Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVONA hættu þessu væli. Þakkaðu bara fyrir að þurfa ekki að vera að reyna þetta lengur, góði . . . Árnesið ferjar áhafnir MHF á milli lands og miða Morgunblaðið/Þorkell ÞÝZKIR sjómenn af skipum Mecklenburger Hochseefischerei við komuna til Reykjavíkur með Árnesi. MECKLENBURGER Hoehsee- fischerei, dótturfyrirtæki Út- gerðarfélags Akureyringa, hefur samið við Eystein Yngvason, út- gerðarmann skemmtiferðaskips- ins Árness, um að Árnesið ferji áhafnir togara fyrirtækisins á milii Reykjavíkur og miðanna á Reykjaneshrygg og við Austur- Grænland. Með þessu segjast MHF-menn spara tíma og pen- inga og skipin þurfa ekki að koma í höfn nema á tveggja mánaða fresti til að landa. „Við erum með öðruvísi kerfi en hér á Islandi, samkvæmt þýzk- um samningum geta okkar áhafnarmeðlimir verið allt að fjóra mánuði á sjó,“ segir Bjartmar Pétursson, útgerðar- stjóri MHF. „Til þess að það gangi upp skiptum við um þriðj- ung af áhöfninni með reglulegu millibili. Fyrst fer þriðjungur í land eftir 35 daga úthald, síðan annar þriðjungur eftir 70 daga Úthald togar- anna tveir mánuðir og síðasta þriðjunginn eftir 105 daga. Menn eru úti í u.þ.b. 110 daga en fá svo 35 daga frí heima.“ Bjartmar segir að með því að Árnesið flytji áhafnirnar á milli þurfi skipin ekki að koma í höfn nema til að landa. „Við tökum olíu úti á sjó frá olíuskipum og þær vistir og búnaður, sem við þurfum að taka um borð, sækjum við þegar við löndum. Við lönd- um á um 45 til 60 daga fresti." 1.000 mílnatúr Árnesið lagði upp í túr aðfara- nótt fyrri mánudags 510 mílur suðvestur fyrir landið með áhafnir fyrir skip MHF. Skipið kom aftur til hafnar á föstudags- kvöld með sjómenn, sem eru á leið heim til Þýzkalands í frí, að lokinni rúmlega 1.000 milna sigl- ingu. Eysteinn Yngvason segir að samningurinn við MHF, sem gild- ir frá 1. apríl og fram í október, hafi í för með sér betri nýtingu á skipinu. „Undanfarin tvö ár hefur Árnesið einkum verið í notkun um helgar, en samningur- inn við Mecklenburger gengur út á að siglt sé á virkum dög- um,“ segir hann. Eysteinn segir að ferðirnar geti orðið allt að fjórar á mánuði og sé yfirleitt siglt 200-300 sjómílur hvora leið. Alþjóðlegur meinatæknadagur Áhersla á smit- sjúkdómavamir Martha Á. Hjálmarsdóttir Meinatæknar og aðrir starfs- menn á rann- sóknarstofum vinna við mælingu og greiningu á lífrænum sýnum og starf- semi líffæra og líffæra- kerfa, einnig meta þeir gæði mælinganna. Læknar nota síðan niðurstöðurnar til að greina sjúkdóma og fylgjast með framvind- unni, ákveða meðferð og hefja fyrirbyggjandi að- gerðir. Gæðastjórnun hef- ur verið ofarlega á baugi í starfi meinatækna sem er yfirleitt allvel greint frá sviði lækna og hjúkrunar- fræðinga. - Hveijir annast sýna- tökuj „Á spítölunum eru það oftast meinatæknar, það er svolítið misjafnt eftir löndum hver venjan er. Við lítum svo á að meinatæknirinn verði að bera ábyrgð á sýnatökunni og öllum þáttum sem geta haft áhrif á áreiðanleika niðurstöðunnar. Taki þeir ekki sjálfir sýnin verði þeir að minnsta kosti að leiðbeina þeim sem það gera. Það er grundvallaratriði að ekk- ert fari úrskeiðis við sýnatökuna. Á sumum litlum sjúkrahúsum hér og heilsugæslustöðvum eru ekki meinatæknar starfandi en þá senda stofnanirnar sýnin á rann- sóknastofurnar. Við höfum nokkrar áhyggjur af því að stöðugt fleiri rannsóknir eru nú gerðar utan rannsóknar- stofanna. Alþjóðasamtökin hafa íjallað mikið um þessi mál, við höfum áhyggjur af gæðunum. Við viljum hafa áhrif á stefnuna, þau skilyrði sem fullnægja þarf og eftirlit með þessum málum.“ - A hvað leggið þið áherslu & alþjóðadegin um ? „Það var ákveðið á síðasta al- þjóðaþingi að efna til alþjóðlegs dags af þessu tagi, dags meina- rannsókna. Eg er formaður nefnd- ar alþjóðasamtakanna sem sér um almannatengsl. Nefndin ber ábyrgð á þessum degi, velur verk- efnið í samráði við Alþjóðaheil- brigðismálastofnunina, WHO, en sjálf hef ég annast samskipti við hana. Félögin reyna að ýta á stjórnvöld í löndum sínum til að takast á við þann vanda sem vak- in er athygli á. Helsta heilbrigðisvandamál í heiminum er nú talið vera smit- sjúkdómar. Við ákváðum því að nota tækifærið til að ræða af- markað vandamál á því sviði og sýna jafnframt hvert framiag meinatækna gæti verið í baráttu gegn því. Við völdum berkla sem dæmi. Ástæðan er sú að berkiaveiki er gamall sjúkdómur sem fólk kannast við. Berklar eru nú ógn- valdur í mörgum iönd- um heims á sama hátt og hérlendis fyrr á öld- inni, ástandið er jafnvel enn verra sums staðar.“ - Hvar í heiminum er það eink- um? „Víða í þriðja heiminum en einnig Austur-Evrópu. Nýir sjúk- dómar á borð við alnæmi valda því að ónæmiskerfið fer úr skorð- um og ræður þá mjög iila við gamla sýkla eins og þá sem valda berklum. Þetta er nú mikið vanda- mál þar sem búið var að ná nokkr- um árangri í slagnum við berkl- ana. í Afríkulöndum er ástandið nú víða mjög slæmt. Berklasýkillinn og fleiri sýklar ► Martha Ásdís Hjálmars- dóttir lauk prófi í meinatækni við Tækniskóla íslands 1973 og hefur síðan unnið á sýkla- deild Landspítalans, einnig er hún lektor í sýklafræði við Tækniskólann. Eiginmaður hennar er Þorsteinn A. Jóns- son og eiga þau tvo syni. Martha hefur Iengi setið í stjórn Meinatæknafélags Is- lands og var formaður í nokk- ur ár er félagið var að stíga sín fyrstu spor um 1990. Hún var kjörin formaður Banda- lags háskólamanna í fyrra, fyrst kvenna til að gegna slikri stöðu í heildarsamtökum hjá launafólki í landinu. Hún hefur í þijú ár átt sæti í stjórn Al- þjóðasamtaka meinatæknafé- laga. Alþjóðadagur meinatækna er í dag og er hann helgaður samstarfi um baráttu gegn berklum og öðrum smitsjúk- dómum. hafa smám saman orðið ónæmir fyrir lyíjum, tekið stökkbreyting- um. Það er eðli alis sem lifir að reyna að komast af, og sýklar og veirur gera það alveg eins og við. Ef við beitum lyfjum í of miklum mæli og á rangan hátt venjum við sýklana við og stuðlum að því að þeir verði ónæmir gagnvart lyfjun- um. Það er einnig fullt af sýklum sem alltaf eru í líkama okkar, eru eðlilegur hluti okkar. Þeir geta brugðist til varnar gegn lyfjunum þótt markmiðið hafi verið að vinna bug á allt öðrum sýklum. Við teljum að nota þurfi grein- ingar okkar sem grundvöll þegar lyfjanotkun sé ákveðin, þannig að þetta sé ekki gert í blindni. Okkur finnst að við getum lagt töluvert af mörkunum þegar stefna er mörkuð í slíkum mál- um.“ - „Getum við treyst eitthvað á landfræði- lega einangrun í vörn- um gegn hættulegum smitsjúkdóm um ? „Nei, það tel ég ekki. Besta vörn okkar er að styðja aðrar þjóð- ir sem eiga við slíka sjúkdóma að stríða, aðstoða þær við að vinna bug á þeim. Sjálf verð ég í Zimbabwe á ráðstefnu afrískra meinatækna á alþjóðadeginum. Ég get átt á hættu að fá þar ýmsa sjúkdóma sem ekki þekkjast á íslandi þótt ég hafi fengið marg- víslega bólusetningu. Nútíma samgöngur valda því að engin þjóð getur látið hjá líða að sinna smitsjúkdómum sem koma upp annars staðar í heiminum." Engin þjóð ver sig með einangrun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.