Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 40
>40 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ T Kæru ættingjar og vinir. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, stjúpföður, tengda- föður, afa og langafa, BJÖRNS THORS fyrrverandi blaðamanns. Ástúð ykkar og virðingu geymum við í minningu okkar. Jórunn Karlsdóttir, Ólafur og Inger Steinsson, Ólöf og Kjartan Thors, Einar Már og Helga Steinsson, Guðrún og Stefán Thors, Jenný og Jóhann Steinsson, Bryndís og Björn Thors, Vilhjálmur og Unnur Steinsson, Kristín Thors, barnabörn og barnabarnaböm. + Útför elskulegs eiginmanns míns, sonar, föður og vinar, HLÖÐVERS BJÖRNS JÓNSSONAR, Reynigrund 63, Kópavogi, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið. Elísabet Þórarinsdóttir, Jón Björnsson, Oddný Larsdóttir, Hrafnhildur Hlöðversdóttir, Gunnhildur Hlöðversdóttir, Pétur Hlöðversson, Jón Björn Hlöðversson, Dóra Kristín Björnsdóttir. GUÐMUNDUR KRISTÓFER GEORGSSON Guðmundur Kristófer Ge- orgsson fæddist í Olafsvík 7. desem- ber 1921. Hann lést á heimili sínu 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmunda Lára Guðmunds- dóttir, f. 11.11. 1895, d. 1973, og Georg Júlíus Ás- mundsson, f. 8.9. 1891, d. 1983. Systkini hans eru átta og eru þau öll á lífi. Hinn 5. apríl 1947 kvæntist Guðmundur Jóönnu Sæmunds- dóttur og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Steinn Sævar, ókvæntur. 2) Guð- mundur Georg, kona (1) Sesselía Arthúrsdóttir, þau eiga þrjár dætur (skilin), kona (2) Helga Haraldsdótt- ir og eiga þau þijú börn og eina stjúp- dóttur. 3) Jóhann Arngrímur, kona hans Katrín Ingi- bergsdóttir, eiga þau tvo syni og eina stjúpdóttur. 4) Ás- dís Harpa, maki Kristinn A. Sigurðsson og eiga þau þrjá syni. Útförin fer fram frá Bessa- staðakirkju i dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku Gummi minn, mig langar til að minnast þín nokkrum orðum, margs er að minnast. Nú er þessu striði lokið, en það var aldrei neitt að þér í þínum augum, aldrei kvart- aðir þú, en nú líður þér vel þar sem þú ert kominn, öllum þjáningum lokið. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, þú varst einstakur eiginmaður, faðir og afi, vildir öllum gera gott. Það var gott að leita til þín með ráðleggingar, þú ráðlagðir manni alltaf heilt, varst vinur og félagi í SIGRÍÐUR ELÍSDÓTTIR + Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÞÓRIR ÓLAFSSON fyrrv. vörubílstjóri, Erluhrauni 3, Hafnarfirði, sem lést þann 6. apríl síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 16. apríl kl. 13.30. Branddís Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Erlingur S. Haraldsson, Kristófer Kristjánsson, Kolbrún D. Jónsdóttir, Kristján Þór, barnabörn og barnabarnabörn. 11- + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, lést á Sjúkrahúsi Akraness 13. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 18. apríl kl. 14.00. Bjarni Aðalsteinsson, Friðný Ármann, Helga M. Aðalsteinsdóttir, Huldar Ágústsson, Aðalsteinn I. Aðalsteinsson, Elísabet Proppé, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR HAFSTEIN, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. apríl kl. 15.00. Jóhann J. Hafstein, Elísabet Ó. Hafstein, Pétur Kr. Hafstein, Inga Ásta Hafstein og barnabörn. + Sigríður Elísdóttir fæddist í Laxárdal í Hrútafirði 28. apríl 1922. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Eir 15. mars siðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 25. mars. Aðeins ofurlítil kveðja til kennara sem öðrum kennurum fremur hafði mikil áhrif á telpukorn sem nú er raunar löngu uppkomin. Ég var ein þeirra lánsömu sem fengu Sigríði Elísdóttur sem kennara í næstum 5 ár, á árunum 1967-1971. Víst er langt um liðið, en þó ekki lengra en svo að sporin hennar finnast enn og varla getur nokkur kennari óskað sér neins frekar, trúi ég. Þetta var án efa býsna skrautleg- ur bekkur sem Sigríður fylgdi alveg + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og stuðning við fráfall elskulegs föður okkar, ástvinar, sonar, bróður, mágs og frænda, JAIME ÓSKARS MORALES LETELIER, Hafnarstræti 28, Akureyri. Sérstakar þakkir til Slippstöðvarinnar hf., K.A. og eigenda veitingahússins Við Pollinn. Svanhildur Björgvinsdóttir, Eva Hrönn Morales, Anna Teresa Morales, Margrét Jónsdóttir, Exequiel Morales, Fresia Letelier, Roxanna B. Morales, Magnús Þorsteinsson, Patricia Morales, Ramond Ledesma, Marcela Morales, Hugo Manua, Gabriela R. Morales, Stefán E. Hafsteinsson. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug og veittu okkur ómetanlega aðstoð vegna andláts og útfarar sonar okkar og bróður, ARNARS KARLS BRAGASONAR, Hvammstangabraut 27, Hvammstanga. Sérstakar þakkir eru færðar félögum Leikflokksins á Hvammstanga. Guð blessi ykkur öll. Bragi Arason, Sveina Ragnarsdóttir, Laufey M. Jóhannesdóttir, Leifur Hákonarson, Jóhannes Kári Bragason, Sveinn Ingi Bragason, Kolbrún Bragadóttir. öllum störfum, þú varst mikill afi, börnin vildu alltaf vera í návist þinni, það var gott að koma til afa í bílskúrinn og fá að tálga og smíða, og svo þurftu þau að fá að sofa hjá afa og ömmu. Þér fannst best að vera heima í faðmi fjölskyldunnar, en þér fannst líka gaman að ferðast um landið með fjölskyldunni. Það er búið að koma víða við á landinu og skoða margt, það er margs að minnast úr þeim ferðum sem ekki verður talið upp hér. Gummi starfaði hjá ESSO í tæp 40 ár og lengst af sem bensínaf- greiðslumaður á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Hann var mjög vel lið- inn sem vinnufélagi og sem af- greiðslumaður, átti góð viðskipti við alla, enda var hann ljúfur og góður í viðmóti. Ég kveð þig með söknuði. Svo mælir þín elskandi eiginkona. Far þú í friði. Ég minnist þín um daga og dimmar nætur, mig dreymir þig svo lengi hjartað slær, og þegar húmar hylur allt sem grætur mín hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros mér aldrei aldrei gleymast þitt allt þitt bænarmál og hvarms þíns tár. Hvert ráð hvert orð hvert andartak þitt skal geymast þín ástarminning græðir lífs míns sár. (Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum) Jóanna Sæmundsdóttir. frá 7 til 12 ára aldurs en hún stýrði honum vel og við bárum mikla virð- ingu fyrir henni. Það kom ekki til greina annað en að koma með heimaverkefnin fullbúin til Sigríðar og mér er til efs að nokkur önnur manneskja hefði fengið mig til að læra annað eins utanað og tíðkaðist hjá henni, hvort sem það hétu ljóð eða biblíusögur. Þó bregðast kross- tré sem önnur tré og í það eina sinn sem ég man til þess að hafa komið óundirbúin í ljóðatíma, þá ætlaði Sigríður að sjálfsögðu að hlýða mér yfir. Einhveijar vomur komu á telp- una og gripið var til einhverrar af- sökunar sem auðvitað var hið mesta bull. En svo nagaði samviskubitið telputetrið að í næstu frímínútum laumaðist hún til Sigríðar og bað hana afsökunar á skröksögunni. Þetta atvik rifjuðum við upp sam- an, mörgum árum seinna þegar Sig- ríður hringdi óvænt og bauð gömlum nemanda í heimsókn til sín í Álfta- mýrina. Það heimboð var mér afar mikils virði og mikill heiður. Aftur eru iiðin mörg ár og ekki sá ég Sig- ríði aftur þó hugurinn leitaði alltaf til hennar við og við og ætíð þegar ekið var fram hjá blokkinni hennar í Álftamýrinni. Að leiðarlokum langar mig að þakka þessari heiðurskonu leiðsögn- ina hennar góðu og veganestið sem hún veitti mér og öðrum. Blessuð sé minning hennar. Margrét Gunnarsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. TÖMIil fli) OPUÍ flMJl um ÍWIDMJUA iiötíl m<> MiIIIUIIÍIIII • (Mf Upplýsingar í s: 551 1247
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.