Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 47
Kramnik og
Anand sigruðu
SKAK
l)os Ilcrmanas, Spáni
STÓRMÓT 2.-12. APRÍL
Rússinn Kramnik og Indverjinn An-
and sigruðu, vinningi á undan Ana-
tóli Karpov, FIDE heimsmeistara.
KRAMNIK hafði lengi forystu
einn, en með sigri á Júditi Polgar
í síðustu umferð komst Anand upp
að hlið hans. Þeir tveir virðast ein-
mitt líklegastir til að velta Gary
Kasparov, sterkasta skákmanni
heims, úr sessi. Anatólí Karpov
hefur ekki náð sér á strik undan-
farna mánuði og virðast litlar líkur
á því að hann nái að veita Kasp-
arov nokkra teljandi keppni í fyrir-
huguðu einvígi þeirra í haust.
Karpov verður meira að segja
að taka sig á ef hann vili gera
kröfu til að vera álitinn næststerk-
asti skákmaður heims. Anand náði
einmitt af honum öðru sætinu á
alþjóðlega stigalistanum nú um
áramótin.
Urslit mótsins:
1.-2. Anand og Kramnik 6 v. af 9
3.-5. Karpov, Topalov og Salov 5 v.
6.-8. Shirov, Júdit Polgar og Gelfand
4 'A v.
9. Short 3 v.
10. Illescas l'A v.
Kasparov tók ekki þátt í mótinu.
Hann býr sig nú undir einvígi við
endurbætta útgáfu „Deep tho-
ught“ tölvu IBM, sem fram fer
3.-11. maí næstkomandi.
Karpov beittur ofríki
Arangur Vladímirs Kramniks er
að því leytinu til betri en Anands,
að hann náði að leggja sjálfan
Anatólí Karpov, FIDE-heimsmeist-
ara, að velli. Karpov féll einmitt á
svipaðan hátt og hann hefur sigrað
svo marga stórmeistara. Það virtist
ekkert vera að gerast í stöðunni
en skyndilega stóð hann uppi með
tapað tafl. Ofríki er ágæt þýðing
á útlenda orðinu „domination" en
það lýsir einmitt stöðunni eftir 31.
leik hvíts. Það var Guðmundur
heitinn Arnlaugsson sem benti
undirrituðum á þá þýðingu. Liðs-
aflinn er jafn og lognmolla virðist
einkenna stöðuna, en svartur getur
sig hvergi hreyft og tapar liði.
Það eru aðeins afar sterkir
stöðuskákmenn sem skynja mögu-
leika á því að vinna með ofríki.
Hvítt: Vladímir Kramnik
Svart: Anatólí Karpov
Enski leikurinn
I. Rf3 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3
- Bb4 4. Dc2 - 0-0 5. a3 - Bxc3
6. Dxc3 - b6 7. b4 - Bb7 8. Bb2
- d6 9. e3 - Rbd7 10. d4 - Re4
II. Db3 - a5 12. Be2 - axb4
13. axb4 - Hxal+ 14. Bxal -
Rdf6 15. 0-0 - Dd7 16. b5 - Ha8
17. Bb2 - c6!?
Hvítur hefur meira rými í þess-
ari stöðu sem gæti vel hafa komið
upp eftir Nimzo-indverska vörn.
Karpov veikir nú peðastöðu sína
til að reyna að ná mótspili.
18. bxc6 - Dxc6 19. Hcl - Rd7
20. Rel - Da4
Það er ekki hægt að segja að
þessi leikur Karpovs lýsi mikilli
hugkvæmni, enda virtist hann vera
hálfvatnslaus í Dos Hermanas. En
hvern hefði órað fyrir því að þessi
mikli varnarsnillingur myndi ekki
I
4
4
i
H
AÐSTOÐ VIÐ ALDRAÐA
OG AÐRA ÁN HJÁLPAR RÍKISINS
Ertu ein / einn ?
Þarfnastu:
'félagsskapar ?
"einhvers til að tala við ?
‘spila við ?
‘aðstoðar við innkaupin ?
‘aðstoðar við heimilisstörfin ? (
Þarf foreldri þitt aðstoðar á
meðan þú ert að vinna?
Uppl. milli kl 9 -12 alla
virka daga í síma
565 2309
Austurvfgur ehf.
halda jafntefli í þeirri rólegu stöðu
sem nú kemur upp?
21. Dxa4 - Hxa4 22. f3 - Ref6
23. Bdl - Ha2 24. Rd3 - Kf8
25. Bb3 - Ha8 26. e4 - Rb8 27.
c5!?
Það er athyglisvert að Kramnik
skuli taka af skarið og einfalda tafl-
ið, í stað þess að reyna að notfæra
sér heilsteyptari peðastöðu sína.
27. - bxc5 28. dxc5 - dxcð 29.
Rxc5 - Bc8 30. e5 - Re8?
Svartur varð að leika 30. - Rd5
og þótt hann þurfi að gefa peð
eftir 31. Hdl ætti jafnteflið að
vera innan seilingar. Nú vinnur
hvítur með ofríkinu:
31. Ba4! - Rc7 32. Ba3 - Kg8
33. Re4! - Hxa4 34. Hxc7 - Ba6
35. Rc5 og svattur gafst upp.
Helgaratmót Hellis
Taflfélagið Hellir stóð fyrir helg-
aratskákmóti eftir páskana. Ungi
og efnilegi skákmeistarinn Bragi
Þorfinnsson, 15 ára, sigraði eftir
harða keppni. Röð efstu manna:
1. Bragi Þorfinnsson 5'A v. af 7
2.-4. Bergsteinn Einarsson, Jón Garðar
Viðarsson og Davíð Kjartansson 5 v.
5. Björn Þorfinnsson 4'A v.
6.-8. Magnús Örn Úlfarsson, Sigurjón
Sigurbjörnsson og Sævar Bjarna-
son 4 v.
Klúbbakeppni á
föstudagskvöld
Taflfélagið Hellir stendur fyrir
skákklúbbakeppni föstudags-
kvöidið 18. apríl næstkomandi
klukkan 20. Keppt verður í fjög-
urra manna sveitum og er fjöldi
sveita frá hverjum klúbbi ótak-
markaður. Tefldar verða 7-9
umferðir eftir Monrad kerfi.
Umhugsunartími verður 7 mínút-
ur á skákina. Þátttökugjald er
kr. 1.000 á hverja sveit. Sigur-
sveit kvöldsins uppsker glæsileg-
an farandbikar til varðveislu í
eitt ár, auk þess sem þrjár efstu
sveitirnar fá verðlaunapeninga.
Allir skákklúbbar, formlegir sem
óformlegir eru velkomnir. Þeir
sem ekki eru í neinum skákklúbb-
um geta að sjálfsögðu stofnað
nýja klúbba og tekið þátt í mót-
inu.
Teflt verður í nýju félagsheim-
ili Hellis í Þönglabakka 1, efstu
hæð. Inngangur er sá sami og
hjá Bridgesambandi íslands. Tek-
ið er á móti skráningu í mótið í
símum 557-5455 (Lárus Knúts-
son), 581-2552 (Gunnar Björns-
son) og 567-0673 (Kristján Eð-
varðsson). Einnig er mögulegt að
skrá sveitir til leiks á skákstað
15 mínútum áður en keppni hefst
að kveldi hins 18. apríl.
Margeir Pétursson
FUNAHOFÐA 6 -112 REYKJAVIK
SÍMI 577 3500 - FAX 577 3501
TOYOTA
LYFTARAR