Morgunblaðið - 15.04.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.04.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 25 NEMENDUR Nýja Tónlistarskólans á æfingu á Meyjarskemmunni með stjórnandanum Ragnari Björnssyni. Nýi Tónlist- arskólinn frumsýnir Meyjar- skemmuna NÝI Tónlistarskólinn frumsýn- ir Meyjarskemmuna eftir A.M. Willner og Heinz Reihert, í húsnæði skólans, Grensásvegi 3, sunnudaginn 20. apríl kl. 20.30. Tónlistin er eftir Franz Schubert. Það eru milli 30 og 40 manns sem taka þátt í þessari upp- færslu og er reynt að vanda til hennar eins og kostur er, segir í tilkynningu. Stjórnandi er Ragnar Björnsson, leikmynd gerir Jón Þórisson, ljósahönnun sér Jó- hann Pálmason um og leik- stjóri er Saga Jónsdóttir. Nýjar bækur NEI Ara Jósefssonar NEI eftir Ara Jósefs- son (1939-1964) hef- ur verið endurútgefin. Ari Jósefsson fædd- ist á Blönduósi 28. ágúst 1939. Hann hóf nám í Menntaskólan- um á Akureyri fimmt- án ára gamall, ári á undan jafnöldrum sín- um, en hvarf þaðan og hélt til Reykjavíkur þar sem hann hóf að gefa út tímaritið For- spil árið 1958 ásamt fleirum. Hann dvaldist ár á Spáni árið 1959-60, aðallega í Barcelona, og las svo utanskóla við Menntaskólann í Reykjavík. Þaðan útskrifaðist hann stúdent vorið 1961. NEI kom út þegar Ari Jósefsson var að- eins tuttugu og eins árs og var hún eina ljóðabók hans. „Æ síðan hefur þessi bók lifað meðal ljóðunn- enda,“ segir í kynn- ingu. Silja Aðalsteins- dóttir fylgir þessari endurútgáfu á NEI úr hlaði með eftirmála um Ara Jósefsson og ljóð hans. NEI er 67 bls. unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Mál og menning gefur bókina út. Kápuna gerði Þórarinn Leifsson. Verð 1.680 kr. Ari Jósefsson Civid.S LS/VTEC 115 hestöfl eyöir abeins 4.81 ó 100 km. Menningarmálanefnd Reykjavíkur Mælir með Eiríki Þor- lákssyni á Kjarvalsstaði MENNINGARMÁLA- NEFND Reykjavíkur- borgar hefur lagt til að Eiríkur Þorláksson, listfræðingur sem starfar sem fram- kvæmdastjóri Full- bright stofnunarinnar á íslandi og myndlista- gagnrýnandi á Morg- unblaðinu, verði ráðinn forstöðumaður Lista- safns Reykjavíkur, Kjarvalsstaða en núver- andi forstöðumaður, Gunnar Kvaran, heldur til annarra starfa í maí. Að sögn Guðrúnar Eiríkur Þorláksson Jónsdóttur, formanns menningarmálanefnd- ar, sóttu sjö um stöðu forstöðumanns Kjarv- alsstaða og uppfylltu tveir skilyrðin sem sett voru fram í auglýsingu um stöðuna, Eiríkur og Aðalsteinn Ingólfs- son, listfræðingur. Menningarmálanefnd samþykkti samhljóða að mæla með Eiríki að vel athuguðu máli, að sögn Guðrúnar, og verður tillagan lögð fyrir borgarráðsfund í dag, þriðjudag. GE þvottavél, 800 snúninga. Rétt verð kr. 61.900 stgr. GE þvottavél, 1000 snúninga Rétt verð kr. 69.900 stgr. HEKLA LAUGAVEGI 172 - 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5775 ÚTSÖLUSTADIR: HEIMSKRINGLAN, KRINGLUNNI, REYKJAVÍK, S.G.BÚÐIN, KJARNANUM, SELF0SSI, JÓKÓ, AKUREYRI, VERSLUNIN VÍK, NESKAUPSSTAB, RAFMÆTTI, MIÐBÆ, HAFNARFIROI, REYNISSTAÐUR, VESTMANNAEYJUM, KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA, HÚSAVÍK, HLJÓMSÝN, AKRANESI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.