Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 45
Krýsuvíkur-
samtökina
Nýr fram-
kvæmda-
stjóri
AÐALFUNDUR Krýsuvíkur-
samtakanna verður haldinn
mánudaginn 28. apríl kl. 20 í
sal A á 2. hæð í Gerðubergi.
Aðalfundurinn markar að
mörgu leyti tímamót í sögu
samtakanna sem rekið hafa
vist- og meðferðarheimili fyrir
vímuefnaneytendur í Krýsu-
víkurskóla samfleytt síðan
1989, segir í fréttatilkynningu.
Frá stofnun samtakanna
árið 1986 hefur starfsemin
einkennst af miklum fjárskorti
og hefur allur rekstur byggst
á einstöku þolgæði allra sem
að honum hafa komið, hvort
heldur er starfsfólk eða selj-
endur vöru og þjónustu. Nú
fer fram heildarendurskoðun á
starfseminni, fjármálum og
rekstri. Ráðinn hefur verið nýr
framkvæmdastjóri, Dóra Stef-
ánsdóttir, þróunarfræðingur,
sem starfaði sem verkefnis-
stjóri á vegum Þróunarsam-
vinnustofnunar íslands í Afr-
íku á árunum 1990 til 1996.
Tók hún til starfa í lok mars.
Samstarfi hefur verið komið
á fót við sænska aðila sem
hafa menn til meðferðar í
Krýsuvík, nokkuð sem hefur
verið samtökunum mikilvægt
fjárhagslega. Líta má á þetta
samstarf sem mikla viður-
kenningu á starfseminni sem
fram fer í Krýsuvík.
Fjárhagur samtakanna er
enn mjög þröngur. í vor verður
því farið af stað með enn eina
fjársöfnunina og mega lands-
menn brátt búast við símtölum
þess efnis.
11. til 14. apríl.
UM HELGINA voru 18 ökumenn
kærðir fyrir of hraðan akstur á
starfssvæði lögreglunnar í Reykja-
vík, en um þessr mundir er sérstak-
lega fylgst með hraðaskri. Þrettán
ökumenn, sem stöðvaðir voru, eru
grunaðir um ölvunarakstur. Á
sama tímabili voru 27 umferðaró-
höpp tilkynnt til lögreglu. Mikil-
vægt er að fólk staldri nú við í
byijun sumars og geri sér grein
fyrir mögulegum afleiðingum
hegðunar sinnar. Sá, sem hefur
fengið gott uppeldi og er sér með-
vitandi um nauðsyn virðingar fyrir
sjálfum sér og öðrum, ofmetnast
ekki. Framferði viðkomandi í um-
ferðinni segir nokkuð til um hvern-
ig til hefur tekist.
Tilkynnt var um 4 líkamsmeið-
ingar, 14 innbrot, 21 þjófnað og
24 eignarspjöll. Afskipti voru höfð
af 61 manni vegna ölvunarhátt-
semi og vista þurfti 39 í fanga-
geymslunum. Nítján sinnum var
kvartað yfir hávaða og ónæði inn-
an dyra að kvöld- og næturlagi.
Oftast var um að ræða ölvað fólk
í Ijöleignarhúsum er ekki kunni sér
hóf. Lögreglumenn þurftu nokkr-
um sinnum að hafa afskipti af
börnum eða unglingum um helg-
ina, auk atviks er átti sér stað á
föstudag þegar allmörg börn úr
Hagaskóla gerðu aðsúg að börnum
úr Þinghólsskóla utan við Háskóla-
bíó. Um greinilega múgsefjun virt-
ist vera um að ræða og ótrúlegt
að slíkt geti gerst á meðal jafn vel
upplýsts fólks og þar var um að
ræða. Hafa þurfti afskipti af
nokkrum ungmennum undir áhrif-
um áfengis að kvöld- og nætur-
lagi, en í langflestum tilvikum voru
afskiptin þó af fullorðnum, þ.e.
þeim sem eiga að vera þeim yngri
til fyrirmyndar.
Fræðslufundur skóg-
ræktarfélaganna
Fyrirlestur
um hljóðláta
nemendur
KARI Kalbach Christensen sér-
kennslufræðingur og lektor við
Þelamerkurháskóla (Telemark
Högskole) í Noregi heldur fyrirlest-
ur á vegum Rannsóknarstofnunar
Kennaraháskóla íslands miðviku-
daginn 16. apríl kl. 17. Fyrirlestur-
inn nefnist: Hljóðlátir nemendur í
grunn- og framhaldsskólum.
í fyrirlestrinum mun Kari gera
grein fyrir niðurstöðum úr rannsókn
sinni á framhaldsskólanemendum í
Noregi og ijalla jafnframt um nem-
endur í grunnskólum. Meðal annars
mun hún leita svara við spurningun-
um: Er ástæða til að hafa áhyggjur
af hljóðlátum nemendum? Eiga þeir
við vandamál að stríða innan skóla
eða utan? Hvað geta kennarar gert
til aðstoðar?
Kari Kalbach Christensen ber
ábyrgð á kjörsviði í sérkennslu inn-
an almenns kennaranáms og leik-
skólakennaranáms við háskólann í
Þelamörk. Fyrirlesturinn verður
fluttur á norsku í stofu M-301 í
Kennaraháskóla íslands og er öllum
opinn.
Vitni vantar
RANNSÓKNARDEILD lögregl-
unnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum
að aðdraganda umferðaróhapps
sem varð á aðreininni er liggur
norður frá Kringlumýrarbraut að
Bústaðavegi. Volkswagen sendi-
ferðabíl, ST 763, var ekið norður
nefnda rein frá Kringlumýrarbraut
og hugðist ökumaður beygja til
vinstri vestur Bústaðaveg. Var þá
fólksbifreið af Skoda gerð UK 398
ekið austur Bústaðaveg og árekstur
varð.
Ágreiningur er með ökumönnum
þessum þar sem þá greinir á um
stöðu umferðarljósa sem eru stað-
sett við nefnd gatnamót.
Afskipti voru höfð af tveimur
ungum stúlkum á föstudag þar
sem þær voru að úða málningu á
strætisvagnabiðskýli við Streng. í
ljós kom að þær höfðu keypt úða-
brúsann á útsölu í byggingarvöru-
verslun í þessum tilgangi.
Skemmdir á umhverfinu leiða til
vanlíðunar og leiða. Enn sem fyrr
er ungt fólk hvatt til að bera virð-
ingu fyrir umhverfi sínu; taka þátt
í að byggja það upp í stað þess
að rífa það niður. Skemmdarverk
sem þessi eru fátíð á Ártúnshoiti.
Skemmdarverk með
veggjakroti
Á föstudagsmorgun unnu
krakkar skemmdarverk með
veggjakroti á elliheimili við Klepps-
veg. Gjörðir þeirra voru teknar upp
á myndband og var það afhent
lögreglunni. Um hádegi klifruðu
tveir 15 ára piltar upp á svalir
húss á Seltjarnarnesi og höfðu á
brott með sér kippu af gosi. Pilt-
arnir náðust og var þeim veitt
áminning. Nokkrir unglingar réð-
ust inn í íbúð í húsi í Hólunum á
föstudagskvöld og slógu til eins,
sem þar var. Rætt var við krakk-
ana. Þá voru nokkrir unglingar til
SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höf-
uðborgarsvæðinu halda fræðslu-
fund í kvöld, þriðjudaginn 15.
apríl kl. 20.30 í sal Ferðafélags
ísalnds, Mörkinni 6. Þetta er
þriðji fræðslufundurinn í fræðslu-
samstarfi skógræktarfélaganna
og Búnaðarbanka íslands. Fjöl-
breytt dagskrá verður í boði.
Böðvar Bjarki Pétursson, for-
stöðumaður Kvikmyndasafns fs-
lands sýnir skógræktarkvik-
myndina Faðir minn átti fagurt
land sem Hákon heitinn Bjarna-
son, fyrrverandi skógræktar-
stjóri, og Gísli Gestsson, kvik-
myndagerðarmaður, gerðu á sín-
um tíma. Myndin er í sæmilegu
ástandi og stendur enn fyllilega
fyrir sínu þótt hún sé orðinn um
vandræða í verslun í Rimahverfi
um kvöldið. Þurftu lögreglumenn
að fjarlægja nokkra þeirra. Á laug-
ardag var komið að tveimur piltum
inni á skrifstofu fyrirtækis í Vest-
urbænum. Piltarnir lögðu á flótta
er þeirra varð vart, en þeir voru
handteknir skömmu síðar á Frí-
kirkjuvegi. Á laugardagskvöld var
tilkynnt um sex pilta sem voru að
anda að sér gasi utandyra við Há-
berg. Um kvöldið safnaðist talsvert
af ölvuðum unglingum saman utan
við hús í Hólunum. Þeir hurfu þeg-
ar lögreglumenn komu á vettvang.
Undir morgun óskaði móðir eftir
því að lögreglan færi með henni í
hús í Fellunum til að sækja 15 ára
son hennar, sem þar átti að vera
ölvaður í samkvæmi. Við athugun
kom í ljós að pilturinn var þar óölv-
aður í góðu yfirlæti ásamt fleiri
drengjum og íbúum hússins. Hann
treysti sér hins vegar ekki heim
vegna ölvunar móðurinnar, en lét
þó til leiðast að lokum. Loks var
stuggað við tveimur piltum, sem
búið höfðu um sig í sameign húss
í Hólunum. Hald var lagt á kós-
angaskút, sem þeir höfðu undir
höndum.
Á sunnudag komu tveir bræður
30 ára gömul, segir í fréttatil-
kynningu.
Jóhann Pálsson, garðyrkju-
stjóri Reykjavíkurborgar, flytur
aðalerindi kvöldsins sem hann
kallar: Viðir - ræktun og fjöl-
breytni. Þar mun hann fjalla í
máli og myndum um hinar ýmsu
víðitegundir sem eru í notkun
hér á landi, bæði innlendar og
innfluttar.
í fræðsluhorninu fjallar Arnór
Snorrason, skógfræðingur frá
Skógræktarfélagi Islands, um
umhirðu skógarplantna, en nú
fer einmitt vorumhirðutíminn að
ganga í garð.
Allir eru velkomnir meðan
húsrúm leyfir og verður boðið
upp á kaffi.
ásamt föður sínum á lögreglustöð-
ina í Breiðholti. Drengirnir höfðu
orðið fyrir árás tveggja 14 ára pilta
á skólalóð í hverfinu viku áður.
Þeir piltar mættu einnig á lögreglu-
stöðina og báðust fyrirgefningar á
hegðan sinni. Um einstakt tilvik
hefði verið að ræða og þeir myndu
aldrei gera slíkt aftur. I framhaldi
af því var haft samband við for-
eldra piltanna og þeim gerð grein
fyrir málavöxtum. Á sunnudag
barði þrettán ára drengur annan
ellefu ára í höfuðið í Þingholtunum
svo flytja varð hann á slysadeild.
Handtóku innbrotsþjóf
Lögreglumenn handtóku inn-
brotsþjóf aðfaranótt laugardags.
Sá hafði brotist inn í bifreið við
Grundarstíg og var að athafna sig
þar þegar að var komið. Skömmu
síðar voru þrír drengir færðir á
lögreglustöð eftir að hafa verið að
reyna að komast inn í bifreiðar við
Grundarhús. Eldur kom upp í
þvottavél húss við Fossaleynismýri
á laugardagsmorgun. Óverulegar
skemmdir hlutust af. Spennt var
upp lúga söluturns á Seltjarn-
arnesi og talsverðu af tóbaki stol-
ið. Skömmu fyrir hádegi þurfti að
flytja ökumann og farþega á slysa-
deild eftir harðan árekstur tveggja
bifreiða á gatnamótum Suðurgötu
og Vonarstrætis. Á laugardags-
kvöld var þremur bjórkútum stolið
af veitingastað við Laugaveg.
Skömmu síðar sást til þriggja
manna vera að rogast með ölkút
á milli sín á Skólabrú. Þeir voru
handteknir. Kútnum, ásamt tveim-
ur öðrum er fundust í ruslatunnu
við Grettisgötu, var komið til skila.
Á sunnudagsmorgun var maður
handtekinn þegar hann var að
reyna að bijótast inn í bifreiðar
við Raufarsel. Sá hefur alloft kom-
ið við sögu mála hjá lögreglu.
Háskólafyr-
irlestur um
málspeki
DR. STEEN Ebbesen, forstöðu-
maður Stofnunar grísku og latínu
við Kaupmannahafnarháskóla,
flytur opinberan fyrirlestur í boði
heimspekideildar Háskóla íslands
föstudaginn 18. apríl nk. kl. 16.15
í stofu 201 í Árnagarði.
Fyrirlesturinn nefnist „Sprog-
teori i antik og middelalder" og
fjallar um málspeki og merkingar-
fræði fornaldar og miðalda.
Dr. Steen Ebbesen er fornfræð-
ingur að mennt og þekktur fyrir
skrif sín og rannóknir á sviði heim-
speki síðfornaldar og miðalda,
einkum á sviði rökfræði og mál-
speki. Hann hefur skrifað fjölda
greina um þessi efni í virt fræði-
tímarit og flutt fyrirlestra á alþjóð-
legum vettvangi. Helsta rit hans
„Commentators and Commentari-
es on Aristotle’s Sophistici Elenc-
hi“ 3. bindi kom út hjá E.J. Brill
árið 1981.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
dönsku og er öllum opinn.
Kosningaréttur
í biskupskjöri
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun sem samþykkt
var á framkvæmdastjórnarfundi
SUF:
„Framkvæmdastjórn Sambands
ungra framsóknarmanna finnst
eðlilegt og lýðræðislegt að allir
meðlimir Þjóðkirkjunnar hafi at-
kvæðisrétt í biskupskjöri. Þar sem
biskup er bæði trúarlegur og ver-
aldlegur yfirmaður hennar og jafn-
framt andlit hennar útávið þá er
óviðunandi að fáeinir einstaklingar
hafi allt vald við skipan biskups.
Almennur kosningaréttur myndi
stuðla að opnari umræðum um
kristna trú á Islandi og færa þann-
ig kirkjuna nær fólkinu, umbjóð-
endum sínum.“
Fagna bygg-
ingu álvers við
Grundartanga
Á FUNDI atvinnumálanefndar
Hvalfjarðarstrandahrepps 2. apríl
1997 var eftirfarandi stuðnings-
yfirlýsing samþykkt:
„Átvinnumálanefnd Hval-
fjarðarstrandarhrepps fagnar
ákvörðun hreppsnefndar Hval-
fjarðarstrandarhrepps að stuðla að
auknum atvinnutækifærum innan
hreppsins með því að leyfa bygg-
ingu álvers við Grundartanga.
Atvinnumálanefnd lýsir fullu
traustu á störf hreppsnefndar
Hvalfjarðarstrandahrepps við af-
greiðslu þessa máls.“
■ AÐALFUNDUR DECUS á ís-
landi verður haldinn laugardaginn
24. maí kl. 16.30 á ráðstefnu félags-
ins að Hótel Sögu.
LEIÐRÉTT
Guðný en ekki Guðrún
Nafn myndlistarmanns misritaðist
í Lesbókinni á laugardaginn. Undir
mynd Guðnýjar Svövu Strindberg
stóð Guðrún og er beðist afsökunar
á mistökunum.
Ósamið við BHM
í FRÉTT á blaðsíðu 2 í sunnudags-
blaðinu var fjallað um stéttarfélög
sem ekki hafa gert nýja kjarasamn-
inga. Þar láðist að geta félaga inn-
an BHM, en kjaraviðræður þeirra
flestra eru nú á borði ríkissátta-
semjara.
Ur dagbók lögreglunnar
Lögreglan fylg-
ist sérstaklega
með hraðakstri