Morgunblaðið - 15.04.1997, Síða 41

Morgunblaðið - 15.04.1997, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 41 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SPÁNSKI reiðskólinn í Vín reyndist koma úr Kópavogi þar sem nokkrir krakkar úr Gusti sýndu „reið- kúnstir" í anda Spánska reiðskólans í Vín, stórskemmtilegt atriði sem fékk verðskuldaðar undirtektir. ÁS FRÁ Syðri-Brekkum, sem Sigrún Erlings- dóttir sýndi af stakri prýði, virðist til alls líkleg- ur á mótum komandi vors og sumars, fasmikill yfirferðarhestur og fótaburður í góðu lagi. GUSTUR frá Grund og Sigurður Matthíasson komu tvisvar fram á sýningu Fáks að þessu sinni og vöktu að venju mikla hrifningu sýning- argesta. Reiðhallarsýning Fáks Gæðingaval í hefð- bundnum stíl HESTAR Rciðhöllin í Víðidal 12.-13. APRÍL Þriðja reiðhallarsýning ársins var haldin í reiðhöllinni í Víðidal um helgina þegar Fáksmenn buðu upp á sína árlegu sýningu. HÉR VAR um að ræða nokkuð hefðbundna sýningu eins og reyndar þessar reiðhallarsýningar eru orðnar, hver annarri lík án þess þó að vera neitt slakar. Það er alltaf gaman að horfa á góða hesta og svo er alltaf bryddað upp á einhverri smátilbreyt- ingu sem gefur hverri sýningu gildi. Aðsókn að sýningunni var heldur í dræmara lagi og nú í fyrsta sinn í vetur hafa tvær sýningar verið haldn- ar þar sem ekki er uppselt á laugar- dagssýningarnar. Á sunnudeginum voru áhorfendabekkirnir hálfskipað- ar og kannski varla það. Gustur samur við sig Hestakostur Fákssýningarinnar var prýðilegur enda hross að komast í gott form um þessar mundir og eins og áður er mikið gæðingaval á höfuðborgarsvæðinu. Eigi að síður komu hross víðar að og má þar til dæmis nefna stjörnuna úr röðum stóðhesta, Gust frá Grund. Hann sló enn og aftur í gegn með vígalegu yfirferðartölti og sínu fágæta brokki sem hvergi á sér samjöfnuð hjá ís- lenskum hesti að því er næst verður komist. Þeir sem hins vegar bíða eftir að sjá hægatöltið hjá þessum mikla gammi verða að bíða um sinn. Sýning á afkvæmum Stígs frá Kjartansstöðum var prýðileg. Hest- urinn gefur sem kunnugt er afburða gott tölt og má oft þekkja úr hross undan honum af töltinu einu saman. Sonur hans, Óður frá Brún, kom einn fram i sýningu á laugardagskvöldið og gerði mikla lukku en litli bróðir hans, Hljómur frá Brún, hljóp í skarðið á sunnudagssýningunni vegna anna hjá þeim eldri. Sagði þulurinn Þorkell Bjarnason að nú þegar yæri svo mikil ásókn í að halda undir Óð að hryssurnar biðu slefandi í röðum fyrir utan hesthúsið, já, hann kann að koma orðum að hlutunum sá gamli svo að eftir sé tekið. Auk Stóra-Hofsbúsins voru þrjú önnur bú með ræktunarhópssýningu, þ.e. Dalsmynnisbúið, Grenstangi, Brimil- svellir og Miðhjáleiga en ekki var farið rétt með nafnið á síðastnefnda búinu í síðasta hestaþætti þegar get- ið var um sýninguna og leiðréttist það hér með. Þá kom Platon frá Sauðárkróki fram með afkvæmum. Ásinn er hæstur Að venju var boðið upp á sérstak- ar sýningar gæðinga en að þessu sinni var alhliða hestum skipt í tvo hópa, konur í öðrum og karlarnir í hinum. Ágætur þulur, Hailmar Sig- urðsson, gerði þetta að sjálfsögðu að keppni milli kynjanna um það hjá hvoru skeiðaði betur. Að sjálfsögðu lét hann líta svo út að betur hafí skeiðað hjá konunum en karlpening- urinn er að sjálfsögðu ekki tilbúinn að kyngja því þótt ekki hafi þeir hátt um það. Tveir hópar klárhesta komu fram og vakti einn í þeirra hópi sérstaka athygli, Ás frá Syðri- Brekkum, mikill yfirferðarhestur og fasmikill í allri framgöngu. Sigrún Erlingsdóttir sýndi hestinn af mikilli prýði. Fjórir ungir knapar, Viðar Ingólfsson, Davíð Matthíasson, Hin- rik Sigurðsson og Daníel Smári, sem allir hafa staðið framarlega í keppni undanfarin ár voru, með gott atriði á frábærum hestum. Spánski reiðskólinn í Gusti Svo var það Spánski reiðskóiinn í Vín sem margir voru búnir að brjóta heilann um hvað væri og vakti mikla athygli. Þarna voru prúðbúnir krakk- ar úr Gusti sem komu fram með „plat“-hesta og sýndu listir í líkingu við það sem hestar Spánska reiðskól- ans í Vín gera á sýningum. Hug- myndin, sem komin er frá Equitana, var vel útfærð hjá krökkunum og stjórnanda þeirra, Sigrúnu Sigurðar- dóttur, og má segja að vel sé til fund- ið að fá góðar hugmyndir að láni. Krakkarnir fengu góðar undirtektir . Nokkrir kunnir tamningamenn af Fákssvæðinu voru með vel útfærða munsturreið á tölti og fætur hest- anna skreyttir ljósastautum. Og Sveinn Jónsson úr Sörla sýndi undir lok hverrar sýningar fimiæfíngar á hesti sínum Hljómi frá Torfunesi og endahnúturinn var svo skeiðsprettir í gegnum höllina sem voru á sunnu- deginum svona sæmilegir. Eins og venja er á öllum mótum og sýningum hjá Fáksmönnum var gefin út greinargóð skrá, sýningar- gestum til glöggvunar, þar sem fram koma upplýsingar um knapa og ætt- ir hrossa. Ekki verður þó hjá því komist að minnast á nýstárlega upp- setningu ættartaflna sem var með ýmsu móti og í sumum tilvikum afar ruglingsleg. Þá minnist greinarhöf- undur þess ekki að Bergur Magnús- son fyrrum framkvæmdastjóri Fáks hafi nokkru sinni verið formaður Fáks eins og fram kemur í skránni. Endurskoðunar þörf Ekki er ósennilegt eftir þær fjórar reiðhallarsýningar sem haldnar verða á þessu ári (síðasta sýningin haldin að þremur vikum liðnum) að menn setjist niður og endurmeti hvað sé grundvöllur fyrir mörgum sýningum á ári. Því er ekki að neita að allar þessar sýningar hafa verið mjög keimlíkar hver annarri og farið er að gæta sýningarþreytu hjá þeim sem sækja sýningamar og tryggja fjárhagsafkomu þeirra. Það er ekk- ert smámál að setja upp sýningu eins og Fáksmenn voru með um helgina. Fjöldi manna leggur á sig ómælda vinnu, flestir án greiðslu fyrir, og þegar aðsóknin er ekki meiri en var til dæmis um helgina er hætt við að íjárhagsgrundvöllurinn fari að bresta. Líklega er ekki grundvöllur fyrir meira en tveimur sýningum í reiðhöllinni ár hvert. Ætla má að stækka þurfi mark- hópinn fyrir reiðhallarsýningar með því til dæmis að bjóða upp á sýning- aratriði sem höfða til annarra en hestamanna. Þá með atriðum þar sem hestar koma ekki við sögu. Mætti þar nefna stutta krafta- keppni, mótorhjólaatriði, fimleika- sýningu, söng- eða dansatriði og fleira í þessum dúr. Mætti hugsa sér að helmingur atriða gæti snúist um hesta og hinn helmingurinn um eitt- hvað ailt annað sem vekti áhuga sem lengst út fyrir raðir hestamanna. Nauðsynlegt virðist að bijóta upp núverandi fyrirkomulag sem virðist gengið sér til húðar enda verið notað nánast óbreytt frá því höllin var tek- in í notkun. Er nú bara að gefa hug- myndafluginu lausan tauminn. En hvað sem sem öðru líður þá buðu Fáksmenn upp á góða sýningu sem hefði verðskuldað betri aðsókn, og fyrir það ber að þakka. Valdimar Kristinsson MINIMINGAR + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og aðstoð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ÓSKARS SVAVARS GUÐJÓNSSONAR matsveins. Sérstakar þakkir til skiþsfélaga, áhafnar TF Líf, Félags matreiðslumanna og Samskiþa. Anna Þorsteisdóttir, Gunnar Óskarsson, Linda Sveinsdóttir, Kristrún Gróa Óskarsdóttir, Níels Atli Hjálmarsson, Óskar Halldór Guðmundsson, Arndís Sara Gunnarsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður og afa, FRIÐRIKS SIGTRYGGSSONAR, Melteigi 26, Keflavík. Birgir Friðriksson, Hildur María Herbertsdóttir, Guðbjörg Friðriksdóttir, Hólmkell Gunnarsson, Sigtryggur Friðriksson og barnabörn. + Innilegar þakkir Jærum við þeim sem auð- sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar, SIGRÍÐAR Á. FINNBOGADÓTTUR, Dalbraut 20. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Sveinn Guðnason, Ingibjörg Sveinsdóttir, Gfsli Skarphéðinsson, Sigríður Gfsladóttir, Sveinn Gfslason. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- konu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, DAGMAR SIGURÐARDÓTTUR, Heiðarholti 34, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á lyflækninga- deild 11a og gjörgæslu á Landsþftalanum. Fyrir hönd aðstandenda, Fríðjón Þórieifsson. + Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna fráfalls eiginmanns míns og föður okkar, KRISTJÁNS PÉTURSSONAR, byggingameistara, Hlyngerði 2. Kristjana Árnadóttir, Guðrún Katla Kristjánsdóttir, Brynjar Kristjánsson. + Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls 4 ' HÁVARÐS BERGÞÓRSSONAR, Strandgötu 61, Eskifirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans. Þórunn Magnúsdóttir og aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.