Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Islenzki hestur- inn í menn- ingarborg Evrópu MEGINVIÐFANGSEFNI Reykja- víkur, menningarborgar Evrópu árið 2000 er að sýna fram á samspil menningar og náttúru. Fer vel á því að höfuðborg Islands hafi það verk- efni á höndum og víst er af mörgu að taka. Ein af mörgum nátt- úruperlum Islands er íslenski hesturinn og óhætt er að fullyrða að hann kæmi til með að vera glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar í menning- arborginni, fengi hann tækifæri til þess. Svo skemmtilega vill til að einmitt á árinu 2000 verður landsmót hestamannafélaga haldið. Ákvörðunaraðili um staðarval lands- móta er stjórn Lands- sambands hesta- mannafélaga. Hestamannafélagið Fákur hefur sýnt sig reiðubúið til þess að taka að sér slíkt mót og má ljóst vera að ef samstarf næst milli Reykjavíkurborgar og Fáks um að standa sameiginlega að slíku móti, þá gæti orðið hér um tíma- mótalandsmót að ræða. Aðstaðan í Reykjavík í Reykjavík er eitt stærsta hest- húsahverfi í heiminum. Á landsmóti í Reykjavík gætu allir keppendur á mótinu haft hrossin sín á húsi með- an á mótinu stæði, auk þess sem líka væri hægt að hafa hross í haga fyrir þá sem það vildu frekar. I Reykjavík er mesta hótel- og gisti- pláss á landinu, en gera má ráð fyr- ir að 10.000-15.000 manns sæki mótið heim, þar af a.m.k. 5.000 út- lendingar. Einnig er hægt að koma fyrir tjaldstæðum, því fyrir marga er það ómissandi hiuti af hesta- mannámóti að sofa í tjaldi. Elliðaár- dalurinn ásamt Víðivöilum og Víðid- al er náttúrufyrirbrigði sem ekki er á hveiju strái. Dalurinn er nánast umlukinn byggð. í dalnum rennur ein vinsælasta laxveiðiá landsins, auk þess sem dalurinn er vinsælt útivistarsvæði þeirra sem í borginni dvelja, hvort sem það er um lengri eða skemmri tíma. Þarna iðar mannlífið, hesta- menn, stangveiðimenn, skíðamenn, gangandi fólk, hlaupandi, hjólandi eða börn að baða sig í ánni, allt eftir veðri og árstíðum. Ekki er vafi á því að landsmótgestir, hvort sem þeir væru íslendingar eða útlend- ingar mundu heillast af dalnum og upplifa sig útí náttúrunni. Hápunktur Fyrir borgaryfirvöld í Reykjavík er mikið í húfi að vel takist til með undirbúning og fram- kvæmd verkefnisins um menningar- borg árið 2000. Augu heimsins Landsmót íslenzkra hestamannafélaga, seg- — ir Oskar Bergsson, er heimsviðburður. munu beinast að okkur og spurt verður hvað Reykjavík hafi uppá að bjóða sem aðrar borgir hafa ekki. Landsmót íslenskra hestamannafé- laga er heimsviðburður. Að tengja þennan heimsviðburð við eina af menningarborgum Evrópu á árinu 2000 ertækifæri sem hvorki Reykja- víkurborg eða hagsmunasamtök hestamanna hafa efni á að láta sér úr greipum ganga. Höfundur er stjórnarformaður Reiðhallarinnar í Víðidal. Óskar Bergsson Breytingar á lögum um LÍN - skref í rétta átt MENNTUN er ein hagkvæmasta fjárfest- ing sem samfélagið getur ráðist í og mennt- un á að vera fyrir alla. Hlutverk Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna er að tryggja að á Islandi ríki jafnrétti til náms. Eftir þær breytingar sem gerðar voru á sjóðnum 1992 má segja að hann hafi ekki náð að sinna því hlutverki sem skyldi. Nú hefur samstaða námsmanna og víðtækur stuðningur almennings komið því til leiðar að verið er að gera breytingar á lög- um um Lánasjóð íslenskra náms- manna frá 1992. Breytingar sem eru skref í rétta átt. Helstu gallar laganna frá árinu 1992 Allt frá því að hin illræmdu lög um lánasjóðinn voru sett árið 1992 hafa námsmenn barist fyrir því að ná fram breytingum á þeim. Breyt- ingum sem í huga námsmanna eru réttlætismál. Námsmenn hafa alla tíð lagt höf- uðáherslu á tvö atriði. Annars vegar að endurgreiðslubyrði námslána yrði lækkuð úr 5-7% af heildartekjum og hins vegar að teknar yrðu upp svo- kallaðar samtímagreiðslur. Eftirá- greiðslur LÍN, sem teknar voru upp 1992, byggjast á því að námslán eru ekki veitt fyrr en eftir lok hvers misseris og sæta þau skerðingu ef að ekki næst nægur árangur að mati LÍN. Námsmönnum hefur því verið gert að fjármagna framfærslu sína með yfirdráttarlánum í bönkum. Markmið námsmanna frá árinu 1992 hefur verið að ná fram þessum og fleiri breytingum á lögunum um LIN. Skynsömum breytingum sem miðuðu að því að gera sjóðinn réttlátari. Leið- in að markmiðinu hefur verið erfið en nú virðist sem áfanga sé náð. Lækkuð endurgreiðslubyrði Ein mikilvægasta breytingin sem boðuð er í frumvarpi mennta- málaráðherra nú er lækkun á endur- greiðslubyrði námslána úr 5-7% niður í 4,75% af heildartekjum. Þessi breyting er afturvirk og nær því einnig til allra þeirra sem tekið hafa lán samkvæmt lögun- um um LÍN frá 1992. Ekki hefði verið óeðlilegt að lækka endur- greiðslubyrði námslána enn frekar því þrátt fyrir þessa lækkun er ljóst að athygli ungs fólks og stjórnvalda þarf enn um sinn að beinast að að- stöðu uppvaxandi kynslóðar og tæki- færum hennar til að koma undir sig fótunum hér á landi. Ljóst er því að þessi niðurstaða kallar á umræð- ur og samstarf stúdenta, almennings og stjórnvalda til að gera megi nauð- synlegar ráðstafanir í húsnæðis- og skattkerfi til að koma til móts við veruleika og kjör ungs fólks. Sjónarmið námsmanna viðurkennd Námsmenn hafa lagt sig fram við að skýra út þá ókosti sem fylgja eftirágreiðslum námslána. Má í þessu samhengi einkum nefna tvo ókosti. í fyrsta lagi má nefna óhóf- legan fjármagnskostnað sem leggst á námslán vegna þess að námsmenn þurfa að fjármagna framfærslu sína með yfirdráttarláni í banka. Þessu fylgir að námsmenn geta ekki dreift álagi af námi sínu á allt námsárið án þess að það leiði til óhóflegs fjár- magnskostnaðar. Annar helsti ókosturinn er ósveigjanleiki og óvissa. Námsmenn eiga yfir höfði sér háar bankaskuldir ef veikindi eða aðrir erfiðleikar koma niður á námi. Það er því óhófleg áhætta sem fylg- ir því að stunda nám þegar yfir hangir hávaxtalán sem gjaldfellur ef eitthvað bregður út af. í fyrirliggjandi frumvarpi er þess- ari gagnrýni mætt að einhveiju leyti. Frumvarpið felur í sér eftirágreiðsiur Meginmálin eru rétt- látari lánasjóður, segir Haraldur Guðni Eiðsson,ogað menntamálum verði skipað í öndvegi. en gagnrýni námsmanna er mætt þannig að bankakostnaðurinn skuli bættur með styrk í stað láns eins og áður var. Ein grein frumvarpsins heimilar stjórn LÍN að veita lán vegna veikinda og annarra áfalla. Á þessu stigi er hins vegar óljóst að hve miklu leyti þessar breytingar gera bót á öllum þeim brotalömum sem námsmenn hafa bent á. Vissu- lega virðist í frumvarpinu felast mikilvæg viðurkenning á sjónarmið- um námsmanna. Greinin um aukið svigrúm er til að mynda að mestu leyti óútfærð. Námsmannahreyfingin er sann- færð.um að afnám eftirágreiðslna og upptaka samtímagreiðslna hefði verið skynsamlegra og hagkvæmara skref. Það sem vantar í frumvarpið Ekki eru námsmenn sáttir við allt sem fram kemur í frumvarpinu en Haraldur Guðni Eiðsson Iðnríkið ísland - Loft- sía - Skógræktarátak ÍSALS. Meðalút- streymi C02 á mann á íslandi var um 8,5 tonn 1994 eða nálægt meðaltalinu eins og það var í ESB-ríkjun- um. Síðan höfum við færst nær 9 tonnunum og að viðbættri mag- nesíumverksmiðju og álveil á Keilisnesi mun hver íslendingur verða skrifaður fyrir um 13 tonnum. Aðeins Lúx- emborg væri þá með hærra hlutfall í allri Vestur-Evrópu! Það er því ljóst að 450 milljónirnar Karólína Hulda Guðmundsdóttir á komandi vetri, þar sem reynt verður að koma á lagalega bind- andi alþjóðasamkomu- lagi um verulega minnkun í losun gróð- urhúsalofttegunda, eins og viðurkennt er að er knýjandi nauð- syn. Hvaða_ einkunn munum við Islending- ar fá á þessari sömu ráðstefnu? Samráðs- nefnd stjórnvalda, sem samanstendur af fulltrúum allra ráðu- neyta leitar nú logandi Ijósi að samstarfsríkj- um til að deila með Fyrri grein UMHVERFIS- og landbúnaðar- ráðherra Guðmundur Bjarnason hefur hampað því við flest tæki- færi að í desember sl. var sam- þykkt að veita 450 milljóna króna viðbótarframlag til landgræðslu og skógræktar á næstu fjórurn árum. Aðalmarkmiðið með þessari auk- aijárveitingu er sagt vera „að auka • bindingu koltvísýrings um 100.000 tonn frá því sem hún var 1990,“ eins og segir í fréttabréfi um- hverfisráðuneytisins (sem nú er aðgengilegt á netinu). Orðalagið er þó ansi viliandi þar sem fyrir 450 milljónir er aðeins hægt að binda um 22 þúsund tonn og um það snýst landgræðslu- og skóg- ræktarátakið í reynd. Það sést best hversu skammt það nær þeg- ar haft er í huga að ein 180 þús- und tonna álbræðsla losar um 370 þúsund tonn af gróðurhúsaloftteg- , undum á ári, þ.e. 17-falt það magn sem „átakið“ gefur. Loftsían Island C02 útstreymi á Islandi jókst um 5,5% milli áranna 1990 og 94 og stefnir í að aukast um allt að 20% til viðbótar með tilkomu stækkunar járnblendiverksmiðj- unnar, álvers CVC og stækkunar hrökkva skammt til bindingar C02 á íslandi, en eru hins vegar gieði- leg byijun á „átaki“ til aukinnar landgræðslu, sem vonandi mun eiga sér lengri átakstíma en eitt kjörtímabilslíf. Sameiginlegur losunarkvóti Nýverið samþykktu ríki ESB þá stefnu að minnka sameiginlega útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 15% fram til 2010 í seinasta lagi, miðað við það sem var 1990 og leggja þau þessa stefnu fram á undirbúningsfundum vegna lofts- lagsráðstefnunnar i Kyoto í Japan losunarkvóta á gróðurhúsaloftteg- undum svo hægt sé að réttlæta, eða öllu heldur framfylgja, þein'i stóriðjustefnu sem skipa mun Is- landi í flokk verstu iðnríkja áður en langt um líðut'. Við höfum heyrt álit Ritt Bjerregaard, yfirmanns umhverfismála ESB, á þessum hugmyndum íslendinga og þeirri undarlegu röksemdafærslu sam- ráðsnefndai'innar, sem lögð er til grundvallar þessari hugmynd, en hún er sú að aukning mengandi stóriðju á íslandi sé til hagsbóta fyrir umhverfisvernd heimsins þar sem við nýtum svo hreina orku við stjóriðjuna. Það virðist sem sagt Við erum e.t.v. best komin, spyr Karólína Hulda Guðmundsdótt- ir í fyrri grein sinni, sem ein aðalloftsían fyrir umheiminn, eða hvað? vera stefna íslenskra stjórnvalda að nýta alla þá „hreinu orku“ sem mögulegt er að virkja hér á landi sem loftsíu fyrir stóriðju, svo önnur ríki geti staðið við skuldbindingar sínar um takmörkun á útstreymi gróðurhúsalofttegunda og óson- eyðandi efna. Þetta hefði hugsan- lega geta gengið upp í samstarfi innan ESB, en um það má nú víst ekki ræða. Við erum e.t.v. best komin sem ein aðalloftsían fyrir umheiminn, eða hvað? Sæstrengur Reiknað hefur verið út að „hag- kvæmt“ muni vera að framleiða um 55 terawattstundir (55 millj- arða kílóvattst.) hérlendis til við- bótar þeim 5 Twh á ári sem nú þegar hafa verið beislaðar. Hugs- anlega verðum við svo „heppin" að geta flutt þessa „ónotuðu orku“ að mestu út um sæstreng, svo sem sumir vilja halda á lofti og hefur verið nefnt Langstærsti draumur- inn (LSD). Þessi víma gaus nýlega upp hér á síðum Morgunblaðsins. Það var íslendingur að nafni Páll Ólafsson, sem starfar sem ráðgjafi bandarísks fyrirtækis við virkj- unarframkvæmdir í Kína sem reif- aði hugmyndir sínar. Hann hvetur til þess „að við leggjum fram, fyr- ir aldamót stórhuga" stefnu í þessa veru. Málflutningur hans minnir óneitanlega á hugrenningar fyrr- verandi orkumálastjóra um 90% ónýttar orkuauðlindir, og sem löngum hefur haldið því hátt á loft hvílík fáviska það væri að nýta ekki til fulls alla þá virkjunarkosti sem tæknilega ena mögulegir. Notaðir hafa verið slíkir fjármunii' til að rannsaka þessa „kosti“ að þeir hefðu nægt til að byggja hér upp öflugasta heilbrigðiskerfi í heimi, sem þjónustað gæti fleiri en íslendinga. Nei, það var annar Páll Ólafsson sem boðaði alþýðunni vorið og von- ina um betri tíð í Lóukvæðinu al- þekkta en sá sem reynir að hræða fólk með harðindavofunni til fylgis við þær hugmyndir að best sé að tengjast naflastreng til megin- landsins. Máli sínu til stuðnings vísar Páll þessi til Norðmanna sem flutt hafi inn raforku frá Evrópu um sæstrengi sína í meira mæli en þeir hafi flutt út um þá. íslend- ingar þurfi því að huga að því að „óvíst sé með öllu hvernig fullnýttu raforkukerfi landsmanna mundi reiða af í langvarandi harðinda- skeiði eða áföllum eldgosa". (Mbl. 8.3. 97). Furðuleg er sú skammsýni eða hagsmunagæsla sem reynir að leiða fólk inn í blindgötur með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.