Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 47 Kramnik og Anand sigruðu SKAK l)os Ilcrmanas, Spáni STÓRMÓT 2.-12. APRÍL Rússinn Kramnik og Indverjinn An- and sigruðu, vinningi á undan Ana- tóli Karpov, FIDE heimsmeistara. KRAMNIK hafði lengi forystu einn, en með sigri á Júditi Polgar í síðustu umferð komst Anand upp að hlið hans. Þeir tveir virðast ein- mitt líklegastir til að velta Gary Kasparov, sterkasta skákmanni heims, úr sessi. Anatólí Karpov hefur ekki náð sér á strik undan- farna mánuði og virðast litlar líkur á því að hann nái að veita Kasp- arov nokkra teljandi keppni í fyrir- huguðu einvígi þeirra í haust. Karpov verður meira að segja að taka sig á ef hann vili gera kröfu til að vera álitinn næststerk- asti skákmaður heims. Anand náði einmitt af honum öðru sætinu á alþjóðlega stigalistanum nú um áramótin. Urslit mótsins: 1.-2. Anand og Kramnik 6 v. af 9 3.-5. Karpov, Topalov og Salov 5 v. 6.-8. Shirov, Júdit Polgar og Gelfand 4 'A v. 9. Short 3 v. 10. Illescas l'A v. Kasparov tók ekki þátt í mótinu. Hann býr sig nú undir einvígi við endurbætta útgáfu „Deep tho- ught“ tölvu IBM, sem fram fer 3.-11. maí næstkomandi. Karpov beittur ofríki Arangur Vladímirs Kramniks er að því leytinu til betri en Anands, að hann náði að leggja sjálfan Anatólí Karpov, FIDE-heimsmeist- ara, að velli. Karpov féll einmitt á svipaðan hátt og hann hefur sigrað svo marga stórmeistara. Það virtist ekkert vera að gerast í stöðunni en skyndilega stóð hann uppi með tapað tafl. Ofríki er ágæt þýðing á útlenda orðinu „domination" en það lýsir einmitt stöðunni eftir 31. leik hvíts. Það var Guðmundur heitinn Arnlaugsson sem benti undirrituðum á þá þýðingu. Liðs- aflinn er jafn og lognmolla virðist einkenna stöðuna, en svartur getur sig hvergi hreyft og tapar liði. Það eru aðeins afar sterkir stöðuskákmenn sem skynja mögu- leika á því að vinna með ofríki. Hvítt: Vladímir Kramnik Svart: Anatólí Karpov Enski leikurinn I. Rf3 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. Dc2 - 0-0 5. a3 - Bxc3 6. Dxc3 - b6 7. b4 - Bb7 8. Bb2 - d6 9. e3 - Rbd7 10. d4 - Re4 II. Db3 - a5 12. Be2 - axb4 13. axb4 - Hxal+ 14. Bxal - Rdf6 15. 0-0 - Dd7 16. b5 - Ha8 17. Bb2 - c6!? Hvítur hefur meira rými í þess- ari stöðu sem gæti vel hafa komið upp eftir Nimzo-indverska vörn. Karpov veikir nú peðastöðu sína til að reyna að ná mótspili. 18. bxc6 - Dxc6 19. Hcl - Rd7 20. Rel - Da4 Það er ekki hægt að segja að þessi leikur Karpovs lýsi mikilli hugkvæmni, enda virtist hann vera hálfvatnslaus í Dos Hermanas. En hvern hefði órað fyrir því að þessi mikli varnarsnillingur myndi ekki I 4 4 i H AÐSTOÐ VIÐ ALDRAÐA OG AÐRA ÁN HJÁLPAR RÍKISINS Ertu ein / einn ? Þarfnastu: 'félagsskapar ? "einhvers til að tala við ? ‘spila við ? ‘aðstoðar við innkaupin ? ‘aðstoðar við heimilisstörfin ? ( Þarf foreldri þitt aðstoðar á meðan þú ert að vinna? Uppl. milli kl 9 -12 alla virka daga í síma 565 2309 Austurvfgur ehf. halda jafntefli í þeirri rólegu stöðu sem nú kemur upp? 21. Dxa4 - Hxa4 22. f3 - Ref6 23. Bdl - Ha2 24. Rd3 - Kf8 25. Bb3 - Ha8 26. e4 - Rb8 27. c5!? Það er athyglisvert að Kramnik skuli taka af skarið og einfalda tafl- ið, í stað þess að reyna að notfæra sér heilsteyptari peðastöðu sína. 27. - bxc5 28. dxc5 - dxcð 29. Rxc5 - Bc8 30. e5 - Re8? Svartur varð að leika 30. - Rd5 og þótt hann þurfi að gefa peð eftir 31. Hdl ætti jafnteflið að vera innan seilingar. Nú vinnur hvítur með ofríkinu: 31. Ba4! - Rc7 32. Ba3 - Kg8 33. Re4! - Hxa4 34. Hxc7 - Ba6 35. Rc5 og svattur gafst upp. Helgaratmót Hellis Taflfélagið Hellir stóð fyrir helg- aratskákmóti eftir páskana. Ungi og efnilegi skákmeistarinn Bragi Þorfinnsson, 15 ára, sigraði eftir harða keppni. Röð efstu manna: 1. Bragi Þorfinnsson 5'A v. af 7 2.-4. Bergsteinn Einarsson, Jón Garðar Viðarsson og Davíð Kjartansson 5 v. 5. Björn Þorfinnsson 4'A v. 6.-8. Magnús Örn Úlfarsson, Sigurjón Sigurbjörnsson og Sævar Bjarna- son 4 v. Klúbbakeppni á föstudagskvöld Taflfélagið Hellir stendur fyrir skákklúbbakeppni föstudags- kvöidið 18. apríl næstkomandi klukkan 20. Keppt verður í fjög- urra manna sveitum og er fjöldi sveita frá hverjum klúbbi ótak- markaður. Tefldar verða 7-9 umferðir eftir Monrad kerfi. Umhugsunartími verður 7 mínút- ur á skákina. Þátttökugjald er kr. 1.000 á hverja sveit. Sigur- sveit kvöldsins uppsker glæsileg- an farandbikar til varðveislu í eitt ár, auk þess sem þrjár efstu sveitirnar fá verðlaunapeninga. Allir skákklúbbar, formlegir sem óformlegir eru velkomnir. Þeir sem ekki eru í neinum skákklúbb- um geta að sjálfsögðu stofnað nýja klúbba og tekið þátt í mót- inu. Teflt verður í nýju félagsheim- ili Hellis í Þönglabakka 1, efstu hæð. Inngangur er sá sami og hjá Bridgesambandi íslands. Tek- ið er á móti skráningu í mótið í símum 557-5455 (Lárus Knúts- son), 581-2552 (Gunnar Björns- son) og 567-0673 (Kristján Eð- varðsson). Einnig er mögulegt að skrá sveitir til leiks á skákstað 15 mínútum áður en keppni hefst að kveldi hins 18. apríl. Margeir Pétursson FUNAHOFÐA 6 -112 REYKJAVIK SÍMI 577 3500 - FAX 577 3501 TOYOTA LYFTARAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.