Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Níkítín fær umhverfisvemd- arverðlaun San Francisco. Reuter. ALEXANDER Níkít- ín, fyrrverandi höfuðs- maður í rússneska sjó- hernum, fékk í gær umhverfi sverndar- verðlaun í Bandaríkj- unum fyrir að skýra frá hættum sem hann sagði stafa af gömlum kjarnorkukafbátum á Kólaskaga. Níkítín starfaði á kj arnorkuknúnum kafbátum á síðasta áratug og eftir að hann lét af störfum fyrir rússneska sjóher- inn gekk hann til liðs við umhverfisverndarstofnunina Bellona í Noregi og skrifaði ásamt öðrum skýrslu um rússneska norð- urflotann og hættuna sem stafaði af geislamengun frá gömlum kaf- bátum hans. Sat inni í tíu mánuði Níkítín, sem er 44 ára, var handtekinn í febrúar í fyrra, sak- aður um að hafa sagt frá ríkis- leyndarmálum. Hann var látinn laus í desember en á enn yfir höfði sér að verða sóttur til saka fyrir föðurlands- svik. Goldman-stofnunin í San Franeisco veitti Níkítín og sex öðrum verðlaun fyrir baráttu í þágu umhverfis- verndar. Fertug bandarísk hjúkrunar- kona, Terri Swearing- en, var heiðruð fyrir baráttu sína gegn stærstu brennslustöð Bandaríkjanna fyrir eiturefnaúrgang í East Liverpool í Ohio. Stöðin var reist ná- lægt skóla og Swearingen hefur varað við því að krabbameinsvald- andi efni geti borist út í andrúms- loftið við brennsluna. Nick Carter, 69 ára Breti sem starfaði í Zambíu, fékk einnig verðlaun fyrir að skipuleggja ráð- stefnu í Lusaka þar sem lagt var til að afrísk ríki kæmu á fót sér- stakri stofnun til að beijast gegn ólöglegri sölu á vernduðum dýra- tegundum. Stofnunin varð að veruleika í desember. Alexander Níkítín Brúðkaup við Branden- borgarhliðið DAGMAR Erdmann og Andreas Paetzel riðu á vaðið í gær og urðu fyrsta parið sem gefið er saman fyrir framan Brandenborgarhliðið í miðborg Berlínar. Gáfu þau hvort öðru hjúskaparheit standandi á efri hæð þaklauss strætisvagns, að viðstöddum 38 ættingjum og vinum. Hefð er fyrir því að slíkir tveggja hæða strætisvagnar flytji far- þega um götur þýzku höfuð- borgarinnar. Vonast borgar- yfirvöld til þess að fordæmi þeirra Dagmar og Andreasar verði til þess að mörg önnur pör nýti sér hina nýju þjón- ustu og láti gefa sig saman á þennan nýstárlega hátt. Reuter HERMENN í gæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Austur-Slavóníu létu víða vita af sér við kjörstaði í Vukovar. Var kosningaframkvæmdin þar í miklum ólestri og algengt, að kjörkassar færu ekki á rétta kjörstaði og á kjörskrá vantaði fjölda fólks. Sveitarstjórnarkosningar í Króatíu framlengdar um dag SÞ óánægðar með fram- kvæmdina í A-Slavóníu Vukovar, Zagreb. Reuter. SAMEINUÐU þjóðirnar (SÞ) sök- uðu í gær króatísk stjórnvöld um lélega skipulagningu bæjar- og sveitarstjómarkosninga, en hún varð til þess að framlengja varð kosningarnar um einn dag, fram á mánudag, í Austur-Slavóníu, þar sem Serbar eru í meirihluta. Hérað- ið, sem var á valdi Serba frá því skömmu eftir að stríðið í ríkjum gömlu Júgóslavíu hófst, kemst aftur í hendur Króata í sumar en SÞ hafa farið með stjóm héraðsins frá árinu 1995. Flokkur Franjo Tudj- mans, forseta landsins, sigraði víð- ast hvar annars staðar í kosningun- um á sunnudag, en nokkuð hefur þó dregið úr fylgi hans vegna spill- ingarmála og erfiðs efnahags- ástands. Talsmaður SÞ í Vukovar, stærstu borg Austur-Slavóníu, sagði sam- tökin afar vonsvikin yfir fram- kvæmd kosninganna af hálfu Kró- ata. Fjöldi atkvæðaseðla hefði verið sendur á ranga staði og villur í kjör- skrá ekki leiðréttar. Sagði talsmað- urinn, Philip Arnold, að SÞ myndu ekki undir nokkmm kringumstæð- um viðurkenna kosningamar, væru þau þess ekki fullviss að þær hefðu farið heiðarlega fram og fyllsta öryggis verið gætt. Háttsettur bandarískur embætt- ismaður sagði bandarísk stjómvöld afar ósátt við framkvæmd kosning- anna í Austur-Slavóníu, þar sem þær gegndu mikilvægu hlutverki í því að sannfæra Serba um að öryggi þeirra yrði í engu ógnað þegar Kró- atar taka við stjórn héraðsins. Er búist við að allt að fjórðungur þeirra 150.000 Serba, sem búa í héraðinu, muni flýja til Serbíu í sumar vegna þessa. Viðurkenndi embættismaður- inn þó að erfitt væri að segja hvort vanhæfni væri um að kenna, eða hvort króatísk stjómvöld hefðu vís- vitandi dregið lappimar í málinu. Króatar vísuðu þessum ásökun- um á bug, kenndu um kjörstjórnum í A-Slavóníu, auk þess sem SÞ hefði ekki bmgðist nægilega hratt við, er ljóst var að framkvæmd kosning- anna væri áfátt í héraðinu. Dregur úr fylgi flokks Tudjmans Þjóðernisflokkur Franjo Tudj- mans Króatíuforseta, Lýðræðis- bandalagið, tapaði með naumindum í kosningunum í höfuðborginni Páfi hvetur til sátta og fyrirgefningar Sarajevo. Reuter. TRUARLEIÐTOGAR múslima og Serba fögnuðu á sunnudag ákalli Jóhannesar Páls II páfa um sættir og umburðarlyndi þjóðarbrotanna í Bosníu, en páfi heimsótti Sarajevo um helgina. Var páfa fagnað vel við komuna til borgarinnar en um 60.000 manns vom viðstaddir messu hans á útileikvangi. Nokkurn skugga bar þó á komu páfa er á þriðja tug sprengna fundust undir brú í Sarajevo, nokkrum stundum áður en páfi átti að aka yfír hana. Ekki er vitað hvetjir komu sprengj- unum fyrir. Páfí söng messu á serbó-króat- ísku og hvatti íbúa landsins til að sættast og fyrirgefa, sem mörgum þótti sterkt til orða tekið, miðað við ástandið í landinu. Kváðust vest- rænir stjórnarerindrekar vonast til að orð páfa hefðu áhrif á Bosníu- menn en efuðust þó um að svo færi, a.m.k. ekki'Tíýrr en trúarleið- togar í landinu færu að tala um fyrirgefningu. Það orð tækju þeir sér sjaldan í munn, heldur legðu jafnan áherslu á hversu miklar þjáningar trúbræður þeirra hefðu mátt líða í stríðinu. Páfí átti fund með trúarleiðtog- um múslima og biskupum serbn- esku rétttrúnaðarkirkjunnar, sem tóku vel í orð páfa. Binda menn vonir við að sá fundur kunni að blása nýju lífi í tilraunir manna til að sameina þá sundurleitu hjörð sem byggir Bosníu. Því fer fjarri að bilið á milli Kró- ata, múslima og Serba hafi minnk- að frá lokum stríðsins og eru uppi æ háværari raddir um að bosníska ríkið sé í raun liðið undir lok og tímabært sé fyrir þjóðimar þijár að hyggja að uppbyggingu eigin ríkja. Zagreb á sunnudag, fékk 35,67% atkvæða, en kosningabandalag miðjuflokka, jafnaðarmanna og fijálslyndra, hlaut 36,7%. Ekki var í gær ljóst hvort að tap Lýðræðis- bandalagsins þýddi að það léti af stjórnartaumum þar sem miðju- flokkarnir buðu fram hvort í sínu lagi og enn er dreifíng atkvæða ekki ljós. Er jafnvel búist við því að Lýðræðisbandalagið muni áfram vera við stjórn í Zagreb með full- tingi Bændaflokksins, sem hefur neitað samstarfi við jafnaðarmenn vegna fortíðar flokksins, sem reis úr rústum gamla kommúnista- flokksins. í stærstu hafnarborg landsins, Split, hlaut flokkur Tudjmans jafn- marga menn og miðjuflokkarnir og í næststærstu hafnarborginni, Rij- eka, báru fijálslyndir sigur úr být- um. Samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum sigraði Lýðræðisbandalag Tudjmans í flestum minni borgum og bæjum. Hefur dregið úr fylgi flokksins á síðustu mánuðum vegna ásakana um spillingu og bágs efna- hagsástands sem fylgir umfangs- mikilli einkavæðingu. Er fylgið nú á bilinu 25-35%. Norskir nýnasistar Skipulögðu árásir á ráðamenn Ósló. Reutcr. FJÓRIR hægriöfgamenn voru í gær úrskurðaðir { fjögurra vikna gæsluvarðhald í Noregi en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að ráðast gegn fólki sem er áberandi í norsku þjóðfélagi. Við húsleit hjá mönnunum fundust listar með nöfnum, þeirra á meðai for- sætisráðherrans Thorbjorns Jaglands. Fjórmenningarnir eru á þrí- tugsaldri og voru handteknir um helgina 1 Ósló. Norska leyniþjónustan hefur Iengi fylgst með ferðum þeirra og var látið til skarar skríða gegn þeim á laugardag. í aðsetri þeirra fundust skotheld vesti, sprengiefni og hjálmar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.