Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Lánasjóðir iðnaðarins gagnrýndir af stjórnarformanni Plastos
Sjóðimir í hlekkj-
um hugarfarsins
JENNÝ St. Jensdóttir,
stjórnarformaður Plast-
os, sakar lánasjóði iðn-
aðarins, Iðnlánasjóð og
Iðnþróunarsjóð, um að
hafa brugðist hlutverki
sínu þegar Plastos leit-
aði til þeirra vegna
byggingar 5.000 fer-
metra verksmiðjuhúss
að Suðurhrauni í
Garðabæ. Segir hún að
langvarandi óvissu-
ástand um tilveru og
tiivist sjóðanna sé óþol-
andi, bæði gagnvart
viðskiptavinum og
starfsmönnum sjóð-
anna. Þá hrósar hún
bæjaryfirvöldum í
Garðabæ fyrir viðbragðsflýti, lág-
marksskrifræði og almennan áhuga,
sem hafi vegið þungt þegar ákvörðun
um staðsetningu verksmiðjunnar var
tekin.
Þetta kom fram í ræðu Jennýjar
á opnunarhátíð hússins sl. föstudag
en þann dag var eitt ár liðið frá því
að gengið var frá sölu á fyrra hús-
næði fyrirtækisins við Krókháls í
Reykavík.
„Sigurður Oddsson, framkvæmda-
stjóri Plastos, teiknaði á þessum tíma
þrjár verksmiðjubyggingar á jafn-
mörgum lóðum í jafnmörgum sveit-
arfélögum áður en lóðin Suðurhraun
3 var negld. Það vakti nokkra undr-
un okkar forráðamanna Plastos að
við það eitt að sýna einni lóð áhuga,
sem staðið hafði auð í
fjölda ára, fór í gang
flókið ferli, sem lauk
með því að lóðin hafði
hækkað um tugi pró-
senta í verði, áhugi okk-
ar slokknaði fljótt en
lóðin sú stendur reynd-
ar enn auð.“
Samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins er
lóðin sem Plastos hafði
áður augastað á, en
stendur auð, Krókháls
5 í Reykjavík. Eigandi
hennar mun vera
Landsbankinn.
Jenný sagði að kostn-
aðarverð hússins losaði
nú 180 milljónir „með
vaski“ og að í viðskiptaumhverfi iðn-
fyrirtækja á borð við Plastos þyrfti
fjármögnun slíkrar byggingar hvorki
að vera flókin né erfið. Ríkisbankar
væru á barmi einkavæðingar og fyrir
því væru viðskiptavinir þeirra farnir
að fínna í formi hugarfarsbreytingar
og eðlilegs keppnisskaps.
„Fjármögnun þessarar byggingar
var hins vegar bæði flókin og erfíð,“
sagði Jenný. „Hvers vegna? Jú,
vegna þess í fyrsta lagi gat Iðnþró-
unarsjóður ekki sleppt hendinni af
áralangri forsjá þó uppgreiðsla lána
hefði verið boðin í blíðu og stríðu,
það boð stendur reyndar enn. I öðru
lagi vildi hinn sjóðurinn, Iðnlánasjóð-
ur, lána gegn skilyrðum en sjóðirnir
tveir, kenndir og getnir af iðnaði,
gátu ekki náð samkomulagi um legu
veða enda þótt það hafi lengi verið
opinbert að þessir sjóðir féllu brátt
í eina sæng eða yrðu lagðir inn í
aðra pakka. Auðvitað eru starfsmenn
og stjórnendur sjóðanna að vinna
starf sitt eftir bestu samvisku og
alúð og eftir þeim lögum og reglum
sem um þá gilda. En þessar reglur
og lög eru úrelt og langvarandi
óvissuástand um tilveru og tilvist
sjóðanna er óþolandi, bæði gagnvart
viðskiptavinum og starfsmönnum
sjóðanna í hröðum og breyttum við-
skiptaheimi. Þeir eru í hlekkjum hug-
arfarsins ef svo má segja. Fjármögn-
un verksmiðjunnar var því ekki úr
sjóðum sem kenndir eru við iðnað
og þróun,“ sagði Jenný.
Jenný benti á að á íslenskum plast-
umbúðamarkaði kepptu ekki mörg
innlend fyrirtæki og því ríkti þar eins
konar fákeppni. „Af augljósum
ástæðum, sem ekki eru þó öllum ljós-
ar, getur innlendur íslenskur mark-
aður aldrei borið uppi neitt annað
en fákeppni í flölmörgum greinum
atvinnulífsins. Markaðurinn er gífur-
lega kröfuharður á þjónustu, verð
og gæði. Plastprent og Plastos,
helstu keppinautar á plastumbúða-
markaðnum, eiga sameiginlegt ætt-
artré eins og reyndar allir íslending-
ar. Hörð samkeppni þessara fyrir-
tækja sýnir svo ekki er um að villast
að fákeppni getur svínvirkað ef menn
þekkja takmörk sín og virða leik- og
siðareglur viðskiptalífsins," sagði
Jenný.
Jenný Stefanía
Jensdóttir
Sjóvá eignast
Abyrgð að
öllu leyti
Vilt þú
þróa hugmynd í
markaöshæfa vöru?
Umsóknarfrestur er
til 1. maí 1997
Frekari upplýsingar og
umsóknarblöð fást hjá
Sævari Kristinssyni,
Iðntæknistofnun
í síma 587 7000,
atvinnuráðgjöfum
víðs vegar um landið
og á heimasíðu:
http://www.iti.is/atak.
(Q) IÐNLÁNASJÓÐUR
|| IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR
IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
Iðntæknistofnun íí
SJÓVÁ-ALMENNAR hafa keypt
51% eignarhlut í tryggingarfélag-
inu Ábyrgð og eiga nú félagið að
öllu leyti, en áttu fyrir 49% eignar-
hlut í félaginu. Seljandi er Ansvar,
tryggingarfélag bindindismanna í
Svíþjóð, en það stofnaði Ábyrgð
árið 1960 eða fyrir tæpum fjörutíu
árum. Kaupverð fæst ekki uppgef-
ið.
Sjóvá-Almennar hafa verið
eignaraðili að félaginu frá árinu
1991 þegar tryggingarfélagið
eignaðist 49% hlut eftir hlutafjár-
aukningu í félaginu. í kjölfarið var
gerður þjónustusamningur milli
Sjóvá-Almennra og Ábyrgðar, svo
sem varðandi tjónaskoðun og -upp-
gjör, útgáfu trygginga, innheimtu
iðgjalda, tölvuvinnslu og bókhald.
Reksturinn að styrkjast
Einar Sveinsson, framkvæmda-
stjóri Sjóvá-Almennra, sagði að
rekstur Ábyrgðar hefði verið að
styrkjast á þessum árum. Nú hefði
Ansvar ákveðið að draga úr þátt-
töku á tryggingamarkaði erlendis,
en félagið hefði verið með starf-
semi víða um lönd. Viðræður um
kaupin hefðu staðið yfir frá því í
upphafi þessa árs og það hefði
orðið að ráði að Sjóvá-Almennar
hefðu keypt eignarhlut Ansvars.
Aðspurður sagði hann að engin
breyting yrði á rekstri félagsins til
að byrja með, en yfirlýst markmið
með kaupunum væri að sameina
rekstur félagsins Sjóvá-Almennum
og það yrði gert síðar á þessu ári.
Hjá Ábyrgð væru sjö fastir starfs-
menn og það væri gert ráð fyrir
að ekki kæmi til uppsagna á starfs-
fólki hvorki við kaupin eða við
sameiningu rekstursins rekstri
Sjóvá-Almennra.
Einar sagði að markaðshlutdeild
Ábyrgðar hefði verið um 3%
samanborið við 29% markaðshlut-
deild Sjóvá-Almennra. Félagið
hefði einkum starfað á sviði ein-
staklingstrygginga. Þar af væru
bifreiðatryggingar um tveir þriðju
hlutar, en félagið væri einnig með
fasteigna- og heimilistryggingar.
„Við teljum að með þessum
kaupum náum við fram meiri hag-
ræðingu en hingað til. Þrátt fyrir
sameiginlega tölvuvinnslu hefur
verið um ákveðinn tvíverknað að
ræða. Það er aukin samkeppni á
þessum markaði eins og allir vita
og aukin samkeppni krefst aukinn-
ar og bættrar þjónustu og hún er
að okkar mati markvissari og bet-
ur veitt ef einingin er öflugri,"
sagði Einar.
Síðasta ár var eitt það besta í
sögu Ábyrgðar frá upphafi. Heild-
ariðgjöld námu um 340 milljónum
króna sem er 3% aukning milli
ára. Hagnaður félagsins var 27
milljónir króna og eigið fé nam 128
milljónum króna í árslok.
Einar sagði að búið væri að til-
kynna Vátryggingaeftirlitinu um
kaupin og væru engar athuga-
semdir gerðar af þess hálfu. Jafn-
framt hefði Samkeppnisstofnun
verið tilkynnt um fyrirhuguð kaup,
en svar ekki borist enda frestir
ekki útrunnir.
11
mest seldu fólksbíla-
tegundirnar í Br frá
jan.-mars. 1997 fyrraári
Fjöldi % %
1. Tovota 331 24,2 +6,1
2. Subaru 267 19,5 +203,4
3. Mitsubishi 198 14,5 +65,0
4. Volkswaqen 175 12,8 -23,6
5. Hvundai 161 11,8 -4,2
6. Nissan 123 9,0 -42,8
7. Opel 113 8,3 +22,8
8. Ford 104 7,6 0,0
9. Suzuki 98 7,2 -10,1
10. Renault 84 6,1 +16,7
11. Honda 41 3,0 -4,7
12. Volvo 40 2,9 +11.1
13. Peuqeot 30 2,2 +57,9
14. Ssanqvonq 28 2,0
15. Mazda 24 1,8 -17.2
Aðrar teg. 115 6,0 -29,0
Samtals 1.932 100,0 +7,5
Bifreiða-
L932 jnnflutn. í
janúar til
mars
1996 og
1997
VORU-,
SENDI- og
HÓPFERÐA-
BÍLAR, nýir
169
195
1996 1997 1996 1997
Fólksbílasala dróst saman í mars
Liðlega fjórðungs samdráttur varð á skráningum nýrra fólks-
bifreiða í marsmánuði miðað við sama mánuð á síðastliðnu ári.
Þetta eru mikil umskipti á markaðnum, því fyrstu tvo mánuði
ársins varð tæplega þriðjungs aukning frá sama tíma í fyrra.
Samtals voru skráðir 1.932 nýir fólksbílar fyrstu þrjá mánuði
ársins eða um 7,5% fleiri en á þessu sama tímabili í fyrra.
Hlutfallslega mest aukning varð í sölu Subaru, eins og sést á
töflunni hér að ofan, en dró úr sölu sumra tegunda, til dæmis
Volkswagen, Nissan og Mazda.
Veruleg hækkun
á hveitíverði
París. Reuter.
VERULEG hækkun hefur orðið á
hveitiverði vegna óhagstæðrar
veðráttu í helstu kornræktarlönd-
unum. Þá hafa hveitibirgðir, sem
voru farnar að aukast nokkuð,
minnkað á ný vegna mikillar
neyslu.
Miklir kuldar á Sléttunum miklu
í Bandaríkjunum hafa hækkað
hveitiverð þar og í Frakklandi
kvíða menn sumrinu og upp-
skerunni í haust vegna þurrka en
í norðurhluta landsins hefur ekki
rignt vikum saman. í Ástralíu hef-
ur einnig orðið verðhækkun vegna
þurrka þar.
Bandarískt vetrarhveiti, sem er
haft til viðmiðunar, selst nú á 162
dollara tonnið en var í 140 dollur-
um fyrr á árinu. Fyrir ári komst
hveititonnið í 280 dollara tonnið
vegna undangenginna þurrka og
þá voru hveitibirgðir í heiminum
þær minnstu frá því á áttunda
áratugnum.
Mikil og góð uppskera í Ástralíu
og Vestur-Evrópu á síðasta ári
olli því, að þetta verð lækkaði um
helming en vegna mikillar eftir-
spurnar liggur leiðin nú aftur niður
á við.
Þótt horfurnar séu slæmar víða,
spáir FAO, Matvælastofnun Sam-
einuðu þjóðanna, því, að kornupp-
skera í heiminum á þessu ári verði
meiri en nokkru sinni fyrr eða
1.880 milljónir tonna alls. Á móti
kemur, að spáð er vaxandi eftir-
spurn út allt þetta ár.
Raunar má nefna, að nýju korn-
tegundirnar eru miklu ónæmari
fyrir sveiflum í veðurfari en þær
eldri og Frakkar, mestu kornrækt-
endur í Vestur-Evrópu, fengu met-
uppskeru sl. haust þrátt fyrir mikla
vorþurrka.
Lyonnaise og Suez
sameinast í stórveldi
París. Reuter.
FRANSKA stórfyrirtækið Lyonna-
ise des Eaux hefur skýrt frá því
að það muni taka við stjórn eignar-
haldsfyrirtækisins Cie de Suez og
koma á fót almenningsþjónustu-
fyrirtæki á heimsmælikvarða.
Stjórnarformaður Lyonnaise,
Jerome Monod, sagði að stærra
fyrirtækið mundi innlima íjármála-
og almenningsþjónustufyrirtækið
Suez með „vinsamlegri samrunayf-
irtöku."
Að sigra
heiminn
Hið sameinaða fyrirtækið muni
einbeita sér að fjórum kjarnagrein-
um - orku, vatnsveitu, eyðingu
úrgangsefna og samgöngum.
„Hlutverk Lyonnaise er að sigra
heiminn,“ sagði Monod.
Með samruna fyrirtækjanna lýk-
ur sjálfstæði Suez-fyrirtækisins,
sem var stofnað til að grafa Súez-
skurðinn á síðustu öld.
Nýja fyrirtækið mun nefnast
Suez Lyonnaise des Eaux og er
að því stefnt að árleg velta þess
verði 200 milljarðar franka eða 35
milljarðar dollara.
FRANSKUR RISASAMRUNI
Viðskiptl með hlutabréf í stór-
fyrirtækjunum Lyonnaise des Eaux
og Cie de Suez voru stöðvuð í
frönsku kauphöllinni fyrir helgina
þegar spurðist um væntanlega
samruna þessara fyrirtækjarisa.
Markaðsvirði
Megln rekstrarþættir Suez-Lyonneaise
Fjarskipti
Iðnaður
Þjónusta
Verktakastarfsemi
Fjármálaþjónusta
REUTERS