Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ H MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Hættuleg ást (Sleeping With Danger) k Draumar og brimbretti (Blue Juice)* k Draumurinn um Broadway (Manhattan Merengue) I nunnuklaustri (Changing Habits) ★ ★ Morðstund (A Time to Kill)k ★ ★ Ibúð Joe (Joe’s Apartment) k 'h Alaska (Alaska) ★ ★ Tryggingasvindl (Escape Ciause) ★ ★ 'h Drápskrukkan (The KiilingJar)k 'h Stóra blöffið (The Great White Hype)-k k Hin fullkomna dóttir (The Perfect daughter)-k 'h Englabarn (Angel Baby)k k 'h Fatafellan (Striptease) ★ ★ Háskólakennari á ystu nöf (Twilight Man)k ★ ★ Jack Reed IV: Löggumorð (Jack Reed TV: One of Our Own) ★ ★ Dauðsmannseyjan (Dead Man ’s Island)-k Fallegar stúlkur (Beautiful Girls)k k k 'h Galdrafár (Rough Magic)k k Hótel Saga og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum standa saman að saltfiskævintýri í Skrúði á Hótel Sögu dagana 16. - 23. apríl. Nú er tækifærið til að njóta fjölbreytilegra saltfiskrétta sem matreiddir eru á suðræna vísu, til dæmis bakaður portúgalskur saltfiskur í leirskál og meðal eftirrétta frá Spáni er katalónskur karmellubúðingur. Spænsk gæðavín verða á boðstólum. Matreiðslumeistarar á Hótel Sögu fara á kostum í eldhúsinu. Gítarleikarinn Hinrik Bjarnason leikur fyrir matargesti. MYNDBÖND ' Snákur snýr aftur V antar rétta stílinn Ást og slagsmál í Minnesota (Feeling Minnesota) Gamansöm spcnnuniynd ★ ★ Framleiðandi: New Line Cinema. Leikstjóri og handritshöfundur: Steven Baigelman. Kvikinynda- taka: Walt Lloyd. Tónlist: Los Lob- os. Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Vincent DOnofrio og Cameron Diaz. 100 mín. Bandaríkin. New Line Cinema/Myndform 1996. Út- gáfudagur 8. apríl. Myndin er bönn- uð börnum yngri en 16 dra. FREDDIE er neydd til að gift- ast Sam, sem hún þolir ekki, þar sem henni er kennt um að hafa reynt að stela peningum frá bófaforingja. Jjacks, yngri bróðir Sams, mætir í brúð- kaupið, þótt þeim bræðrum sé ekki hlýtt hvorum til ann- ars. Freddie og Jjacks verða strax ástfangin og ákveða að leita nýs lífs saman. Sagan lofar góðu, og það gerir upphafið að myndinni einnig. Fljót- lega þynnist þó myndin út, verður langdregin á köflum, og eintóm slagsmál milli allra sem við sögu koma. Hún nær sér þó á strik aft- ur í lokin. Það má kenna óstyrkri leikstjórn um það sem miður fer í þessari mynd. Handritið er ágætt, og sum atriði frumleg og jafnframt hjartnæm. Leikstjóranum tekst ekki að nýta marga ágætis leikara sem hann hefur, og eilíf slagsmál sem eini samskiptamáti persón- anna eru heldur leiðigjörn. í Iang- dregnari köflum myndarinnar hefði klipparinn mátt láta aðeins meira til sín taka. Yfir myndinni hvílir einhvers konar „ungdrengja- andi“. Leikstjórinn hefur orðið fyr- ir of miklum áhrifum frá öðrum kvikmyndum, í stað þess að reyna að skapa sér sinn eigin stíl. Hildur Loftsdóttir. Flóttinn Frá L.A. (John Carpenters: „Escape From L.A. “)____________________ Spcnnumynd ★ ★'/2 Framleiðendur: Debra Hill, John Carpenter og Kurt Russell. Leik- stjóri: John Carpenter. Handrits- höfundur: Debra Hill og Kurt Russ- ell. Kvikmyndataka: Gary B. Kibbe. Tónlist: Shirley Walker og John Carpenter. Aðalhlutverk: Kurt Russell, Stacy Keach, Steve Busc- emi, Bruce Campbell, Pam Grier og Cliff Robertson. 97 mín. Banda- ríkin. CIC myndbönd 1997. Útgáfu- dagur: 8. apríl. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Árið 1987 kom fram á sjónarsvið- ið ein svalasta og harðsvíraðasta persóna kvikmyndanna, Snake Plis- ken og var hann leikinn af Kurt Russell. Plisken er erkitýpa hinn- ar stóísku and- hetju, sem blikk- ar ekki auga þótt hún drepi hundr- uð manna. Myndin sem kynnti Plisken til sögunnar var „Escape from New York“ og var leikstýrt af John Carp- enter, sem á að baki margar af bestu spennu- og hryllingsmyndum 7. og 8. áratugarins t.d. „Hallowe- en“ og „Assault on Precinct 13“. Myndin Ijallar um þegar Plisken er sendur nauðugur inní New York Skylmingalöggan (Gladiator Cop) G a ni a n m y n d ★ Framleiðandi: SC Entertainment. Leikstjóri og handritshöfundur: Nick Rotundo. Kvikmyndataka: Edgar Egger. Tónlist: Guy Zerafa. Aðalhlutverk: Lorenzo Lamas, Ge- orge Touliatos, James Hiong og Nicolas Pasco. 92 mín. Bandaríkin. SC Ent./Myndform 1994. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. KÆRI Moggi. Þannig er mál með vexti að í gær horfðum ég og kær- astinn minn á myndband. Hann fór út á leigu og kom til baka með myndina Skylm- ingalöggan. Hún íjallar um for- stöðumann safns sem stelur sverði sem hafði verið í eigu Alexanders mikla. Sá sem berst með þessu sverði er ósigrandi mótaðili. Hann fær sverðið félaga sínum, sem berst við hina ýmsu andstæðinga og drep- ur þá alltaf að lokum. En til þess er leikurinn gerður. Það er alveg borg, sem orðin var að fanganý- lendu, til þess að bjarga forseta Bandaríkjanna. I Flóttanum frá L.A. eru Carpenter og Russell komnir með nánast nákvæma end- urgerð fyrri myndarinnar. Plisken ( þarf nauðugur að fara til L.A. og redda málunum fyrir Bandaríkin eins og honum er einum lagið. ( Það er bæði kostur og galli mynd- arinnar hversu lík hún er fyrirrenn- ara sínum. Ef byijað er á göllunum, þá felast þeir aðallega í því að fersk- leikinn sem „Escape from New York“ bjó yfir er horfinn og fellur myndin inn í hinn sívaxandi geira hörkutólamyndanna. Þó svo að Flóttinn frá L.A muni aldrei ná í „cult“-staðli fyrri myndarinnar, er ( hún engu að síður hin besta skemmtun. Los Angeles er hin full- komna borg til að draga fram allt það sem er öfugsnúið í heiminum í dag og gerir myndin óspart grín að brimbretta- og lýtalækningar- menningunni sem þar ríkir. Myndin nálgast á köflum það að vera teikni- mynd, svo ótrúleg er hún, þarf bara að benda á brimbrettaatriði mynd- arinnar því til sönnunar. Traustur leikarahópurinn samanstendur af skemmtilegum B-myndaleikurum eins og Bruce Campbell (frábær sem snarklikkaður lýtalæknir), Pet- er Fonda, Pam Grier (ekki nægilega vel nýtt í hlutverki kynskiptings) og Steve Buscemi. í broddi fylking- ar stendur Russell í hlutverki Plis- kens og er hann alltaf jafnsvalur. Góð afþreying. dæmigert fyrir kærastann minn að vilja horfa á svona vöðvakarlamynd- ir þar sem villimennskan er í háveg- um höfð. Eg bara þoli það ekki. Persónulega er ég ekkert á móti vöðvakarlamyndum yfir höfuð. Sum- ir vöðvakarlar eru nefnilega flottir. En því miður eru þær alltaf eins; leikararnir eru lélegir, samtölin gervileg, tónlistin ömurleg og kon- urnar hálfvitar. Þótt einhverjum fín- um og gáfulegum starfstitli sé klínt á þær, þá eru þær yfirleitt heldur ógáfulegar gærur. Þetta er karl- remba frá upphafi til enda. Þessi mynd er full ógeðsleg í þokkabót. I henni er líka lögga að rannsaka þessi morð. En því miður sést of lítið af rannsókninni, sem hefði get- að orðið spennandi. Öll áherslan er lögð á þessar villimannslegu skyim- ingar, og ég bara fékk hreinlega nóg. Þetta finnst kærastanum mín- um skemmtilegt, og ég veit bara hreinlega ekki hvaða augum ég á að líta hann. Kannski hefur hann þessa villimennsku í sér. Hver veit? Mig langar því að spyrja þig ráða góði Moggi. Hvort á ég að hætta með honum á föstu, eða hætta að horfa með honum á vídeó? Þín 4105- 7831 eða bara Hildur Loftsdóttir. Ottó Geir Borg Villimennska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.