Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 23 ERLENT Östaðfestar fregnir um vígvæð- ingu í Norður-Kóreu Ottast að eld- flaugar geti ógnað Japan Tókýó. Reuter. YUKIHIKO Ikeda, utanríkisráð- herra Japans, sagði í gær að sam- kvæmt óstaðfestum fréttum kynnu Norður-Kóreumenn að hafa sett upp nokkrar eidflaugar sem hægt yrði að beita í árásum á Japan. Stjórnin í Pyongyang sakaði stjórnvöld í Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og Japan um að reyna að grafa undan her Norður-Kóreu og hótaði að hætta öllum viðræðum við Banda- ríkjamenn um framkvæmd samnings frá 1994 um breytingar á kjarn- orkuáætlun Norður-Kóreumanna. Ikeda sagði að óstaðfestar fregnir hermdu að Norður-Kóreumenn hefðu sett upp nokkrar eldflaugar af gerðinni Rodong-1, sem drægju 1.000 km og gætu því ógnað megin- hluta Japans. Japanska sjónvarpsstöðin NHK hafði sagt að myndir frá bandarísk- um njósnahnöttum sýndu að þremur Rodong-1 eldflaugum hefði verið komið fyrir á hreyfanlegum skotpöll- um við austurströnd Norður-Kóreu. Var haft eftir bandarískum leyni- þjónustumönnum að Norður-Kóreu- menn hygðust flytja þangað sjö eld- fiaugar til viðbótar. Eldflaugamar hafa verið áhyggju- efni í Japan frá því í maí 1993 þegar Norður-Kóreumenn skutu Rodong-1 eldflaug í sjóinn nálægt strönd Jap- ans í tilraunaskyni. Hóta „gagnaðgerðum“ Málgagn stjórnarinnar í Pyongy- ang fjallaði í gær um heimsóknir Williams Cohens, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, og Johns Sha- likashvilis, forseta bandaríska her- ráðsins, til Japans og Suður-Kóreu í vikunni sem leið. Blaðið sagði þær sýna að Bandaríkjamenn væru að reyna að grafa undan her Norður- Kóreu „í samstarfi við strengjabrúð- urnar í Japan og Suður-Kóreu“. Stjórnin í Pyongyang ætti því ekki annars kost en að hætta samskiptum við Bandaríkjamenn og grípa til „gagnaðgerða". Bandaríkjastjórn hefur grunað Norður-Kóreumenn um að stefna að smíði kjarnavopna en með sam- komulagi milli landanna árið 1994 var ákveðið að Bandaríkjamenn af- hentu Norður-Kóreumönnum tvo léttvatnskjarnakljúfa gegn því að þeir breyttu kjarnorkuáætlunum sín- um. N-Kóreumenn lofuðu m.a. að loka tveimur kjarnakljúfum, sem mætti að nota til að smíða kjarna- vopn, en mun erfiðara er að fram- leiða plúton í kjarnorkusprengjur í léttvatnskj arnaklj úfunum. Matvælaaðstoð sem „vopn“? Stjórnin í Pyongyang sakaði einn- ig stjórnvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að hafa sett það skilyrði fyrir matvælaaðstoð vegna flóðanna í Norður-Kóreu að hún fall- ist á friðaiviðræður. „Slík skilyrði eru óheiðarleg," sagði embættismað- ur í n-kóreska utanríkisráðuneytinu. „Markmiðið er að beita matvælaað- stoðinni sem pólitísku vopni og knýja fram tilslakanir Norður-Kóreu í ör- yggismálum." Glundroði í Malí Bamako. Reuter. EFNT var til þingkosninga í Malí í vestanverðri Afríku á sunnudag en þær þóttu einkennast af glund- roða vegna brotalama í skipulagn- ingu þeirra. Litið var á kosningarnar sem prófstein á það hvort flölflokkalýð- ræðið, sem var tekið upp árið 1992, hefði náð að festa rætur í landinu. Skortur á kjörgögnum og gloppótt- ar kjörskrár urðu hins vegar til þess að margir gátu ekki neytt at- kvæðisréttar síns. Alls voru 1.500 manns úr 21 flokki í framboði í kosningunum, flestir þeirra stuðningsmenn Alpha Dumars Konare forseta, sem var kjörinn árið 1992, eða frambjóðend- ur tveggja stærstu stjórnarand- stöðuflokkanna. Nýju Delhi. Reuter. TALSMAÐUR Kongressflokksins á Indlandi sagði í gær, að hugsanlega yrði búið að leysa stjórnarkreppuna í landinu eftir viku. Einingarflokk- urinn, sem var við stjórn, reynir nú að finna eftirmann H.D. Gowda forsætisráðherra. Deve Gowda hjó á hnútinn á sunnudag þegar hann tilkynnti á fundi í Einingarflokknum, sem 15 flokkar standa að, að hann væri reiðubúinn að verða við kröfu Kongressflokksins og láta af emb- Ný stjórn á Indlandi? ætti ef samflokksmenn sínir vildu það. Annar frammámaður í Eining- arflokknum, Chandrababu Naidu, sem þykir líklegur eftirmaður Gowda, sagði, að almannahags- munir skiptu mestu máli og þjóðin öll mætti ekki líða fyrir ósveigjan- lega afstöðu nokkurra manna. Vilja ekki kosningar Talsmaður Kongressflokksins, sem hætti stuðningi við 10 mánaða gamla stjórn Gowda í síðustu viku, fagnaði yfirlýsingu Gowda og kvað flokkinn mundu styðja stjórnina áfram með nýjan mann við stjórn- völinn. Því er líklegt, að komist verði hjá nýjum kosningum en talið er, að þjóðernissinnaðir hindúar högnuðust mest á þeim. Mánuður til stefnu 500.000 KRÓNA VERÐLAUNAFÉ! Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness voru veitt í fyrsta sinn á liðnu hausti að undan- genginni samkeppni. Við það tilefni var minnt á að verðlaunin verða veitt árlega og voru rithöfundar hvattir til að senda inn handrit í samkeppni næsta árs. Skilafrestur handrita er til 15. maí 1997. Verðlaunin verða síðan afhent á hausti komandi og kemur verðlaunabókin út sama dag hjá Vöku-Helgafelli. Megintilgangur Bók- menntaverðlauna Halldórs Laxness er að efla íslenskan sagnaskáldskap og stuðla þannig að endurnýjun íslenskrar frásagnar- listar. Bókaforlagið Vaka-Helgafell stendur að verðlaununum í samráði við fjölskyldu skáldsins. VERÐLAUNIN Vaka-Helgafell leggur fram verðlaunaféð sem nemur 500 þúsund krónum en við verðlauna- upphæðina bætast venjuleg höfundarlaun samkvæmt rammasamningi Rithöfunda- sambands Islands og Félags íslenskra bóka- útgefenda. Verðlaunin eru veitt fyrir nýja og áður óbirta íslenska skáldsögu, eða safn smásagna, að undangenginni samkeppni sem er öllum opin. Handritum skal skilað fyrir 15. maí 1997 til Vöku-Helgafells, Síðumúla 6, 108 Reykjavík, merkt „Bókmenntaverðlaun Halldórs Lax- ness“. Handritin eiga að vera merkt dulnefni en rétt nafn fylgi með í lokuðu umslagi. HANDRITIÐ GEFIÐ ÚT í HAUST Ætlunin er að Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness verði veitt árlega. Komist dómnefnd hins vegar einhverju sinni að þeirri niðurstöðu að ekkert handritanna verðskuldi verðlaunin getur hún ákveðið að veita þau höfundi sem talinn er hafa auðgað íslenskar bókmenntir með verkum sem þegar hafa verið gefin út. SAMKEPPNIN ÖLLUM OPIN Minnt er á að samkeppnin um Bókmennta- verðlaun Halldórs Laxness er öllum opin, hvort sem þátttakendur hafa áður gefið út bækur eða ekki. Við hvetjum því jafnt unga sem aldna höfunda til þess að senda handrit sín í keppnina. Að samkeppni lokinni geta þátttakendur vitjað handritanna hjá Vöku-Helgafelli. Upplýsingar um samkeppnina veitir Pétur Már Ólafsson, í síma 550 3000 milli kl. 9 og 17. VAKA-HELGAFELL • Síðumúlaó • 108 Reykjavík • Sími 550 3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.