Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tvívegis höfð afskipti af framkvæmd útboðsins vegna Nesjavallavirkjunar Brot á lög- iim og góð- um siðum Álitsgerð kærunefndar útboðsmála og sam- hljóða úrskurður fjármálaráðherra vegna kæru umboðsaðila Sumitomo Corporation er önnur athugasemdin sem fram kemur á framkvæmd útboðs Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar vegna kaupa á hverfla- samstæðu fyrir Nesjavallavirkjun. GUFUAFLSSTÖÐIN á Nesjavöllum. ATHÆFI Reykjavíkurborgar eftir opnun tilboða er samkvæmt úr- skurðinum frá því á miðvikudag talið hafa falið í sér brot á lögum og góðum siðum í útboðsmálum. „Er hátterni þetta því alvarlegra og ámælisverðara sem hér er um stórt opinbert fyrirtæki að ræða og mikl- ir hagsmunir í húfi,“ segir í álits- gerðinni. Alitsgerðin og úrskurður ráð- herra snýst um útboð á hverflasam- stæðum fyrir Nesjavallavirkjun. Hér á eftir eru rakin nokkur atriði úr áiitsgerðinni. Utboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Að loknu forvali var fyrirtækjunum Sumitomo og Mitsubishi heimiluð þátttaka í lok- uðu útboði ásamt tveimur öðrum fyrirtækjum. Við opnun tilboða þann 9. febrúar sl. kom í ljós að með aðaltilboði Mitsubishi voru þrjú frávikstilboð sem ekki voru lesin upp með öðrum tilboðum. Við könnun kom í ljós að ekkert tilboðanna var fyllilega í samræmi við útboðslýsingu en ákveðið var að ganga til viðræðna við Mitsubishi og Sumitomo um skýringar á tilboðum þeirra en helst hafði verið talið koma til greina að semja við annanhvorn þeirra aðila. 1,2 milljarða samningur í þeim viðræðum lækkaði tilboð Mitsubishi um 68,7 milljónir króna eða 1 milljón bandaríkjadala en Hitaveita Reykjavíkur skýrði þá lækkun sem leiðréttingu á tilboði í stjórnbúnað vegna augljósrar mis- túlkunar fyrirtækisins á útboðs- gögnum. Jafnframt kom í ljós, að bæði fyrirtækin buðu óhentuga eimsvala að mati Hitaveitunnar. Mitsubishi bauðst til að skipta úr ryðfríu stáli í titanium án breytinga á Ijárhæð en Sumitomo til að stækka eimsval- ana til að draga úr raforkunotkun. Tilboðið yrði ekki hækkað ef ryð- frítt efni yrði notað en hækkað um 4 milljónir jena ef titanium yrði notað. Hitaveitan lagði svo til að gengið yrði til samninga við Mitsubishi á grundvelli tilboðs með breytingun- um sem viðræður höfðu leitt í ljós. Samningsupphæð var 1,2 milljarðar króna og ákvað borgarráð að semja við Mitsubishi á fundi sem haldinn var að kvöldi annars dags páska. Lækkun um 1 milljón dala í þeim kafla álitsgerðar kæru- nefndar útboðsmála þar sem fjallað er um þá kröfu Bræðranna Ormsson fyrir hönd Sumitomo Corporation, að úrskurðað verði að meðferð borg- arinnar á málinu hafi verið ólögmæt og að ákveðið verði að tilboð Sumi- tomo hafi verið lægsta og hag- kvæmasta tilboðið segir um viðræð- ur þær sem fram fóru á vegum borgarinnar við Mitsubishi og Sumi- tomo eftir opnun tilboða að í báðum tilfellum hafi verið rætt um fleira en tæknileg skýringaratriði er ein- ungis hefði þó verið heimilt að gera að réttum reglum og siðum og hafi þar m.a. verið um að ræða mismun- un á kostnað hinna tveggja bjóðend- anna, sem ekki var rætt við. „Þar er að sjálfsögðu alvarlegasti þáttur- inn sá er veit að lækkun Mitsubishi á tilboðsfjárhæð, sem nemur einni milljón Bandaríkjadala," segir í álitsgerðinni. Þá segir að útboðsgögnin hafí verið fullkomlega skýr að því er varðar stjórnbúnað. Fram komi að stjórnkerfið leggi kaupandinn til en tengingar við stýribúnaðinn leggi verktakinn til. „Þetta getur enginn vanur tæknimenntaður maður skilið nema á einn veg, þ.e. nákvæmlega eftir orðanna hljóðan. Að gaum- gæfðum þessum skilmálum og fyr- irliggjandi útboðsgögnum að öðru leyti, má fullyrða að ákvæði þau, er lúta að þeim tæknilegu atriðum varðandi stýribúnað sem umrædd lækkun upphæðar um eina milljón Bandaríkjadala snertir, gefa alls ekki tilefni til neins misskilnings tilboðsgjafa, er réttlæta kynni hina minnstu breytingu á tilboðsupphæð. Að réttum reglum gat alls ekki kom- ið til álita að leyfa fulltrúum Mitsub- ishi Corporation að lækka tilboðslið- inn „Control and Protection Equip- ment“, sem vat' ISK 199.317.000 við opnun tilboða, um eina milljón Bandaríkjadala. Verður því að líta svo á, að hér hafi komið fram nýtt tilboð af hálfu Mitsubishi, sem með þeim hætti fór niður fyrir tilboðs- upphæð [Sumitomo] og gat að sjálf- sögðu, eitt saman, verið til þess fallið að breyta forsendum [Reykja- víkurborgar] fyrir því, hvaða tilboði skyldi tekið. Var það athæfi [Reykjavíkurborgar], að taka við tiiboði þessu og ganga síðan til samninga við tilboðsgjafann á grundvelli þess í alla staði andstætt lögum og góðum siðum í útboðsmál- um,“ segir í álitsgerðinni. „í því sambandi skal haft í huga að enda þótt kaupandi hafi að vísu ekki verið skuldbundinn til að taka lægsta „tilboði" heldur því „hag- stæðasta" og hafi haft talsvert svig- rúm til þess að meta á sínum for- sendum hvaða tilboð væri hagstæð- ast hafði hann þó ekki óbundnar hendur í þeim efnurn," segir enn- fremur og eru tilgreind reglugerð- arákvæði og grunnreglur um með- ferð útboðsmála sem almennt gildi haft varðandi öl útboðsmál, svo og ákvæði tilskipunar Evrópusam- bandsins, auk orðalags útboðslýs- ingarinnar. Stórt opinbert fyrirtæki Síðan segir að ljóst sé að „um- rætt athæfi [borgarinnar] eftir opn- un tilboða fól í sér brot á lögum og góðum siðum í útboðsmálum og er því ekki fallið til fyrirmyndar á vett- vangi íslensks útboðsmarkaðar í framtíðinni. Er hátterni þetta því alvarlegra og ámælisverðara sem hér er um stórt opinbert fyrirtæki að ræða og miklir hagsmunir í húfi.“ Kærunefndin lýsti því yfir í niður- stöðum sínum að grunnreglur út- boðslaga og meginreglur EES samningsins um jafnræði bjóðenda og „gegnsæi" í opinberum innkaup- um hafi verið brotnar við meðferð útboðsmálsins, frá opnun tilboða. Telji nefndin meðferð borgarinnar á tilboðum mjög ámælisverða og hafi borgin bakað sér bótaskyldu gagn- vart kæranda. í álitsgerðinni var hins vegar hafnað þeim kröfum kærandans að stöðva útboðsfram- kvæmdir þar sem þegar hefði verið gengið til samninga við Mitsubishi og nefndin taldi ennfremur ekki í verkahring sínum né ráðuneytisins að úrskurða að tilboð Sumitomo eða eitthvert annað tilboð hefði verið lægst og eða hagkvæmast þeirra sem fram komu í útboðinu. Hafbeitarlax aftur í Hellisá LEIGUTAKAR Hellisár á Síðu hafa fengið leyfi hjá landbúnaðarráðuneytinu fyrir því að flytja hafbeitarlaxa til sleppingar í ánni. Þar með hafa fengist leyfi til slíkra slepp- inga i tvær ár, en tekið var fyrir slík leyfi í fyrra sumar vegna kýla- veikifaraldurs sem kom upp í Elliðaánum og Kollafirði sumarið 1995. Þá var Kollafjarðarlax fluttur í Hellisá og fannst einn veikur fiskur og var úr því reynt að farga öll- um fiski í ánni. „Við ætlum að sleppa 700 löxum í ána og kaupum þá að þessu sinni frá hafbeitar- fengust þá 9 fiskar. „Þegar við fundum fiskinn loksins þá var löndunarbið. Við fengum 30 fiska á laugardagsmorguninn, en síðan hækkaði í ánum og þær skoluðust og svæðið varð illveiðandi. Þetta var alveg meiri háttar og fiskarnir flestir stórir, 6-8 punda, og þeir stærstu nokkrir 9 og 10 punda. Þetta var bæði hrygningarfiskur og geldfiskur í bland og þeir síðarnefndu furðu stórir, allt að 4 pund. Mest veiddum við á Reflex,“ sagði Guðmundur Hreinsson, sem var með- al þeirra sem opnuðu Vatnamótin. stöðinni í Lárósi á Snæfellsnesi. Þetta er löng leið að flytja laxinn og mjög kostnaðar- samt að standa í þessu, en áin er svo falleg og svo gaman að una við hana með laxi, að við sleppum ekki tækifærinu úr því að leyfið fékkst,“ sagði Halldór Jóhannsson skurðlæknir, einn leigutaka árinnar, í sam- tali við Morgunblaðið. Mokveiði var fyrstu tvær vaktirnar í Vatnamótunum austan Klausturs. Þar var loks hægt að hefja veiði á föstudaginn og Aðrar sjóbirtingsslóðir Hópur sem lauk veiðum í Geirlandsá á hádegi sunnudags fékk 24 fiska, flesta við upphaf ferðarinnar síðdegis á fimmtudag og fyrir hádegi á föstudag, en síðan fóru skilyrði versnandi. Þar er sem sagt enn fisk- ur á ferð, en veiðimenn í Vatnamótum urðu varir við talsverða hreyfingu á sjóbirtingn- um. FRÁ Hellisá á Síðu, Bergur Steingrímsson hjá SVFR sagði skilyrði hafa verið fremur erfið í Hörgsá neðan brúar til þessa, en þó hefðu komið glætur og veitt vel af og til. Er talið að mikill fiskur sé í neðstu hyljunum. Einn feiknabolti er í hyl nr. 6 og herma fregnir að sá hafi gripið spón í lok vikunn- ar og síðan slitið trausta 18 punda línu. Þetta er talinn vera sami fiskurinn og eyddi jólunum í Brúarhylnum og kunnugir hafa talið vera um eða yfir 20 punda fisk. Tröll þetta sleit og hafði með sér flugu í fyrra- haust. Þá hafa verið glufur í Eldvatni á Brunas- andi, t.d. um miðja síðustu viku er tveir félagar veiddu 15 fiska á skömmum tíma, allt væna fiska. Tilraunaveiði í Hítará Tilraunaveiði á sjóbleikju hófst í Hítará 1. apríl síðast liðinn. Helgi Oddsson á Brúar- fossi sagði í samtali við Morgunblaðið, að enn sem komið væri hefðu veiðarnar ekki borið teljandi árangur. „Það hefur verið mikill ís á neðri hluta árinnar og áin eigin- lega illveiðandi af þeim sökum. Menn hafa þó oft fengið góða veiði á þessum tíma, fiskur er dyntóttur en það geta komið góð skot. Skilyrðin geta verið fljót að breytast“ sagði Helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.