Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 60
Atvinnutryggingar
MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 II00, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI I
ÞRIÐJUDAGliR 15. APRÍL 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
EIGANDI bílsins sem notaður var var við ránið var handtekinn um hádegisbil í gær í ibúð við Brautarholt. MorKunblai,ll1/Julllls
níTTF' T '• II Hl' II—————iii
LjyÉti &
Everestfarar
Sluppu
ómeiddir
er prímus
sprakk
ÍSLENSKU Everestfararnir þrír
sluppu ómeiddir þegar prímus sem
þeir notuðu við að elda sprakk í loft
upp síðastliðinn sunnudag, en þá
voru félagarnir staddir í búðum tvö,
sem eru fyrir ofan Khumbu skriðjök-
ulinn. Eldurinn læsti sig í tjald þeirra
og eina dýnu, en þremenningunum
tókst að forða sér með því að kom-
ast út um afturhlutann á tjaldinu.
Að sögn Harðar Magnússonar,
aðstoðarmanns fjallgöngukappanna,
hefur óhappið engin áfrifa á Everest-
leiðangurinn. Nóg er til af tjöldum
og þeir eru einnig með auka dýnu.
Þremenningarnir létu þetta áfall
heldur ekki á sig fá og sváfu í leifun-
um af tjaldinu í um 20 stiga frosti
um nóttina og héldu för sinni áfram
upp í þriðju búðir, sem eru í 6.500
metra hæð, morguninn eftir. Þar
sváfu þeir í nótt en í dag halda þeir
aftur niður í grunnbúðir þar sem
þeir munu hvílast í nokkra daga
fyrir næsta áfanga.
■ Kviknaði í tjaldinu/6
-----♦ ♦ »
Lögreglan leitar að tveimur ræningjum
5 mílljónum
rænt af starfs-
manni 10-11
TVEGGJA manna, sem grunaðir
eru um að hafa rænt um fimm
milljónum króna af starfsmanni
10-11 verslunarkeðjunnar, er leitað.
Einn maður er í haldi lögreglunnar
og er hann grunaður um aðild að
málinu.
Starfsmaður 10-11 var með and-
virði helgarsölu verslunarinnar í
Glæsibæ í tösku, alls fimm milljónir
króna, þar af um tvær milljónir í
peningum og afganginn í tékkum
og greiðslukortanótum. Hann var á
þriðju hæð í stigagangi skrifstofu
-^verslunarinnar í Glæsibæ þegar Lveir
menn með skíðagrímur fyrir andliti
réðust á hann um níuleytið í gær-
morgun. Sneru þeir hann niður,
héidu honum og hrifsuðu af honum
töskuna. Hann náði að kalla eftir
hjálp og sá starfsmaður annars fyrir-
tækis i húsinu á eftir árásarmönnun-
um út úr húsinu og inn í bíl af gerð-
inni Mazda. Maðurinn náði skrán-
ingamúmeri bílsins niður.
Bíllinn fannst um tveimur
klukkustundum síðar á baklóð húss-
ins í Brautarholti 4. Eigandi og
umráðamaður bílsins var handtek-
''**inn skömmu síðar og fannst á hon-
um töluverð peningaupphæð. Hann
er nú í haidi lögreglu og hefur hann
komið við sögu lögreglu áður, m.a.
í tengslum við fíkniefnamisferli.
Þess má geta að bíllinn fannst
skammt frá þeim stað þar sem bíll,
sem notaður var í ráni við Lands-
^a^bankann á Laugavegi 77 fyrir rúm-
um 10 árum, fannst.
Eins og í stórborgum erlendis
Eiríkur Sigurðsson, eigandi
10-11 verslananna, sagði að mestu
máli skipti að starfsmaðurinn væri
heill, peningarnir væru aukaatriði
í svona máli. Fyrirtækið væri að
hluta til tryggt gegn svona skaða.
Ránið sýndi hins vegar að ástandið
hér í borg væri orðið eins og í stór-
borgum erlendis.
„Við höfum legið yfir því í dag
að taka alvarlega á því hvernig
staðið er að peningaflutningum og
gera nýjar vinnureglur. Þetta er
búinn að vera strangur dagur. Það
var ráðist illa á okkar starfsmann
og hann sleginn niður. En þetta er
duglegur strákur sem hefur unnið
lengi hjá okkur. Það er hreint
óskaplegt að upplifa þetta og þurfa
að taka því að þetta gerist hér á
landi. Þetta er eins glæpsamlegt
og hugsast getur og það vantar
bara _að menn séu búnir skotvopn-
um. Ég held að tímabært sé orðið
að ráðamenn þjóðarinnar taki á
þessum málurn," sagði Eiríkur.
Víðtæk leit er nú gerð að mönn-
unum tveimur. Hún hafði ekki bor-
ið árangur þegar Morgunblaðið fór
í prentun.
Tvö rán sem framin hafa verið í
Reykjavík á seinni árum eru enn
óupplýst. Rán í Búnaðarbankanum
á Vesturgötu og rán í Lækjargötu,
þegar ræningjum tókst að hrifsa
tösku með miklum verðmætum af
starfsmanni Skeljungs.
Bíllinn sem sást við Glæsibæ
fannst síðan á baklóð við
Brautarholt 4 fannst um kl. 11
Ránið var framiðí 10-11
versluninni í Glæsibæ
um kl. 9 í gærmorgun
Kjarasamningar
Talið í dag
TALNING atkvæða um nýgerða
kjarasamninga Verkamannasam-
bands íslands, Samiðnar, Landssam-
bands verslunarmanna og Dagsbrún-
ar/Framsóknar hefst í dag. Talningin
er alfarið á vegum félaganna og fer
fram í húsakynnum þeirra.
-----» » ♦---
Víkartindur
Losað úr lestum
BYRJA átti að losa gáma úr lestum
Víkartinds kl. 5 í morgun.
Þegar hafa sex gámar með timbri
verið losaðir úr fremstu lestinni og
voru þeir fluttir til Reykjavíkur í
gær. Brenna þarf festingar á gám-
unum til að losa þá. Talsverð olía
var í lestum skipsins.
Mál Sophiu komið til
mannréttindanefndar
Strassborg. Morgunblaðið.
LÖGMAÐUR Sophiu Hansen, Hassip Kaplan, lagði í
gærmorgun fram í Mannréttindanefnd Evrópuráðsins
kæru fyrir hennar hönd gegn tyrkneska ríkinu.
Er það vegna málsmeðferðar fyrir dómstólum og
þess dráttar sem orðið hefur og stórskaðað hefur
málið meðan dætur Sophiu vaxa upp og vegna þess
að umgengnisréttur hennar hefur ekki verið virtur.
Framkvæmdastjóri Mannréttindanefndarinnar,
Hans Christian Kruger, staðfesti við blaðamann Morg-
unblaðsins að með kærunni hefðu verið lögð fram
viðeigandi gögn, en lögmaðurinn væri þarna vel kunn-
ugur.
Málsmeðferð tekur Iangan tíma
Að sjálfsögðu væri ekki farið að skoða þau, en
fyrsta skrefið, sem tæki nokkra mánuði, væri að
ákveða hvort málið væri tækt. Væri það tekið fyrir
nefndina væri byijað á að leggja það fyrir tyrknesku
ríkisstjórnina, sem fengi tíma til að svara og svo
fengi kærandinn að gera athugasemd við það. En
þótt stjórnin svaraði ekki, gæti nefndin þó haldið
áfram með málið. Þá væri eftir að skoða það efnis-
lega, sem tæki langan tíma. Nefndin hittist átta sinn-
um á ári og er með fjölda mála. Þó reynt væri að
koma í veg fyrir óþarfa drátt, væri mikil skrif-
finnska þessu samfara.
Þegar nefndin hefur lokið málinu skrifar hún
skýrslu þar sem fram koma staðreyndir og álit.
Skýrsla nefndarinnar fer þá annaðhvort til Mannrétt-
indadómstóls Evrópu eða til ráðherranefndarinnar,
sem að vísu hefur ekki komið fyrir. Tyrkneska ríkið
getur áfrýjað og eins getur Sophia sem einstaklingur
sótt um að fá málið tekið fyrir dómstólinn. Loks
má svo vænta úrskurðar dómstólsins.