Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 29
BALENO WAGON 4WD
BALENO WAGON 4WD fyrir aðeins 1.580.000,- kr.
BALENO WAGON 2WD aðeins 1.450.000,- kr.
Getur verið að stjórn-
málamenn vilji kerfi
sem firrir þá ábyrgð,
spyr Ogrnundur
Jónasson, t.d. á niður-
skurði, lágum launum
og launamisrétti?
hvaða þættir skuli lagðir til grund-
vallar ,mati stjórnenda" á launa-
hækkunum til einstakra starfs-
manna.
Þær forsendur sem Reykjavíkur-
borg hefur í huga fyrir stofnanir
sínar „við þetta persónubundna
mat“ eru að uppistöðu til huglæg-
ar, - „aukin hæfni“, „góður árang-
ur og frammistaða" - háðar mati
forstöðumanna. Eða hvað er svo
góður sjúkraliði, leikskólakennari
eða strætisvagnastjóri, að mati for-
stjórans, að hann verðskuldi hækk-
un umfram starfssystkini sín?
Geðþóttalaun stríða gegn
jafnréttislögum
Nýlegur dómur Hæstaréttar í
máli starfsmanns Sjónvarpsins
vekur spurningar um hvort launa-
kerfi sem byggist á huglægum
Opið bréf til fjármálaráð-
lierra og borgarstjóra
AÐ UNDANFÖRNU hefur verið
mikið rætt og ritað um breytingar
á starfsmannastefnu og launakerf-
um. Bæði ríki og Reykjavíkurborg
hafa lagt áherslu á að auka vald
forstöðumanna í ákvörðunum um
laun en BSRB hefur á hinn bóginn
bent á mikilvægi þess að um öll
laun verði samið á félagslegum
grunni. Reykjavíkurborg hefur lýst
því yfir að nýtt launakerfi sé ekki
forsenda samninga en eftir sem
áður er haldið að stéttarfélögunum
nýju launakerfi þar sem áhrif for-
stöðumanna eru fest í sessi á kostn-
að félagslegra samninga og starfs-
mannastefna í þeim anda er boðuð.
Margar ástæður eru fyrir því að
kjarasamningar séu félagslegir.
Hvers vegna félagslega
samninga?
í fyrsta lagi hefur það sýnt sig
að misrétti í launakerfinu - og þá
ekki síst kynjamisrétti - er að finna
í greiðslum umfram taxta sem eru
einhliða ákvarðaðar af forstöðu-
mönnum. Þess vegna er mikilvægt
að Iaunahækkanir komi inn í sjálfa
kauptaxtana og séu almennar
þannig að allir eigi rétt á kjarabót-
um og njóti þeirra en séu ekki
háðir velvild forstjórans. Greiðslur
sem forstöðumenn ákvarða einhliða
eru undirrót grófrar mismununar.
Þetta hefur fengist staðfest í öllum
þeim könnunum sem gerðar hafa
verið hin síðari ár.
í öðru lagi er mikilvægt að
byggja upp kjarakerfi sem bætir
kjörin þegar til lengri tíma er litið
en rýrir þau ekki. Innan OECD
hafa launakerfí verið mjög til um-
íjöllunar á síðustu misserum og
árum og um þau skrifaður ótöluleg-
ur fjöldi skýrslna. Þar kemur fram
að ein höfuðástæða fyrir því launa-
kerfi sem hér er verið að reyna að
koma á fót sé að draga úr launa-
kostnaði. í Danmörku, þar sem
svipaðar áherslur eru uppi, segja
stjórnvöld það berum orðum, að
stefnt sé að því að draga úr vægi
grunnlauna um 15-20% svo svig-
i'úm verði til yfirborgana. Með öðr-
um orðum, yfirborganir til hinna
útvöldu verða á kostnað fjöldans.
Þetta skýrir andstöðu dönsku
verkalýðshreyfingarinnar við þess-
ar breytingar.
í þriðja lagi er fráleitt að byggja
það inn í launakerfi að auðveldasta
leiðin til að hækka launin sé að
fækka fólki. Bæði af hálfu íjár-
málaráðuneytis og Reykjavíkur-
borgar er ákaft skírskotað til þess
að kjarabætur eigi ekki að hafa í
för með sér viðbótarkostnað en
aðeins koma til ef aukin framleiðni
næst. Þetta þýðir með öðru orða-
lagi: Ef tekst að fækka fólki er
meira til skiptanna fyrir þá sem
eftir eru. Á sjúkrahúsum og öðrum
þeim vinnustöðum sem hafa orðið
fyrir miklum niðurskurði á síðustu
geðþóttaákvörðunum forstöðu-
manna standist jafnréttislög.
Bæði fjármálaráðherra og borg-
arstjóri staðhæfa að það launakerfi
sem þau bjóða upp á sé til þess
fallið að draga úr misrétti en neita
því á sama tíma að gangast inn á
samkomulag við stéttarfélögin um
það efni þvert á gefnar yfirlýsingar
og fyrirheit. Við teljum okkur aftur
á móti hafa rök fyrir því, og bend-
um á bæði innlendar og erlendar
rannsóknir máli okkar til stuðn-
ings, að þetta kerfi auki launamis-
rétti.
Krafist er kauphækkunar
Nú er ljóst að stofnanir búa við
mjög mismunandi fjárhag. Sumar
stofnanir eru mjög aðþrengdar en
í öðrum er að óbreyttu verulegt
svigrúm til launahækkana. Það
vekur hins vegar athygli að jafnvel
í slíkum stofnunum vilja viðsemj-
endur okkar frekar launakerfi
sporslugreiðslunnar en almennar
kauptaxtahækkanir. Er það til þess
að styrkja velgerðarmennina á bak
við forstjóraborðin? Er það þess
vegna sem streist er gegn því að
hækka verulega almenna kaup-
taxta eins og stéttarfélögin krefj-
ast?
Hvers vegna þessi áfergja í að
koma launaákvörðunum og öðrum
peningaákvörðunum inn á for-
stjóraborðin? Hvers vegna í ósköp-
unum vilja menn gera þetta ef nið-
urstaðan er aukinn launamunur og
aukið forstjóravald?
Gæti verið að stjórnmálamönn-
um þætti ekki sem verst að koma
á kerfi sem firrir þá sjálfa ábyrgð
á niðurskurði, lágum launum og
launamisrétti?
Höfundur er formaður BSRB.
árum og vinnuálag
aukist af þeim sökum
þykja þetta ekki góð
tíðindi.
Þá er rétt að leggja
áherslu á að með fé-
lagslegum samningum
verður betur tryggt en
ella að jafnræði ríki
með forstöðumanni og
öðrum starfsmönnum.
Starfsmenn eiga þann-
ig rétt á launum sínum
en þurfa ekki að lúta
geðþóttavaldi forstjór-
ans til þess að njóta
kjarabóta. Mikilvægt er
að ekki verði stigin
skref þar sem völd for-
stöðumanna yfir starfsfólki yrðu
aukin eða fest í sessi. Valdstjórn
er ekki rétta leiðin til að bæta þjón-
ustu stofnana.
BSRB vill ramma-
samkomulag
Nú er vitað að geðþóttalauna-
kerfí er við lýði og birtist í ýmsum
greiðslum, svo sem svokallaðri
óunninni yfirtíð, sem forstöðumenn
hafa notað sem yfirborganir og
má engan veginn rugla saman við
jafnaðaryfirvinnugreiðslur þar sem
einstaklingur fær greiddan tiltek-
inn fjölda yfirvinnustunda sem er
unninn. I stað þess að festa þetta
kerfi í sessi hefur BSRB lagt til,
bæði við ríki og
Reykjavíkurborg, að
gert verði rammasam-
komulag þess efnis að
„um öll laun, launatil-
færslur og önnur kjör
skuli samið á félags-
legum grunni". Þessu
hefur hins vegar verið
hafnað af hálfu fjár-
málaráðherra og
borgarstjóra á þeirri
forsendu að þetta setji
forstöðumönnum of
þröngar skorður.
Rétt er að fram
komi að ekki er um
það deilt hvort draga
beri úr miðstýringu
og fara eigi með samninga í ríkari
mæli en verið hefur inn á einstakar
stofnanir. Um það eitt er deilt hver
skuli vera aðkoman að launa-
ákvörðunum; á hvaða forsendum
slíkar ákvarðanir skuli teknar og
hver skuli hafa ákvörðunarvaldið.
Þannig hefur fjármálaráðherr-
ann hamrað á mikilvægi þess að
koma á forstjóralaunakerfi þar sem
forstöðumenn geti metið einstakl-
inga á grundvelli „sérstakrar
hæfni“. Tilraunir til þess að fá
nánari skilgreiningar á því hvernig
forstjórar skuli meta einstaklinga
hafa reynst árangurslausar. Hjá
Reykjavíkurborg hefur kveðið við
svipaðan tón þegar talað er um
Ögmundur
Jónasson
„í starfi mínu keyri ég mikið á milli kynningarfunda og þarf bíl sem er með þægilegum sætum,
er lipur í bæjarakstri og áreiðanlegur og traustur á vegum. Svo verður hann að hafa fjórhjóladrif.
Baleno Wagon fullnægir þessum þörfum mínum, er fallegur og rúmgóður með mikið af alls kyns
geymsluhólfum. Hann er líka aflmikill og hljóðlátur,
en það lærir maður að meta á lengri leiðum. Ólafur Ólafsson
0 , 1-1 • 11 deildarstjóri í kynningardeild Delta hr.
Svo er hann lika emstaklega Akstur á ári u.þ.b. 30-35.000 km.
eyðslugrannur!"
suz5kíx
AFL OG
ÖRYGGI
Prufukeyrðu Suzuki í dag. Taktu nokkrar beygjur,
finndu þœgilegan gír. Mjúkur og léttur - eins og
akstur á að vera. Geturðu gert betri bílakaup?
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, sími 462 63 00.
Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf„ Miðási 19, sími 471 20 11. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00.
Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50.
$