Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Grímulaust málverk Sveinn Björnsson „RAUTT högg“ (4). MYNPLIST Listasafn Kópavogs MÁLVERK SVEINN BJÖRNSSON Opið alla daga frá 12-18. Lokað mánudaga. Til 27 apríl. Aðgangur 200 ki ónur. „ÉG ELSKA liti, sterka liti; vil lifa sterkt í öllu sem ég geri,“ er haft eftir máiaranum Sveini Björnssyni í viðtali i Lesbókinni sl. laugardag. Þetta er með öllu rétt, myndirnar gefa það til kynna svo ekki verður um villst, umbúðalusari máiari fyr- irfinnst naumast á landinu. Lengst- um hrjúfur, á stundum grófur, en alltaf sannur í athöfnum sínum og fyiginn sér til orðs og æðis. Myndflöturinn gat verið sem orustuvöllur, hvar hreint og óyfir- vegað er gengið til leiks, hoggið ótt og títt í allar áttir. Kann að vera fyrir brauðstritið í rannsókn- arlögreglunni, sem bauð upp á langar yfirlegur, lagni, kænsku og útsjónarsemi. Margur sækir nefni- lega í andstæðurnar þegar þeir eru í sínum ranni, og þannig er það alþekkt fyrirbæri að heima fyrir eru harðstjórar sem iömb sumir hveijir, prúðmenni meðal fólks harðstjórar og víðfrægir gaman- leikarar moldarklupmpar. Enginn þarf að skammast sín fyrir að elska liti, því máttur litanna er ótvíræður, óvefengjanlegur, og litur getur tjáð form. Verið form í sjálfu sér, fijáls óformleg tjáning, formleysa sem mörkuð formleg heild, hvort heldur skynræn upp- bygging sem úthugsað ferli. Efnis- kenndin, fyrirferð litanna, hefur að auki ekki svo lítið að segja, þykkt og flæði þeirra um grunnfiötinn og sjálfar pensilstrok- urnar, sem eru fingra- för málaranna og þannig aldrei eins. Þá eru það blæbrigðin sem geta verið marg- vísleg, fínlegur ljóð- rænn ríkidómur þar sem litur er lagður við og yfír lit, málað blautt í blautt, eða verið þykkur safaríkut' og grófur smurningur. Loks er það hátturinn sem liturinn er borinn á dúkinn eða plötuna, athöfnin og verklagið. Um sálfræði- leg áhrif lita má svo íjalla út í það óendanlega, en það sem máli skipt- ir er að móttökutækið sé í lagi, hin innri ratsjá virk, og það er þá sem ástríðufuninn til þeirra, sjálfur lífsb- lossinn, leysist úr læðingi. Það var í Hafnarborg fyrir ekki svo löngu að Sveinn Björnsson kom fyrst fram með heila sýningu á óhiutlægum sértækum myndheild- um, sem báru í sér hughrif og skírskotanir til lifana í náttúrunni. Hún kom mörgum mjög á óvart og ekki laust við að ýmsir söknuðu fyrri stílbragða, hugarflugs- og sjávariífsmynda, sem höfðu verið kennimark hans frá fyrstu tíð. Nú er listamaðurinn aftur á ferðinni með aðra slíka í Listasafni Kópa- vogs, og af öllu má ráða að enn er hann á þroskabraut. Sú braut markar sjálfa iitina, innri gerð, áhrifamátt þeirra og hrynjandi, ásamt sjálfsprottinni og sjálfstæðri formgerð á myndfletinum. Kannski má orða það svo, að sjó- maðurinn af Halamið- um sé endanlega kominn í land, því nú er hann að fást við fyrirbæri hauðursins, hughrif úti í nátt- úrunni og þá einkum berangrinum við Krísuvík, þar sem hann á óðal og vinnu- stofu. Svo má einnig hugsa sér umskiptin sem rökrétta afleið- ingu starfsloka í brauðstritinu. Málaralistin er í eðli sínu þannig, að það tekur allt lífið að verða læs á hana, sá vísdóm- ur lærist helst við skoðun málverka annarra, leita á vit eldri gilda og auka við skynjun innra augans. Við horfum að vísu með augunum en sjáum með höfðinu og því betur sem við virkjum heilabúið og tengjum það blóðríkum skynvíddum, þróum við með okkur dýpri og verðmætari kenndir fyrir heimi litanna, jafnvel þótt ljósmagn ytri byrði augnanna minnki með aldrinum. Það skiptir öliu að þroska með sér tilfinningu fyrir því sem næst manni er, melta það og skynja i líkingu við það er Matisse útlistaði hátt sinn við að mála mannamynd- ir. Hann sagðist gaumgæfa mynd- efnið, þróa með sér og melta, en hins vegar horfði hann aidrei á það meðan hann málaði. Hann hafði þetta sem sagt ailt greypt í minni sínu, kunni utanað og nægði að skoða það í huga sér, með nálægð persónunnar og útgeislan sér til fulltingis og áréttingar. Þetta er afburða snjöll lýsingin á djúpri lif- un málara á viðfangsefni sínu, því hann er enginn uppdrátta- né kortagerðarmaður og mælistika kennda hans markast meir af lífsf- una og þroskuðu innra skynsviði en kaldri rökhyggju. Það er að minni hyggju á þenn- an veg sem Sveinn Björnsson þró- aði ósjálfrátt í áranna rás með sét' sértæk tengsl við umhverfi sitt, sem honum hugnast nú á efri árum að koma frá sér, beint og milliliða- laust. Hann kann það allt utanað, veðrabrigðin um leið, og ieitar uppi í minni sínu. Er að mála undir- vitundina, mótaðar kenndir sínar til landsins, og það er ný vídd landslagsmálverksins, sem þarf ekki á hlutvöktum fyrirbærum að halda, hafnar þeim ei heidur. Málarinn er allur í sköpunar- ferli, sem nefna má „ikonografíu" landslagsins, skjalfestingu tilfinn- inga sinna til þess og litrófsins á málaraspjaldi sinu. Nöfnin á mynd- unum bera því vitni „Ást“, „Gleði“, ,,Lygna“,' „ísabrot", „Upprisa"..., sem öll standa fyrir sínu, gætu sömuleiðis staðið undir því að vera nafnlausar, án titils. Og að mínu viti nær hann mun sterkari tökum á miðlinum í þessum umbúðalasu málverkum en myndum undir gleri (13-20), sem eru meira úthugsaðar og þannig séð fjarlægari innri gerð listamannsins. Hér er um að ræða gott dæmi um ákveðna tegund úthverfs inn- sæis, í útfærslu þar sem reynir meira á þroska og reynslu en óheft tilfinningaflæði. Jafnframt eru þessir dúkar lík- ast til það jafnbesta sem sést hef- ur til iistamannsins fram að þessu, skarar öidufaldana á ferli hans. Meginveigurinn er þó, að hér er það á ferðinni sem helst má kenna við grímulaust_ málverk. Bragi Ásgeirsson Mátturinn og dýrðin Nýjar bækur • Vasaútgáfan, systurforiag Fjölva, hefur nýlega sent frá sér tvær bækur. Þar er fjallað um einn viðkvæmasta þátt heilbrigðismála, geðræna kvilla og geðheilsu. Ut- gáfan telur að bækur þessar muni koma fólki að notum, bæði tii út- breiðslu þekkingar, og til skiln- ingsauka og virkjunar aðstand- enda hins sjúka. Þessar bækur nefnast „Kvíði, fælni og hræðsluköst" eftir Elaine Sheehan og „Hvað er til ráða gegn þunglyndi“ eftir Sue Breton. Þær eru enskar, í þýðingu Evu Ólafs- dóttur en margvíslegum íslenskum heimildum bætt inn í til aðlögun- ar. Þetta eru kiljur, önnur 160 bls. oghin 170 bls. í AVidabókinni er t.d. útskýrt: Hvað er kvíði? Hvað er fælni? Hveijar eru orsakirnar? í bókinni Þunglyndi eru útskýrð geðhvörf, hinar ólíku tegundir þunglyndis, álagssjúkdómar. Höf- uðáhersla er lögð á hvernig fjöl- skylda og vinir geti orðið að liði, en einnig ijallað um forvarnir og hvað sé hægt að gera til sjálfs- hjálpar. Bækurnareru prentaðarí Graf- ík og fiimuteknar íPMS. Verð h vorrar bókar er kr. 1.480. LEIKLIST Kafnicikhúsið í H i a ð v a r p a n u m VINNUKONURNAR Höfundur: Jean Genet. Þýðing: Frú Vigdís Finnbogadóttir og Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Leikstjóri: Mel- korka Tekla Ólafsdóttir. Leikmynd og búningar: Þorgerður Sigurðar- dóttir. Förðun: Elín Jónina Olafsdótt- ir. Lýsing: Ævar Gunnarsson. Leik- arar: Jóna Guðrún Jónsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Steinunn Ólafs- dóttir. Fimmtudagur 10. apríl. JEAN Genet var þjófur og hommi, yfirgefið barn sem ólst upp hjá vandalausum og var fimmtán ára komið fyrir í betrunarskóla sem var skipulagður á líkan hátt og fangabúðir í Þriðja ríkinu seinna meir. Það er ótrúlegt að honum hafi tekist að verða sá nútímahöf- undur franskur sem skrifaði hvað upphafnastan stíl og ekki að ófyrir- synju að í verkum hans er borgara- legu siðferði hinna kyntömdu snúið á haus og að viðfangsefnið sé vald og valdníðsla, sætleiki örvæntingar þess valdalausa og draumar hans um mátt og dýrð sér til handa. Genet skrifaði leikrit frá upphafi ferils síns, en það var ekki fyrr en hann var orðinn alræmdur prósa- höfundur að fyrsta leikverk hans var sett á svið. 19. apríl nk. verður hálf öld frá frumsýningu þessa verks og þá var brotið blað í leikhús- sögunni. í verkinu eru nýjar áhersl- ur lagðar á upphafið málfar og stíl- færðan leik, persónurnar tala beint fram til áhorfenda eins og hjá Rac- ine og í verkinu er valdabaráttan milli húsbænda og hjúa í forgrunni eins og í Fröken Júlíu Strindbergs. í uppsetningunni nú er ekki not- aður sá texti sem lagður var til grundvallar frumuppfærslunni JÓNA Guðrún Jónsdóttir er einstök sem húsmóðirin sem skilgreinir stöðu vinnukvenn- anna: garðabæjarleg glanspía sem reynist mannlegt skrímsli, segir Sveinn Har- aldsson m.a. í dómi sinum um Vinnukonur Genets. heldur er leikin sú útgáfa verksins sem Genet kaus fremur. Verkið var fyrst sett upp hér á landi hjá Grímu árið 1963 og þýddi frú Vigdís Finn- bogadóttir verkið. Á þessum þijátíu og fjórum árum sem iiðin eru hafa orðið töluverðar breytingar á form- legu íslensku máli þannig að óhjá- kvæmilegt reyndist að færa hinn upphafna stíl, sem óneitanlega ein- kennir frumtextann, örlítið nær því sem tíðkast í dag. Einu hnökrarnir á frábærri þýðingu er að ruglað er saman hinum fyrrverandi frönsku nýlendum „Guinée" (Gínea) í Afriku og „Guyane" (Gvæana) í Suður- Ameríku sem hin alræmda Djöfla- eyja (íle du Diable) tilheyrir. Melkorka Tekla Olafsdóttir setti tóninn að þessu verkefni í fanta- góðri sviðsetningu sinni á Sköllóttu söngkonunni eftir Ionesco í sumar sem leið. Hún er textanum trú og lætur hann njóta sín í meðförum leikaranna. Ennfremur er fylgt til- mælum höfundar um háttbundnar hreyfingar leikaranna. Það væri frábært ef Melkorku Teklu gæfist tækifæri til að halda áfram að riíja franska nútímaklassík upp fyrir ís- lenskum áhorfendum. Leikstjórinn og leikararnir eru studdir dyggilega af útlitshönnuð- um sýningarinnar. Leikrýmið er langt og mjótt en nýtt út í ystu æsar og leikmunir og búningar vel valdir. Lýsingin er sérstaklega skemmtileg og kemur sífellt á óvart eftir því sem leikurinn berst fram og aftur um hið afianga leikrými. Förðunin skilgreinir persónurnar nánar inn á við og aðgreinir þær hveija frá annarri út á við. Leikurinn er af hæsta gæða- flokki. Rósa Guðný Þórsdóttir er frábær sem Claire og hún vindur sér úr stílíseruðum leik í seremón- íunum yfir í örvæntingu þess valda- lausa með glæsibrag. Steinunn Ól- afsdóttir er verðugur mótleikari hennar þar sem hún sýnir svart- nætti sálar Solange og þrá hennar eftir dýrð hins dæmda morðingja. Jóna Guðrún Jónsdóttir er einstök sem húsmóðirin sem skilgreinir stöðu vinnukvennanna: garðabæj- arleg glanspía sem reynist mann- legt skrímsli. Verkið er langt og þungt en orð- gnóttin, málfarið, stíllinn og ein- stakur leikur gerir þetta að kvöld- skemmtun sem vekur endalausar vangaveltur eftir á. En það er um að gera að mæta úthvíldur og vel upp lagður á þessa sýningu sem krefst mikils af áhorfendum. Sveinn Haraldsson. NYJU NiLFISK RYKSUGURNAR HAFA FEIKNA SOGAFL OG FULLKOMNASTA SÍUNARBÚNAÐ SEM VÖL ER Á* Nilfisk AirCare Filter® Með 2ja laga pappírspoka, grófsíu og HEPA-síu heldur Nilfisk eftir 99,997% allra rykagna sem eru stærri en 3/10.000 úr millimetra (0,3 my). *í sænskri neytendaprófun (Konsumentverket) á 11 þekktum ryksugum var Nilfisk með HEPA-síu sú eina sem fékk toppeinkunn fyrir síunarhæfni. NILFISK gerð »» GM-300 GM-310 GM-320 GM-330 Nú aðeins stgr. 21.840 24.990 27.980 29.990 NILFISK ÓMENGUÐ GÆÐI /rOniX HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.