Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
MARGRÉT
LÚÐVÍKSDÓTTIR
+ Margrét Lúð-
víksdóttir var
fædd í Lúðvíkshúsi,
Nesi í Norðfirði, 12.
febrúar 1911. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reyjavíkur 6. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Lúðvík Sigurður
Sigurðsson, útgerð-
ar- og verslunar-
maður í Neskaup-
stað, f. 10.8. 1866,
d. 20.1. 1941, og
kona hans frú Ingi-
björg Þorláksdótt-
ir, f. 13.11. 1875, d. 25.11. 1956.
Margrét var næstyngst af 11
systkinum, hin eru, talin í ald-
ursröð: Lovísa, Gunnborg, Þur-
íður Karólína, Þorlákur Björg-
vin, Sigríður, Sigurður, Dag-
mar, Bjarni, Karl og Georg.
Eftirlifandi eru þau Dagmar
og Karl. Margrét giftist 18.5.
1935 Leó Sveinssyni, lögreglu-
þjóni og seinna brunaverði í
Reykjavík, f. 31.12. 1910. Hann
lést 4. maí 1986. Foreldrar hans
voru Sveinn Torfason, bóndi
að Álftártungukoti í Mýrasýslu,
og Guðný Guðmundsdóttir frá
Hlíðartúni, Dalasýslu. Börn
Margrétar og Leós eru: 1) Mar-
grét, f. 30.11. 1935, umsjónar-
maður Langholtskirkju. Hún
var gift Gunnari Olafssyni
verslunarmanni, sem nú er lát-
inn. Eiga þau tvö börn. 2) Lúð-
vík, f. 28.8. 1939, bygginga-
fræðingur hjá Landsvirkjun.
Hann á þrjá syni og eitt barna-
barn. Sambýliskona hans er
Guðrún Kristjánsdóttir, kenn-
ari. 3) Guðný, f. 4.3. 1941, full-
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar Margrétar Lúðvíks-
dóttur með örfáum orðum. Við
kynntumst fyrst fyrir um aldar-
fjórðungi þegar hún bauð mig vel-
kominn í fjölskyldu sína. Þá bjó
hún ásamt eiginmanni sínum Leó
Sveinssyni brunaverði á Hávalla-
götu 5. í heimahúsum voru þá
þtjú yngri börn þeirra hjóna en hin
þtjú eldri voru komin með fjöl-
skyldur og farin að heiman.
Margrét var afskaplega yndisleg
kona og hvers manns hugljúfi. Hún
bar mikinn persónulegan þokka og
frá henni geislaði góðvilji í allra
garð. Aldrei heyrði ég hana tala
illa um nokkurn mann, heldur dró
hún fram það jákvæða í fari
manna. Framkoma hennar var
jafnan róleg og yfirveguð og bar
trúi hjá Ríkisspí-
tölum. Hún er gift
Gunnari Sigurðs-
syni, lögg. endur-
skoðanda, og eiga
þau fjórar dætur og
þrjú barnabörn. 4)
Sveinn, f. 18.10.
1946, starfsmaður
V élamiðstöðvar
Reykjavíkurborgar.
Hann á tvær dætur
og eitt barnabarn.
Sambýliskona hans
er Ingunn Ingvars-
dóttir starfsstúlka.
5) Ingibjörg, f. 14.8.
1950, hjúkrunarfræðingur hjá
Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hún
er gift Kristni Kárssyni, versl-
unarmanni, og eiga þau 4 börn.
6) Lóa Sigrún, f. 22.3. 1952,
leikskólakennari, Hafnarfirði.
Hún er gift Sigurmanni Rafni
Stefánssyni, húsgagnasmið, og
eiga þau þrjú börn. Margrét
fluttist til Reykjavíkur 17 ára
að aldri til að hefja nám I Versl-
unarskóla Islands og útskrifað-
ist þaðan 1930. Starfaði hún
sem ritari á skrifstofu saka-
dómara og lögreglustjóra í
Reykjavík í allmörg ár. Eftir
að börnunum fjölgaði helgaði
hún sig heimilisstörfunum. Þau
Leó bjuggu öll sín búskaparár
í Reykjavík, siðast á Hávalla-
götu 5. Eftir að Leó féll frá
1986, flutti Margrét að Hjalla-
seli 21 og bjó hún þar þangað
til nú síðasta ár að hún flutti
inn á Hjúkrunar- og dvalar-
heimilið i Seljahlið.
Útför Margrétar fer fram frá
Seljakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
vott um það góða og heilbrigða
veganesti sem hún fékk í foreldra-
húsum. Dugnaður hennar var mik-
ill og kom hann ekki síst í ljós
þegar Leó veiktist og hún annaðist
hann á heimili þeirra í mörg ár
ásamt hefðbundnum heimilisstörf-
um. Var þá oft á tíðum aðdáunar-
vert hve mikið æðruleysi hún sýndi
og hversu mikið hún lagði á sig
til að Leó gæti verið heima svo
lengi sem nokkur möguleiki var á.
Eftir andlát eiginmanns síns
flattist Margrét að dvalarheimilinu
Seljahlíð í Breiðholti, sem var þá
nýtekið í notkun. Bjó hún þar í
afar smekklegu sérbýli þar til
heilsa hennar leyfði ekki að hún
væri lengur alveg ein og flutti hún
þá inn á dvalarheimilið sjálft. í
Seljahlíð átti Margrét mörg af-
HERDIS BIRNA
ARNARDÖTTIR
+ Herdís Birna
Arnardóttir
fæddist í Reykjavík
hinn 15. apríl 1963.
Hún lést á heimili
sínu í Reykjavík 3.
mars síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Áskirkju
11. mars.
í dag, 15. apríl,
hefði vinkona mín,
hún Dísa, orðið 34 ára.
Þessi vinkona mín sem
alla tíð hefur fyllt
huga minn gleði, bara við það að
hugsa til hennar.
En Dísa átti ekki þess kost að
upplifa þennan dag. Ilennar varð
annað hlutskipti. „Dísa dó í morg-
un,“ voru orð Arneyjar vinkonu
minnar þegar hún hringdi í mig
mánudaginn 3. mars. Aldrei fyrr
hefur svo botnlaus sorg gripið mig
heljartaki. Ekki bara mín sorg
heldur og sorgin yfir
sorg þeirra sem sem
stóðu Dísu næst,
Örnu, foreldra hennar
og systkina.
Við útför Dísu báru
átta ungar konur kist-
una úr kirkjunni. Eg
var ein af þeim sem
hlaut þann heiður.
Mikið innilega þótti
mér vænt um það.
Það var höfðinglegt
af foreldrum Dísu og
sýndi þeirra styrk og
hlýhug er þau buðu
heim til sín um kvöldið, jarðarfar-
ardaginn, nánasta skyldfólki og
vinum Dísu og þeirra sjálfra, því
allir sem kynnst hafa foreldrum
Dísu bindast þeim í hjarta. Þessi
kvöldstund lifir í minningunni, ljúf
og styrkjandi.
Dísa og fjölskylda hennar flutt-
ust „niður í Vestmannaeyjahverfi",
eins og byggðin á Snælandstúninu
skaplega góð ár í skemmtilegum
félagsskap Sigríðar systur sinnar
og Laufeyjar mágkonu sinnar á
meðan þeirra naut við. Þarna var
margt brallað og mikill kraftur í
öllu starfi Seljahlíðar í höndum
þess frábæra starfsfólks sem þar
er. Margt var gert sér til upplyft-
ingar og gladdi það börn Margrét-
ar innilega að sjá móður sína geta
notið alls þess.
Margrét var alveg einstaklega
dugleg við alla handavinnu og út-
saum og eru mörg listaverkin til
sem unnin eru eftir hana. Hún var
þó lítillát um þessa miklu vinnu
sína og hló bara þegar átti að fara
að hrósa henni. Það var líka oft
stutt í brosið hjá henni og létt
spaug aldrei fjarri. Margrét fylgd-
ist vel með börnum sínum og
barnabörnum í því sem þau feng-
ust við í námi og starfi. Þau voru
hennar gleðigjafi. Sjálf hafði hún
stundað nám í Verzlunarskóla ís-
lands og hélt hún ávallt tryggð við
þann skóla. Hún sótti enskunám-
skeið komin á fullorðinsár og oft
heyrði ég hana bregða fyrir sig
dönskunni þegar hún sló á létta
strengi.
Það er djúpur söknuður í huga
þegar komin er kveðjustund og
börnin sakna ömmu sinnar sem
ávallt var þeim svo góð. Ég þakka
það að hafa orðið þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að þekkja þessa
góðu konu sem skilur eftir sig
ljóma þess sem öllum vildi vel.
Minningin um góða konu lifir
áfram í brjóstum okkar um ókom-
in ár.
Kristinn Kársson.
Mig langar til að kveðja tengda-
móður mína, Margréti Lúðvíks-
dóttur, með nokkrum orðum, og
þakka henni umhyggju hennar fyr-
ir mér og mínum, en þar er ég að
þakka tæp 40 ára viðkynni, sem
aldrei bar skugga á. Margrét lést
á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. apríl
sl., 86 ára að aldri.
Margrét ólst upp á miklu mynd-
arheimili austur á Norðfirði og í
stórum systkinahópi lærði hún
snemma að taka til hendinni og
má segja að vinnusemi væri henni
í blóð borin. Alla tíð var hún trú
þessu veganesti sem hún hafði
fengið í æsku og féll sjaldan verk
úr hendi. Þetta innrætti hún börn-
um sínum eftir bestu getu, þó tímar
breyttust. Síðan lá leiðin til Reykja-
víkur þar sem hún hóf nám við
Verslunarskólann og lauk prófi það-
an árið 1930. Hún starfaði eftir það
í allmörg ár á skrifstofu sakadóm-
ara og lögreglustjóra í Reykjavík.
Þar kynntist hún ungum lögreglu-
þjóni, Leó Sveinssyni, síðar bruna-
verði, og gengu þau í hjónaband á
var oftast nefnd í fyrstu eftir gosið
í Eyjum. Ég átti heima á Snælandi
svo stutt var að fara og ófáar voru
ferðirnar á milli heimila okkar.
í Víghólaskóla vorum við
stelpnaklasi sem héldum jafnan
saman. Saman í gegnum súrt og
sætt, þrumur og eldingar. Við sem
í gaggó kölluðum okkur „kerling-
arnar“ vorum, Dísa, Þórhildur,
Arney, Sigga, Inga, Kata, tvíbur:
arnir Guðbjörg og Jónína og ég. I
þessum hópi eru mínar bestu vin-
konur. Ávallt hittumst við nokkrar
úr hópnum þegar ég kom til lands-
ins og ávallt var Dísa þar á með-
al, og á tali okkar var aldrei að
merkja að hálft eða heilt ár væri
liðið frá því við sáumst síðast.
Þannig er hin dýrmæta vinátta og
vinátta mín við Dísu var mér mik-
ill fjársjóður.
Ég hugsa til Dísu vinkonu
minnar með djúpum söknuði.
Elsku Arna, Áslaug og Örn,
Edda og fjölskylda og Guðbrandur
og fjölskylda, ég og Björnar, og
foreldrar mínir, þau Ragna Freyja
og Gísli, vottum ykkur okkar inni-
legustu samúð vegna þessa mikla
missis.
Freyja Rún, Lillehammer.
árinu 1935. Þau eignuðust 6 böm.
Bamabörnin em 18 og bamabama-
bömin em orðin 5. Eftir að bömun-
um fjölgaði helgaði hún sig heimilis-
störfunum af myndarskap og féll
henni það vel úr hendi eins og ann-
að sem hún tók sér fyrir hendur,
því hún vildi vanda vel til verka
alla tíð. Þau Leó bjuggu öll sín
búskaparár í Reykjavík, síðast á
Hávallagötu 5. Eftir að Leó féll frá
á árinu 1986, flutti Margrét að
Hjallaseli 21.
Margrét kom mér alla tíð fyrir
sjónir sem sterk og heilsteypt
manneskja. Hún unni heilshugar
eiginmanni og börnum og bar hag
þeirra ætíð fyrir bijósti. Hún var
alla tíð fjölskyldu sinni stoð og
stytta og bundust börn hennar,
tengdabörn og afkomendur þeirra
henni því afar sterkum og nánum
böndum. Jafnframt sýndi hún
manni sínum einstaka umhyggju
þegar hann veiktist alvarlega á
árinu 1975 og annaðist hann á
heimili þeirra svo lengi sem hún
hafði krafta til. Margréti var einn-
ig margt til lista lagt, lærði ung
að spila á píanó og hafði gaman
af söng og sönglögum síns tíma,
eins og lögum Inga T. Lárussonar,
sem minntu hana á heimaslóðir
fyrir austan. Hún var félagslynd
og hafði mjög gaman af að vera
innan um fólk og ræða málin. Hún
var léttlynd að eðlisfari og horfði
ætíð á björtu hliðarnar og öll svart-
sýni var henni mjög á móti skapi.
Hún fylgdist mjög vel með því sem
var að gerast í þjóðmálum og tók
á seinni árum þátt í félagsstarfi
aldraðra af lífi og sál. Alla tíð sinnti
hún hannyrðum af miklum mynd-
arskap, allt fram á síðasta dag.
En fyrst og síðast fylgdist hún af
áhuga með fólkinu sínu, jafnt stór-
um og smáum og var miðpunktur
í öllum afmælum og fermingum
eða þegar tilefni var til að fjöl-
skylda hennar kæmi saman. Henn-
ar er nú sárt saknað af mörgum
og verður skarð hennar seint fyllt,
því lengi er hún búin að vaka yfir
hópnum sínum. Efst í huga mér á
þessari skilnaðarstund er þakklæti
fyrir elskulegt viðmót og hlýjan
hug sem tengdamóðir mín sýndi
mér alla tíð og gaf mér og mínum
meira en svo að hægt hafi verið
að endurgjalda nema að litlu leyti.
Fyrir allt þetta vil ég þakka.
Blessuð sé minning hennar.
Gunnar Sigurðsson.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Amma Margrét er dáin. Það er
staðreynd sem horfast verður í
augu við, því verður ekki breytt.
Þessi hugsun kom upp í huga
mér, þegar ég lagði símann á eftir
að heyra þau tíðindi að hún væri
ekki lengur á meðal okkar. Að
vera erlendis þegar svona fréttir
berast er óþægileg tilfinning. Ég
vildi að ég gæti flogið, hugsaði ég,
eins og fuglinn fijáls heim til ís-
Iands og kvatt ömmu. En ég kvaddi
hana svo vel þegar við hittumst
síðast þegar ég kom heim til að
vera viðstödd þegar Sigurmann
fermdist. Það var eins og ég fyndi
þetta á mér þegar ég kvaddi hana.
Það verður svolítið skrítið lífið án
ömmu Margrétar. Minningarnar
hrannast upp, ég lítil stúlka hjá
ömmu og afa á Hávallagötunni.
Ég og amma að labba út í Brekku
til að versla inn. Amma með burð-
arkerruna sína sem var á hjólum
sem ég fékk að draga á eftir mér,
hún gekk alltaf svo hratt, ég átti
fullt í fangi með að halda hennar
hraða, hún var svo létt á fæti. En
hún var alltaf að flýta sér til afa
sem var veikur heima, hún vildi
vera sem styst í burtu frá honum,
þetta var í þá daga þegar kaup-
maðurinn var á horninu og hús-
mæðurnar sinntu innkaupunum
einar og sér. Úti í göngutúr með
afa eftir Hávallagötunni. Svo
margt, svo margt.
Amma var svo hlý og svo yfir-
veguð. Hún var í essinu sínu, þeg-
ar hún gat hlýtt okkur barna-
börnunum yfír námsefnið sem við
vorum að læra í það og það skipt-
ið, hvort sem það voru kvæði eða
tungumál, þýskan var í" miklu
uppáhaldi hjá henni sem hún lærði
þegar hún var í Verslunarskólan-
um fyrir 65 árum. Þá var ekkert
kynslóðabil á milli okkar krakk-
anna og ömmu, alltaf var hún vak-
andi yfir því sem við vorum að
gera. Hún var svo stolt. Amma var
fjársjóður sem við geymum, og góð
fyrirmynd okkur unga fólkinu.
Ámma var orðin 86 ára þegar hún
lést. Það var eins og hún gæti lifað
endalaust, hennar lund var þannig,
hún var endalaus.
En allt tekur enda. Minningin
geymist en myndin af ömmu kem-
ur upp þegar við lokum augunum,
það er huggun. Þú varst góð fyrir-
mynd.
Elsku amma, ég mun alltaf
sakna þín. En minningin lifir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Steinunn Sigurmannsdóttir.
Margrét Lúðvíksdóttir frænka
mín er okkur horfin sjónum. En
minningin um hjartamilda konu
lifir áfram með okkur - konu, sem
átti þá ósk helsta að gera með-
bræðrum sínum gott. Allt frá
bernsku eru mér ofarlega í minni
ferðir okkar bræðra um Reykjavík
þvera og endilanga til að heim-
sækja Margréti frænku og börnin
hennar - Margréti, Lúðvík og
Guðnýju - inn í Laugarnes, þar
sem þau þá áttu heima með fjör-
una fyrir framan húsið. Síðar
fæddust yngri systkinin, Sveinn,
Ingibjörg og Lóa Sigrún. Ávallt
voru viðtökur Margrétar jafn alúð-
legar.
Margrét ólst upp í foreldrahús-
um í Neskaupstað. Sem ung og
falleg stúlka í blóma lífsins lagði
hún land undir fót og hélt til
Reykjavíkur, eins og svo margir
aðrir. Þegar þangað kom, innritað-
ist hún í Verslunarskólann og lauk
þaðan prófi. Að námi loknu hóf
hún störf á skrifstofu lögreglu-
stjórans í Reykjavík. Þar kynntist
hún eiginmanni sínum Leó Sveins-
syni lögreglumanni - og síðar
brunaverði. Áhugi hans á hestum
og búskap varð til þess að ég ætla,
að þau völdu sér bústað í útjaðri
borgarinnar - fyrst í Laugarnesinu
og síðar í Grensási. Búsýsla og
umgengni við húsdýr varð því eitt
af mörgum verkefnum, sem lentu
á herðum Margrétar um dagana
jafnt sem eiginmanns hennar.
Foreldrar Margrétar voru Lúð-
vík Sigurður Sigurðsson útgerðar-
maður og kaupmaður í Neskaup-
stað og Ingibjörg Þorláksdóttir.
Þau eignuðust 11 börn, sem öllum
var snemma kennt að vinna við
útveg foreldranna, hvort heldur
það var að beita bjóð eða breiða
saltfisk í sólina. Það er því ekki
að undra, að Margrét skuli hafa
orðið starfsöm um ævina og komið
miklu í verk.
Meginstarf Margrétar var þó
unnið innan veggja heimilisins.
Sem umhyggjusöm og sístarfandi
móðir barna sinna tókst henni að
láta drauma sína rætast. Velferð
barnanna var henni öllum öðrum
málum hjartfólgnari. Nú þegar hún
kveður okkur, er ljóst, að ævistarf
hennar hefur borið góðan ávöxt.
Börn hennar hafa vaxið úr grasi
og orðið fallegt og dugandi fólk -
nýtir landsins þegnar. Eftir því er
tekið, hversu fríð er sú fylking sex
barna, átjan barnabarna og fimm
barnabarnabarna er, sem nú kveð-
ur elskulega mömmu, ömmu og
langömmu. Þeim öllum votta ég
hluttekningu mína.
Sigurður Gizurarson.