Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 39
SIGURÐUR
RUNÓLFSSON
+ Sigurður Run-
ólfsson var
fæddur í Böðvars-
dal í Vopnafirði 1.
ágúst 1908. Hann
lést á sjúkrahúsi í
Reykjavík 7. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Runólfur
Hannesson, bóndi í
Böðvarsdal, f.
22.10. 1867, d. 9.1.
1986, og Kristbjörg
Pétursdóttir, f. 3.1.
1871, d. 29.3. 1939.
Sigurður átti átta
systkini sem öll eru nú látin.
Hinn 13. maí 1933 kvæntist
Sigurður Hallfríði Þorkelsdótt-
ur frá Bíldudal, f. 9.11. 1908,
d. 19.1. 1993. Þau eignuðust
þijú börn. Þau eru: 1) Gústa
Ingibjörg, prófessor, f. 10. jan-
úar 1934, búsett i Frakklandi.
2) Þórólfur Sverrir, f. 5. feb.
1939, arkitekt, búsettur í
Bandaríkjunum, kvæntur Ver-
onicu Li, hann á tvö börn, Stein
Walter og Þóru Jó-
hönnu. 3) Kristján
Hrafn, f. 30. ágúst
1945, rannsóknar-
maður, búsettur í
Reykjavík, kvæntur
Huldu Snorradótt-
ur, þau eiga fjögur
börn, Hallfríði, Sig-
urð, Hlyn Frey og
Margréti Ástu.
Sigurður lauk
kennaraprófi 1930.
Hann var stunda-
kennari við Miðbæj-
arskólann í Reykja-
vík 1930-31, kenn-
ari við Austurbæjarskólann í
Reykjavík 1931-76, var stunda-
kennari á Suðureyri við Súg-
andafjörð sumur 1933-35.
Hann var umsjónarmaður sýn-
ingarsala náttúrugripasafnsins
í Reykjavík frá 1946, í stjórn
Stéttarfélags barnakennara í
Reykjavík 1953-56.
Utför Sigurðar fer fram frá
Laugarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Sigurður Runólfsson kennari er
látinn, 88 ára að aldri. Sigurður var
kvæntur Hallfríði Þorkelsdóttur,
föðursystur okkar, en þau kynntust
þegar bæði voru við nám í Kennara-
skólanum. Snemma á búskaparár-
um sínum, fyrir tæpum sextíu
árum, keyptu þau ásamt foreldrum
okkar húsið að Tjarnargötu 43 þar
sem við ólumst upp fyrstu 15-20
ár ævinnar. Samneyti við Sigurð
var því mikið á uppvaxtarárum
okkar og var gott að leita til hans
þegar faðir okkar var ekki heima,
en hann vann mikið erlendis á þeim
árum. Við minnumst því Sigurðar
með þakklæti og söknuði.
Sigurður og Hallfríður (það er
ekki hægt að nefna annað þeirra
án þess að nefna hitt einnig, svo
samrýnd voru þau alla ævi) báru
hag barna sinna mjög fyrir bijósti
og veittu þeim gott aðhald í námi.
Metnaður þeirra fyrir hönd barn-
anna var mikill. Þau átti bæði gott
með að umgangast börn og nutum
við þess einnig bræðurnir á efri
hæðinni. Sigurður og Hallfríður
áttu þrjú börn, Gústu Ingibjörgu,
Þórólf Sverri og Kristján Hrafn.
Eldri börnin tvö ílentust erlendis
eftir háskólanám og söknuðu for-
eldrarnir alla tíð nánara samneytis
við þau. Kristján átti hins vegar
heima hér í Reykjavík og nutu börn-
in hans fjögur þess ríkulega að eiga
Sigurð fyrir afa.
Þolinmæði Sigurðar við að kenna
okkur strákunum að nota verkfærin
og smtða úr tré var ótrúleg. Hjá
honum lærðum við að nota flest
trésmíðaáhöld og leyfði hann okkur
að nota eggjárn og rafmagnstæki
sem önnur verkfæri. Það var ekki
í hveiju húsi á þeim árum sem
drengir höfðu aðgang að rennibekk
og bandsög svo dæmi sé tekið.
Ekki er heldur víst að allir hefðu
tekið því jafnvel og Sigurður er
hann kom reglulega að eggjámum
sínum tenntum eftir óvandaða með-
höndlun ungmenna. Sjálfur var
hann góður smiður og kenndi m.a.
smíðar í Austurbæjarskólanum.
Yfirleitt var hann eitthvað að dunda
í sameiginlegri smíðastofu í kjallara
hússins. Höfðum við gaman af að
sniglast í kring um hann og fylgj-
ast með þegar hann var að smíða.
Hann var líka snillingur í að stoppa
upp dýr og gerði mikið af því bæði
fyrir sjálfan sig en þó mest fyrir
aðra. Kjallarastofan var oft drauga-
leg þegar fuglar, minkar og jafnvel
lágfóta voru þar uppstoppuð í ýms-
um stellingum. Á þeim árunum var
hann einnig safnavörður í náttúru-
gripasafninu sem var til húsa !
Landsbókasafninu við Hverfisgötu.
Ferð með Sigurði á náttúrugripa-
safnið á sunnudögum var um tíma
fastur liður í tilverunni og fékk
maður þar fræðslu um dýr og
steina.
Sökum hagleiks var Sigurður
fenginn til að lagfæra allt timbur-
verk I Tívoli í Vatnsmýrinni á hveiju
vori. Þá var vinsælt að fara með
Sigurði í Tívoli og „hjálpa" honum,
og komast þannig frítt í tækin.
Vissulega höfum við verið meiri
byrði en hjálp en það fengum við
aldrei að heyra.
Sigurður var léttur á fæti og fór
flestra sinna ferða fótgangandi hér
áður fyrr. Hann var íþróttamaður
i ungmennafélagsanda og tók þátt
í víðavangshlaupum er haldin voru
í Vatnsmýrinni. Hann var fróður
um sögu og náttúrufræði og hafði
gaman af að segja frá. Var oft
unun að heyra hann lýsa atburðum
og fór hann þá ekki alltaf troðnar
slóðir. Sigurður var með nokkuð
stóran kartöflugarð í Kringlumýr-
inni öll uppvaxtar- og unglingsár
okkar. Hann lagði mikla alúð við
að útbúa útsæði á hveiju vori og
fengum við alltaf að taka þátt í
vinnu við garðinn og þá sérstaklega
við uppskeruna á haustin. Talsvert
af uppskerunni seldi hann en auk
þess voru kartöflur alltaf nægar
fyrir báðar fjölskyldurnar allan árs-
ins hring þótt munnar væru margir.
Sigurður var langt á undan sinni
samtíð hvað varðar jafnrétti kynj-
anna. Hann gekk í öll störf á heimil-
inu til jafns við konu sína og öll
erfiðari verkin svo sem þvotta og
gólfþvotta sá hann um að miklu
leyti. Siðari árin sá hann um allt á
heimilinu enda eltist Hallfríður fyrr.
Þetta fannst okkur bræðrunum
stundum undarlegt, enda aldir upp
við hefðbundna kynskiptingu verka
á okkar heimili.
Sigurður var almennt mjög hjálp-
samur, hvort sem það var fyrir fjöl-
skyldu sína eða aðra. Hann var allt-
af boðinn og búinn til að aðstoða
og nutum við þess ríkulega bræð-
urnir, þegar faðir okkar var lang-
dvölum í burtu. Sigurður bjargaði
öllu án nokkurra aukaorða. Minning
okkar um Sigurð verður alltaf tengd
smíðastofunni i kjallaranum á
Tjarnargötunni. Þar áttum við
margar ánægjulegar stundir, lærð-
um margt og margir meira eða
minna nytsamir hlutir urðu þar til.
Þessara minninga og kennslu-
stunda höfum við notið allrar ævi.
Agnar, Þorkell, Ólafur og
Kristinn.
Kæri Sigurður er látinn. Það er
undarlegt að hann skuli ekki vera
á meðal okkar lengur. Sigurður
„afi“ var mér og börnum mínum
mikils virði. Hann var ljúfmenni,
elskaði börn og sagði þeim ógrynni
af sögum, sem hann kunni svo vel
að segja.
Á hátíðarstundum, svo sem á
jólum, afmælum og oftar, var hann
ætíð með þar sem saman komu fjöl-
skylda mín og fjölskyldur systur
minnar og mágs míns, Kristjáns,
sem er yngstur barna Sigurðar. Ég
minninst þess, er ég hitti þau sóma-
hjón Sigurð og Hallfríði fyrst. Það
var eins og ég hefði þekkt þau alla
tíð, og urðum við Hallfríður góðar
vinkonur. Þau hjón voru mjög sam-
rýnd, höfðu sömu áhugamál og
stunduðu kennslu í Asuturbæjar-
skóla í fjölda mörg ár. Þau voru
full af fróðleik og óspör á að miðla
honum til annarra. Eftir að Hallfríð-
ur lést fyrir um 4 árum, hnignaði
heilsu Sigurðar.
Börn Hallfríðar og Sigurðar eru
þijú. Gústa, búsett í Frakklandi,
Sverrir, búsettur í Bandaríkjunum,
og Kristján mágur, sem býr í
Reykjavík með fjölskyldu sinni. Þau
systkinin eru mér kær og hef ég
átt ógleymanlega daga hjá Gústu í
Frakklandi. Sagt er að sjaldan falli
eplið langt frá eikinni, og sannast
það á bömum Sigurðar og Hallfríð-
ar.
Ég votta þeim og fjölskyldum
þeirra samúð mína.
Elsku Kristján og Hulda, Hall-
fríður, Siggi, Hlynur Freyr og
Magga mín. Megi minning hans
varðveitast og verða ykkur huggun.
Soffía.
Kær vinur er kvaddur.
Áralöng kynni við hjónin Sigurð
Runólfsson og Hallfríði Þorkelsdótt-
ur hafa veitt mér mikla ánægju og
gleði. Hallfríður lést 19. janúar
1993. Börn þeirra hjóna eru þijú,
dr. Gústa, prófessor við háskóla í
Montpellier í Frakklandi, Sverrir
arkitekt, búsettur í Washington DC,
og Kristján Hrafn, deildarstjóri hjá
Orkustofnun ríkisins. Kynni okkar
hófust er Kristján kvæntist dóttur
minni Huldu, og eiga þau fjögur
börn.
Umhyggja Sigurðar fyrir heimili
þeirra var alla tíð sívakandi og að-
dáunarverð, að sjá barnabörn okkar
vaxa úr grasi með aðstoð hand-
leiðslu þessara mikilhæfu hjóna,
Sigurðar og Hallfríðar, sem bæði
voru kennarar, var sjaldgæf ham-
ingja. Veganesti barnanna út í lífið
var fræðsla sem þau munu lengi
búa að, og sérstakt gleðiefni var
mér að heyra af vörum barnanna
ungra ómengað móðurmálið sem
afi og amma áttu stóran þátt í að
kenna þeim. Ég veit, að afkomend-
ur Sigurðar, sem ætíð hélt verndar-
hendi yfir fjölskyldu sinni, munu
hafa í heiðri hugsjónir hans í rækt-
un lands og lýðs, og umfram allt
hið fagra og meitlaða tungutak.
Fyrr á árum ferðuðust þau hjónin
töluvert til þess að heimsækja böm
sín, þau sem búsett voru í ýmsum
heimshlutum. Rikur þáttur i fari
Sigurðar var frásagnargáfa hans og
miðlunargleði. Hann kunni ótal sög-
ur, skrítnar og skemmtilegar af
mönnum og atvikum, sem hann
sagði af snilld öllum, sem til heyrðu,
til óblandinnar ánægju. Sigurður var
háttvís maður og hógvær, og sístarf-
andi meðan heilsan leyfði. Um ára-
bil hafði hann á sumrum eftirlit með
öndunum á Tjöminni fyrir Reykja-
víkurborg og einnig umsjón með
skólagörðum Reykjavíkur.
Er heilsunni tók að hnigna flutt-
ist Sigurður að heimili Huldu og
Kristjáns og átti þar heima síðustu
árin. Ég minnist síðasta handtaks
Sigurðar þegar ég var á förum til
útlanda nýlega, hann var glaður,
hafði ráðgert ferð með dóttur sinni
í heimsókn til sonar síns og tengda-
dóttur í Washington.
Úr fjarlægu landi sendi ég öllum
vandamönnum Sigurðar hjartans
samúðarkveðjur við fráfall mæts
manns og fjölskylduföður.
í huganum votta ég honum virð-
ingu og þökk fyrir hlýju og vináttu
árum saman._
Ásta Björnsdóttir.
Afi minn passaði mig þegar ég var
lítil. Hann bjó einu sinni á móti
okkur en flutti síðan inn til okkar.
Siðan fluttum við aftur og hann
með okkur líka. Hann var mjög
góður alltaf.
Margrét Ásta.
t
Elskuleg móðir okkar,
GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR,
Dalbraut 27,
(áður Efstasundi 59),
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur iaugar-
daginn 12. apríl
Bjarghildur Stefánsdóttir, Davlð Stefánsson
og fjölskyldur.
t
Hjartkær nafna okkar og vinkona,
GUÐRÚN JENNÝ JÓNSDÓTTIR,
Vikurbraut 32,
Grindavik,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn
12. apríl.
Erna Guðrún Gunnarsdóttir, Ragnar Torfason,
Jenný Jónsdóttir, Reynir Jóhannsson.
t
Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN ÞÓRIR ÁRNASON,
Kópavogsbraut 1 a,
áður Þinghólsbraut 2,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. apríl kl. 13.30.
Elln J. Þórðardóttir,
Elln J. Jónsdóttir Richter, Reinhold Richter,
Valgerður Þ. Jónsdóttir,
Arngunnur R. Jónsdóttir, Helgi R. Rafnson,
Jón Þórir Ingimundarson, Elfn Ingimundardóttir.
t
Konan mín, dóttir, móðir, stjúpmóðir og amma,
LILJA VIKTORSDÓTTIR,
Glmll,
Garðabæ,
lést þann 11. apríl.
Guðmundur Elnarsson,
Viktor Björnsson,
Fríða Guðmundsdóttir,
stjúpbörn og barnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARÍA FRIÐFINNSDÓTTIR,
Goðalandi 2,
andaðist sunnudaginn 13. apríl.
Guðbjörg Ögmundsdóttir,
Jón Finnur Ögmundsson, Kristfn Valsdóttir,
Valur Kristinn Jónsson,
Marfa Klara Jónsdóttir.
t
Móðir okkar,
ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR,
andaðist á Reykjalundi laugardaginn 12. apríl.
(ris Ástmundsdóttir,
Guðlaug Ástmundsdóttir,
Bjöm Ástmundsson,
Ásta Ástmundsdóttir.
t
Ástkær móðir, amma og langamma,
ÓLÖF INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
fyrrum húsfreyja
á Ánastöðum á Vatnsnesi
lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 11. apríl.
Fjölskyldur hinnar látnu.