Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 19 ÚRVERINU Oróleiki vegna undirboða við sölu á loðnuhrognum MIKILL óróleiki hefur verið á Jap- ansmarkaði vegna sölu loðnu- hrogna síðustu daga Að sögn Hall- dór G. Eyjólfssonar, sölustjóra loðnuafurða hjá SH, var samið um 130 króna skilaverð á hvert kíló til framleiðenda, en hann segir að nú hafi töluverðra undirboða orðið vart geti það leitt til verðlækkunar. „Við höfum gert ráð fyrir því að geta skilað framleiðendum hér heima 130 króna verði á hvert kíló. Nú höfum við heyrt frá sumum kaupenda okkar í Japan að þeir vilji ekki borga svo hátt verð, þar sem aðrir útflytjendur bjóði hrogn á 70 til 100 krónum lægra verð en SH hefur þegar samið um. Fyr- ir vikið er markaðurinn í uppnámi og slæmt að íslenzkir útflytjendur skuli ekki standa betur saman,“ segir Halldór. Hærra verð tvö síðustu ár Halldór segir að framleiðendur innan SH hafi framleitt upp í pant- anir, sem þeir hafi fengið fyrir vertíðina, een það sé ljóst að þeir, sem hafi framleitt umfram samn- inga, eigi erfitt með að selja hrogn- in og bjóði þau því á lægra verði. Verð á loðnuhrognum í Japan í fyrra var töluvert hærra en þá var framleiðsla mjög lítil og eftirspurn mikil. Árið 1995 var framleiðslan aftur meiri og þá var verrðið 140 krónur á kíló, fyrst og fremst vegna hærra gengis jensins. Alls um 5.300 tonn af hrognum fryst Heildarframleiðsla hrogna nú varð um 5.300 tonn. Halldór segir að kaupendur í Japan hafi talað um að 4.000 tonn væri hæfilegt magn fyrir markaðinn í ár. Þar af hefði SH verið með sölu upp á 2.800 tonn fyrir vertíðina. íslend- ingar eru um þessar mundir einir um vinnslu og sölu loðnuhrogna í heiminum. Selur flottóg’ til Japan HAMPIÐJAN hf. gerði í síðasta mánuði samning um sölu á flottógi við dreifingaraðila útgerðarvara í Japan. Um er að ræða samtals 265 rúllur af fléttuðu tógi mismunandi sveru með heilum flotkjarna að verðmæti liðlega þtjár milljónir króna. Töluverð áhersla hefur verið lögð á kynningu á flottóginu á Japansmarkaði og hefur sam- starfsaðili Hampiðjunnar í Japan auglýst það víða, þó einkum í norð- urhluta landsins, á eyjunni Hokka- ido, þar sem netaveiðar eru aðal- lega stundaðar. Japanir standa fremstir allra þjóða í veiðarfæra- framleiðslu og eru afar kröfuharð- ir í þeim efnum og er þessi sala því mikil viðurkenning á fram- leiðslu Hampiðjunnar að því er segir í fréttatilkynningu. Japanir fella netin á annan hátt en íslendingar, þ.e. þeir sauma netið á teininn, en Hampiðjan hef- ur kynnt þeim íslensku aðferðina á myndbandi sem hefur vakið nokkra athygli í Japan. Hún þykir fljótlegri og einfaldari og búast má við að einhveijir aðilar reyni hana með teinum Hampiðjunnar. Söludeild Hampiðjunnar bindur vonir við að varanlegur markaður sé fundinn fyrir þessar afurðir í Japan, því íslenski flotteinninn hefur einnig verið settur á net sem notuð eru við ræktun þangs en þang er ein uppistaðan í fæðu Jap- ana. Þar hafa íslensku flotkaðlarn- ir reynst vel og létt ræktendum störfin. Áður voru notuð plastflot á net- in en þau vildu festast við garnið og mynda hnúta sem þyngdu netin en með flotteinunum liggja netin alltaf eins og jöfn og auðveldar það losun þangsins úr þeim. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Á kolmunnaveiðar í lögsögu Færeyja BEITIR NK hélt til kolmunna- veiða í færeyskri lögsögu um helgina, en skipið mun reyna flottroll við veiðarnar. Á síðasta ári reyndu þeir á Beiti einnig við kolmunnann við Færeyjar, en fengu lítið vegna þess að veiðarn- ar við eyjarnar voru nánast bún- ar, þegar þeir komu á miðin. í vor virðist kolmunninn vera seinna á ferðinni inn í færeysku lögsöguna, en það er mál manna að hann verði kominn á svæðið í þessari viku, enda eins gott því óðum styttist í veiðar á norsk- íslenzku síldinni, en þær mega hefjast í byrjun maí. Á vorin gengur kolmunninn norðan úr hafi inn í færeysku lögsöguna og suður úr henni inn í þá brezku. Þar mega íslenzk skip ekki stunda veiðar. Hér er áhöfnin á Beiti að taka flottrollið um borð við upphaf veiðiferðarinnar. ÍillilSli í sjálfskiptan - á ferð! Chrysler Stratus 2.5 LE er í senn sjálfskiptur og beinskiptur - þú getur valið á milli skiptinga eftir aðstæðum og stemningu hverju sinni. Stratusinn er aflmikill, fjörmikill og viljugur, ríkulega búinn, fallegur, munúðarfullur, öruggur og staðfastur. Þörfum þínum er fullnægt í Chrysler Stratus, amerískum draumabíl. Láttu sjá þig með honum! Chrysler Stratus • 160 hestöfl • 2.420.000 kr. CHRYSLER STRATUS 2.5 LE. AUKABÚNAÐUR A MYND: ÁLFELGUR. Nýbýlavegi 2, Kópavogi, sími 554 2600 GSP/Hii Opiaberal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.