdóm er að etja sem
erfiðara er að eiga við en menn
bjuggust við og því er ástæða til
að brýna menn til að vera á varð-
bergi m.a. vegna kaupa á fé milli
bæja og flutnings á heyi og fleira
af hættusvæðum.“
* _________
A sundi við Torfunef
MIKILL erill var hjá lögreglu síð-
astliðið laugardagskvöld og að-
faranótt sunnudag en fjölmargir
voru á ferðinni að fagna Islands-
meistaratitli KA í handbolta.
Um kl. 2 um nóttina var til-
kynnt að maður hefði stungið sér
í sjóinn við Torfunefsbryggju.
Var maðurinn þar á sundi, lítt
klæddur. Honum var náð á land
og settur í þurrkví í fangahúsi
lögreglunnar. Þá var slökkvilið
kvatt að ruslagámi við Þingvalla-
stræti um kl. 3.30 um nóttina,
en þar hafði verið kveikt í og
skemmdist gámurinn töluvert.
Nokkuð var um pústra og átök
í miðbænum, m.a. skemmdist
bifreið við einn slíkan.
Eitthvað var um flutning lög-
reglu á ölvuðu fólki úr miðbæ
eða af skemmtistöðum og til síns
heima. Reyna lögreglumenn að
aðstoða eftir bestu getu, en upp-
skera stundum ekki annað en
ælu í bifreiðar sínar að launum.