Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Fötum safnað áfram FATASÖFNUN Hjálparstofnun- ar kirkjunnar hefur verið fram- lengd og verður opið í kjallara Glerárkirkju næstu daga frá kl. 12 tii 16 þar sem tekið verður á móti fötum í söfnunina. Söfnin stóð í fjóra daga í lið- inni viku og á Akureyri er búið að safna fatnaði og skóm í ijóra 20 feta gáma sem skipað verður út næsta föstudag. Jón Oddgeir Guðmundsson umsjónarmaður söfnunarinnar á Akureyri sagði viðbrögðin hafa verið einkar góð, en það væru ekki bara bæjarbúar sem lagt hefðu söfnuninni lið, nágrannar, m.a. frá Dalvík, Ól- afsfirði, Húsavík, Mývatnssveit og víðar hefðu einnig lagt sitt af mörkum. LANDGRÆÐSLA Á TÍMAMÓTUM Ráóstefna í tilefni af 90 ára afmæli Landgræðslu ríkisins og til kynningar á nýrri landgræðsluáætlun Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir: Setning 10:00 Ávarp • Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri 10:10 Ávarp • Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson 10:20 Ávarp • Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra Landgræðsfustarfið 10:30 Landgræðsla í 90 ár • Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri Astand landsms 10:50 11:10 11:40 12:00 12:10 Gróðurfar og landkostir fyrr og nú • Hörður Kristinsson, Náttúrufræðistofnun Jarðvegsrof á íslandi • Ólafur Amalds, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Ástand og uppbygging vistkerfa • Ása L. Aradóttir, Skógrækt ríkisins Fyrirspurnir og umræður Matarhlé IV Ny landgræðsluaætlun wssm § Sveinn Runólfsson, land- 13:00 Markmið, leiðir oq helstu verkefni græðslustjóri 13:25 Rannsóknir og þróun í landgræðslu • ÞorsteinnTómasson, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 13:40 Upplýsingaöflun og áædanagerð • Sigmar Metúsalemsson, Landgræðsla rikisins 13:55 Tengslv0alrnenning*GuðrúnLáraPálmadódir, Landgræðslarikisins 14:10 LarxlTýlingoglandxtendur*BjainiMaronsson, Landgæðsla rikishs 14:25 Fyrirspurnir og umræður 15:00 Kaffihlé Vorslumenn la 15:20 Undirskrift yfiriýsingar um.uppgræðsluátak Akureyrarbæjar, Landgræðslunnar og OLIS á Glerárdal 15:30 Bændur • Böðvar Jónsson, Gautlöndum 15:40 Skólamir og æskan • Þorvaldur Öm Ámason, Fjölbrautaskóli Suðumesja 15:50 Áhugafólk • Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi Sjalfbær þrourt 16:00 Alþjóðleg viðhorf-hvað gera aðrar þjóðir? • Ketill Sigurjónsson, Landgræðsla rikisins 16:15 Vemdun landkosta-siðferðileg viðhorf • Andrés Amalds, Landgræðsla ríkisins 16:35 Fyrirspurnir og umræður 17:00 Ráðstefnuslit • Björn Sigurbjörnsson, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu Móttaka í boði landbúnaðarráðherra. Ráðstefnustjórar: Haraldur Bessason, fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri Sigurveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Islandsbanka Aðgangur er ókeypis og öllum er heimil þátttaka Skráning í síma 462 7733 LANDGRÆÐSLAN Landbúnaðarráðuneytið Háskólinn á Akureyri Nýtt hótel opnað í Skjaldborgarhúsinu Hótel Akureyri býður persónulega þjónustu Morgunblaðið/Kristján EIGENDUR Hótels Akureyrar, Kristján Ármannsson, hótelstjóri, Snæbjöm Kristjánsson og Héðinn Bech veitingamenn á Fiðlaranum. NÝTT hótel var opnað á Akureyri um helgina, Hótel Akureyri, en það er við Hafnarstræti 67, þar sem áður var Hótel Óðal. Hótelið er í eigu samnefnds einkahlutafélags en eigendur þess eru Héðinn Beeh og Snæbjörn Kristjánsson veitinga- menn á Fiðlaranum á Akureyri og Kristján Ármannsson sem er hótel- stjóri. Húsið á sér langa sögu en það hefur lengst af gengið undir nafn- inu Skjaldborg. Það var byggt af Góðtemplarareglunni og Ung- mennafélagi Akureyrar árið 1925, en reglan keypti allt húsið 1939. Mat- og veitingasala var rekin í húsinu frá upphafi. Kvikmyndasýn- ingar voru einnig í húsinu á vegum Nýja bíós fyrstu árin, en síðar voru sýningar þar á vegum Skjaldborg- arbíós. Prentsmiðja Björns Jónsson- ar keypti húsið síðar og bókaútgáf- an Skjaldborg hóf þar starfsemi. Árið 1991 opnaði Aðalgeir T. Stef- ánsson hótel í húsinu en hann end- urbyggði húsið verulega, m.a. byggði hann upp fjórðu hæð þess. I hótelinu eru tvö eins manns herbergi og 17 tveggja manna her- bergi, öll með baði, minibar, örygg- ishólfi og sjónvarpi með gervi- hnattamótttöku. Lögð verður áhersla á almennan hótelrekstur og að veita gestum góða og persónu- lega þjónustu og hagstætt verð þannig að dvölin á Akureyri verði sem ánægjulegust þess virði að koma aftur. Góð ráðstefnu- og fundaaðstaða Morgunverð og léttar veitingar fá gestir í samstarfi við veitingahús- ið Fiðlarann. Einstaklingum og hóp- um verður boðið upp á hádegis- og kvöldverð á sérstöku afsláttarverði sem reikningsfærðir verða beint á herbergi viðkomandi sé þess óskað. Þá er boðið upp á aðstöðu fyrir ráðstefnur og fundi, einkum utan hefðbundins ferðamannatíma, en kjörin aðstaða til slíks er á Fiðlaran- um. Stefnt er að því að hafa í boði ferðapakka ýmiskonar fyrir ein- staklinga og hópa, s.s. leikhúsferðir með gistingu á hótelinu og kvöld- verð á Fiðlaranum, en leikhús Leik- félags Akureyrar er skammt frá hótelinu. Framkvæmdaáætlun í jafn- réttismálum 1998-2002 Kynning á Akureyri FRAMKVÆMDAÁÆTLUN ríkisstjórnarinnar í jafnréttis- málum er nú kynnt á fundum víða um land um þessar mund- ir. Markmið fundanna er að kynna gerð áætlunarinnar heimamönnum á hverjum stað og safna hugmyndum og ábend- ingum um verkefni hennar, en ný áætlun til fjögurra ára tekur gildi um næstu áramót. Jafnréttisnefndir sveitarfé- laganna hafa verið innan handar við undirbúning fundanna. Ráð- gert er að halda á næstunni fundi á Akranesi, Stykkishólmi, ísafirði, Vesturbyggð, Hólma- vík, Varmahlíð, Húsavík, Höfn, Reykjanesbæ, Akureyri og Reykjavík. Næstkomandi miðvikudag, 16. apríl kl. 18, efnir félagsmála- ráðherra, Páll Pétursson, til fundar í Deiglunni á Akureyri um þetta málefni. Ráðherrann og Elín R. Lóndal, formaður jafnréttisráðs, flytja ávörp, Eisa S. Þorkelsdóttir, framkvæmda- stjóri jafnréttisráðs, ræðir um form og gerðir framkvæmdaá- ætlana, þau Kristján Magnús- son, sálfræðingur, og Sigrún Stefánsdóttir, aðstoðarmaður sjúkraþjálfara, koma með inn- legg heimamanna á fundinn og að lokum stjórnar Sigfríður Þor- steinsdóttir almennum umræð- um. Fær ■ flestan sjó með OSTItl'V „Síþreyta og depurð eru erfiðir fylgikvillar sveppa- sýkingar. OSTRIN hjálpar mér, því það gefur aukna orku, úthald og vellíðan." Unnur Þorsteinsdóttir, skrifitofumaður. Sendum í póstkröfu „65 ára, síungur og vinn p , | B ^ | g, . ;, = 10 tíma á dag, .en ég e—-Q«/_ g g ([fj- g byria líka hvern dag á —' jL„ 5 ostrin.“ normo Ámi Valur Viggósson, Skipagötu 6, Akureyri, símaverkstjóri. sími/fax 462 1889. Harður árekstur á Öxnadalsheiði Fjórir á slysadeild FJÓRIR voru fluttir slasaðir á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur á Öxnadalsheiði um miðjan dag á laugardag. Tveir bílar, fólksbíll á leið til Akur- eyrar og L-300 sendibíll á leið frá Akureyri rákust saman en slysið varð efst í Bakkaselsbrekkunni. Síð- arnefndi bíllinn hafði lent úti í veg- kanti en mikið krap og hálka hafði myndast á veginum. Fólk í næsta bíl hafði aðstoðað við að draga sendi- bílinn upp á veginn og voru bílarnir um það bil að leggja af stað að nýju þegar fólksbíllinn rann yfir á rangan vegarhelming og skall á sendibílnum sem aftur kastaðist á þriðja bílinn. Fjórar stúlkur sem voru á leið norður voru fluttar á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri og tvær þeirra voru síðar fluttar suður til Reykjavíkur vegna andlitsmeiðsla. Fólksbíllinn og sendibíllinn eru nánast ónýtir og voru íjarlægðar af vettvangi með kranabíl. Þriðji bíllinn sem í óhappinu lenti er nær óskemmdur. Glœsileg hnífapör SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12» Sími 568 9066 - I>ar ja'rdii &jöfina -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.