Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Níkítín fær
umhverfisvemd-
arverðlaun
San Francisco. Reuter.
ALEXANDER Níkít-
ín, fyrrverandi höfuðs-
maður í rússneska sjó-
hernum, fékk í gær
umhverfi sverndar-
verðlaun í Bandaríkj-
unum fyrir að skýra
frá hættum sem hann
sagði stafa af gömlum
kjarnorkukafbátum á
Kólaskaga.
Níkítín starfaði á
kj arnorkuknúnum
kafbátum á síðasta
áratug og eftir að
hann lét af störfum
fyrir rússneska sjóher-
inn gekk hann til liðs
við umhverfisverndarstofnunina
Bellona í Noregi og skrifaði ásamt
öðrum skýrslu um rússneska norð-
urflotann og hættuna sem stafaði
af geislamengun frá gömlum kaf-
bátum hans.
Sat inni í tíu mánuði
Níkítín, sem er 44 ára, var
handtekinn í febrúar í fyrra, sak-
aður um að hafa sagt frá ríkis-
leyndarmálum. Hann var látinn
laus í desember en á enn yfir höfði
sér að verða sóttur til
saka fyrir föðurlands-
svik.
Goldman-stofnunin
í San Franeisco veitti
Níkítín og sex öðrum
verðlaun fyrir baráttu
í þágu umhverfis-
verndar. Fertug
bandarísk hjúkrunar-
kona, Terri Swearing-
en, var heiðruð fyrir
baráttu sína gegn
stærstu brennslustöð
Bandaríkjanna fyrir
eiturefnaúrgang í
East Liverpool í Ohio.
Stöðin var reist ná-
lægt skóla og Swearingen hefur
varað við því að krabbameinsvald-
andi efni geti borist út í andrúms-
loftið við brennsluna.
Nick Carter, 69 ára Breti sem
starfaði í Zambíu, fékk einnig
verðlaun fyrir að skipuleggja ráð-
stefnu í Lusaka þar sem lagt var
til að afrísk ríki kæmu á fót sér-
stakri stofnun til að beijast gegn
ólöglegri sölu á vernduðum dýra-
tegundum. Stofnunin varð að
veruleika í desember.
Alexander Níkítín
Brúðkaup við Branden-
borgarhliðið
DAGMAR Erdmann og
Andreas Paetzel riðu á vaðið
í gær og urðu fyrsta parið
sem gefið er saman fyrir
framan Brandenborgarhliðið
í miðborg Berlínar. Gáfu þau
hvort öðru hjúskaparheit
standandi á efri hæð þaklauss
strætisvagns, að viðstöddum
38 ættingjum og vinum. Hefð
er fyrir því að slíkir tveggja
hæða strætisvagnar flytji far-
þega um götur þýzku höfuð-
borgarinnar. Vonast borgar-
yfirvöld til þess að fordæmi
þeirra Dagmar og Andreasar
verði til þess að mörg önnur
pör nýti sér hina nýju þjón-
ustu og láti gefa sig saman á
þennan nýstárlega hátt.
Reuter
HERMENN í gæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Austur-Slavóníu létu víða vita af sér við kjörstaði í
Vukovar. Var kosningaframkvæmdin þar í miklum ólestri og algengt, að kjörkassar færu ekki á
rétta kjörstaði og á kjörskrá vantaði fjölda fólks.
Sveitarstjórnarkosningar í Króatíu framlengdar um dag
SÞ óánægðar með fram-
kvæmdina í A-Slavóníu
Vukovar, Zagreb. Reuter.
SAMEINUÐU þjóðirnar (SÞ) sök-
uðu í gær króatísk stjórnvöld um
lélega skipulagningu bæjar- og
sveitarstjómarkosninga, en hún
varð til þess að framlengja varð
kosningarnar um einn dag, fram á
mánudag, í Austur-Slavóníu, þar
sem Serbar eru í meirihluta. Hérað-
ið, sem var á valdi Serba frá því
skömmu eftir að stríðið í ríkjum
gömlu Júgóslavíu hófst, kemst aftur
í hendur Króata í sumar en SÞ
hafa farið með stjóm héraðsins frá
árinu 1995. Flokkur Franjo Tudj-
mans, forseta landsins, sigraði víð-
ast hvar annars staðar í kosningun-
um á sunnudag, en nokkuð hefur
þó dregið úr fylgi hans vegna spill-
ingarmála og erfiðs efnahags-
ástands.
Talsmaður SÞ í Vukovar, stærstu
borg Austur-Slavóníu, sagði sam-
tökin afar vonsvikin yfir fram-
kvæmd kosninganna af hálfu Kró-
ata. Fjöldi atkvæðaseðla hefði verið
sendur á ranga staði og villur í kjör-
skrá ekki leiðréttar. Sagði talsmað-
urinn, Philip Arnold, að SÞ myndu
ekki undir nokkmm kringumstæð-
um viðurkenna kosningamar, væru
þau þess ekki fullviss að þær hefðu
farið heiðarlega fram og fyllsta
öryggis verið gætt.
Háttsettur bandarískur embætt-
ismaður sagði bandarísk stjómvöld
afar ósátt við framkvæmd kosning-
anna í Austur-Slavóníu, þar sem þær
gegndu mikilvægu hlutverki í því
að sannfæra Serba um að öryggi
þeirra yrði í engu ógnað þegar Kró-
atar taka við stjórn héraðsins. Er
búist við að allt að fjórðungur þeirra
150.000 Serba, sem búa í héraðinu,
muni flýja til Serbíu í sumar vegna
þessa. Viðurkenndi embættismaður-
inn þó að erfitt væri að segja hvort
vanhæfni væri um að kenna, eða
hvort króatísk stjómvöld hefðu vís-
vitandi dregið lappimar í málinu.
Króatar vísuðu þessum ásökun-
um á bug, kenndu um kjörstjórnum
í A-Slavóníu, auk þess sem SÞ hefði
ekki bmgðist nægilega hratt við,
er ljóst var að framkvæmd kosning-
anna væri áfátt í héraðinu.
Dregur úr fylgi flokks
Tudjmans
Þjóðernisflokkur Franjo Tudj-
mans Króatíuforseta, Lýðræðis-
bandalagið, tapaði með naumindum
í kosningunum í höfuðborginni
Páfi hvetur til sátta
og fyrirgefningar
Sarajevo. Reuter.
TRUARLEIÐTOGAR múslima og
Serba fögnuðu á sunnudag ákalli
Jóhannesar Páls II páfa um sættir
og umburðarlyndi þjóðarbrotanna í
Bosníu, en páfi heimsótti Sarajevo
um helgina. Var páfa fagnað vel
við komuna til borgarinnar en um
60.000 manns vom viðstaddir
messu hans á útileikvangi. Nokkurn
skugga bar þó á komu páfa er á
þriðja tug sprengna fundust undir
brú í Sarajevo, nokkrum stundum
áður en páfi átti að aka yfír hana.
Ekki er vitað hvetjir komu sprengj-
unum fyrir.
Páfí söng messu á serbó-króat-
ísku og hvatti íbúa landsins til að
sættast og fyrirgefa, sem mörgum
þótti sterkt til orða tekið, miðað við
ástandið í landinu. Kváðust vest-
rænir stjórnarerindrekar vonast til
að orð páfa hefðu áhrif á Bosníu-
menn en efuðust þó um að svo
færi, a.m.k. ekki'Tíýrr en trúarleið-
togar í landinu færu að tala um
fyrirgefningu. Það orð tækju þeir
sér sjaldan í munn, heldur legðu
jafnan áherslu á hversu miklar
þjáningar trúbræður þeirra hefðu
mátt líða í stríðinu.
Páfí átti fund með trúarleiðtog-
um múslima og biskupum serbn-
esku rétttrúnaðarkirkjunnar, sem
tóku vel í orð páfa. Binda menn
vonir við að sá fundur kunni að
blása nýju lífi í tilraunir manna til
að sameina þá sundurleitu hjörð
sem byggir Bosníu.
Því fer fjarri að bilið á milli Kró-
ata, múslima og Serba hafi minnk-
að frá lokum stríðsins og eru uppi
æ háværari raddir um að bosníska
ríkið sé í raun liðið undir lok og
tímabært sé fyrir þjóðimar þijár
að hyggja að uppbyggingu eigin
ríkja.
Zagreb á sunnudag, fékk 35,67%
atkvæða, en kosningabandalag
miðjuflokka, jafnaðarmanna og
fijálslyndra, hlaut 36,7%. Ekki var
í gær ljóst hvort að tap Lýðræðis-
bandalagsins þýddi að það léti af
stjórnartaumum þar sem miðju-
flokkarnir buðu fram hvort í sínu
lagi og enn er dreifíng atkvæða
ekki ljós. Er jafnvel búist við því
að Lýðræðisbandalagið muni áfram
vera við stjórn í Zagreb með full-
tingi Bændaflokksins, sem hefur
neitað samstarfi við jafnaðarmenn
vegna fortíðar flokksins, sem reis
úr rústum gamla kommúnista-
flokksins.
í stærstu hafnarborg landsins,
Split, hlaut flokkur Tudjmans jafn-
marga menn og miðjuflokkarnir og
í næststærstu hafnarborginni, Rij-
eka, báru fijálslyndir sigur úr být-
um. Samkvæmt bráðabirgðaniður-
stöðum sigraði Lýðræðisbandalag
Tudjmans í flestum minni borgum
og bæjum. Hefur dregið úr fylgi
flokksins á síðustu mánuðum vegna
ásakana um spillingu og bágs efna-
hagsástands sem fylgir umfangs-
mikilli einkavæðingu. Er fylgið nú
á bilinu 25-35%.
Norskir nýnasistar
Skipulögðu
árásir á
ráðamenn
Ósló. Reutcr.
FJÓRIR hægriöfgamenn voru
í gær úrskurðaðir { fjögurra
vikna gæsluvarðhald í Noregi
en þeir eru grunaðir um að
hafa ætlað að ráðast gegn
fólki sem er áberandi í norsku
þjóðfélagi. Við húsleit hjá
mönnunum fundust listar með
nöfnum, þeirra á meðai for-
sætisráðherrans Thorbjorns
Jaglands.
Fjórmenningarnir eru á þrí-
tugsaldri og voru handteknir
um helgina 1 Ósló. Norska
leyniþjónustan hefur Iengi
fylgst með ferðum þeirra og
var látið til skarar skríða gegn
þeim á laugardag. í aðsetri
þeirra fundust skotheld vesti,
sprengiefni og hjálmar.