Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Fötum safnað áfram
FATASÖFNUN Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar hefur verið fram-
lengd og verður opið í kjallara
Glerárkirkju næstu daga frá kl.
12 tii 16 þar sem tekið verður á
móti fötum í söfnunina.
Söfnin stóð í fjóra daga í lið-
inni viku og á Akureyri er búið
að safna fatnaði og skóm í ijóra
20 feta gáma sem skipað verður
út næsta föstudag. Jón Oddgeir
Guðmundsson umsjónarmaður
söfnunarinnar á Akureyri sagði
viðbrögðin hafa verið einkar góð,
en það væru ekki bara bæjarbúar
sem lagt hefðu söfnuninni lið,
nágrannar, m.a. frá Dalvík, Ól-
afsfirði, Húsavík, Mývatnssveit
og víðar hefðu einnig lagt sitt
af mörkum.
LANDGRÆÐSLA
Á TÍMAMÓTUM
Ráóstefna í tilefni af 90 ára afmæli
Landgræðslu ríkisins og til
kynningar á nýrri landgræðsluáætlun
Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir:
Setning
10:00 Ávarp • Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri
10:10 Ávarp • Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson
10:20 Ávarp • Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra
Landgræðsfustarfið
10:30 Landgræðsla í 90 ár • Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri
Astand landsms
10:50
11:10
11:40
12:00
12:10
Gróðurfar og landkostir fyrr og nú • Hörður Kristinsson,
Náttúrufræðistofnun
Jarðvegsrof á íslandi • Ólafur Amalds, Rannsóknastofnun
landbúnaðarins
Ástand og uppbygging vistkerfa • Ása L. Aradóttir,
Skógrækt ríkisins
Fyrirspurnir og umræður
Matarhlé
IV Ny landgræðsluaætlun
wssm §
Sveinn Runólfsson, land-
13:00 Markmið, leiðir oq helstu verkefni
græðslustjóri
13:25 Rannsóknir og þróun í landgræðslu • ÞorsteinnTómasson,
forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins
13:40 Upplýsingaöflun og áædanagerð • Sigmar Metúsalemsson,
Landgræðsla rikisins
13:55 Tengslv0alrnenning*GuðrúnLáraPálmadódir, Landgræðslarikisins
14:10 LarxlTýlingoglandxtendur*BjainiMaronsson, Landgæðsla rikishs
14:25 Fyrirspurnir og umræður
15:00 Kaffihlé
Vorslumenn la
15:20 Undirskrift yfiriýsingar um.uppgræðsluátak Akureyrarbæjar,
Landgræðslunnar og OLIS á Glerárdal
15:30 Bændur • Böðvar Jónsson, Gautlöndum
15:40 Skólamir og æskan • Þorvaldur Öm Ámason, Fjölbrautaskóli
Suðumesja
15:50 Áhugafólk • Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í
Grýtubakkahreppi
Sjalfbær þrourt
16:00 Alþjóðleg viðhorf-hvað gera aðrar þjóðir? • Ketill Sigurjónsson,
Landgræðsla rikisins
16:15 Vemdun landkosta-siðferðileg viðhorf • Andrés Amalds,
Landgræðsla ríkisins
16:35 Fyrirspurnir og umræður
17:00 Ráðstefnuslit • Björn Sigurbjörnsson, ráðuneytisstjóri
í landbúnaðarráðuneytinu
Móttaka í boði landbúnaðarráðherra.
Ráðstefnustjórar:
Haraldur Bessason, fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri
Sigurveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Islandsbanka
Aðgangur er ókeypis og öllum er heimil þátttaka
Skráning í síma 462 7733
LANDGRÆÐSLAN
Landbúnaðarráðuneytið Háskólinn á Akureyri
Nýtt hótel opnað í Skjaldborgarhúsinu
Hótel Akureyri býður
persónulega þjónustu
Morgunblaðið/Kristján
EIGENDUR Hótels Akureyrar, Kristján Ármannsson, hótelstjóri,
Snæbjöm Kristjánsson og Héðinn Bech veitingamenn á Fiðlaranum.
NÝTT hótel var opnað á Akureyri
um helgina, Hótel Akureyri, en það
er við Hafnarstræti 67, þar sem
áður var Hótel Óðal. Hótelið er í
eigu samnefnds einkahlutafélags
en eigendur þess eru Héðinn Beeh
og Snæbjörn Kristjánsson veitinga-
menn á Fiðlaranum á Akureyri og
Kristján Ármannsson sem er hótel-
stjóri.
Húsið á sér langa sögu en það
hefur lengst af gengið undir nafn-
inu Skjaldborg. Það var byggt af
Góðtemplarareglunni og Ung-
mennafélagi Akureyrar árið 1925,
en reglan keypti allt húsið 1939.
Mat- og veitingasala var rekin í
húsinu frá upphafi. Kvikmyndasýn-
ingar voru einnig í húsinu á vegum
Nýja bíós fyrstu árin, en síðar voru
sýningar þar á vegum Skjaldborg-
arbíós. Prentsmiðja Björns Jónsson-
ar keypti húsið síðar og bókaútgáf-
an Skjaldborg hóf þar starfsemi.
Árið 1991 opnaði Aðalgeir T. Stef-
ánsson hótel í húsinu en hann end-
urbyggði húsið verulega, m.a.
byggði hann upp fjórðu hæð þess.
I hótelinu eru tvö eins manns
herbergi og 17 tveggja manna her-
bergi, öll með baði, minibar, örygg-
ishólfi og sjónvarpi með gervi-
hnattamótttöku. Lögð verður
áhersla á almennan hótelrekstur og
að veita gestum góða og persónu-
lega þjónustu og hagstætt verð
þannig að dvölin á Akureyri verði
sem ánægjulegust þess virði að
koma aftur.
Góð ráðstefnu- og
fundaaðstaða
Morgunverð og léttar veitingar
fá gestir í samstarfi við veitingahús-
ið Fiðlarann. Einstaklingum og hóp-
um verður boðið upp á hádegis- og
kvöldverð á sérstöku afsláttarverði
sem reikningsfærðir verða beint á
herbergi viðkomandi sé þess óskað.
Þá er boðið upp á aðstöðu fyrir
ráðstefnur og fundi, einkum utan
hefðbundins ferðamannatíma, en
kjörin aðstaða til slíks er á Fiðlaran-
um.
Stefnt er að því að hafa í boði
ferðapakka ýmiskonar fyrir ein-
staklinga og hópa, s.s. leikhúsferðir
með gistingu á hótelinu og kvöld-
verð á Fiðlaranum, en leikhús Leik-
félags Akureyrar er skammt frá
hótelinu.
Framkvæmdaáætlun í jafn-
réttismálum 1998-2002
Kynning á Akureyri
FRAMKVÆMDAÁÆTLUN
ríkisstjórnarinnar í jafnréttis-
málum er nú kynnt á fundum
víða um land um þessar mund-
ir. Markmið fundanna er að
kynna gerð áætlunarinnar
heimamönnum á hverjum stað
og safna hugmyndum og ábend-
ingum um verkefni hennar, en
ný áætlun til fjögurra ára tekur
gildi um næstu áramót.
Jafnréttisnefndir sveitarfé-
laganna hafa verið innan handar
við undirbúning fundanna. Ráð-
gert er að halda á næstunni
fundi á Akranesi, Stykkishólmi,
ísafirði, Vesturbyggð, Hólma-
vík, Varmahlíð, Húsavík, Höfn,
Reykjanesbæ, Akureyri og
Reykjavík.
Næstkomandi miðvikudag,
16. apríl kl. 18, efnir félagsmála-
ráðherra, Páll Pétursson, til
fundar í Deiglunni á Akureyri
um þetta málefni. Ráðherrann
og Elín R. Lóndal, formaður
jafnréttisráðs, flytja ávörp, Eisa
S. Þorkelsdóttir, framkvæmda-
stjóri jafnréttisráðs, ræðir um
form og gerðir framkvæmdaá-
ætlana, þau Kristján Magnús-
son, sálfræðingur, og Sigrún
Stefánsdóttir, aðstoðarmaður
sjúkraþjálfara, koma með inn-
legg heimamanna á fundinn og
að lokum stjórnar Sigfríður Þor-
steinsdóttir almennum umræð-
um.
Fær ■ flestan sjó með
OSTItl'V
„Síþreyta og depurð eru
erfiðir fylgikvillar sveppa-
sýkingar. OSTRIN
hjálpar mér, því það
gefur aukna orku, úthald
og vellíðan."
Unnur Þorsteinsdóttir,
skrifitofumaður.
Sendum í póstkröfu
„65 ára, síungur og vinn p , | B ^ | g, . ;, =
10 tíma á dag, .en ég e—-Q«/_ g g ([fj- g
byria líka hvern dag á —' jL„ 5
ostrin.“ normo
Ámi Valur Viggósson, Skipagötu 6, Akureyri,
símaverkstjóri. sími/fax 462 1889.
Harður árekstur á
Öxnadalsheiði
Fjórir á
slysadeild
FJÓRIR voru fluttir slasaðir á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri eftir
harðan árekstur á Öxnadalsheiði um
miðjan dag á laugardag.
Tveir bílar, fólksbíll á leið til Akur-
eyrar og L-300 sendibíll á leið frá
Akureyri rákust saman en slysið
varð efst í Bakkaselsbrekkunni. Síð-
arnefndi bíllinn hafði lent úti í veg-
kanti en mikið krap og hálka hafði
myndast á veginum. Fólk í næsta
bíl hafði aðstoðað við að draga sendi-
bílinn upp á veginn og voru bílarnir
um það bil að leggja af stað að nýju
þegar fólksbíllinn rann yfir á rangan
vegarhelming og skall á sendibílnum
sem aftur kastaðist á þriðja bílinn.
Fjórar stúlkur sem voru á leið
norður voru fluttar á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri og tvær
þeirra voru síðar fluttar suður til
Reykjavíkur vegna andlitsmeiðsla.
Fólksbíllinn og sendibíllinn eru
nánast ónýtir og voru íjarlægðar af
vettvangi með kranabíl. Þriðji bíllinn
sem í óhappinu lenti er nær
óskemmdur.
Glœsileg hnífapör
SILFURBÚÐIN
Kringlunni 8-12» Sími 568 9066
- I>ar ja'rdii &jöfina -