Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
H
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU
Hættuleg ást
(Sleeping With Danger) k
Draumar og brimbretti
(Blue Juice)* k
Draumurinn um Broadway
(Manhattan Merengue)
I nunnuklaustri
(Changing Habits) ★ ★
Morðstund
(A Time to Kill)k ★ ★
Ibúð Joe
(Joe’s Apartment) k 'h
Alaska
(Alaska) ★ ★
Tryggingasvindl
(Escape Ciause) ★ ★ 'h
Drápskrukkan
(The KiilingJar)k 'h
Stóra blöffið
(The Great White Hype)-k k
Hin fullkomna dóttir
(The Perfect daughter)-k 'h
Englabarn
(Angel Baby)k k 'h
Fatafellan
(Striptease) ★ ★
Háskólakennari á ystu nöf
(Twilight Man)k ★ ★
Jack Reed IV: Löggumorð
(Jack Reed TV: One of Our Own)
★ ★
Dauðsmannseyjan
(Dead Man ’s Island)-k
Fallegar stúlkur
(Beautiful Girls)k k k 'h
Galdrafár
(Rough Magic)k k
Hótel Saga og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
standa saman að saltfiskævintýri í Skrúði á
Hótel Sögu dagana 16. - 23. apríl.
Nú er tækifærið til að njóta fjölbreytilegra saltfiskrétta
sem matreiddir eru á suðræna vísu, til dæmis bakaður
portúgalskur saltfiskur í leirskál og meðal eftirrétta
frá Spáni er katalónskur karmellubúðingur.
Spænsk gæðavín verða á boðstólum.
Matreiðslumeistarar á Hótel Sögu fara á kostum í
eldhúsinu.
Gítarleikarinn
Hinrik Bjarnason leikur fyrir matargesti.
MYNDBÖND '
Snákur snýr
aftur
V antar
rétta
stílinn
Ást og slagsmál í Minnesota
(Feeling Minnesota)
Gamansöm
spcnnuniynd
★ ★
Framleiðandi: New Line Cinema.
Leikstjóri og handritshöfundur:
Steven Baigelman. Kvikinynda-
taka: Walt Lloyd. Tónlist: Los Lob-
os. Aðalhlutverk: Keanu Reeves,
Vincent DOnofrio og Cameron
Diaz. 100 mín. Bandaríkin. New
Line Cinema/Myndform 1996. Út-
gáfudagur 8. apríl. Myndin er bönn-
uð börnum yngri en 16 dra.
FREDDIE er neydd til að gift-
ast Sam, sem hún þolir ekki, þar
sem henni er kennt um að hafa
reynt að stela
peningum frá
bófaforingja.
Jjacks, yngri
bróðir Sams,
mætir í brúð-
kaupið, þótt
þeim bræðrum
sé ekki hlýtt
hvorum til ann-
ars. Freddie og
Jjacks verða strax ástfangin og
ákveða að leita nýs lífs saman.
Sagan lofar góðu, og það gerir
upphafið að myndinni einnig. Fljót-
lega þynnist þó myndin út, verður
langdregin á köflum, og eintóm
slagsmál milli allra sem við sögu
koma. Hún nær sér þó á strik aft-
ur í lokin. Það má kenna óstyrkri
leikstjórn um það sem miður fer í
þessari mynd. Handritið er ágætt,
og sum atriði frumleg og jafnframt
hjartnæm. Leikstjóranum tekst
ekki að nýta marga ágætis leikara
sem hann hefur, og eilíf slagsmál
sem eini samskiptamáti persón-
anna eru heldur leiðigjörn. í Iang-
dregnari köflum myndarinnar
hefði klipparinn mátt láta aðeins
meira til sín taka. Yfir myndinni
hvílir einhvers konar „ungdrengja-
andi“. Leikstjórinn hefur orðið fyr-
ir of miklum áhrifum frá öðrum
kvikmyndum, í stað þess að reyna
að skapa sér sinn eigin stíl.
Hildur Loftsdóttir.
Flóttinn Frá L.A.
(John Carpenters: „Escape From
L.A. “)____________________
Spcnnumynd
★ ★'/2
Framleiðendur: Debra Hill, John
Carpenter og Kurt Russell. Leik-
stjóri: John Carpenter. Handrits-
höfundur: Debra Hill og Kurt Russ-
ell. Kvikmyndataka: Gary B. Kibbe.
Tónlist: Shirley Walker og John
Carpenter. Aðalhlutverk: Kurt
Russell, Stacy Keach, Steve Busc-
emi, Bruce Campbell, Pam Grier
og Cliff Robertson. 97 mín. Banda-
ríkin. CIC myndbönd 1997. Útgáfu-
dagur: 8. apríl. Myndin er bönnuð
börnum innan 16 ára.
Árið 1987 kom fram á sjónarsvið-
ið ein svalasta og harðsvíraðasta
persóna kvikmyndanna, Snake Plis-
ken og var hann
leikinn af Kurt
Russell. Plisken
er erkitýpa hinn-
ar stóísku and-
hetju, sem blikk-
ar ekki auga þótt
hún drepi hundr-
uð manna.
Myndin sem
kynnti Plisken til
sögunnar var „Escape from New
York“ og var leikstýrt af John Carp-
enter, sem á að baki margar af
bestu spennu- og hryllingsmyndum
7. og 8. áratugarins t.d. „Hallowe-
en“ og „Assault on Precinct 13“.
Myndin Ijallar um þegar Plisken
er sendur nauðugur inní New York
Skylmingalöggan
(Gladiator Cop)
G a ni a n m y n d
★
Framleiðandi: SC Entertainment.
Leikstjóri og handritshöfundur:
Nick Rotundo. Kvikmyndataka:
Edgar Egger. Tónlist: Guy Zerafa.
Aðalhlutverk: Lorenzo Lamas, Ge-
orge Touliatos, James Hiong og
Nicolas Pasco. 92 mín. Bandaríkin.
SC Ent./Myndform 1994. Myndin
er bönnuð börnum yngri en 16 ára.
KÆRI Moggi. Þannig er mál með
vexti að í gær horfðum ég og kær-
astinn minn á myndband. Hann fór
út á leigu og kom
til baka með
myndina Skylm-
ingalöggan. Hún
íjallar um for-
stöðumann safns
sem stelur sverði
sem hafði verið í
eigu Alexanders
mikla. Sá sem
berst með þessu
sverði er ósigrandi mótaðili. Hann
fær sverðið félaga sínum, sem berst
við hina ýmsu andstæðinga og drep-
ur þá alltaf að lokum. En til þess
er leikurinn gerður. Það er alveg
borg, sem orðin var að fanganý-
lendu, til þess að bjarga forseta
Bandaríkjanna. I Flóttanum frá
L.A. eru Carpenter og Russell
komnir með nánast nákvæma end-
urgerð fyrri myndarinnar. Plisken (
þarf nauðugur að fara til L.A. og
redda málunum fyrir Bandaríkin
eins og honum er einum lagið. (
Það er bæði kostur og galli mynd-
arinnar hversu lík hún er fyrirrenn-
ara sínum. Ef byijað er á göllunum,
þá felast þeir aðallega í því að fersk-
leikinn sem „Escape from New
York“ bjó yfir er horfinn og fellur
myndin inn í hinn sívaxandi geira
hörkutólamyndanna. Þó svo að
Flóttinn frá L.A muni aldrei ná í
„cult“-staðli fyrri myndarinnar, er (
hún engu að síður hin besta
skemmtun. Los Angeles er hin full-
komna borg til að draga fram allt
það sem er öfugsnúið í heiminum
í dag og gerir myndin óspart grín
að brimbretta- og lýtalækningar-
menningunni sem þar ríkir. Myndin
nálgast á köflum það að vera teikni-
mynd, svo ótrúleg er hún, þarf bara
að benda á brimbrettaatriði mynd-
arinnar því til sönnunar. Traustur
leikarahópurinn samanstendur af
skemmtilegum B-myndaleikurum
eins og Bruce Campbell (frábær
sem snarklikkaður lýtalæknir), Pet-
er Fonda, Pam Grier (ekki nægilega
vel nýtt í hlutverki kynskiptings)
og Steve Buscemi. í broddi fylking-
ar stendur Russell í hlutverki Plis-
kens og er hann alltaf jafnsvalur.
Góð afþreying.
dæmigert fyrir kærastann minn að
vilja horfa á svona vöðvakarlamynd-
ir þar sem villimennskan er í háveg-
um höfð. Eg bara þoli það ekki.
Persónulega er ég ekkert á móti
vöðvakarlamyndum yfir höfuð. Sum-
ir vöðvakarlar eru nefnilega flottir.
En því miður eru þær alltaf eins;
leikararnir eru lélegir, samtölin
gervileg, tónlistin ömurleg og kon-
urnar hálfvitar. Þótt einhverjum fín-
um og gáfulegum starfstitli sé klínt
á þær, þá eru þær yfirleitt heldur
ógáfulegar gærur. Þetta er karl-
remba frá upphafi til enda. Þessi
mynd er full ógeðsleg í þokkabót.
I henni er líka lögga að rannsaka
þessi morð. En því miður sést of
lítið af rannsókninni, sem hefði get-
að orðið spennandi. Öll áherslan er
lögð á þessar villimannslegu skyim-
ingar, og ég bara fékk hreinlega
nóg. Þetta finnst kærastanum mín-
um skemmtilegt, og ég veit bara
hreinlega ekki hvaða augum ég á
að líta hann. Kannski hefur hann
þessa villimennsku í sér. Hver veit?
Mig langar því að spyrja þig ráða
góði Moggi. Hvort á ég að hætta
með honum á föstu, eða hætta að
horfa með honum á vídeó? Þín 4105-
7831 eða bara
Hildur Loftsdóttir.
Ottó Geir Borg
Villimennska