Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. PÓLITÍSK UM- BYLTING BLAIRS KOSNINGABARÁTTAN í Bretlandi er komin á fullt skrið, enda verður kosið 1. maí næstkomandi. Verka- mannaflokkurinn hefur ennþá verulegt forskot á Íhalds- flokkinn, þótt það hafi minnkað að undanförnu. Tvennt er íhaldsmönnum erfiðast í baráttunni við að halda áfram um stjórnartaumana. Annars vegar, að flokkurinn hefur verið við völd í samfellt átján ár og því finnst mörgum kominn tími til stjórnarskipta. Hins vegar hefur Verka- mannaflokkuinn undir forustu Tony Blair tekið upp mörg af helztu stefnumálum íhaldsflokksins og hyggst jafnvel bæta um betur. Verkamannaflokkurinn hefur snúið svo gjörsamlega við blaðinu í mörgum helztu stefnumálum sínum að segja má, að hann sé orðinn óþekkjanlegur frá því sem áður var. Flokkurinn hefur ætíð verið mjög langt til vinstri á vestur-evrópskan mælikvarða. Innan hans hefur alla tíð verið hávær og harðsnúinn hópur vinstri- sinna og verkalýðsfélögin hafa haft þar tögl og hagldir, m.a. í krafti fjárhagsstuðnings. Tony Blair gerir sér grein fyrir því, að hann verði að breyta þessari ímynd Verka- mannaflokksins eigi hinni löngu eyðimerkurgöngu utan ríkisstjórnar að ljúka. Það knýr á um nýtt svipmót Verkamannaflokksins, að mikill uppgangur hefur verið í efnahagslífi Bretlands und- anfarin misseri undir forustu íhaldsflokks Johns Majors. Hagvöxtur hefur verið miklu meiri en í öðrum ríkjum Evrópusambandsins og reyndar flestum öðrum vestrænum ríkjum. Verðbólga er samt lág og atvinnuleysi er aðeins um helmingur að því, sem er í hinum löndum Evrópusam- bandsins. I stuttu máli ríkir góðæri í brezku efnahags- og atvinnulífi. Sú þjóðfélagslega umbylting, sem hófst á valdatíma Margrétar Thatchers hefur svo sannarlega skil- að Bretum fram á veg frá því hörmungarástandi sem þeir bjuggu við eftir stjórnartíð Verkamannaflokksins, efnahagskreppu, sem einkenndist af erlendri skuldasöfn- un, gengisfellingum og sífelldum verkföllum. Marga eldri Breta hryllir enn við þessari endurminningu. Tony Blair hefur nú boðað, að hann muni ekki hrófla við helztu umbótum íhaldsflokksins, hvorki breytingunni á vinnulöggjöfinni, sem takmarkaði verulega völd verka- lýðsgreyfingarinnar, né þeirri víðtæku einkavæðingu ríkis- fyrirtækja sem átt hefur sér stað. Blair hefur meira að segja lýst því yfir, að hann muni halda einkavæðingunni áfram. Varla er hægt að lýsa meira trausti á stefnu Thatchers, sem Verkamannaflokkurinn hamaðist á móti árum saman. Jafnframt er þetta yfirlýsing um gjaldþrot hinnar gömlu stefnu Verkamannaflokksins. FRÁLEIT HUGMYND HUGMYNDIR um, að ríkissjóður greiði niður laun far- manna á íslenska kaupskipaflotanum, til þess að skipafélögin ráði fremur til starfa íslenska farmenn, er fráleit. Vikið var að slíkum hugmyndum í umfjöllun hér í blaðinu í fyrradag, þar sem fjallað var um fækkun ís- lenskra farmanna og kaupskipa á undanförunum árum, m.a. vegna örra tækniframfara og samkeppni frá sjómönn- um frá fátækari þjóðum heims. í fyrrnefndri grein var því lýst með hvaða hætti Norð- menn og Danir hafa brugðist við fækkun í kaupskipastól sínum og fækkun norskra og danskra farmanna. Norð- menn slökuðu mjög á skilyrðum fyrir skipaskráningu, en Danir fóru þá leið að setja lög um svonefnd nettólaun, þannig að farmenn á dönskum kaupskipum væru skatt- lausir. Stjórnvöld eiga ekki að hafa afskipti af kjaramálum farmanna með því að hefja niðurgreiðslur á laun þeirra, svo skipafélögin ráði fremur til sín íslenska farmenn. Kjaramál farmanna eru þeirra mál og skipafélaganna og kallaekki á nein afskipti framkvæmda- eða löggjafarvalds- ins. Hér er við lýði sjómannaafsláttur, sem fiskimenn sem farmenn njóta og um hann virðist ríkja nokkuð góð sátt í þjóðfélaginu. Sú sátt byggist á þeirri staðreynd að sjó- menn vinna erfið, krefjandi og á stundum hættuleg störf, fjarri heimilum sínum og fjölskyldum um lengri eða skemmri tíma. Um 400 manns sóttu barnabókahátíð í Ráðhúsinu Morgunblaðið/Þorkell ÍÞRÓTTAÁLFURINN lætur börnin sofa. FORSETAFRÚNNI voru færð blóm. HÁTÍÐARSALUR Ráðhússins var þétt setinn á laugardag og áhug- inn skein úr andlitum barnanna. Allur salurínn geispaði að ósk íþróttaálfsins RÚMLEGA fjögur hundruð manns, börn og fullorðnir, mættu á barnabókahátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag. Hátíðin var haldin í tilefni þess að sérstakri barna- bókaviku, undir yfirskriftinni Bók er barna gaman, var að ljúka. Hátíðarsaiur Ráðhússins var þegar orðinn þéttsetinn um tvöleytið er dagskrá Barnabókahátíðin hófst og úr andlitum barnanna mátti greinilega lesa spennu og eftirvænt- ingu. Nokkur af þeim huguðustu voru búin að hreiðra um sig fyrir framan sviðið, en hin héldu sig í öruggum faðmi foreldranna. Gunnar Heigason, leikari og barnabókahöfundur, var kynnir há- tíðarinnar og hóf dagskrána með því að bjóða velkomna Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur forsetafrú og í fram- haldi af því kom fulltrúi yngstu kyn- slóðarinnar upp á svið og færði henni blómvönd. Að því búnu hóf Herdís Egilsdóttir rithöfundur lesturinn og las úr verki sínu Eyrun á veggjunum. Þekkið þið muninn á leik og ofbeldi? Eftir lestur Herdisar mætti til leiks Magnús Scheving barnabókahöfund- ur með meiru í gervi íþróttaálfsins úr barnaleikritinu Áfram Latibær, sem nú er sýnt í Loftkastalanum. Hann hvatti krakkana til að koma upp að sviðinu og gera með sér nokkrar líkamsæfingar. „Hvernig teygið þið úr ykkur á morgnana?" sagði hann. „Já, svona með því að lyfta höndunum hátt til lofts. Og svo geispið þið og þurfið að teygja úr ykkur aftur, og aftur ... “ Áður en varði var allur saiurinn farinn að teygja úr sér og geispa. Börnin fylgd- ust með hverri hreyfingu íþróttaálfs- ins sem lét þau fetta sig og bretta eftir öllum kúnstarinnar reglum. Því næst kvaddi hann sér hljóðs og spurði krakkana hvort þeir þekktu muninn á leik og ofbeldi. „Ef ég sparka í rassinn á einhverjum án þess að biðja um leyfi, þá er það ofbeldi. Og ef ég kyssi einhvern án þess að fá samþykki viðkomandi, þá er það líka ofbeldi," sagði hann og brýndi fyrir krökkunum að ráðast aldrei á nokkurn mann. Búkolla breytir vatni í mjólk Eftir að íþróttaálfurinn hafði kvatt var komið að Árna Árnasyni rithöf- undi að lesa upp úr verki sínu og valdi hann að segja söguna af glað- væru stúlkunni Hjördísi. Stór hópur barna var búinn að koma sér vel fyrir við sviðið og fylgdist með upp- lestrinum af áhuga. Því næst steig Guðrún Helgadóttir rithöfundur upp í pontu og las upp úr bók sinni Ástarsaga úr fjöllunum og sýndi um leið myndir úr bókinni. Að síðustu kom þeir Pétur Egg- ertz og Bjarni Ingvarsson úr Mögu- leikhúsinu í heimsókn og sýndu atrið- ið „Búkolla í nýjum búningi" úr verk- inu „Einstök upgötvun". En í verkinu er Búkolla orðin að flókinni vél sem breytir vatni í mjólk. Eftir leikritið klöppuðu krakkarnir leikurum lof í lófa, mörg hver þreytt en ánægð eftir vel heppnaða hátíð. FRIÐARVERÐLAUMAHAFI MÓBELS Sjálfstæði Austur-Tímor bíður fráfalls Suhartos José Ramos-Horta, tals- maður Austur-Tímorbúa hjá Sameinuðu þjóðunum hefur helgað líf sitt bar- áttunni fyrir frelsi og sjálfstæði heimalands síns. Honum voru í fyrra veitt friðarverðlaun Nó- bels ásamt kaþólskum biskupi eyjarinnar, Car- los Felipe Ximenes Belo. Horta kom hingað í þriggja daga heimsókn um helgina, og gafst Auðuni Arnórssyni þá færi á að taka þennan merka baráttumann tali. Morgunblaðið/Þorkell JOSÉ Ramos-Horta hefur í 22 ár unnið þrotlaust að því að vekja athygli umheimsins á stöðu A-Tímor. AUSTUR-Tímor, eyland nokkurt norðan Ástralíu, hefur á undanförnum miss- erum í auknum mæli notið athygli umheimsins. Kemur þar tvennt til. Norska Nóbelsverðlauna- nefndin ákvað í fyrra að veita tveimur helztu málsvörum sjálfstæðis Austur- Tímor, Carlos Felipe Ximenes Belo, biskupi kaþólsku kirkjunnar þar, og José Ramos-Horta, talsmanni landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, friðarverð- laun Nóbels það árið. Hins vegar hafa stjórnarhættir herstjórnar Suhartos forseta í Indónesíu, sem þar hefur verið við völd í þijátíu ár, sætt æ meir ámæli á alþjóðlegum vettvangi. Eftir lok kalda stríðsins, aukinni hnattvæðingu fréttaflutnings - m.a. með tilkomu gervihnattasjónvarps - og fleiri þátta sem sett hafa mark sitt á þróun heimsins undir lok tuttug- ustu aldar, hafa einræðisstjórnir víða um heim, sem áður nutu verndar ann- ars hvors kaldastríðs-stórveldanna, þurft að bíta í það súra epli að kom- ast ekki lengur upp með allt það sem þeir gátu undir þeim kringumstæðum sem áður ríktu. Þannig hefur þessi þróun einnig leitt til þess, að ýmsar vestrænar þjóð- ir hafa staðið frammi fyrir því að þurfa að endurskoða breytni sína í samskiptum við önnur ríki. Stjórnvöld í löndum eins og Þýzkalandi, Frakk- landi, Bandaríkjunum og Svíþjóð, sem á dögum kalda stríðsins þénuðu vel á vopnasölu til ríkja eins og Indónesíu, hafa að minnsta kosti sum hver séð sig knúin til að endurskoða stefnu sína varðandi slík viðskipti þegar í ljós kemur hvernig vopnin eru notuð. Aukin upplýsing almennings um ýmis mál, ekki sízt ástand mannréttinda í hinum ýmsu ríkjurn, hefur leitt til þess að almenningsálitið hefur verið þess megnugt að vekja samvizku stjórnvalda og getað knúið þau til að breyta stefnu sinni. Málefni Austur-Tímor er gott dæmi um þessa þróun. Gleymt stríð Þegar einræðisstjórn Salazars og eftirmanna hans lauk í Portúgal vorið 1974 liðaðist portúgalska nýlendu- veldið fljótlega í sundur; nýlendurnay hlutu sjálfstæði, ein af annarri. Á Austur-Tímor var Fretelin-hreyfingin svokallaða atkvæðamest frelsishreyf- inga eyjarskeggja. Hún stofnaði bráðabirgðaríkisstjórn haustið 1975. í þeirri stjórn fór José Ramos-Horta með utanríkismál. Indónesar gerðu innrás í landið í desember 1975. Þá var Horta staddur erlendis og hefur verið í útlegð frá heimalandi sínu síð- an. Hann hefur helgað krafta sína baráttunni fyrir friði og frelsi á Aust- ur-Tímor. Talið er að allt að 200.000 manns hafi verið drepnir á fyrstu þremur árunum eftir innrás Indónesa í Aust- ur-Tímor. Heildarfjöldi íbúanna var þá um 700.000. Þrátt fyrir að upplýs- ingar um þetta þjóðarmorð hafi legið fyrir var áhugi íjölmiðla ekki meiri en svo að þessu gat fram undið án þess að umheimurinn sæi ástæðu til að bregðast við. Sökum aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur indónes- íska hernámsstjórnin óáreitt farið sínu fram með fyrrgreindum afleiðingum. Norska Nóbelsnefndin tilgreindi sérstaklega í útskýringum sínum á vali friðarverðlaunaþeganna í fyrra, að með því vildi hún vekja athygli á „gleymdu stríði" á Austur-Tímor. Tilnefndur af kvenna- listakonum Síðastliðinn laugardag kom José Ramos-Horta í þriggja daga heimsókn til íslands í boði Mannréttindaskrif- stofu ísiands. Það voru kvennalista- konurnar Kristín Ástgeirsdóttir, Kristin Einarsdóttir og Anna Ólafs- dóttir Björnsson, sem færðu Horta boðið þegar þær voru - í boði Hortas sjálfs - viðstaddar Nóbelsverðlauna- afhendinguna í Ósló í desember síð- astliðnum. Þær höfðu lagt til við Nó- belsnefndina að Horta og Belo biskup hlytu friðaiverðlaunin, og fór því verð- launahafinn fram á að þeim yrði boð- ið að vera viðstaddar afliendingarat- höfnina. Á sunnudagsmorgun hélt Horta fyrir troðfullu húsi í Norræna húsinu fyrirlestur um ástandið í heimalandi sínu. Guðmundur Alfreðsson, þjóð- réttarfræðingur og sérfræðingur í réttindum minnihlutahópa, gerði við sama tækifæri grein fyrir þjóðréttar- legri stöðu Austur-Tímorbúa. í fyrirlestri Hortas kom fram, að hann hafði komið til íslands einu sinni áður, í maí 1986. Guðmundur Alfreðs- son starfaði þá hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, og hafði í starfi sínu kynnzt baráttumanninum frá Austur-Tímor. Sagði Horta frá því, að faðir Guðmundar, Alfreð Guð- mundsson, fyrrverandi forstöðumaður Kjarvalsstaða, ók gestinum um Reykjavík, og lýsti því sem fyrir augu bar með því að benda á byggingar og segja ýmist: „Þetta var byggt fyr- ir sjálfstæði,“ og: „Þetta var byggt eftir sjálfstæði." Þessi lýsing á höfuð- borg íslands varð minnisstæð mannin- um, sem helgað hefur líf sitt barátt- unni fyrir sjálfstæði heimalands síns - fyrst undan stjórn nýlenduherra og síðan undan oki herstjórnar ná- grannaríkis. Vil votta íslandi þakklæti „Megintilgangur _ heimsóknar minnar er að votta Islandi þakklæti fyrir stuðninginn sem það hefur sýnt okkur í gegn um tíðina," sagði José Ramos Horta, í samtali við Morgun- blaðið. „Þegar hin fjögur Norðurlönd- in sátu hjá við afgreiðslu ályktana Sameinuðu þjóðanna um Áustur- Tímor greiddi ísland, eitt Norður- landa, atkvæði með, og var eitt fjög- urra Vestur-Evrópuríkja sem það gerði. Hin þijú eru Portúgal, írland og Grikkland." „Með breytni sinni hefur ísland sýnt að heiðarleiki og siðgæðisvitund getur viðgengizt í alþjóðasamskiptum. Sama hversu smátt eitthvert land er þá getur það staðið fast á því að ákveðin gildi séu virt,“ sagði friðar- verðlaunahafinn. Horta tók fram, að hann væri einn- ig hingað kominn til að hitta áður- nefndar forystukonur Kvennalistans, sem höfðu tilnefnt hann og Belo bisk- up til verðlaunanna. Einnig sagðist Horta vonast til að ísland muni sjá sér fært að leggja eitthvað af mörkum til að lina þjáning- ar Austur-Tímorbúa með þátttöku í hjálparstarfi. í gær, mánudag, átti Horta fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, Halldóri Ásgrímssyni utanrík- isráðherra, Ólafi G. Einarssyni forseta Alþingis, utanríkismálanefnd og kvennalistakonunum. Pyntingar daglegt brauð „Það sem er mest aðkallandi að brugðizt verði við er að stöðva hin hrikalegu mannréttindabrot sem framin eru þar. Ástæðulaus dráp indó- nesískra hermanna á almennum borg- urum í Austur-Tímor og pyntingar eru daglegt brauð íbúanna þar. Með 20-30.000 manna herliði og um 200.000 innflytjendum frá Indónesíu eru Austur-Tímorbúar kúgaðar horn- rekur í eigin landi," sagði Ramos Horta aðspurður um hvaða skref hann teldi brýnast að stigin yrðu í málefn- um heimalands hans. „Þessi vandamál verða ekki leyst nema með virkri þátttöku alþjóðasam- félagsins, sem verður að beita indó- nesísk stjórnvöld þrýstingi unz þau draga herlið sitt til baka frá Austur- Tímor," segir Horta. Svo lengi sem einræðisherrann Suharto sé við völd í Indónesíu segir Horta nær útilokað að takast megi að finna lausn á mái- inu. Þar sem Suharto sé nú orðinn aldurhniginn - hann er 77 ára - sé** von til að-þetta geti breytzt fljótlega. Horta bindur vonir við breytingar sem fyrirsjáanjegt er að verði við frá- fall Suhartos. í Indónesíu hafi nú þró- azt lýðræðishreyfing, sem sé sér með- vitandi um ástandið á A-Tímor og styðji ekki hernámið. Það sé því von til að þá muni á skjótan hátt reynast mögulegt að semja um frelsi A-Tímor. Nú hafa Horta og samheijar hans beðið í 22 ár eftir því að sjá fram á breytingar til batnaðar í heimalandi sínu. Aðspurður, hve lengi hann geti beðið enn, segist hann meta aðstæður þannig nú, að raunhæft sé að reikna með að árangur náist innan næstu 5 ára. Kofi Annan, framkvæmdastjóri^, Sameinuðu þjóðanna, hefur skipað sérstakan umboðsmann til að fást við deiluna um Austur-Tímor. „Hann hef- ur þegar heimsótt Portúgal, Indónesíu og Austur-Tímor og talað við málsað- ila,“ segir Horta. „Á næstu vikum ætlar hann að boða til nýrra samn- ingaviðræðna, sem ég mun taka þátt í. Ég geri mér samt engar vonir um að þær leiði til farsællar niðurstöðu í fyrirsjáanlegri framtíð. Utanríkisráð- herra Indónesíu [sem mun taka þátt í viðræðunum fyrir hönd Indónesíu- stjórnar] hefur engin völd. Hann hef- ur ekki umboð til að semja um neitt í raun, hann hefur engin tök á að hrinda því í framkvæmd sem hugsan- lega verður samið um. Það vald er^ allt í höndum Indónesíuhers. Hann ræður öllu í Indónesíu," segir Horta. Horta segir að hann og aðrir full- trúar sjálfstæðishreyfingar Austur- Tímorbúa muni þó áfram taka þátt í hvers konar tilraunum sem efnt verði til í nafni friðar og frelsis Austur- Tímor,- „En á sama tíma munum við efla andspyrnuna gegn henáminu," segir Horta. I lok fyrirlestrar síns í Norræna húsinu vísaði Horta aftur til inngangs- orða sinna um fyrstu heimsókn sína hingað til lands í maímánuði 1986. „Um leið og ég þakka íslendingum* fyrir áhugann og stuðninginn við bar- áttu Austur-Tímorbúa vil ég hvetja þá til að ferðast þangað og kynnast töfrum landsins. Ög ég vonast til að geta ekið ykkur um götur Dili [höfuð- borgar eyjarinnar], bent á bygging- arnar sem fyrir augu ber og sagt: „Þetta var byggt eftir sjálfstæði."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.